Dagblaðið - 08.07.1981, Qupperneq 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981.
Andlát
Veðrið
Gert er rófl fyrir avlpuðu veflrl áfram,
bjart varflur A Suflur- og Vooturiandl,!
an skýjafl annars staflar, lltllshéttar
súld vlfl norflurströndlna. 1
Klukkan 6 var haagvlflrl, léttskýjafl
og 9 stig í Raykjavfc, austan 4, skýjafl
og 7 stig é Gufuskéium, norflnorð-
austan 3, alskýjafl og 6 stig é Galtar-
vlta, hasgvlflrl, alskýjafi og 6 stig é
Akureyri, norflnorflvostan 3, þoku-
mófla og 3 stig é Raufarhöfn, hasg-
vlflri, aiskýjafl og 5 stig é Dalatanga,
hasgviflrl, skýjafl og 9 stig é Höfn og
austsuflaustan 3, skýjafl og 9 stig é
Stórhöfða.
( Þórshöfn var þokumófla og 9 stig,
léttskýjafl og 17 stig í Osló, skýjafl og
16 stig í Stokkhólml, léttskýjafl og 15;
stig f London, léttskýjafl og 19 stig í
París, héffskýjafl og 16 stig f Llssabon
og léttskýjafl og 28 stig í Naw York.
Marta Sigriður Helga Kolbeinsdóttir,
sem lézt 28. júní sl., fæddist 26. mai
1905 í Akrakoti á Álftanesi í Gull-
bringusýslu. Foreldrar hennar voru
Ólöf Jónsdóttir og Kolbeinn Vigfús-
son. Marta ólst upp i Hafnarfirði og
gekk þar í Flensborgarskóla og lauk
þaðan gagnfræðaprófi árið 1922. 18
ára gömul fór hún til Noregs á vegum:
KFUK og starfaði þar í 1 1/2 ár. Árið!
1926 giftist Marta Axel Grímssyni ogj
áttu þau 3 dætur.
Áslaugur 1. Stefánsson, sem lézt 1. júli
sl., fæddist 22. júní 1899 í Hraungerði í
Álftaveri. Foreldrar hans voru Stefán
Jónsson og Guðiaug Einarsdóttir.
Ungur að aldri fór Áslaugur aö vinna
fyrir sér og 17 ára gamall fór hann frá
Vík austur á Bakkafjörð og gerði
þaðan út bát. Síðan stundaði hann fisk-
vinnu á vertíð alla sína ævi. Síðustu ár-
in bjó Áslaugur á eiiiheimiiinu Hraun-
búðum í Vestmannaeyjum.
Guðrún Ólafsdóttlr, sem Iézt 27. júní'
sl., fæddis 15. nóvember 1900 í Gríms-
nesi. Foreldrar hennar voru Vigdís
Jónsdóttir og Ólafur Þorsteinsson. 16
ára að aldri fluttist Guðrún til Reykja-
víkur með foreldrum sínum. Vann hún
m.a. á Farsóttarsjúkrahúsinu í Reykja-
vík. Árið 1922 giftist hún Jóni Sumar-
liðasyni og áttu þau 6 börn auk þess óiu
þau upp dótturson. Guðrún verður
jarðsungin í dag, 8. júlí, frá Hafnar-
fjarðarkirkju.
Haukur Jónsson, Stangarhoiti 22
Reykjavík, lézt í Borgarspítalanum 6.
júli sl.
Málfriður Ólafsdóttir iézt 7. júlí sl.
Ágúst Leós kaupmaöur, ísafiröi, lézt
að heimili sínu Hafnarstræti 7, að
morgni 7. júlí sl.
Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir lézt
á Héraðshælinu Blönduósi þann 3. júlí
sl. Jarðarförin fer fram laugardaginn
11. júli á Blönduósi.
Guðmundur J. Bjarnason frá Stykjcis-
hólmi, Hofteigi 12, lézt i Landspitaian-:
um 4. júli sl. Járðsett verður frá FöSs-'
vogskirkju þriðjudaginn 14. fúft-'kl.
.13,30.
Jón Ingi Kristinsson, Mávahraúni 5
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9.
júlí kl. 15.
Elin Gunnarsdóttir, Hjallavegi 26,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
lO.júlínk. kl. 13.30.
w
I
GÆRKVÖLDI
Á AULINN AÐ RÁÐA?
„Þessu skalt þú ráða, Þorsteinn.”
Eitthvað á þessa leið mæitist Sigurði
bónda i sögunni Manni og konu þar
sem hann var á leið miiii bæja með
vinnumanni sinum, Þorsteini. Þor-
steinn vildi endilega halda áfram
ferðinni þó blautur væri og hrakinn
og komin stórhrið. Hann vissi jú að
hann átti ekki langt eftir ólifað. Og
þó Sigurður sæi að þetta var hið
mesta bráðræði leyfði harin-Þqxsteini
eigi að síður að hafa sitf--íram.
Undarlegt, ekki satt?
Kaupmenn virðast einmitt nú á
þessum síðustu tímum vera að gera
akkúrat þaö sama. Þó mönnum komi
saman um að verið sé að fremja hið
mesta glapræði meö þvi að takmarka
opnunarlima verzlana skulu þeir
samt ráða sem það vilja. Formaður
Kaupmannasamtakanna var einmitt
gestur í þættinum Á vettvangi í gær-
kvöldi og tjáði þessa skoðun sina.
Kaupmenn hafa hreinlega ekki efni á
að hafa opið lengur nema með hærri
álagningu, sagði hann. En Sigmar
gleymdi að spyrja. hann aðjiþVÍ hvi
þeir kaupmenn, se|m geta háft opið
lengur án hærri álagningar, megi það
ekki fyrir stéttarbræðrum sínum. Því
hvað sem formaðurinn segir um þaö,
að kaupmenn sigi ekki löggunni á
félaga sina, er ekki hægt að kalla það
annað þegar löggan fer út á laugar-
dagsmorgni með lista frá kaupmönn-1
um um það hvar eigi að loka búðum.
í sögunni Manni og konu var aul-
inn látinn ráða og virðist svo ætla að
vera í þessu máli. Þeir fáu kaupmenn
sem ekki láta bjóða sér það að aular
taki af þeim völdin verða fyrr eða
síðar knésettir. í það horfir að
minnsta kosti allt núna. Og svo var
formaður kaupmannasamtakanna
hissa á þvi að þetta ætluðu neytendur
að látabjóðasér.
Að lokum ein litil þakklætiskveðja
til nýs tónlistarstjðra útvarpsins.
Þökk fyrir fagott og pfanóleik þeirra
Björns Árnasonar og Guðrúnar
Kristinsdóttur. Slikur leikur á einmitt
að vera á dagskrá útvarps á kvöidin
en ekki þegar við erum í önnum á
daginn. Þannig missti ég og eflaust af
miklu mikiu fleiru, Hollendingnum
fljúgandi og Don Quixote í gær,
vegna vinnu. Síðdegið er ekki rétti
tíminn til að flytja sígilda tónlist.
- DS
Ferðafólag íslands
1. Þórsmörk. Gist i húsi.
2. Landmannalaugar. Gist i húsi.
3. Hvcravellir—Þjófadalir. Gist í húsi.
4. Þvcrbrekknamúli HrútfcU (gönguferö). Gist í
húsum. Allar upplýsingar og farmiöasala á skrifstof-
unni, Öldugötu 3.
Útivistarferflir
Miövikudagur 8. júU: Viöeyjarferö kl. 20, farið frá
Sundahöfn. Leiðsögumaöur: Sigurður Líndal
prófessor. Fjörubál. Verö kr. 40. Frítt fyrir börn
meö fullorönum.
Um næstu helgi
Þórsmörk: gist i skála
Eirikjsökull: tjaldgisting.
Eiríksjökull, Reykjavatn, Hveravelli: ódagar.
Grænland: 1 vika 16.7.
Sviss: 1 vika 18.7
Hornstrandir: 3 ferðir.
Upplýsingar og farseölar á skrifstofunni Lækjar-
götu 6a S. 14606.
ÍMttir
Islandsmótið í
knattspyrnu 1981
Mlflvikudagur 8. júlf
GRINDAVlKURVÖLLUR
Grindavík—Óöinn, 3. deild A, kl. 20.
NJARÐVlKURVÖLLUR
Njarövík—Stjarnan, 3. deild B, kl. 20.
BORGARFJARÐARVÖLLUR
UMFB—Höttur, 3. deildF, kl. 20.
REYÐARFJARÐARVÖLLUR
Valur—Huginn, 3. deiíd F, kl. 20.
STÖÐVARFJARÐARVÖLLUR
Súlan—Hrafnkell 3, deild G, kl. 20.
Reykjavíkurmótifl í
knattspyrnu 1981
Miðvikudagur 8. júlf
MELAVÖLLUR
Víkingur—Fram, 1. fl. A, kl. 20.
Fundr
AA-samtökin
I dag miövikudag verfla fundir á vegum AA-samlak-
anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl.
12 (opinn), 14, 18 og 21. Grensás, safnaðarheimili
kl. 21. Hallgrímskirkja kl. 21. Akranes (93-2540)
Suflurgata 102 kl. 21. Borgamcs, Skitlagata 13, kl.
21. Fáskrúðsfjörflur, Félagsheimilið Skrúður, kl.
20.30. Höfn, Hornafirði, Miðtún 21, kl. 21. Kefla-
vík (s. 92-1800), Klapparst. 7 cnska, kl. 21.
Á morgun, rimmtudag, vcrða fundir í hádeginu
sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsið, kl. 14.
. TSIkynnin^ar
Mack Bolan-bækurnar
afl koma út á (slenzku
Bókaflokkur, sem notið hefur mjög mikilla vin-
sælda erlendis, er nú aö hefja göngu slna hér á landi.
Hér er um aö ræöa bækur bandarlska rithöfundar-
ins Don Pendleton um haröjaxlinn Mack Bolan sem
sagt hefur sjálfri Mafíunni strlö á hendur.
Þaö er nýtt útgáfufyrirtæki, bókaútgáfan Máni,
sem gefur bækurnar út. Sú fyrsta þeirra, sem ber tit-
ilinn í striöi viö Mafiuna, kom út nú um mánaða-
mótin en síöan eru bækurnar væntanlegar hver af
annarri meö um það bil mánaðar millibili.
Á kápu fyrstu Mack Bolan-bókarinnar segir að
söguhetjan sé harösnúin skytta sem sjálr Mafian geti
ekki komið fyrir kattarnef. Mack Bolan hafi verið í
stríðinu í Víetnam en komi heim til Bandaríkjanna
eftir að hann frétti af voveifleigum dauöa rær allrar
fjölskyldu sinnar. Brátt komi 1 Ijós að fjá glæfra-
menn Mafiunnar séu ábyrgir fyrir þessum harmleik.
Mack Bolan ákveöi aö ráðast til atlögu við þetta
undirheimaliö og dragi ekki af sér. Þama sé á ferð-
inni hörkuspennandi bók um stríö eins manns við
kaldrifjaða bófaflokka Mafiunnar.
Fyrsta bókin i þessum bókaflokki er um 170siöur
óg kostar aðeins 50 krónur. Bækurnar eru þegar
komnar á blaöstölustaöi um allt land.
Rithöfundurinn Don Pendleton, höfundur Mack
Bolan-bókanna, hefur sagt að hann líti á það sem
meginhlutverk rithöfunda að skemmta lesendum
sínum og hrffa þá með inn 1 ævintýrin. 30 milljóna
eintaka sala Mack Bolan-bókanna i Bandarikjunum
ætti aö vera staöfesting á aö honum hefur tekizt
ætlunarverk sitt. Sögur hans eru eitt vinsælasta
lestrarefni nútímans.
27. bókin um
Morgan Kane er komin út
Út er komin 27. bókin i bókafiokknum um Morgan
Kane og heitir hún Dagur hinna dauöu.
Þeir komu frá Kúbu eftir misheppnaöa uppreisn-
artilraun — E1 Largo og moröingjar hans: Karcl
Polanski, Alistair Lawrence, Sergio Miranda, ööru
nafni E1 Scorpio, Solomon Dakota og höfuðleðra-
veiöimaðurinn og byssubófinn Boone Washita. Þeir
voru allir á glæpamannalista Punkertons.
Hvað voru þeir að gera í Mexico-borg á „Degi
hinna dauöu”?
Þeir ráögeröu morö — og fómarlambiö var for-
seti Mexico.
En hefninornin var á hælum þeirra . . . maður,
sem bar grímu dauöans fyrir andlitinu, Colt
„Police” Special 1 byssuhylkinu og lögreglustjörnu í
barminum — Morgan Kane . . .
Veröld án vfmu
Dagana 13. og 14. júni sl. héldu íslenzkir ungtempl-
arar og Þingstúka Reykjavikur ráðstefnu i félags-
■ heimilinu Brúarlandi 1 Landssveit undir heitinu
Bindindi er náttúruvernd.
Á ráðstefnunni, sem rúmlega 40 manns sátu, var
fjallað um samstarfsverkefni þingstúkunnar og ung-
templara, „ Veröld án vímu”, sem unnið hefur
verið að undanfariö ár. Verkefni þessu er ætlaö aö
vekja athygli á vandamálum tengdum neyzlu
vimuefna og hvetja til andófs gegn neyzlu þeirra.
Vilja samstarfsaöilar um leið efla starf sitt og virkni
félagsmanna.
Einn meginhluti verkefnisins eru viðhorfa-
námskeið með ncmendum 7.-9. bekkja grunnskóla
á höfuöborgarsvæöinu. Á námskeiðunum ræöa
nemendur viöhorf sln til neyzlu vimuefna og þær
ástæöur sem þeir telja fyrir notkun sinni á vímu-
efnum.
Árni Einarsson og Halldór Kristjánsson fluttu
erindi um verkefnið, tilgang þer>s, framkvæmd,
fengna reynslu af því og framvindu þess.
Ennfremur flutti Ásgeiöurlngimarsdóttir fulltrúi
hjá öryrkjabandalfgi Íslands erindi um málefni fatl-
aöra og ár fatlaöra og Tómas Einarsson kennari
flutti erindi um ferða- og útilifsmál.
Meö heiti ráðstefnunnar vilja aðstandendur
hennar minna á aö bindindismál eru ekki einangrað-
ur málaflokkur heldur snerta þau öll svið samfélags-
ins og eiga heima í þjóðfélagsumræöunni almennt.
Margir verða t.d. fyrir ýmiss konar fötlun, tima-
bundinni eða varanlegri , vegna eigin áfengisneyzlu
eða annarra. Náttúra landsins verður fyrir áföllum
vegna umgengni drukkins fólks.
Á ráðstefnunni kom fram mikill stuðningur við|
baráttu fatlaöra.
Kynning á austrænu
Alþýðulækningum
Næstkomandi laugardag, 11. júlí, verður haldin
kynning á austrænum alþýðulækningum i jógastöð-
inni Heilsubót viö Hátún, kl. 9—5.
Kynninguna annast Soffía Karlsdóttir og Bruce
Wilson frá The Community Health Foundation (The
East-West Centre) i London, sem er fræðslustofnun
sem vinnur aö útbreiöslu á fyrirbvgRjandi aðgerðum
á heilsusviði og hefur starfaö i London síðan 1977.
Fræöi þau, sem fjallaöverðurumá kynningu þess-
ari, hafa breiðzt út á Vesturlöndum (sem og í
öörum hlutum heims) undir heitinu Makrobiotik,
eða Macrobiotics á ensku. (Macro = stór, bio = líf;
sem óbeint mætti þýðast: lif eða tilvera í víöara
samhengi; þar sem ekki einungis er tekið miö af
liffræöilegum grunni heldur og einnig andlegum,
félags- og sálarlegum).
Viö lifum á timum þar sem svokallaöir
menningarsjúkdómar og slys valda flestum dauðs-
föllum og óþarft er upp að telja. Hins vegar hefur
litill eöa takmarkaöur gaumur veriö gefinn aö raun-
verulegum orsökum þessarra sjúkdóma.
Austræn heimspeki og læknislist byggir á hug-
myndinni um samverkandi andstæður — yin (til-
hneiging til miöflótta) og yang (tilhneiging til
miösóknar) og er þetta Iögmál notað sem lykill eða
tæki til aukins skilnings á stöðu mannsins sem hluta
af náttúrunni. Þetta má nota á einfaldan og
praktiskan hátt 1 daglegu lifi.
Reynd mun aö gera þessu nokkur skil meö eftir-
farandi dagskrá:
1) Hvernig andstæöir kraftar vinna saman.
2) Kínverskt sjálfsnudd (DO-IN) (Einfaldar
æfingar, sem auka mótstöðukraft og mýkja og
styrkja likamann).
3) Hvernig nota má yin og yang í fæöuvali (Eftir
árstiöum, sem og ástandi og gerö hvers og eins).
4) Sýnikennsla i matargerö (Hvernig hægt er aö út-
búa bragögóða og næringarrika rétti úr einföld-
um hráefnum).
5) Um austræna sjúkdómsgreiningu (Hvað lesa má
úr andlitsdráttum og líkamsvexti til aukinnar
sjálfsþekkingar).
6) Japanskt nálarstungunudd (Shiatsu — fingur-
pressa. Shiatsu hefur notið vaxandi vinsælda á
Vesturlöndum sem og 1 heimalandi sinu, þar sem
þaö er viðurkenndur hluti af heilbrigðiskerfinu).
Þátttökugjald er 250 nýkrónur og er þar innifalinn
hádegisveröur og eftirmiðdagshresssing. Ef fleiri en
cinn fjölskyldumeðlimur tekur þátt i kynningunni
munu þeir eiga kost á afslætti. Ef þátttaka reynist
meiri en gert er ráð fyrir mætti endurtaka kynning-
una daginn eftir (sunnud. 12. júli).
Þeir sem áhuga hafa ættu aö hafa samband viö
Soffiu Karlsdóttur sem allra fyrst en hún tekur viö
innritunarbeiðnum og gefur nánari upplýsingar i
síma 1—40—31.
Athygli skal vakin á því að um hluta efnis verður
fjallað á ensku.
IMý samtök —
Landssamtök
áhugamanna um
sjúkraflutninga
Nýlega voru i Reykjavík stofnuö Landssamtök
áhugamanna um sjúkraflutninga. Að stofnun sam-
takanna standa sjúkraflutningamenn víðs vegar af
landinu auk ýmissa aöila sem láta sig þessi mál
varða. Markmið samtakanna er: Aö stuöla aö bættu
skipulagi og framgangi sjúkraflutninga um land allt.
Markmiði sinu hyggjast samtökin ná meö þvi aö:
Beita sér fyrir aukinni menntun og bættri starfs-
aðstöðu sjúkraflutningamanna. Stuðla aö þvi aö tal-
stöðvarsambandi verði komið á milli sjúkrabíla og
móttökustöðva. Stuðla að samræmdu kerfi sjúkra-
flutninga i lofti, láöi og legi. 1 stjórn samtakanna
voru kosnir:
Formaöur Jón Guömundsson, Seyðisfirði; Gjald-
keri Hjörleifur Ingólfsson, Keflavik; Ritari Birgir
Thomsen, Reykjavik. Aðrir í stjórn eru: Guöjón
Petersen, forstjóri Almannavama ríkisins , Kristinn
Guðmundsson læknir, Reykjavík; Sigurður Sveins-
s°n brunavöröur, Reykjavik, og Viðar Þorleifsson
brunavörður, Akureyri. Stofnskrá samtakanna er
opin til 1. sept. næstkomandi.Félagar geta þeir oröiö
sem: lokið hafa námskeiði i sjúkrafiutningum; hafa
kennsluréttindi í skyndihjálp; eru starfandi viö
heilsugæzlu og/eða löggæzlu eða tengjast þeirri
þjónustu. Þeir sem vilja láta skrá sig eru beönir að
snúa sér til skrifstofu Rauða kross islands, Nóatúni
21 Reykjavik.
Kærirgæzlu-
varðhaldið
Gæzluvarðhaldsúrskurður manns-
ins, sem grunaður er um kynferðisaf-
brot, hefur nú verið kærður til Hæsta-
réttar. Maðurinn, sem er 31 árs gamall,
var úrskurðaður f gæzluvarðhald til 20.
júlf meðan mál hans eru f rannsókn.
Þessi sami maður sat i gæzlu-
varðhaldi í 10 daga um síðustu áramót
af sömu ástæðum og nú en var síðan
sleppt.
-KMU.
GEIMGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferflamanna-
Nr. 125 — 7. Júll 1981. gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 7,409 7,429 8,172
1 Starilngspund 14,170 14,208 15,629
1 Kanadadollar 6,166 6,182 6,800
1 Dönsk króna 0,9668 0,9684 1,0662
1 Norsk króna 1,2200 1,2233 1,3466
1 Sœnsk króna 1,4327 1,4366 1,6802
1 Finnskt mark 1,6406 1,6460 1,8096
1 Franskur franki U791 1,2826 1,4108
1 Belg. franki 0,1861 0,1866 0,2042
1 Svissn. franki 3,5492 3,5688 3,9147
1 Hollenzk florina 2,7279 2,7363 3,0088
1 V.-þýzktmark 3,0309 3,0391 3,3430
1 (tölsk líra 0,00610 0,00611 0,00672
1 Austurr. Sch. 0,4296 0,4308 0,4739
1 Portug. Escudo 0,1151 0,1154 0,1269
1 Spánskurpeseti 0,0761 0,0763 0,0839
1 Japansktyen 0,03237 0,03246 0,03671
1 frskt Dund 11,068. 11,088 12,197
SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,4660 8,4777
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.