Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981. „Eiginlega kom aldrei annað til greina en að ég yrði prestur. Það eru margir prestar í ættinni og ég var skirður eftir Ólafi Briem, syni Valdi- mars vígslubiskups. Sumir kölluðu mig jafnvel stundum séra Ólaf löngu áður en ég fór að nema guðfræði. Kirkja og kristni var mikils metin á heimiiinu. Það bar allt að sama brunni. Um leið og ég innritaðist i guðfræðideildina lýsti ég yfir formlega ákveðinni lifs- skoðun og stefnu: ég ætlaði að verða prestur.” Séra Ólafur Skúlason dómprófastur lætur fara vel um S'g í leðurklæddum stól á skrifstofunni sinni í Bústaöa- kirkju. Það er óneitanlega vel búið að prestinum í Bústaðahverfi og kirkju- byggingin öll er rúmgóð og glæsileg. „Ég gæti trúað að enginn annar prestur á íslandi búi við svo góð vinnu- skilyrði. Sóknarnefndin okkar á miklar þakkir skildar fyrir þann skilning sem hún sýnir safnaðarstarfinu,” segir séra Ólafur. Hann hefur þó ekki alltaf búið viö svo góðan kost í prestsskap sinum i Bústaðahverfi. Kirkjan var vígð 28. nóv. 1971. Þangaö til var heimili prestshjónanna í mörg ár um leið skrif- stofa prestsins. Séra Ólafur þurfd jafn- vel að skira börn og framkvæma hjónavígslur heima 1 stofu. Nú er þaö úr sögunni; Bústaðasöfnuður býr engum kotungsbúskap. Sendill í kaupf ólaginu Fullvist er talið að séra Ólafur Skúla- son sé einn þeirra presta sem líklegast sé að taki við biskupsembætti á Íslandi 1. október næstkomandi. Sú er ástæðan fyrir því að Dagblaðið fór fram á að fá að leggja fyrir hann fáeinar spurningar. Við vildum kynna lesendum viðhorf hans eftir þvi sem tök eru á i stuttu „Um leið og ég innritaðist i guðfræðideildina lýsti ég yfir formlega ákveðinni litsskooun og stetnu; ég ætiaOi að verða prestur.” DB-myndir: Sig. Þorri. Séra Ólafur Skúlason var sendill f kaupfélagi, síðan prestur og dómprófastur. Nú kemur hann til greina sem næsti biskup yfir íslandi: „Þekki engan sem gæti faríð í fötin hans Sigurbjöms” — „myndi ekki ganga í kristilegan st jórnmálaf lokk ef stof naður væri,” segir hann í viðtali við DB blaðaviðtali. Erindinu var tekið ljúf- mannlega. „Ég er Árnesingur í báðar ætdr, fæddur í Birdngaholti. Foreldrar mínir fluttu dl Keflavikur þegar ég var 2ja ára. Þar ólst ég upp og fylgdist með þorpinu breytast í bæ. Þá var Keflavík samfélag þar sem allir þekktu alla. Ég var sendill i kaupfélaginu um skeið. Nóg var aö nefna menn að fornafni dl að vita við hverja var átt. í tvo vetur gekk ég í kvöldskóla sem séra Eirikur Brynjólfsson á Útskálum í Garðinum hélt fyrir okkur i Keflavík. Hann lagöi á sig aö ganga á milli til að sinna þessu starfi. Það létu fáir sér detta i hug að gera núna. Ætlunin var alltaf að fara i fram- haldsnám. Ég settist á skólabekk i Verzlunarskólanum og sé ekki eftir þvi, þó ekki væri nema fyrir vélritunarlist- ina! í bakhöndinni var þó alltaf það að gerast prestur. Guðfræðiprófinu lauk ég á 3 vetrum, las siöasta sumarið líka til að flýta fyrir mér. Þá var mikið kapp i mönnum aö ljúka náminu og koma sér í prestsskapinn.” Prestur í Norflur-Dakóta Séra Ólafur annaðist fyrstu sumar- búðir þjóðkirkjunnar sumarið 1954. „Ingibjörg Jóhannesdóttir, skóla- stjóri kvennaskólans aö Löngumýri i Skagafirði, kom á fund Ásmundar biskups og færði i tal við hann hug- myndina um sumarbúðirnar. Ás- mundur lagði að mér að taka að mér stjórnina sem ég og gerði.” Fáir dagar liðu frá þvi séra Ólafur lauk guðfræðiprófi frá Háskólanum þar til hann var vígður prestur. Þann 5. júní 1955 hlaut hann vigslu til Norður- Dakóta í Bandaríkjunum. „Séra Eric Sigmar, af fslenzkum ætt- um, var við nám i Háskólanum um leið og ég. Hann impraði á því við mig hvort ég vildi verða prestur fyrir vestan haf. Það gæti verið á við framhalds- nám i fræðunum. Ég tók kölluninni. Fyrst gengum við Ebba Sigurðardóttir i hjónaband 18. júni og fórum svo vestur i nokkurs konar brúðkaupsferð. Ferðin sú tók reyndar hálft fimmta ár! Reynslan sem ég fékk 1 starfi þarna er mér dýrmæt. Ég hefði ekki viljaö fara á mis við hana. Safnaðarlífið var blómlegt og áhugi á starfi kirkjunnar töluverður. Starf prests í Bandaríkjun- um er mjög ólíkt því sem gerist á Is- landi. Þar er fríkirkja en ekki þjóð- kirkja eins og hérlendis. Fjármálin koma því mjög inn i myndina í prests- starfinu í Bandaríkjunum. Söfnuður- inn gerir fjárhagsáætiun og oft getur verið erfitt að láta enda ná saman.” „Mótfallinn aðskilnaði rfkis og kirkju" Þegar hér var komið sögu i samtalinu þótti ekki óviðeigandi aö skjóta inn spurningu þess efnis hvaða álit viðmæl- andinn hefði á sambúö ríkis og kirkju á íslandi. Sumir telja kirkjunni fyrir beztu aö standa ein og óháð ríkisvald- inu. Séra Ólafur hefur bæði kynnzt starfi prests hjá frikirkju og þjóð- kirkju. ,,Ég er algjörlega mótfallinn þvi að aðskilja riki og kirkju. Fleiri en 9 af hverjum 10 íslendingum eru í þjóð- kirkjunni. Hún er raunveruleg þjóð- kirkja. Strjálbýlið á íslandi er mikið og óvist að tækist að halda uppi safnaðar- starfi nema þar sem þéttbýlast er. Á íslandi erum við vön að greiða ekki beint fyrir alls konar þjónustu sem i öðrum löndum þykir sjálfsagt að greiða. Aödragandi aö aðskilnaöi ríkis og kirkju þyrfti að minnsta kosti að vera langur, ef til kemur einhvern tíma. Hins vegar ætti kirkjan að fá miklu víðtækara sjálfstæöi til að ráða sínum málum. Hið háa Alþingi bútar sjálft niður fjárveitingar til kirkjunnar sem kirkjan sjálf ætti að annast. Líka mætti hugsa sér að Alþingi bæri skylda til áð afgreiða frumvörp sem kirkju- þing hefur til dæmis samþykkt f tví- gang. Þannig myndu frumvörp ekki „sofna 1 nefnd” eins og því miður vill oftbrenna við.” Fáir matartfmar Ifða án þess afl síminn hringi Séra Ólafur Skúlason varð fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar í febrúar 1960 með aðsetur á biskups- stofu. Þar vann hann næstu árin, meðal annars við skipulagningu æsku- lýðsstarfs í söfnuðunum og starfi sumar- og vinnubúða með innlendum og erlendum þátttakendum. Einnig hafði hann frumkvæði að öðru móta- og ráðstefnuhaldi og heimsótti marga söfnuði vegna starfs sins. Á nýársdag árið 1964 var hann settur í embætti prests i Bústaðasókn og starfar þar enn. „Starfsaðstæður voru á þeim tima allar aðrar en nú er. Við vorum meö guðsþjónustur og annað félagsstarf safnaðarins i Réttarholtsskólanum og nutum mikillar velvildar skólayfir- valda. Skólinn gerði allt fyrir okkur sem í hans valdi stóð.” í júní 1966 var tekin skóflustunga að nýju kirkjunni og hún var vigð 1 nóvember 1971 sem fyrr segir. Séra Ólafur varð dómprófastur i nóvember 1976. í þvi felst að vera nokkurs konar tengiliður milli biskups og prestanna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi og safnaðanna. Dóm- prófastur tekur við starfsskýrslum frá prestum, sér um héraðsfundi safnaöa, visiterar söfnuði og fleira. „Nauðsynlegt afl ráfla afleysingaprest á Reykjavfkursvæðinu — Prestsstarfið er ekki starf sem menn sinna frá klukkan niu til fimm á virkum dögum og eiga svo frí? „Nei, þetta er ónæðisamt starf. Þeir eru til dæmis fáir matartímarnir sem líða án þess að siminn hringi. Mjög oft biður fólk um viðtal við prest sinn á þeim tíma þegar fiestir eru í frfi frá vinnu, oftast á kvöldin. Við erum þannig iðulega að vinna þegar aðrir eiga frí. Mesti annatimi okkar er á stór- hátíðum og um helgar. Ef prestar vilja fara á skiði með fjölskyldum sínum er það sjaldan mögulegt nema þá i miðri viku þegar börnin eru 1 skóla. Við prestar á höfuðborgarsvæðinu höfum oft rætt um nauðsyn þess að ráða prest sem leysti okkur af til skiptis. Hann gæti um leið verið aðstoðarmaöur prófasts. Erindið mætir skilningi hjá yfirvöldum en af því hefur enn ekki orðið.” — Kjaramál presta, eru þau feimnis- mál að ræða um opinberlega? „Aðalfundir Prestafélagsins fara mjög mikið í kjaramálaumræöur. Við kvörtum yfir því að aðalkjarasamn- ingur Bandalags háskólamanna nái ekki til presta. Einnig finnst okkur að taka megi tillit til þess að við sinnum vaktskyldu og starfsskyldu á stórhátíð- um. Ég las í starfsmati á sínum tima að likamleg áreynsla prests við störf var talin engin. Þá var mér hugsað til þess þegar ég kem heim dauðuppgefinn eftir fjölmennar fermingar!” Læknadeilan setti strik í reikning kjara- málanef rtdar prestanna „Bústaðir prestanna eru viða (hörm- ungar ásigkomulagi, halda tæplega vatni og vindi. Óhemju baggi er fyrir prest að greiða kostnaö vegna hús- næðisins eða rekstur bíls. Okkur finnst rikisvaldið sýna þvi lítinn skilning. Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra er þó mjög velviljaður og skipaði nefnd til að skoða kjaramál okkar. Vonazt var til að álit frá nefndinni yrði lagt fyrir prestastefnuna. En fjármálaráðu- neytismenn voru svo uppteknir i að leysa læknadeiluna að nefndarstörfin eru skammt komin. Deginum ljósara er að eitthvað þarf að gera. Mikil óánægja ríkir í okkar hópi. Ungir prestar boðuðu til sérstaks kjaramála- fundar áður en prestastefnan hófst.” — Kemur til greina að prestar efni til aðgeröa, boði jafnvel verkfall? ,,Ég man til þess aö stungið var upp á því fyrir fáeinum árum að við skrýdd- umst hempum og gengjum i þögulli fylkingu inn i fjármálaráðuneytið að minna á okkar kjör. Af þvi varð aldrei. Verkfall gerum við ekki, það held ég að engum detti f hug. Við viljum eindregið leysa málið friðsamlega.” — Starfar kirkjan i takt við timann? Nær hún eyrum ungs fólks? „Kirkjan er gömul stofnun og íhaldssöm. Þannig vill fólk lika hafa hana. Það vill kjölfestu i lífinu sem það finnur i kirkjunni. Þó þarf kirkjan vitanlega að vera vel vakandi og opin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.