Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 9
Isabella Kortsnoj í viðtali við Reuters: „Þetta er ekki Iffið — ég dreg aðeins andannfr Hún segir að syni þeirra hjóna haf i verið ref sað fyrir þá ákvörðun föður síns að f lýja land „Fólk spyr mig hvers vegna ég vilji fara og sameinast Viktori. Það bendir á, að ég hafi góða íbúð og margvísleg þasgindi önnur.” Það er eiginkona Viktors Kortsnoj sem þetta segir í viðtali við fréttamann Reutersfréttastofunnar. Frétta- maðurinn lýsir henni sem dökkhærðri og líflegri konu sem sé liðlega fimmtug. Hún bætir við: „En þetta er ekki lífið. Ég dreg andann, það er allt og sumt. Og ég veit að sonur minn elskar föður sinn.” Málefni sovézka útlagans og skák- meistarans Viktors Kortsnoj hafa mjög verið í fréttaljósinu, ekki sizt hér á landi, eftir að Friðrik Ólafsson, forsetí FIDE, ákvað að fresta heims- meistaraeinviginu i skák, milli þeirra Kortsnojs og Karpov, um einn mánuð á þeim forsendum að hann gæti ekki tryggt að aðstæður í einviginu væru jafnar meðan ráðamenn í Moskvu kæmu i veg fyrir að eiginkona Kortsnojs fengi að flytja úr landi auk þess sem syni Kortsnojs væri haldið i fangabúðum í Siberiu. ÖU er þessi saga kunnari hér á landi en svo að hana þurfi að rekja. Richard Balmforth fréttamaður Reuters f Leningrad sendi um helgina frá sér ítarlega grein um Kortsnoj málið. Rekur hann þar röksemdir þeirra sem hfut eiga að máli og segir siðan: „Vissulega gætu fjölskylduaðstæður heimsmeistarans og áskorandans ekki verið ólíkari en þær eru. Fjölskylduvandamál Kortsnojs hófust með þeirri á- kvörðun hans að setjast að á Vesturlöndum. Bæði eiginkona hans og sonur sóttu um leyfi í Leningrad, þar sem þau búa, tíl að flytjast úr landi en sovézk yfirvöld höfnuðu þvi og sögðust ekki ánægð með þann hátt sem Kortsnoj hafði á þvi að yfir- gefa landið. I leiðinni var Igor Kortsnoj, sem þá var 20 ára gamall, bent á að hann væri nú gjaldgengur tíl herþjónustu i Sovétríkjunum. Hann benti á aö þar sem umsókn hans um að flytjast frá Sovét- ríkjunum lægi fyrir ætti ekki að skrá hann í herinn. Honum var efst i huga að í mörg ár eftir að hann hefði lokið herþjónustu þá yrði honum sjálf- Isabella Kortsnoj segist skilja þá ákvörðun manns sfns að flýja til Vesturlanda. krafa neitað um að flytjast úr landi þar sem hann væri álitínn hafa haft aðgang að hernaðarleyndarmálum. Beiðni hans um undanþágu frá herþjónustunni var hafnað og þegar herkvaðningarplöggin bárust honum lagði hann á flótta. Hann var handtekinn í Moskvu og dómur kveðinn upp yfir honum í Leningrad í desember 1979. Hann hlaut 30 mánaöarefsingu. Frú Kortsnoj hefur í hyggju að sækja um leyfí til að flytjast úr landi að nýju í mai næstkomandi þegar Viktor Kortsnoj kom 1 óvænta skyndiheimsókn hingað til lands haustið 1979. Þá átti blaðamaður DB itarlegt samtal við hann. Þá sagði Kortsnoj meðal annars: „Þið getið hjálpað fjölskyldu minni með þvi að segja frá hvernig komið er fyrir henni.” DB-mynd: Bjarnleifur. Igor ættí aö hafa afplánað dóm sinn.” (Grein Balmforths er greinilega skrifuð fyrir atburði síðustu daga, a.m.k. virðist honum ókunnugt um þá hreyfingu sem nú virðist komin á málefni Kortsnoj- fjölskyldunnar, þ.e. að ráðamenn sovézka skáksambandsins hafa gefið í skyn við Friðrik Ólafsson að fjölskylda Kortsnojs fái að flytjast úr landi ef Friðrik flýtír einvíginu að nýju um einn mánuð. Friðrik hefur lýst sig fúsan tíl þess ef einvigishald- arar I Meranó á Ítalíu sjá sér það fært). í viðtalinu við fréttamann Reuters neitaði frú Kortsnoj að ræða um aðbúnað sonar sins i fangabúðunum. Hún huggar sig þó við að fangabúða- dómurinn yfir syni hennar var af mildustu tegund þannig að hann má fá fjðlskylduheimsókn fimm sinnum áári. Til þess að heimsækja Igor verður frú Kortsnoj að ferðast langa leið með flugvél og lest um óbyggðir Siberiu. Þegar hún kemur tíl borgar- innar Kurgan, skammt fyrir austan Úral-fjöll, verður hún að taka aðra lest í norðvestur til vinnubúðanna í Prosvet. Þar fær hún að dvelja i „opinberri fjölskylduheimsókn” í tvo eða þrjá daga. Meðal þess sem henni og Igor er bannað að ræða um er möguleikinn á aö þau fái sameinast Viktori á Vesturlöndum. Á meðan hefur úlfúðin sem kom upp á milli Karpovs og Kortsnoj meðan á einvígi þeirra í Baguio á Filippseyjum stóð gert vart við sig að nýju er opinberir sovézkir fjölmiðlar hafa fordæmt ákvörðun Friðriks Ólafssonar. Vitnað hefur verið i nafntogaða sovézka skákmenn í sovézkum fjölmiðlum þar sem þeirfordæma á- kvörðunina auk þess sem þeir senda Kortsnoj nokkur skot i leiðinni. Kortsnoj-fjölskyldan var sögð hafa orðið leið yfir þeim ummælum, sem höfð voru eftir Karpov nýverið að Kortsnoj hefði hafnað fjölskyldu sinni er hann fiúði land. Frú Kortsnoj er ekki sammála þeim ummælum. „Hann var alltaf maður sem framkvæmdi i samræmi við augnablikshugkvæmni, og fhugaöi málin eftir á,” sagði hún. „Sonur minn og ég skiljum hann.” Hún segir að syni þeirra hafi verið refsað fyrir ákvörðun föður síns. Ráðamenn í Moskvu segja hins vegar að honum hafi verið refsað fyrir að brjóta gegn lögum sem skilmerkilega sé kveðið á um í refsilöggjöf Sovét- ríkjanna. Ef sovézk yfirvöld leyfa Kortsnoj-fjölskyldunni að flytjast úr landi þá væri það án nokkurs for- dæmis. Þess eru ekki dæmi að fjölskyldu landflótta manns hafi verið leyft að flytjast úr landi og það eru engin merki þess enn að Moskva muni gera undantekningu frá þvi fyrir Kortsnoj,” segir Balmforth, frétta- maður Reuters, í lok greinar sinnar. Þvi er þó nauðsynlegt aö bæta við, að eftir að Balmforth skrifaði grein sina hafa ráðamenn í sovézka skák- sambandinu gefið út tilkynningu að undantekning verði gerð þar á. Eftir er að sjá hverjar lyktír mála verða en fái Kortsnoj-fjölskyldan að fara úr landi er vfst að hún getur fyrst og fremst þakkað það Friðriki Ólafs- syni, forseta FIDE. Llebherr hjólagrafa. OK-RH9 beltagrafa. OK-LS Payloader hjólaskófla á Uðamótum með 4x4 drifi. Benz 1632 með 6 tonna krana og 35 tonna þungavinnuvagni. Scanla 110 1974 með 6—7 tonna nýlegum krana, einnig Scania 110 1973ogScania 1111976. Scania 86 1974 grípaflutnlngabfll með lyftu. Volvo 851977. Benz 1113 1973, elnnig Benz 1113 1973 með krana og framdrifi. Benz 2226, lOhjóla. 16 tonna tengivagn úr áli. Getum ótvegað hópferðabila af Getum elnnlg útvegað valtara og öllum stærðum og gerðum. vlbro þjöppur. Aro-umboðið Kvö/dsími 72629. I húsi Bííasöíu Alla Rúts Hyrjarhöfða 2. Sími81757. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.