Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981.
17
fyrir nýjum starfsaöferðum. Hægt er
að laða fólk að henni á margbreytilegri
hátt. Þetta sannaðist i safnaðarstarfmu
hjá okkur. Um leið og við hófum aldr-
aðrastarf hér á virkum dögum fjölgaði
öldruðum úr sókninni sem sækir mess-
ur á sunnudögum. Fólkinu liður vel hér
og hefur yndi af að taka þátt í tóm-
stundastarfinu. Það laðaði sama fólk
svo að sjálfri boðuninni um helgar.”
„Prestskosningar
eru vandrœðamál"
— Er hægt að tala um trúfrelsi á fs-
landi; menn fæðast inn í þjóðkirkjuna
og trúarbragðafræði eru lítið eða ekki
kennd í skyldunámsskólunum heldur
nánast eingöngu kristin fræði?
„Trúfrelsi er á íslandi, já, já. Við
höfum þjóðkirkju, kirkjan og þjóðin
prestar þurfa að ganga í gegnum kosn-
ingaslag til að fá vinnu. Með kosninga-
fyrirkomulaginu er prestum att saman
beint og óbeint. Og erfitt er fyrir presta
að flytja sig milli staða með það yfir
höfði sér að þurfa að berjast um emb-
ættið við starfsbræður sína í hvert
sinn.”
„Myndi ekki ganga í
kristilegan stjórnmálaflokk"
— Leiðtogar kirkjunnar í Suður-
Ameríku taka þátt í öflugri þjóðfrelsis-
baráttu í álfunni. Kirkjunnar menn í
Póllandi eru líka ófeimnir við að gefa
beinar pólitískar yfirlýsingar. Á
kirkjan að láta þjóðfélagsmál til sín
taka eða aðeins að halda sig við
„boðun orðsins”?
„Kirkjan lætur sig varða allt mann-
— Hvert er viðhorf þitt til spirit-
isma?
„Allir prestar hljóta að hafa áhuga á
sálarrannsóknum og kristnir menn trúa
þvi að Jesú hafi risið upp og veitt okkur
hlutdeild í eilífðinni. Hvað varöar
spíritismann þá er hættan sú að hann
verði að trúarbrögðum, að þetta verði
kukl og að óprúttnir menn notfæri sér
sorg og vandræði annarra.”
Dóttirin stundar nám f
guðfræóideildinni
— Sumir lita það hornauga að
konur gegni prestsembætti. Rætt er um
hvort guð hafi endilega verið karl en
ekki kona. Hvað er um þetta að segja?
„Auðvitað er sjálfsagt mál að konur
verði prestar. Ég studdi það án minnstu
efasemda að Auður Eir yrði vígð á
„Stungið var upp á þvi að prestar skrýddust hempunum og gengju I þögulli fylkingu inn f fjármálaráðuneytið til að minna á
kjörin.”
„Fólk vill kjölfestu I lífinu sem það finnur I kirkjunnL”
styðja hvort annað. Því er eðlilegt að
kenning kristninnar sé reifuð í skóla-
kerfinu. Hins vegar þarf kirkjan að
hafa visst eftirlit með kennslu í kfistn-
um fræðum í skólakerfinu. Mér sýnist
að þar stefni i rétta átt. Kominn er
námsstjóri I kristnum fræðum og nýjar
námsbækur í faginu eru betri en þær
gömlu.”
— Hvað er að segja um prestskosn-
ingar, á það fyrirkomulag rétt á sér eða
ekki?
„Prestskosningar, já,' þær eru vand-
ræðamál! Ég hef sjálfur eiginlega
aldrei gengið í gegnum slikt þar sem
enginn keppti við mig um Bústaða-
sókn. Vinir minir hafa hins vegar lent í
þessu. Af reynslu þeirra og lýsingum
veit ég að finna verður aðrar leiðir.
Þetta fyrirkomulag er út í hött. Ég vil
þó ekki taka valdið algjörlega frá söfn-
uðunum. Sóknarnefndir ættu að hafa
sitt að segja, prestar í viðkomandi pró-
fastsdæmi og biskup líka. Allir þessir
aðilar ættu að koma inn í myndina.
Engir aðrir embættismenn rikisins en
legt. Hún er þar af leiðandi pólitísk.
Ekki þó flokkspólitisk þannig að hún
segi fólkinu hvað það eigi að kjósa.
Kirkjan á að láta í sér heyra, benda á og
opna augu fólks telji hún þörf á því.
Kirkjunnar menn í Bandaríkjunum
hafa til dæmis varað eindregið við
auknum herútgjöldum Reagan-stjórn-
arinnar.”
— Hvaðmeðkristileganstjórnmála-
flokk á íslandi?
„Ég myndi sjálfur ekki ganga í slík-
an flokk ef stofnaður væri. Mér finnst
miklu vænlegra til árangurs að kristnir
menn láti meira til sín taka innan þeirra
flokka sem fyrir eru. Það er nóg komið
af stjórnmálaflokkum á fslandi.”
sínum tíma. Auk þess stæði það mér
ekki næst að vera á móti kvenprestum á
sama tíma og dóttir mín stundar guð-
fræðinám i Háskólanum! Um hitt hef
ég það að segja að það er of mikil við-
kvæmni að mega ekki karlkenna guð.
Kemur ekki á móti að við kvenkennum
kirkjuna?”
— Biskupsembættið. Mig langar til
að kynnast viðhorfum þínum til þess og
hvort þér sýnist þörf á breyttum að-
ferðum við yfirstjórn kirkjumála?
„Biskupinn er yfirmaður þjóðkirkj-
unnar og jafnframt andlegur leiðtogi
hennar. Hvort tveggja er mjög þýð-
ingarmikið. Sem embættismaður er
biskupinn eftirlitsmaður með starfi
Æviatriðií
stuttu máli
Séra Ólafur Skúlason er fædd-
ur 29. desember 1929 i Birtinga-
holti, Hrunamannahreppi I
Árnessýslu. Foreldrar hans eru
Skúli Oddleifsson í Keflavik og
Sigríður Ágústsdóttir frá
Birtingaholti sem andaðist 1959.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla íslands 1952 og
guðfræðiprófi frá Háskóla
íslands 1955. Þann 5. júni sama
ár var hann vígður til Mountains-
prestakalls í Norður-Dakóta I
Bandaríkjunum og var þar til
haustsins 1959. Hann var síðan
settur prestur í Keflavík og gegndi
því starfi í þrjá mánuði, eða til 1.
febrúar 1960. Ólafur varð fyrsti
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar
og gegndi þvf starfi í fjögur ár,
1960—1963. Prestur i Bústaða-
sókn hefur hann verið frá 1.
janúar 1964. Auk þess dómpróf-
astur frá 1. nóvember 1976.
Séra Ólafur Skúlason er kvænt-
ur Ebbu Sigurðardóttur, ættaðri
frá Siglufirði. Þau eiga þrjú
börn: Guðrúnu Ebbu, 25 ára,
Sigríði, 23 ára, og Skúla Sigurð,
12ára. -ARH.,
,Þeir eru fáir matartfmamir sem liða án þess að siminn hringL’
kirkjunnar og safnaðanna. Hann er
þess vegna býsna oft með báða fætur á
jörðinni þó hann bendi okkur til hæða.
Herra Sigurbjörn Einarsson tók við
embættinu 1959. Þá störfuðu auk hans
á skrifstofunni ritari og skrifstofu-
stúlka. Nú eru skrifstofustúlkurnar
orðnar tvær. Það þætti ekki mikil út-
þensla í mörgum öðrum ríkisstofnun-
um á svo löngum tíma. Það fer ekki
milli mála að nauðsynlegt er að fjölga
starfsfólki á biskupsstofu. Raunar ætti
biskupsembættið að fá um leið ýmsa
málaflokka sem nú heyra undir stjórn-
arráðið.
Hvaða nýr maður sem tekur við
embætti biskups vill breyta ýmsu.
Engir tveir menn standa nákvæmlega
eins að verki. Ég hvorki get né vil segja
um það hvort og þá hvernig ég myndi
beita mér fyrir breytingum í starfi bisk-
ups, taki ég við embættinu. Það verður
að koma i ljós siðar.”
„Þjóðkjör biskups
kœmiekkitilgreina"
— Margir telja það litið lýðræði að
150 manns skuli velja biskup á sama
tíma og margir tugir þúsunda manna
teljast til þjóðkirkjunnar. Er þörf á
breytingum á fyrirkomulagi biskups-
kjörs?
„Þjóðkjör biskups kemur ekki til
greina. En hugsanlegt er að leikmenn fái
jafnmikla ábyrgð og guðfræðingar og
prestar í kjörinu. Annars þykir mér
versti gallinn á núverandi fyrirkomu-
lagi sá að kjörið tekur allt of langan
tíma. Þegar samgöngur eru eins góðar
og raun ber vitni er ótrúlegt að at-
kvæðagreiðsla 150 manna þurfi að taka
margar vikur.”
— Herra Sigurbjörn Einarsson er
virtur maður og vinsæll. Hann þykir
með afbrigðum góður og skeleggur
ræðumaður og nær vel til fólks. Er
ekki erfitt að taka við embættinu af
honum ef það á fyrir þér að liggja?
„Hver svo sem sezt í þennan stól
axlar um leið geipimikla ábyrgð. Ef ég
ætti að fara að bera mig saman við
herra Sigurbjörn gæti ég ekki sofið eina
nótt í friði. Ég þekki engan sem gæti
farið í fötin hans. Ég myndi sem biskup
ekki keppa við minningu herra Sigur-
björns eða þeirra tveggja fyrirrennara
hans sem ég kynntist líka — reyndar
var Ásmundur biskup náfrændi minn.
Ég myndi gera mitt bezta og sé maður
sannur og trúr þarf ekki að örvænta.
„Þögn um kirkjuna
f fjölmiðium
er ekki ávinningur"
— Lokaspurning: Gagnrýnt hefur
verið á opinberum vettvangi að fjöl-
miðlar skuli yfirleitt fjalla um biskups-
kjör, með þvi sé verið að gera biskups-
kjörið að kosningaslag á borð við þann
sem stjórnmálamenn eru eilíft í. Eiga
fjölmiðlar að láta kirkjuna i friði við
val á eftirmanni herra Sigurbjörns
Einarssonar?
„Kirkjunni væri það lítils virði ef
fjölmiðlar létu sig engu skipta að verið
sé að velja biskup. Umtal í fjölmiðlum
hlýtur að vera kirkjunni til góðs, svo
framarlega að umfjöllunin sé ekki
dregin niður á „lágt plan”. Þögn um
kirkjuna er ekki ávinningur fyrir hana.
Almenningur lætur sig þetta miklu
varða og við hljótum að verða að gang-
ast undir umtal. Slíkt er óhjákvæmi-
legt. Á meðan fjallað er af skilningi um
málefni kirkjunnar er það henni til
gagns.”
- ARH
INSTANT ÁLVINNUPALLAR
& SPANDECK BURDARPALLAR
Ragnar Hafiiöason, mátarameistari Hafnarfirói:
Öruggur og þægilegur, vegna léttleika auöveldur I
uppsetningu, fyrirferöarlltill I geymslu. Hvereining
aöeins 25 kg. Notkunarstaðir allar húsaviögeröir stórir
saliÚAukin vinnuafköst um 40—50%.
Reynist rosalega vel. Léttur i meðförum. Fljótlegt að
setja upp og taka niður. Reynist mjög vel í notkun.
Allar nánari upplýsingar hjá
RÁLMASON &VALSSON HP.
KLAPPARSTÍC 16 5.27705