Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 1
t ( 7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 20. JÚLf 1981 — 160. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSlMI 27022. Ökuleyfissvipting á EgHsstöðum: Saklaus maöur dæmdur? Á að hafa ekið traktorsgröfu undir áhrifum—Félagar mannsins reiðubúnir að sverja annað Kyndugt mál er nú komið upp á Egilsstöðum og virðist, skv. heimiidum DB, svo sem saklaus maður hafi verið dæmdur fyrir ölvunarakstur. Maðurinn, sem heitir Birgir Viihjálmsson, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og munu þrír félagar hans reiðubúnir að sverja að hann hafi ekki ekið ölvaður. Birgir var sviptur ökuleyfi i sex mánuði hinn 22. mai sl. og auk þess dæmdur i háa sekt. Hann er nú at- vinnulaus þar sem hann varð að selja atvinnutæki sitt vegna ökuleyfis- sviptingarinnar. Birgir hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Það var i marz 1978 sem hinn meinti ölvunarakstur átti að hafa átt sér stað. Birgir var ásamt tveim félögum sínum staddur við traktors- gröfu og að sögn heimildarmanns DB var hann ekki undir áhrifum áfengis. Félagarnir munu hins vegar hafa verið við skál og annar þeirra gert sig liklegan til að aka gröfunni. Birgir mun hafa tekið fram fyrir hendurnar á honum og ekið gröfunni að nærliggjandi verkstæði. Að því búnu hélt hann heim þar sem hann segist hafa fengið sér í glas. Skömmu síðar er barið að dyrum hjá Birgi og eru þar komnir iögreglumenn sem biðja hann um að koma út í bil með sér. Birgi mun ekki hafa óað fyrir því hvað var að gerast og því varð hann góðfúslega við beiðni lög- reglumannanna. Er út í bílinn var komið, skipti engum togum með það að Birgi var ekið i blóðprufu, grunaður um að hafa ekið gröfunni undir áhrifum. Birgir var svo á- kærður fyrir ölvunarakstur og síðan dæmdur rúmum þrem árum síðar eins og áður segir. Birgir hefur allan tímann haidið fram sakleysi sínu og styðja félagar hans þann framburð. Samkvæmt heimildum DB áttu tvær grímur að hafa runnið á þann, sem kærði Birgi, eftir að dómur féll, en í samtali neitaði kærandinn þvi staðfastiega. Hann stæði enn við framburð sinn enda væri hann ekki i hinum minnsta vafa um aö Birgir hefði ekið fullur. Semfyrr segir þá hefur þetta mál komið Birgi mjög illa og m.a. varð hann að selja atvinnutæki sitt, vðrubíl, vegna ökuieyfis- sviptingarinnar. Hann hafði keypt bílinn í góðri trú fyrir rúmu einu ári og tekið meirapróf, og byrjað að stunda akstur sem nú er bundinn endi á. -ESE. GOD VH)SKIPT11BARDARDAL „Ah, saltstangir, einmitt það sem mig hefur alltaf langað I, ” virðist hún hafa hugsað með sér sú svarta. Hún tók strikið til strúkanna með stangirnar og sú hvlta fylgdi ú eftir. Og svo var snlkt. Strúkarnir. sem voru nýkomnir úr Kaupfélagi Suður-Þing- eyinga ú Fosshóli IBúrðardal.aumkvuðustyfir œmar og gúfu þeim bragð. Leizt þeim þó greinUega ekki meiru ensvoú að œmar hefðu gott af þessu. DB-mynd Sigurður Þorri. Boðið til slagsmála á Grettisgötu: Fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann Ungur maður var fluttur á slysa- deild Borgarspitaians eftir átök sem hann lenti í á Grettisgötu um kl. 3.30 aðfaranótt iaugardagsins. Aðdragandinn var sá að tveir menn, ásamt tveimur stúlkum, voru á gangi á Grettisgötu við hús nr. 92. Ungur maður, sem gekk hinum megin götunnar, byrjaði að kalla ókvæðis- orð til fólksins. Annar mannanna bauð til slags- mála og klæddi sig úr jakka og skyrtu því til sönnunar. Hinn virtist þiggja slagsmál og þegar séö varð aö sá, er bauð til slagsmálanna, yrði undir kom félagi hans honum til hjálpar. Þeir tveir iúskruðu það mikið á manninum að flytja varð hann á slysadeild. Maðurinn hlaut töluverða áverka í andliti og á höndum auk þess sem hann var bitinn í síðuna. Ekki voru á- verkarnir þó alvarlegir. Mennirnir þrír voru ekki sammála um hver hefði byrjað slagsmálin og stóðu fullyrðingar gegn fullyrðingum. Liggja fyrir kærur á báða bóga hjá lögreglunni. Máliö verður rannsakað hjá lögreglunni I Reykjavík þar sem það er talið sem minniháttar líkams- meiðsl. -ELA. Engin mæting hjá Olís: Stjómin athugar tillögur starfsfólks Starfsfólk Oliuverzlunar fslands kom ekki til vinnu í dag, þriðja daginn i röð. Einungis tveir eða þrír starfsmenn verða við vinnu, rétt til aö sinna þvi brýnasta, en öll önnur vinna liggur niðri. Svo sem DB skýrði frá á föstudag er ólga þessi innan Olís til komin vegna þess að önundur Ás- geirsson forstjóri var þvingaður til að segjaafsérfyrr ímánuðinum. Starfsfólk á aðalskrifstofu OIis afhenti á hádegi í gær stjórn félagsins enn á ný tillögur sínar um það hvernig ieysa megi það vandamál sem upp hefur komið og hefur stjórnin þær nú til athugunar. Fulltrúi starfs- fólks sagði I samtali viö DB í morgun að á meðan héldi starfsfólk áfram töku sumarleyfa sinna. -SA. Súrálsviðræðumar. Stjómarand- stæðingarekki veriðboðaðir „Við höfum ekki verið boðaðir til viðræðna. Við fengum fréttatil- kynningu frá rikisstjórninni um súr- álsmálið og svo leynisamþykkt hennar sem var fjórar línur, kannski fimm,” sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, í morgun. Hjörleifur Guttórmsson iðnaðar- ráðherra sagði fyrir helgi að hann vænti þess að viöræður stjórnarliða og stjórnarandstæðinga um súráls- málið hæfust í þessari viku. Eins og sjá má á orðum Kjartans Jóhanns- sonar hafa Alþýðuflokksmenn ekki enn verið boöaðir til þeirra viðræöna. -KMU. íkveikja íTunguseli Slökkviliðinu var gert viðvart um eld að Tunguseli 8 aðfaranótt laugar- dagsins. Eldurinn var minni en búizt var við og gekk greiðlega aö slökkva hann. Ekki urðu miklar skemmdir af hans völdum. Talið er fullvíst að um ikveikju hafi verið að ræða. -ELA. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.