Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981.
LJÓSMYNDIR: ,
BJARNLEIFUR
B.------------
Þjóðveidisbærinn var að sjálfsðgðu skoðaður og & eftir röðuðu ferðalangamir sár fyrir framan bælnn að beiðni Bjamleifs Ijósmyndara. Elns og sást á myndlnni var það enginn smá-
hópur sem þama var á f erð.
Hin áríega sumarferð starfsmanna Dagblaðsins og Hilmis:
A fbragösstemmning
í sumarferöalaginu
Það er orðinn árviss atburður hjá
starfsmönnum Dagblaðsins og
Hilmis og fjölskyldum þeirra að fara
i sumarferðalag í boði fyrirtækjanna.
Sumarferðalagið var að þessu sinni
sfðastliöinn iaugardag. Á annað
hundrað manns tóku þátt i ferða-
laginu, jafnt ungir sem gamlir, og
höfðu allir jafngaman af, þrátt fyrir
aö veðurguðirnir væru ekki hag-
stæðir.
Úrheliisrigning var á leiðinni í
Þjórsárdalinn, þangað sem ferðinni
var heitiö. En þegar stansað var
reyndist hið ákjósanlegasta veður,
nema hvað sólina vantaði. í Þjórsár-
dal buðu fyrirtækin öllum upp á
pylsur, samlokur og gos, svo mikið
sem hver gat í sig látið. Var svo mikið
troðiö i sig að fullorðnir gátu varla
staðið upp til að taka þátt i leikjum
barnanna sem öll höfðu fengið hinar
vinsælu DB-húfur.
Stemmningin var þó afbragðsgóð
þegar menn tóku sig til, fóru í knatt-
leiki, reiptog og fieira. Frá Þjórsár-
dal var haldið að Þjóðveldisbænum
og hann skoðaöur, þá var einnig hinn
sögufrægi bær Stöng skoðaður. Þar
nutu menn ágætisveðurs og viðruðu
sig með hoppi og hlaupum. Börnin
fengu sælgætispoka og blöðrur og
varð sumum þeirra að orði að þetta
væri eiginlega bara betra en jólaball.
Þegar kvöldmatartimi nálgaðist
var ekiö sem leið lá að Árnesi þar sem
fyrirtækin buðu öllum ferðalöngum
upp á þríréttaðan kvöldverð. Þaö var
því saddur og hress hópur sem kom í
þremur hópferðabílum að Þverholti
11 kl. að veröa 23 á laugardags-
kvöldið. Og örugglega bíða allir
spenntir eftir næstu sumarferð.
-ELA.
Veflrið var ákjósanlegt og eftir mMð pytou- og aamlokuát var ágætt eð
hvila sig og ræða málináðureni Mkl varferið.
Reiptogið fór vel fram og með aðstoð Jónasar Haraldssonar aðstoðarfréttastjóra DB, Sigurðar Hreiöars rit-
stjóra Vikunnar og fleiri sterkra manna tókst þessum hlutanum að sigra.
Strákamir nutu sin vel í uuverunni og gaisi komst i þá þegar Ijósmyndar-
inn nálgaðist „Taktu mynd af mér og mér," sögðu þeir á meðan reynt var
að ná bolta af Jóhannesi Reykdal, skrifstofustjóra rítstjómar.
DB-myndir Bjamlerfur Bjamleif sson
Þráinn Þorieifsson, gjaldkeri DB, stóð sig vel í þessari ferð við að afgreiða pylsumar, eins og jafnan i sumar-
ferðalögunum.
Haukur Davið Magnússon, 6 ára
dóttursonur Bjarnlerfs Ijósmynd-
ara, stóð sig vel á leiðinni og söng
hástöfum fyrir gesti.
Ölafur Eyjólfsson, skrifstofustjóri
DB, eiglnkona hans Inga Þórarins-
dóttir, Brynhildur K. Andersen,
eíginkona Geirs Andersen auglýs-
ingastjóra Vikunnar, Sveinn
Eyjólfsson, framkvæmdastjóri DB
og eiginkona hans, Auður Eydal,
gæða sér á pylsum og samlokum í
Þjórsárdal.