Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 14
ð Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981. Iþróttir Iþróttir ________ DAOBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 8. JÚLl 1981. in i i'iwiBinmiifi IIIIII mi Iþróttir íþróttir Iþróttir Evrópukeppni meistaraliöa: Lánið leikur við Liverpool enn á ný Bæði ensku liflin i Evrópukeppni meislaraiiða, Llverpool og Aston Villa, fengu létta mótherja er dregið var i 1. umferö i Svlss i gær. Vllla fékk Val, sem kunnugt er, og Liverpool lenti annað árið i röð gegn finnsku meisturunum Oulu Palloseura. Á meðal annarra stórleikja má nefna leik Celtic og Juventus, öster og Bayern Míinchen, Ferencvaros og Banik Ostrava. St. Etienne og Dinamo Berlin mætast í forkeppni fyrir aðalkeppnina og sigurveg- arinn úr þeirri viðureign mætir Zílrich í 1. um- ferðinni. Mörg stórliðin voru afar heppin. Red Star mætir Hibernians frá Möltu, Benfica fékk Omonia á Kýpur, Dinamo Kiev fékk Trabzonspor og AZ ’67 fékk Start frá Noregi. Evrópukeppni bikarhafa: um f ína drætti á þessum vígstöðvum Aðalviðureignin i 1. umferð Evrópukeppni bikar- hafa er vafalitið viðureign Tottenham og Ajax. Annars var fátt um fina drætti i keppni bikarhafa og mörg litt þekkt lið að þessu sinnl með. Dukla Prag og Rangers mætast i 1. umferðinni, og má nefna leiki Lausanne og Kalmar, Standard Liege og Floriana frá Möltu, Balleymena og Roma, Vaalrengen og Legia Varsjá, Frankfurt og PAOK Saioniki og loks leiki Tbilisi og GAK Graz frá Austurríki. UEFA-keppnin: Ensku liðin yf ir- leitt ekki óheppin Mun flelri þekkt llð eru t.d. I UEFA-keppnlnni en t.d. i keppni bikarhafa og UEFA-keppnin hefur skapað sér nafn sem afar sterk keppni. Fjöldi athyglisverðra leikja er þar á dagskrá. Southampton fékk írska liðið Limerick, WBA lenti gegn Grasshoppers, Ipswich gegn Aberdeen, Arsen- al gegn Panathinaikos frá Grikklandi, Bohemians Prag gegn Valencia, Nantes gegn Lokeren, PSV gegn Næstved, Atl. Madrid gegn Boavista, Videoton gegn Rapid Vín, Tatabanya gegn Real Madrid, Malmö gegn Wisla Krakow, Hamborg gegn Utrecht, Feyenoord gegn Szombierski Byton, Magdeborg gegn Gladbach, Beveren gegn Linfíeld, Monaco gegn Dundee, Spartak, Moskvu gegn Brugge, Had- juk Split gegn Stuttgart, og CSKA Moskvu gegn SK Graz. Evrópukeppnin íblaki: Dregið á laugardag Eins og skýrt hefur verið frá i blaðinu, munu ts- landsmeistarar Þróttar i blaki taka þátt I Evrópu- keppni meistaraliða I ár, fyrst islenzkra liða. Dregið verður I fyrstu umferð 11. jóli, það er næstkomandi laugardag. Þátttökuliðin eru flokkuð í styrkleikahópa í fyrsta drætti til að koma i veg fyrir ójafna keppni i fyrstu umferð. Þróttur mun því dragast á móti einhverju öðru liöi' i lakasta styrkleikahópnum en þar eru, ásamt Þrótti, ma.. lið frá Norðurlöndum, utan Finnlands og Danmerkur, lið frá Bretlandseyjum og Luxemborg. Þróttarar eru staðráðnir í að leika sinn heimaleik hérlendis sem líklega verður í nóvember. -KMU. YK Aðalf undur hjá HK Handknattlelksfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn þriöjudaginn 14. júlf 1981 kl. 20.00. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnln. „HITTIBOLTANN BARA SÆMILEGA” —ságði 13 ára Suðurnesjamaður, Sigurþór Sævarsson, eftir að haf a f arið holu í höggi í Leirunni í gærkvöld „Ég hitti boltann bara sæmilega,” sagði Slgurþór Sævarsson, 13 ára kylf- ingur i Golfklúbbi Suðurnesja, við DB i gærkvöld, eftir að hann hafði farið holu I höggi á 3. braut á Leirunni. Sigurþór er vafalítið einn yngsti ef ekki yngsti kylfingur landsins, sem fer holu I höggi og hann notaði sjö-járn á hina 144 metra löngu braut. Boltinn kom niður um þremur metrum fyrir framan holuna og rúllaði síðan ofan í. ,,Ég hef æft golf í tvö ár,” sagði Sigurþór, „og spila eins oft og ég get.” Sigurþór er í 2. sæti i drengjaflokki á Suðurnesjamótinu í golfi, sem lýkur i kvöld. Hann lék 18 holurnar á 90 högg- um, en I efsta sætinu er Matthias Magnússon^á 88 höggum. Trausti Haf- steinssonerþriðjiá91 höggi. í kvennaflokki er Kristín Svein- björnsdóttir efst með 110 högg. Maria Jónsdóttir er önnur með 114 högg og Eygló Geirdal þriðja með 115 högg. -SSv. LANDSUÐIÐ Á HÚSAVÍK Landsliðið i knattspyrnu mun annað kvöld leika vlð Völsung á Húsavfk og verður lið heimamanna styrkt með tveimur lelkmönnum úr 1. deildinm. Eru það þeir Kristján, Beggi, Ol- geirsson frá Skálabrekku og Helgi Helgason Bliki, frá Grafarbakka Qjví- líktbæjarnafn!). Leikurinn hefst kl. 20 og ættu bæjar- búar að fjölmenna á nýja grasvöllinn á Húsavik því það er ekki á hverjum degi sem landsliðið kemur I heimsókn. -SSv. Heimsmet í kringlukasti, og Coe hjó nærri meti Ovett — Frábær árangur á Stokkhólmsleikunum — Svfínn Eric Josjö, 19 ára, hljóp 400 m á 45.63 sek. 15 D Ben Plucknett, USA, — heimsmethafi I kringlukasti. FH-ingar leika við 5 beztu lið Danmerkur — Markaðshátíð í Hafnarfirði á föstudag til stuðnings handknattleiksmönnum FH fyrir Danmerkurf erðina „Vlð förum I keppnisför til Dan- merkur I lok ágúst og lelkum þar meðal annars við fimm sterkustu handknatt- lelksllð Danmerkur. Til að fjármagna þá ferð, svo og þátttöku FH I hinni nýju IHF-keppnl I handknattleik, verður efnt til markaðshátfðar á Apó- teks-túninu við Strandgötuna á föstu- daglnn, 10. júli, frá kl. 14 tU 20. Þetta verður svokallaður „prútt-markaður” og I fyrsta sinn, sem slikt er reynt I Hafnarfirði, seld þar föt, gömul og ný, og sitthvað fleira og hægt að prútta um verðlö,” sagðl Gelr Hallstelnsson, þjálfarl FH I handknattleiknum, sá margreyndi landsllðskappi, þegar DB ræddi vlð hann I gær. „Ég vona að Hafnfirðingar og fleiri sæki okkur heim á föstudaginn og styðji þannig við bakið á okkur FH- ingum. Ekki veitir af. Þetta eru dýr fyrirtæki, sem við erum að leggja i á handknattleikssviðinu,” sagði Geir ennfremur. Lið FH hefur æft mjög vel I allt sumar undir stjórn Geirs til að undir- búa sig sem bezt fyrir Danmerkurför- ina i lok ágústs. Þar verður leikið við Danmerkur-meistara Helsingör, Holte, Gladsaxe HG, Saga og KFUM Fred- recia, eða öll beztu handknattleikslið Dana frá síðasta leiktímabili. Einnig verður leikið við Virum, sem leikur í 2. deild. Sex leikir i allt. Leikdagar i IHF-keppninni eru 27. september og 11. október og enn er ekki vitað hverjir mótherjar FH verða þar. Það á eftir að draga í Evrópumót- in þrjú. Þá má geta þess, að Viðar Simonarson, fyrrum leikmaður FH, sem lék með og þjálfaði Hauka á sið- asta leiktimabili, hefur mætt á æfingu hjá FH nú í sumar. Jafnvel hugsanlegt, að hann verði með FH-liðinu næsta leiktímabil. -hsim. Gelr Hallstelnsson, þjálfari FH. Bandarikjamaðurinn Ben Plucknett setti nýtt heimsmet f kringlukasti á Stokkhólms-leikunum, I frjálsum fþróttum, sem hófust I gær. Þeytti kringlunni 72,34 metra og bætti eigið heimsmet verulega. Það var 71,20 m sett fyrr á þessu ári i Kaliforniu. Pluck- nett bætti heimsmetið í fjórðu tilraun slnni. Wolfgang Schmidt, Austur- Þýzkalandi, fyrrum heimsmethafi, varð annar með 69,06 m. Þetta er 67. heimsmetið i frjálsum iþróttum, sem sett er á Stokkhólms-Stadion frá þvi leikvangurinn var tekinn I notkun 1912 á ólympiuleikunum. En það eru tæp 40 ár sfðan þar hefur verið sett heimsmet þar til i gær. Gunder Hágg setti 66. heimsmetið þar á striðsárunum. Litlu munaði að annað heimsmet félli I gær. Sebastian Coe, Sheffield-stúdentinn enski, var hálfri sekúndu frá heimsmeti landa slns Steve Ovett i 1500 metra hlaupi. Lengi vel leit út fyrir að Coe mundi bæta heimsmetið. Bandaríkjamaður- inn James Robinson hélt uppi hraðan- um i 1200 m með Coe á hælunum. Þegar þar var komið tók Coe forustuna og var með tveggja sekúndna betri millitíma en Ovett, þegar hann setti heimsmet sitt. Coe tókst hins vegar ekki að halda hinutr. mikla hraða til loka. Gaf verulega eftir siðustu 50 metrana. Hljóp þó á frábærum tima, 3:31.95 mín. Hreint ótrúlegt afrek því þetta var fyrsta 1500 m hlaúþ Coe á keppnistimabilinu. Heimsmet Steve Ovett er 3:31.4 min. Sett 28. ágúst 1980 i Koblenz i Vestur-Þýzkalandi. Heimsfrægir hlauparar tóku þátt i 1500 m hlaupinu i Stokkhólmi í gær. Þeir komust ekki nálægt Coe. Hann var i algjörum sérflokki og varla langt þangað til hann hefur náð heimsmetinu á ný. Steve Scott varð annar á 3:34.17 mfn. Hann er bandariskur. Jose Luis Gonzales, Spáni, þriðji, á 3:34.41 min. Mike Boit, Kenýa, fjórði á 3:34.68 min. Tom Byers, USA, sem sigraði Steve Ovett svo óvænt á Bislet-leikun- um i Osló á dögunum, varð fimmti á 3:37.96 mín. og irski stórhlauparinn Eamonn Couglan, heimsmethafinn í míluhlaupi innanhúss, sjötti á 3:38.99 min. Heimsmet Plucknetts Risinn Ben Plucknett var i sérflokki í kringiukastinu. Átti nokkur köst lengri en Schmidt náði bezt, 69,06 m. í þriðja sæti varð John Powell, USA, með 66,16 m. Mac Wilkins, sem átti heims- metið áður en Plucknett bætti það í vor, var ekki í essinu sínu. Bandaríkja- maðurinn varð að láta sér nægja sjöunda sætið. Kastaði 61,18 m. Góður árangur náðist í mörgum greinum. Ungi Svíinn, Eric Josjö, sem er innan við tvítugt, átti hreint frábært 400 m hlaup. Hljóp á 45.63 sek. sem manni finnst að hljóti að vera sænskt met á vegalengdinni þótt þess sé ekki getið i fréttaskeyti Reuters. Hann sigraði í hlaupinu og átti þó i höggi við heimsfræga ‘ menn. Howard Henley, USA, varð annar á 45.93 sek. Kasheff Hassan, Súdan, þriðji á 46.24 og Zeke Jefferson, USA, fjórði á 46.32 mín. Eric Josjö bætti sinn bezta tima um næstum sekúndu og er eitt bezta hlaup- araefni, sem fram hefur komið í Sví- þjóð. Josjö er 19 ára, átti bezt áður 46.33 sek. —47.24 sek. 1980. Hann fer til náms i Dallas 1 USA í haust. Sviar reikna með að hann verði beztur á 800 m. Bezti timi hans í 200 m er 21.07 sek. í stangarstökki sigraði Bretinn Keith Stock og það kom ekki beint á óvart eftir sigur hans I Helsinki á sunnudag i Evrópubikarkeppninni. Úrslit: 1. Keith Stock, Englandi, 5,65 2. W. Kozakiewicz, Póllandi, 5,50 3. M. Klimczyk, Póllandi, 5,50 4. Earl Bell, USA, 5,50 hallur SiMONIARSON „Steves1 inr Iti € ;kk ;i tunum fyrr en leikm; aði irin inf Ól rí í rannsókn” — Ungur KR- ingur, sem æft hef ur undir stjórn hins umdeilda og skapríka þjálfara, Manf red Steves, segir DB f rá honum og gef ur honum allt annað en góð meðmæli Agareglur hunzaðar „Steves er fyrir löngu kominn I al- gera mótsögn vlð sjilfan sig,” seglr KR-ingur, sem æft hefur undlr stjórn þjilfarans skapmlkla fri Þýzkalandl I vor og sumar. „Hann byrjaði i þvi að setja reglur er hann kom hingað tll lands en þær hefur hann nú flestar brotlð sjilfur eða þær þi fallið um sjilfar sig, enda margar hverjar firin- legar. Stjórn knattspymudelldar hefur nokkrum sinnum belnlinls orðið að skerast I leikinn þegar keyrt hefur um þverbak.” Manfred Steves, hinn fertugi þjilfari KR, hefur verið talsvert mikið í sviðs- Ijósinu á meðal almennings i íþrótta- heiminum hérlendis og þá einkum vegna framkomu sinnar og hafa heyrzt ófáar sögur um eitt og annaö sem hann á að hafa sagt eða gert. Margar hverjar voru næsta kátbroslegar svo við ákváö- um að reyna að komast að þvi á hverju gengiö hefur síðan Steves kom til lands- ins. Gefum hinum unga KR-ingi orðið á nýjan leik: 8 sinnum íviku „Karlinn kom hérna i marzbyrjun og lagði þá rika áherzlu á að æft yrði átta sinnum i viku. Ekki dugði minna en tvær æfingar bæði laugar- og sunnu- daga. Þannig hélst þetta framan af, en síðan fór að koma losaralegri bragur á hlutina. Hann lagði i upphafi áherzlu á að menn mættu á ailar æfingar og þá dugðu engar afsakanir. Þetta hefur ger- breyzt enda mæta menn nú orðið þegar þeim sýnist án þess að hann segi nokk- uð. Það segir e.t.v. mest um hlutina að KR hefur notað yfir 30 menn i Reykja- vikur- og íslandsmótinu og yfir 40 leik- menn hafa náð þvi að leika með og/eða komast i varamannabekkinn. Manfred Steves, hinn umdetldi þjilfari KR. íliðeftir eina æfingu Það eru ótal dæmi um hringianda- háttinn hji Steves. Eitt bezta dæmið er að i bikarleiknum gegn Fram kom leik- maður inn i liðið eftir að hafa mætt á eina æfingu. Ég endurtek, eina æfingu. Hann kom að vísu bara inn á í leiknum en lék með i einar 30 mínútur. í næsta leik, sem var fjórum dögum siöar, var þessi sami leikmaður i byrjunarliðinu. Annað dæmi: Einn leikmaður kom inn á i leik f sumar án þess að hafa nokkurn tima mætt á æfingu í vor. Hringt var i hann og hann beðinn að mæta út á völl i leik. Hann sat á bekkn- um megnið af leiktimanum en kom inn á rétt í lokin. Skýringin var sú, eða svo var a.m.k. sagt, að þetta væri gert til að reyna að hrista upp i Sverri Herberts- syni. Þriðja dæmið: Hringt var i leikmann í vor og hann beðinn að mæta i æfinga- leik á milli 1. og 2. flokks. Þessi leik- maður hafði ekkert æft, en stóð sig mjög vel í þessum leik. Hann fór beint í liðið i næstaleik, æflngalaus. Fjórða dæmið: Leikmaður kom á 5—6 æfingar og komst síðan inn i liðið. Hefur ekki sézt á bekknum, hvað þá heldur i liðinu siðan.” Agareglur þær er Steves setti á sinum tima hafa ýmist verið hunzaðar af leikmönnum eða þeim breytt á ein- hvern hátt. Leikmenn hafa þó ekki sloppið algerlega undan hrammi þjálf- arans og bezta dæmið er um Stefán Arnarson, markvörð. „Stefán drekkur ekki þannig að ekki gat það verið ástæöan fyrir þvi að hann var dæmdur i mánaðarbann af Steves. Ástæðan fyrir banninu mun hafa veriö sú að þjálfarinn sá til Stefáns klukkan rúmlega tólf að kvöldi daginn fyrir leik. Var hann þá á heimleið eftir að hafa setið heima hjá vini sinum allt kvöldið. Steves heimtaði að Stefán yrði útilokaður frá öllum liðum, þ.e. meistaraflokki, 1. og 2. flokki, en stjórnin gat talið hann á að leyfa Stef- áni að leika með 2. flokknum enda lykilmaður þar. Stevesf Hollywood Þá kom Steves eitt sinn auga á tvo leikmenn sina i Hollywood. Sá þriðji slapp með þvi að fela sig inni á karla- salerninu. Annar hafði bragðað áfengi en gat ekki stundað æfingar vegna meiösla. Hinn smakkar ekki vín. A næstu æfingu eftir atvikið varð þeim leikmanni á aö kvarta eitthvað um smá- vægileg eymsli fyrir brjósti á meðan hópurinn var að hlaupa. Steves linnti ekki látunum fyrr en leikmaðurinn var sendur í hjartarannsókn og síðan gefið fri frá æfingum. Menn töldu þetta almennt „óbeint” bann af hans hálfu. Sverrir Herbertsson vnr ekld súttur við Steves, tók pokann sinn og fór. Ég veit sannast sagna ekki hvort karlinn er með réttu ráði oft á tfðum. Hann hefur svo oft lent i mótsögn við sjálfan sig að það væri að æra óstöðug- an með upptalningu á því öllu. í vor var varla að hann þyrði að gefa vara- mönnum liösins tækifæri í æfmgaleikj- um en nú þegar alvaran tekur viö notar hann nýja menn í hverjum leik. Steves er fyrir iöngu búinn að tapa allri virð- ingu leikmanna liðsins. Gott dæmi um framferði hans á æfingum er það að hann leikur iðulega með A-Iiðinu þegar skipt er i lið á æfingum og þá stöðu „sweepers”. Þykir mönnum það horfa undarlega við og honum væri nær að gefa einhverjum öðrum, sem standa nær liöinu, tækifæri á að spreytasig. Furðufugl Með þennan furðufugl við stjórnvöl- inn virðist allt benda til þess að KR fari niður i 2. deild eins og fyrir fjórum árum siðan er Tom Casey var þjálfari. Það er margt líkt með þessum tveimur þó svo skapferlið sé ekki það sama. Þeir eru báðir vonlausir til sins brúks og KR ætti að sjá sóma sinn i að losa sig við Steves áður en allt fer í bál og brand.” -SSv. 5. Jean-Michel Bellon, Frakkl., 5,40 5000 m hlaup 1. Christof Herle, V-Þýzk. 13:23.79 2. Matt Centrowitz, USA, 13:24.92 3. John Treacy, írlandi, 13:28.45 4. Don Clary, USA, 13:29.18 5. Filbert Bayi, Tanzaníu, 13:30.88 100 m hlaup 1. Dwayne Evans, USA, 10.25 2. Willie Galut, USA, 10.26 3. Steffan Nilsson, Svíþj., 10.45 í kvennagreinum sigraði Jocelyn Hoyte-Smith, Bretlandi, í 400 m hlaupi á 52.28 sek. Madelene Manning, USA, í 800 m hlaupi á 2:10.14 mín. og Ulrika Mayfarth, V-Þýzkalandi, í hástökki 1,88 m. Louise Ritter, USA, og Susanne Lorantzon, Svíþjóð, stukku 1,85 m eða sömu hæð og íslandsmet Þórdísar Gísladóttur, ÍR, er. -hsím. ,Við erum himinlifandi — sagði ión G. Zoega, formaður knattspyrnudeildar Vals „Ég held að við getum ekki annað en verið himinllfandi,” sagði Jón G. Zoéga, Valsmaður, er DB ræddi við hann um dráttinn f keppni melstara- liða. „Aston Villa er enskur meistari og lið sem ertslendingum aðgóðukunnugl frá þvi á sjónvarpsskerminum sl. vetur. Við höfum þegar haft samband við félagið og það kemur i ljós strax í dag hvort við fáum heimaieikinn gegn þeim fyrst eða ekki. Fari svo munum við leika þann 17. september en það gæti verið dálítið erfitt fyrir þá því þeir eiga leik i 1. deildinni tveimur dögum siðar.” -SSv. „GÁTUM VERIÐ ÓHE PPNARI” „Vifl gátum verið óheppnari,” var þafl fyrsta sem Pétur Björn Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði vlfl undirritaðan er hann ræddi vlð hann i gærkvöld. „Við eigum þó alltént möguleika á að komast í 1. umferð og svo getum við huggað okkur við að ferðalagið til ír- lands verður ekki kostnaðarsamt. Hins vegar fáum við ekki marga áhorfendur á leikinn gegn Dundalk — írsku bikar- meisturunum. Dundalk hefur gengið bærilega í Evrópumótunum undan- farin ár og það þýðir ekkert annað en aðlítabjörtumaugumáþetta.” „„ -aav. Víkingar ekki óhressir að fá leik við Frakka —segir Þór Símon Ragnarsson, f ormaður Knattspymudeildar Víkings „Við erum ekld óhresslr með þessa niðurstöðu, Vfkingar, við hefðum getað lent miklu verr I þessu,” sagði Þór Sfmon Ragnarsson, formaður Knattspyrnudelldar Vfkings, þegar hann frétti um dráttinn i UEFA-keppn- inni 1 knattspyrnu i gær. Vikingur leikur þar við franska liðið Girondins Bordeaux, sem var i þrlðja sæti i 1. deildinni frönsku I vor á eftir St. Eti- enne og Nantes. Eflaust mjög sterkt lið Tap og sigur hjá Blikunum t gærkvöld og fyrrakvöld fóru fram leiklr i 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna i knattspyrnu. A-lið Breiðabliks sigraði ísflrðinga fyrir vestan 11—0 með 3 mörkum þeirra Bryndisar Einarsdóttúr og Ástu B. Gunnlaugsdóttur, 2 mörkum Erlu Rafnsdóttur og Rósu Valdimarsdóttur og marki Sigrúnar Tryggvadóttur. Þrátt fyrir yfirburðina er greinilegt að kvennak.’.attspyrna á sér framtið á ísa- flrði og áhugi þar mikill. B-lið Breiðabliks tapaði fyrir Leikni 0—1 i hörkuleik og KR sigraði Völsung i gærkvöld 5—1. Leik Vals og Víkings varð að fresta vegna dómaraskorts. - SSv. ef marka má frammistöðu franskra liða I Evrópukeppninnl sl. leiktimabil. Þá vann til dæmis St. Etienne Ham- burger SV 6—0 og það I Hamborg. Nafn franska liðsins kom á undan úr hattinum og eiga Frakkarnir þvi fyrri leikinn 16. september á heimavelli. Vík- ingur heimaleikinn 30. september. í gærdag kom svo fréttaskeyti frá Reuter, þar sem tilkynnt var að stjórn UEFA hefði gefið nokkrum félögum heimild til að semja um breytta leik- daga. Meðal þeirra félaga var Vík- ingur. Við skýrðum Þór Símoni frá þessu og hann sagði: „Þetta gæti komið okkur vel og við munum reyna að semja við Frakkana hjá Bordeaux um leikdaga, jafnvel fá þeim skipt ef hægt er, eða jafnvel að leika áður en keppnistimabilið hefst í Frakklandi. Erfitt er þó að spá nokkru um það mál á þessu stigi. Álla vega munum við reyna að láta líða nokkra daga frá Vik- ings-leiknum við Bordeaux og leik Vals við Aston Villa hér í Reykjavfk.” Ef að likum lætur verður fyrri leikur- inn liðanna i Bordeaux 16. september. Bordeaux er hafnarborg á vestur- ströndinni, skammt frá landamærum Spánar. Eftir Evrópuleikinn fer lið Víkings i keppnisför til Sovétríkjanna og leikur þar þrjá leiki við sterk 1. deildarlið sovézk og siðan verður komið heim i siðari leikinn við Bor- Al Oerter á Reykja- víkurleikana —varð f jórum sinnum í röð ólympíumeistari í kringlukasti Einn frægasti iþróttamaður heims, fyrr og slðar, bandariskl kringlukastar- inn A1 Oerter verður meðal keppenda á Reykjavikurleikunum f frjálsum Iþrótt- um 12. og 13. ágúst. Hann sigraði fjórum sinnum í röð á ólympiuleikunum í kringlukasti. Fyrst i Melbourne 1956, þegar Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaunin í þrí- stökki. Siðan á leikunum í Róm 1%0, Tókíó 1964 og Mexikóborg 1968. Siðan hætti hann keppni [ nokkur ár en byrj- aði að æfa aftur og náði mjög góðum árangri i fyrravor. Stefndi á þátttöku á ólympíuleikunum i Moskvu en ekkert varð af þvi, þegar Bandarikjamenn tóku ekki þátt i leiknum. Nokkrir aðrir- frægir erlendir kringlukastarar verða meðal þátttakenda á Reykjavíkurleik- unum. Einnig mun Óskar Jakobsson keppa þar. -hsim. deaux. Þetta er áætlunin nú en eins og fyrr greinir gæti það breytzt vegna ákvörðunar UEFA aö leyfa Víking að breyta leikdegi. ,,Ég held það sé nokkuð hagstætt fyrir okkur að mæta frönsku liði — i fyrsta skipti, sem slíkt skeður i Evrópu- keppni hjá félagsliðunum. Albert Guð- mundsson gerði garðinn frægan hér á árum áður í Frakklandi og næsta leik- timabil munu tveir íslendingar leika I 1. deildinni frönsku. Teitur Þórðarson hjá Lens og Karl Þórðarson hjá Laval. Áhugi á franskri knattspyrnu mun því vaxa hér á landi, og í UEFA-leik Vík- ings og Bordeaux gefst gott tækifæri til að sjá á hvaða stigi frönsk félagslið eru,” sagði Þór Símon Ragnarsson að lokum. - hsim. Eyckenfór á 8 millj. kr. Belgisld landsllflsmaðurinn í knatt- spyrnu, Rene van der Eycken, var i gær seldur frá félagl slnu I Belgíu, FC Brugge, tU Genúa á italíu fyrir 500 þús- und sterllngspund efla átta milljónir is- lenzkra lcróna. Þafl er langmesta upp- hæð, sem belgiskt félag hefur fengið fyrir knattspyrnumann. Eycken er framvörflur, 28 ára afl aldri. Rene van der Eycken.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.