Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLl 1981.
i
t
Erlent
Erlent
Erient
Erlent
V-þýzka sendiráðinu í Varsjá bárust4400 vegabréfsumsóknir á einum degi:
STJÓRNVÖU) HVETJfl FÓLK
ÓBHNT AÐ FARA ÚR LANDI
—setja varð upp útikamra við vestur-þýzka sendiráðið vegna umsátursástandsins sem þar Hkti
Pólverjar flykkjast nú úr landi til
að fá sér vinnu og rikisstjórn lands-
ins, sem á í hinum mestu erfiðleikum
með að sjá landsmönnum fyrir at-
vinnu og matvælum, lætur sér það
vel líka.
Svo mikil aukning hefur orðið á
fóiksstraumnum úr landi að segja má
að umsátursástand ríki nú við sendi-
ráð erlendra ríkja í Varsjá þangað
sem Pólverjar hópast dl að fá vega-
bréfsáritun.
Langalgengasti áfangastaðurinn er
Vestur-Þýzkaland. Þangað er búizt
við að hálf milljón Pólverja haldi í
heimsókn í sumar, sem er tvöfalt
meira en var á síðastliðnu ári. Það ár
var þó metár hvað þetta atriði varð-
aði.
Biðraðirnar fyrir utan v-þýzka
sendiráðið hafa orðið svo miklar að
lögreglan hefur orðið að endurskipu-
leggja alla umferð við sendiráðið og
komið hafði verið fyrir færanlegum
údkömrum fyrir fólk sem lét fyrir-
berast i bifreiðum sinum i biðröðinni,
jafnvel dögum saman. Kamrarnir
voru þó fjarlægðir á ný vegna mót-
mæla frá íbúum i hverfinu. Á einum
degi nýverið bárust vestur-þýzka
sendiráðinu alls 4400 umsóknir.
Sendiráðið hefur orðið að tvöfalda
fjölda starfsfólks sins og auk þess að
taka fullkomna tölvu í notkun.
Aðeins um einu prósenti af öllum
umsóknunum er hafnað, að því er
vestur-þýzkur embætdsmaður segir.
Svipaða sögu var að segja frá
sendiráðum annarra vestrænna þjóða
þó ekki jöfnuðust þær á við það sem
átti sér stað við sendiráð Vestur-
Þýzkalands. Þannig eru umsóknir til
ástralska sendiráðsins það sem af er
þessu ári þegar orðnar fjórum
sinnum fleiri en á öllu siðasta ári eða
800 á móti 200 á síðastliðnu ári.
Langflestir fara Pólverjarnir úr
landi með venjuleg ferðamannavega-
bréf sem yfirleitt veita þeim ekki
heimild til að vinna í því landi sem
þeir heimsækja. Starfsmenn sendi-
ráðanna gera sér þó fulla grein fyrir
því að flestír ferðamannanna fara úr
iandi beiniínis tíi að verða sér úti um
eitthvert starf.
„Við erum ekki vanir að hafa
áhyggjur af þvi þó ungiingar hjálpi til
við uppskeruna á Vesturlöndum gegn
smávægilegum vasapeningum,”
sagði einn starfsmaður vestræns
sendiráðs. „Við reynum hins vegar
að finna þá sem líklegir eru til að ætla
sér að setjast að erlendis fyrir fullt og
allt.”
Þetta er engan veginn eins auðvelt
og það kann að virðast. Þó mörg
lönd krefjist þess að umsækjendur
sýni bréf frá ættingjum erlendis þar
sem viðkomandi er boðið í heimsókn,
,,þá leynist venjulega einhvers staðar
fjarskyld frænka,” sagði einn sendi-
ráðsmannanna. Ef það bregzt má
alltaf verða sér úti um heimboð frá
„atvinnu-gestgjafa” sem útvegar
heimboð gegn ákveðinni greiðslu.
Afleiðingin er sú að vaxandi fjöldi
Pólverja snýr ekki heim aftur að
loknu sumarleyfmu.
í síðasta mánuði sóttu 200 Pói-
verjar um hæli í Austurríkisem pólit-
Pólskir flóttamenn við komuna til Austurrikis, sem er helzti stökkpallur þeirra sem ætla sér til Bandarikjanna, Kanada eða
Ástraliu.
Pólsk stjórnvöld láta sér vel lika fólksstrauminn úr landi.
iskir flóttamenn en Austurríki er
hinn hefðbundni stökkpallur flótta-
manna sem ætla sér að komast tíl
Bandaríkjanna, Kanada eða
Ástralíu.
í síðustu viku skýrði stjórn Vestur-
Berlínar frá því að fjöldi pólskra
flóttamanna til borgarinnar hefði
verið 200 í síðasta mánuði en var um
30 á mánuði á síðastliðnu ári.
Vandamál Póllands felst 1 þvf eins
og PAP, hin opinbera pólska frétta-
stofa, benti á, að margir flóttamann-
anna eru hámenntað fólk, það fólk
sem pólska þjóðin má sízt við að
missa.
Þó venjulega hafi verið mikill
straumur fólks frá Póllandi á þessum
tíma árs, fólks sem ætlar sér að ná í
dýrmætan erlendan gjaldeyri, þá
virðast hinar löngu biðraðir við
sendiráðin nú benda tíl að eitthvað
meira standi til.
Áður fóru Pólverjar úr landi til að
þéna dollara eða þýzk mörk til kaupa
á lúxusvörum eins og bifreiðum,
sígarettum, áfengi eða jafnvel sumar-
bústöðum.
Sérstök ríkisstofnun selur bygg-
ingarefni til þeirra sem geta borgað
með erlendum gjaldeyri en aðrir eiga
enga möguleika á að verzla þarna.
Eltingarleikurinn við vegabréfin
virðist hafa aukizf mjög vegna hins
lukna frjálsræðis sem nú ríkir
arðandi útgáfu vegabréfa. Það er
:kki fyrr en nú fyrir stuttu sem nán-
ist hver sem er getur fengið vegabréf.
Núna eru Pólverjar ekki svo mjög
ið eltast við lúxusvarning heldur
vmsar lifsnauðsynjar, svo sem
pvottaefni, sápu, salernispappír og
fleira sem er mjög stranglega
skammtað í Póllandi.
PAP-fréttastofan skýrði frá því í
síðasta mánuði að á fyrsta fjórðungi
þessa árs hefðu meira en 226 þúsund
vegabréf verið gefin út sem er
næstum 50 prósent aukning frá sið-
astaári.
Sumir vestrænir stjórnarerindrekar
líta á frjálsræði pólskra stjórnvalda í
essum efnum sem beina hvatningu
1 Pólverja um að halda utan til
innu sem margir þeirra geta ekki
:engið heima fyrir. Möguleikinn á
formlegri „farandverkamannaáætl-
:.;n”, eins og Vestur-Þýzkaland hefur
gagnvart löndum eins og Júgóslavíu
:>g Tyrklandi, hefur ekki verið útílok-
íiður.
„Það er engin formleg stefna enn
en stjórnvöld virðast vinna að
henni,” sagði einn vestrænn stjórnar-
erindreki. „Aukið frjálsræði í ferða-
lögum kemur mjög vel heim og
saman við h'ina nýju frjálsræðis-
stefnu stjórnvalda á sama tíma sem
frjálsræðið leiðir af sér aukna gjald-
eyrisöflun og dregur úr atvinnu-
leysi.”
Eitt vandamálið felst í því að vega-
bréfin gilda venjulega aðeins í
ákveðinn tíma og þeir sem brjóta þau
timamörk eiga það á hættu að lenda
á svörtum lista sem gerir það að
verkum að þeir fengju synjun næst er
þeir sæktu um vegabréf.
Talsmaður stjórnarinnar segir að
búizt sé við að 100 þúsund Pólverjar
haldi úr landi í þeim tilgangi að fá sér
vinnu í lengri tima og að yfirvöld
íhugi að framlengja gildistíma vega-
bréfa þeirra úr einu ári í þrjú, þar á
meðal vegabréf þeirra sem þegar eru
komnirúrlandi.
(Reuter)
Biðraðir hafa mjög einkennt pólskt
þjóðlif siðustu mánuði, einkum við
verzlanir, en nú eru stærstu biðrað-
irnar jafnan við sendiráð Vestur-
Þýzkalands.