Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 28
 Stórfelld náttúru- spjöll viö Amarvatn — engu líkara en keppt sé í torfæruakstri á viðkvæmum stöðum Stórfelldar náttúruskemmdir hafa verið unnar við Arnarvatn stóra á Arnarvatnsheiði i sumar og undan- farin sumur. Hafa fótfúnir ferða- menn á kraftmiklum jeppum og fjallabílum spænt þar upp gróna hvamma og flatir — jafnvel mýrar — svo flakandi gróðursárin blasa við öllum er þar koma. „Það bætist við þetta á hverju ári,” sagði Arinbjörn Jóhannsson frá Brekkulæk í Miðfírðisemundanfarin sumur hefur komið vikulega að Arnarvatni, riðandi með hóp ferða- manna. „Um leið og fært er orðið virðast þessir menn koma hingað og leika sér i torfæruakstri á mjög við- kvæmum stöðum. Sárin gróa svo ekki fyrr en eftir marga áratugi — ef þau gera það nokkum tima. Það eru augljóslega ekki margir menn sem bera ábyrgð á þessum spjöllum. en skemmdirnar eru þeim mun meira áberandi og alvarlegri,” sagði Arin- björn blaðamanni DB sem sá skemmdirnar í síðustu viku. Mest áberandi eru þessar gróður- skemmdir við norðanvert Arnarvatn þar sem á þurrasta tíma ársins er hægt að fara um á vel búnum fjalla- bílum. Við Skammá, þar sem er einn fegursti staðurinn við þessa heiða- perlu, er engu líkara en farið hafi fram torfæruaksturskeppni. Djúp hjólför eru þar á víð og dreif og engar tilraunir hafa verið gerðar til að lag- færa sárin. Arinbjörn Jóhannsson sagði að víðar við vatnið hefðu verið unnin spjöll á náttúru og minjum. „Hér austan við vatnið, á litlum tanga, eru t.d. rústir gamals leitarmannakofa. Þar við hefur í nokkra áratugi legið flak af báti, sem einhvern tíma hefur verið notaður við veiðar á vatninu. Þegar ég kom hér einn daginn í vor var flakið horfið — en bílför lágu ekki langt frá. Einhverjir ferðalangar hafa skemmt sér við að draga flakið út í vatnið. Það er svo sem ekki að þetta hafi verið merkilegar fornminj- ar,” sagði Arinbjörn, „en það var gaman að koma að þessum kofa- rústum og sjá bátinn. Hann sagði sína sögu. Það er nú einu sinni þannig að það sem er hvað mest heill- andi við heiðarnar og óbyggðir landsins er hvé óspillt allt er — en með þessu sama áframhaldi fækkar slíkum stöðum óðum. -ÓV. Norðurtandsumdæmi eystra: Líklegra að Ingólfur verði fræðslu- ■ ■ r m stjori Tveir umsækjendur eru um stöðu fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, þeir Ingólfur Ármannsson yfirkennari Gagnfræöaskólans á Akureyri og Kristinn G. Jóhanns- son ritstjóri íslendings og áður skólastjóri Gagnfræðaskólans á Ólafsfirði. Fræðsluráð í umdæminu mun fjalla um umsóknirnar en síðan er það lngvar Gislason menntamála- ráðherra sem hefur síðasta orðið um það hver hnossið hlýtur. Heimildarmenn blaðsins telja ekki óliklegt aö Kristinn G. fái stuðning meirihluta fræðsluráðs. Það sé hins vegar vilji ráðherrans að Ingólfur fái stöðuna. Sturla Kristjánsson, núverandi fræðslustjóri, tekur i haust við skóla- stjórn f Þelamerkurskólanum í Hörgárdal i Eyjafirði. -ESE Akureyri: Bflveltaog sexárekstrar Nokkurt annriki var hjá lögregl- unni á Akureyri eftir hádegi í gær en þar urðu sex árekstrar og ein bíl- velta. Fólksbtll af Volvo gerð valt við Stærri-Árskóg. Þrir farþegar voru i bílnum auk ökumanns og voru allir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólkinu og fékk það allt að fara heim eftir skoöun. Talið er að ökumaðurinn hafi misst vald á bifreiðinni. Bíllinn er talinn nær ónýtur. Sex árekstrar urðu í Akureyrarbæ og voru þeir allharðir. Engin slys urðu á fólki en mikið eignatjón þar sem sumir bílamir voru mjög illa farnir og nær ónýtir. -ELA. Fingralangir áferð Tvö innbrot voru framin aðfara- nótt sunnudagsins. Bakhurð var sparkað upp i Rammagerðinni í Hafnarstræti en ekki var hægt aö sjá að þar hefði verið stolið. Þá var brotizt inn i söluturninn að Hverfisgötu 117. Nokkru var þar stolið af sælgæti og dýrindis segul- bandstæki af JVC gerð. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki og er málið til athugunar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. -ELA. Grettir dregur kerið meö vitanum út að Tösku. Þar var því sökkt og gnæjir nú vitinn 1 u metra upp úr sjónum ú stórstraums■ flóði, sœfarendum ú leið til Rifshafnar til mikils öryggis. DB-mynd Hafsteinn Jónsson Hellissandi. Nýr viti við Rifshöfn á svonefndri JÖsku —alíslenzkhönnun Laugardaginn 18. júli var tekinn í notkun nýr viti á svokallaðri Tösku við innsiglinguna í Rifshöfn. Viti þessi er nokkuð sérstæður og á sér enga hliðstæöu hér á landi. Bygging hans fór þannig fram að fyrst var byggt 250 tonna kringlótt steinker á þurru landi inni í Rifshöfn. Síðan var kerinu fleytt að hafnargarðinum þar sem látið var ofan á það stórt og mikið stálmastur með palli efst og handriði í kring og þar ofan á var sett hús fyrir sjálfan vitann. Þegar þessu var lokið var kerið dregið út að áðurnefndri Tösku, 500 metra frá landi, og sökkt þar. Nú gnæfir stálmastrið 10 metra upp úr sjónum á stórstraumsflóði, sæfarendum, sem leið eiga til Rifs- hafnar, til mikils öryggis því að baujan, sem þarna var áður, var aldrei til friðs vegna strauma og vinda. Hönnun og framkvæmd þessa verks er alíslenzk, unnin af Vita- og hafna- málaskrifstofunni. —Hafsteinn, Hellissandi/ihh frjálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1981 Bjarnleifur festi þessa ungu stúlku i boðhlaupinu á fUmu efst i Svinahrauni. Boðhoppið til Hveragerðis gekk framar öllum vonum: Eftir hoppið var dansað „Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Við vorum ekki nema fimm tíma og tvær til þrjár mínútur á leiðinni, eða langt á undan áætlun,” sagði Skúli Björnsson framkvæmdastjóri Þróttheima. Unglingar á vegum Þróttheima hoppuðu á laugardaginn til Hvera- gerðis. Hver unglingur hoppaði á öðrum fæti og tók einn við af öðrum þannig að um boðhopp var að ræða. Í stað boðkeflis var notaður hviti staf- urinn, tákn blindra. Heitið var á keppendur og gengu áheitin til blindra. í upphafi hafði verið gert ráð fyrir að hoppið tæki eina tólf tíma. „Við fengum anzi erfið skilyrði, rigningu, rok og þoku. Þess vegna komu ótrúlega fáir að fylgjast með okkur. Krakkarnir voru orðnir anzi kaldir þegar til Hveragerðis kom. En við höfðum örar skiptingar þannig að þeir voru ekki mjög þreyttir, ekki þreyttari en það að þegar til Hvera- gerðis kom brugðu allir sér í gömlu dansana við undirleik Eiríks hótelstjóra,”sagðiSkúli. -DS. ámmmsák SL m a m e 3ÚR IVIKU HVERRI Vinningur vikunnar: Tíugíra Fálkanumhf. Vinningur I þessari viku er 10 gíra Raleigh reiðhjól frú Fúlkan- um, Suðurlandsbraut 8 i Reykja- vík. í vikunni verður birt ú þessum stað i blaðinu spuming tengd smú- auglýsingum Dagblaðsins. Nafn heppins úskrifanda verður slðan birt daginn eftir i smúauglýsingun- um og gefst honum tœkifæri ó að svara spurningunni. Fylgizt vel með, úskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glæsilegu reiðhjóli rikari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.