Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981. Veðrið Spáð er norðanátt og skúrum vfðast hvar á landinu an þumi á 8uö- austurtandl. Klukkan 6 var norðvestan 4, skúrir ogSstigí Reykjavlc, norðvastan 5, al skýjað og 7 sðg á Qufuskákim, norð- austan 2, þoka og 4 stlg á Gaharvita, logn, alskýjað og 9 stig á AkureyH, norðvastan 5, abkýjað og 8 stlg, á Raufarhðfn, hssgvirði, skýjað og 6 stig á Dalatanga, hssgviðH, skýjað og 11 stlg á Hðfn og norðvastan 5, skýjað og 8 stlg á Stórhðfða. I Kaupmannahðfn var skýjað og 14 stlg, skýjað og 15 stlg í OskJ, látt- skýjað og 18 stlg í Stokkhókni, látt- skýjað og 17 stlg í London, láttskýjað og 11 stlg í Hamborg, skýjað og 18 stlg ( Parfs, léttskýjað og 15 stlg I Madrid, léttskýjaö og 23 sdg í Ussa- bon og skýjað og 24 stlg í Naw York. Artdlát Yngvl Guflmundsson verkstjóri, sem lézt 10. júlí sl., fæddist 13. júní 1929 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guð- mundur Elias Simonarson og Lára Margrét Lárusdóttir. Yngvi gerðist togarasjómaður og stundaði hann sjó- inn fram yfir þrítugt en þá gerðist hann starfsmaður flugmálastjórnar á Kefla- víkurflugvelli og síðar starfsmaður Flugleiða þar. Árið 1952 kvæntist Yngvi Erlu Gestsdóttur og áttu þau 2 börn en einnig ólu þau upp kjördóttur. Séra Jón Auðuns, fyrrverandi dóm- prófastur, sem lézt 10. júli sl., fæddist 5. febrúar 1905 á ísafirði. Foreldrar hans voru Jón Auðuns og Margrét Guðrún Jónsdóttir. Sr. Jón lauk stúdentsprófi i Reykjavík árið 1924, guðfræöinámi við Háskóla Íslands lauk hann árið 1929. Síðan stundaði hann framhaldsskólanám í saman- burðarguðfræði við háskóla í Marburg og París. Árið 1930 vígðist sr. Jón til Fríkirkjusafnaðarins i Hafnarfirði, árið 1941 tók hann að séi prestsþjónustu við Frjálslynda söfnuðinn í Reykjavík. Árið 1945 var hann skipaður dóm- kirkjuprestur og dómprófastur var hann skipaður 1945. Því embætti gegndi hann til 1973. Sr. Jón var um tíma formaður safnaðarráös Reykja- vikur, einnig var hann formaður Rauða kross deildar Reykjavíkur um árabil. Áriö 1958 kom út predikanasafn eftir sr. Jón og ævisöguþættir hans komu út árið 1976. Árið 1938 kvæntist hann Dagnýju Einarsdóttur. Sr. Jón verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i dag. Jón Asgeir Brynjólfsson, sem lézt 11. júlí sí., fæddist 22. nóvember 1909 i| Hiöðutúni, Stafholtstungum, Mýra- sýslu. Foreldrar hans voru Brynjólfur Guðbrandsson og Jónina Jónsdóttir. Jón Ásgeir gekk í Hvitárbakkaskóla, síðan reyndi hann fyrir sér við búskap í Stafholti i Mýrasýslu en fluttist eftirl eitt ár til Reykjavíkur. Þar gerðist hann verkstjóri hjá Málningarverksmiöjunni Litir og lökk sem varð síðar Málningar- verksmiðjan Harpa. Var hann sölu- maður þar og vann við það á meðanj heilsa leyfði. Árið 1936 kvæntist Jón| Ásgeir Kristinu Ólafsdóttur og áttu þauj fjögur börn. Hann verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju i dag, 20. júlí, kl. 15. Benedlkt Hjartarson, Miklubraut 60, lézt fimmtudaginn 16. júli sl. Sigriður Ólafsdóttir Húnfjörð verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 22. júli kl. 16.30. Guðrún Pálsdóttir, Fjölnisvegi 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 15. Þórarinn Jóhannesson, Bergþórugötu 53, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.30. Itm ■ . 1 SFundir AA-samtökin í dag mónudag vcrða fundir á vcgum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) græna húsið kl. 14, 21 og kvcnnaddld uppi kl. 21. Tjarnargata 3 (s. 91-16373) rauöa húsið kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinn) kl. 21. Akureyri, (96-22373) Gdslagata 39.........21.00 Dalvik, Hafnarbraut4..................... 21.00 Hafnarfjörður, Austurgata 10............. 21.00 Hvammstangi, Bamaskóli................... 21.00 Mosfdlssvdt, Brúarland................... 21.00 Raufarhöfn, Hótcl Norðurljós............. 21.00 Selfoss, (99-1787) Selfossvegi 9......... 21.00 Suðureyri Súgandafiröi, Aöalgata......... 21.00 Vestm.eyjar, (98-1140) Hdmagata 24 ...... 20.30 t hódeginu á morgun, þriðjudag, verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsið kl. 14, Tjamargata 3, rauða húsið, samlokuddld kl. 12, Keflavíkurflúgvöllur kl. 11.30. Iþróttir íslandsmótiA í knattspyrnu 1981 Mánudagur 20. júli LAUGARDALSVÖLLUR: Fylkir—ÍBÍ, 2. dcild, kl. 20. BREIÐHOLTSVÖLLUR: ÍR—Leiknir, 3. fl. A, kl. 19. ÁRBÆJARVÖLLUR: Fylkir—Vikingur, 3. n. A, kl. 20. FELLAVÖLLUR: Leiknir—Valur, 5. fl. A, kt. 20. KEFLAVÍKURVÖLLUR ÍBK—KR, 3. fl. A, kl. 20. VALLARGERÐISVÖLLUR UBK—ÍR, 3. fl. A, kl. 20. HVALEYRARHOLTSVÖLLUR Haukar—Stjarnan, 5. fl. B, kl. 20. KAPLAKRIKAVÖLLUR: FH—Seifoss, 5. fl. B, kl. 20. VARMÁRVÖLLUR Afturelding—Þróttur, 5. fl. B, kl. 20. HVERAGERÐISVÖLLUR Hverageröi—Grótta, 5. fl. C, kl. 20. þorlAkshafnarvöllur Þér Þ. —Grindavik, 3. fl. C, kl. 20. Þroskaþjálfar, sjúkraþjálfar Nokkrar stöður þroskaþjálfa eru lausar til umsóknar hjá félaginu nú þeg- ar, eða i haust. Þá er laus til umsóknar staða sjúkraþjálfa við stofnanir félagsins. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins að Háteigsvegi 6, sími 15941. Styrktarfólag vangefinna. UM HELGINA MANNGÆZKA DUMAS VÉK FYRIR REIÐINNI Þá er boltinn farinn að rúlla aftur hjá Hermanni í útvarpinu og ekki seinna vænna, Íslandsmótið nær hálfnað. Að vísu þurfti ég ekki að grípa til lýsingarinnar á. iaugardag þar eð ég var sjálfur á Kaplakrika- velli á leik FH og Víkings. Hasar- leikur, rauð og gul spjöld og fjögur mörk. En það er gott að vita til þess að samningar hafi tekizt milli ríkis- útvarpsins og iþróttahreyfingarinnar. Lýsingar á meiriháttar kappleikjum er sjálfsagður hlutur og synd að aðilarskuliekkihafaséðsómasinn i að semja fyrr. Siæmt þótti mér aðmissaaf syrpu þeirra Þorgeirs og Páls því þær eru venjulega með betra léttmeti út- varpsins. Síðan opnaði ég ekki fyrir tækið fyrr en eftir kvöldmat er Jónas Jónasson var með þátt sinn Gekk ég yfir sjó og land. Fyrri viðmæiandi Jónasar var Hafþór Guðmundsson, kennari á Stöðvarfirði, og fannst mér hann hafa frekar litið að segja. Enda skildist mér að viðtölin hefðu ekki verið undirbúin fyrirfram heldur hefði Jónas aðeins leitað uppi viðtals- efni er hann var kominn á staðina. Þótt slík viðtöl geti slysazt til að vera skemmtileg eru þau það í fæstum tilvikum. Um þverbak keyrði þó er þeir Hafþór fóru að ræða um hús á Stöðvarfirði því ákaflega erfitt er að fylgjast með þeim viðræðum nema aö vera þaulkunnugur á staðnum eða hafa myndir af húsunum fyrir framan sig. Eflaust heföi þetta viðtal verið upplagt sjónvarpsefni en sem útvarpsþáttur var þetta efni glataö, enda fór svo að ég slökkti á tækinu. Ég kveikti hins vegar fljótlega á því aftur er Jónatan Garðarsson byrjaði Hlöðuball sitt, góður þáttur með tónlist sem heyrist alltof sjaldan í útvarpinu. Af ljóðum Stefáns hafði ég sömuleiðis gaman en sleppti að hlusta á Helga Sæm. Dansiögin eru orðin ósköp þreytt. Mætti ekki skipta þeim upp í tvo þætti, annan með íslenzku efni og hinn með erlendu og fá einhvern hressilegan kynni til að sjá um þá. Án efa mætti lífga aðeins upp á danslðgin með þeim meðölum. Aldrei þessu vant náði ég að hlusta á messuna á sunnudags- morgun og þótti mér mikið til hennar koma. Herra Sigurbjörn Einarsson er ræðumaður skörulegur og það fer enginn i fötin hans. Á rabb þeirra Elinar Pálmadóttur og Friðriks Páls gat ég ekki hlustaö þar sem ég var ekki nægiiega vel vaknaður. Ég efast um að margir geti hlustað á svona spjall árla sunnudagsmorguns. Líf og saga hafa oftast verið velheppnaðir þættir og svo var einnig nú. Skemmtilegast þótti mér er Dumas kom kaldur heim til sfn, afklæddistog ætiaði að ná sér í hrein föt en sá þá hvar vinur hans stóð nakinn í kiæðaskápnum. Hafði sá eitthvað verið að fitla við konu Dumas. í fyrstu varð Dumas trylltur en síðan smávék reiðin fyrir manngæzku sem náði hámarki er hann bauð vininum að sofa hjá þeim hjónum um nóttina. Um morguninn bauðst hann til að gefa vininum ný föt i staðinn fyrir þau sem Dumas haföi hent út um gluggann í bræði sinni. Bitlaþáttinn hans Þorgeirs hlýddi ég á en ósköp þykir mér aumt að út- varpið skuli þurfa að endurflytja þætti nú þegar sjónvarpið er í sumar- frii. Bítiaþátturinn var frumfluttur i fyrra og síðar um kvöldið var endur- tekinn þáttur um Brynjólf Jóhannes- son ieikara. Þótt báðir þættirnir væru afbragðs góðir eru endur- flutningar ekki heppilegir í júlímánuði þegar útvarpið hefur öll trompáhendi sér. -SA. Sjálfsbjargarfðlagar Reykjavik í tilefni af komu norskra gesta nú um helgina verður opið hús i Hagaskóla i kvöld milli kl. 20 og 23. Mætumvelog bjóðum hópinn velkominn. Fólag (slenzkra safnmanna — Stórauka þarf starfsemi safna: Þann 23. mai sl. hélt Félag islenzkra safnmanna aöalfund sinn en félagið var formlega stofnað 17. janúar sl. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa voru flutt 9 framsöguerindi um safnamál þar sem drepiö var á nokkur helztu atríði Þjóðminjavemd-I unar í landinu. Ræítt var um fjármál og skipulag J safnmála, fomminjarannsóknir, húsafriöun og| húsavemd, þjóðfræðirannsóknir, ljósmyndasöfnun, þjónustuhlutverk Þjóðminjasafnsins, skólaþjónustu safnanna, vandamál byggðasafnanna og listasöfn á landsbyggöinni. , Núverandi stjóm Félags islenzkra safnmanna skipa: Frosti F. Jóhannsson formaður, Gunnlaugur Haraldsson ritari, og Ólafur Kvaran gjaldkerí. Annað heftl fomrita á ensku f rá lceland Review Iceland Review hefur gefið út bókina The Saga of Hallfred the Troublesome Scald. Hér er um aö ræöa enska þýöingu. Hallfreðarsögu vandræðaskálds en hún er ein af þekktarí fornritum okkar. Sagan fjallar um norðlenzka skáldið Hallfreð sem uppi var á 10. öld. Sagt er frá uppvexti hans og ástamálum þeim er ollu þvi að hann hraktist frá íslandi, svo og dvöl hans viö hirð ólafs Tryggvasonar Noregskonungs sem gaf honum viðumefndið vandræðaskáld. Prófessor Alan Boucher hefur þýtt Hallfreðar sögu og skrífar hann ýtarlegan formála að bókinni þar sem hann rekur feril sögunnar og ber hana saman við aðrar íslendingasögur. í bókarlok er drápa sú er Hallfreöur orti til ólafs konungs og auk þess kafli úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar er fjallar um samskipti ólafs Tryggvasonar við íslendinga. The Saga of Hallfred er önnur bókin i röð fornrita- þýðinga Alans Boucher i útgáfu Iceland Review. Áður er komin út bókin A Tale of Icelanders sem er úrval þátta úr fornritum. Seinna á árinu er svo væntanleg þriöja bókin i þessum flokki. Hefur hún að geyma valda kafla úr Austfirðingasögum og nefnist á ensku Tales from the Eastflrths. Bókin The Saga of Hallfred er 96 blaösiöur aö lengd. Auglýsingastofna hf. sá um útlit hennar en setning var unnin af Prentsmiðju Morgunblaðsins. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Arnarfell .......29/7 Arnarfell .......12/8 Arnarfell .......26/8 ANTWERPEN: Amarfell ........30/7 Arnarfell .......13/8 Arnarfell .......27/8 GOOLE: Arnarfell .......27/7 Amarfell ........10/8 Arnarfell .......24/8 LARVÍK: Helgafell .......30/7 Helgafell .......10/8 Helgafell .......24/8 GAUTABORG: Helgafell .......29/7 Helgafell .......11/8 Helgafell .......25/8 Verktakasamband íslands krefst að miklum fjármunumi sá varið til mannvlrkjagerðar | Dagana 1.—3. júní var aðalfundur Evrópusam- bands Alþjóðlegra verktaka (International European Constmction Federation, FIEC) haldinn i London. * Þingið var sótt af fulltrúum Verktakasambands íslands og stjóm Verktakasambandsins telur ástæðu til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum sem fram komu á þinginu. Kreppa sú sem gekk yfir hinn vestræna heim um 1975 kom mjög hart niður á verktakaiönaði. Já- kvæðari þróun frá 1975 til 1980 hefur ekki komiö verktakaiðnaði til góða sem skyldi og sá afturkippur sem nú virðist vera að koma fram getur haft alvar- legri afleiðingar en 1975 en svo virðist sem stöönun nú bitni enn einu sinni helzt á verktakaiðnaöinum. Vegna þessa er þess krafizt af ríkisstjómum þeirra þjóða sem fulltrúa áttu á þinginu aö miklum fjár- munum sé variö til mannvirkjageröa þar sem: A. verktakaiðnaðurínn framleiöir grundvallar- þarfir mannsins, svo sem húsnæði og önnur mann- virld, B. fjárfestingin er innanlands, C. innflutningur er ekki mjög stór hluti af fjárfest- ingunni. D. verklegar framkvæmdir hafa mikil áhrif á allt þjóölíf og störf margfaldast. E. orkunotkun er tiltölulega lítil við mannvirkja- gerð, F. útflutningur á verktakaiönaði (mannvirkjagerö) hefur mjög hagkvæm áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Þegar haft er í huga þaö mikilvægi sem alþjóða- viðskipti og alþjóða samanburður hefur á efnahags- líf þjóðanna og að framfömm verði ekki náð í verk- takaiönaöi nema á grundvelli nákvæmra upplýsinga telur fundurinn nauösynlegt að yfirvöld komi því til leiðar að allar tölulegar upplýsingar verði staðlaðar þannig að sem mest not verði fyrir upplýsingarnar. Ráðstefna um öryggis- mál lögreglumanna Landssamband lögreglumanna gekkst nýlega fyrir ráðstefnu um öryggismál lögreglumanna, aðbúnað á vinnustöðum, tækjakost og fleira sem varðar vinnu- aðstöðu lögreglumanna um allt land. Ráöstefnan var haldin í fundarsal Félagsmið- stöðvar BSRB að Grettisgötu 89 dagana 20. og 21. febrúar sl. Ráðstefnuna sóttu 22 fulltrúar frá 12 lög- reglufélögum viðs vegar af landinu, auk stjómar Landssambandsins. Bogi Jóh. Bjarnason aðalvarðstjóri flutti erindi um Iögreglubifreiöir og útbúnað þeirra. Slðari dag ráðstefnunnar fiutti Hjalti Zóphaniasson, deildarstjóri i dómsmálaráðuneyt- inu, erindi um lögreglustöðvar, ástand þeirra og út- búnað og um mannafla viö lögreglustörf. Að lokum fjöUuðu ólafur Jóhannesson frá SFR og Jóhannes Jónasson frá LR um ákvæði hinna nýju laga um hvUdartima. I lok ráðstefnunnar voru samþykktar tvær álykt- anir. Fjallaði önnur þeirra um að safnað skyldi gögnum um starfsaðstöðu lögreglumanna um aUt land að þvi er varðaði lögrelgustöðvar, þjálfunar-og heUsuræktaraðstöðu og fleiri öryggismál lögreglu- manna og gera tiUögur um lágmarksöryggisbúnáð á lögreglustöðvum, í lögreglubifreiðum og viöar. 1 hinniályktuninnisegir m.a.: ..Ráðstefnanátelur harðlega þann mikla niðurskurð á fjármagni sem átt hefur sér staö til hinnar almennu löggæslu i landinu. Er nú svo komiö að löggæslan býr við óhæft hús- næði viða um land sem ekki getur talist viöunandi og viöa brýtur það i bága við lög um aðbúnaö, öryggi og hoUustuhætti á vinnustööum”. Þá er i ályktun- inni lögð sérstök áhersla á aö fjarskiptabúnaður lög- reglu verði samræmdur og bættur um land aUt. Einnig er lögö mikil áhersla á nauðsyn þess að auka og bæta hvers konar þjálfun lögreglumanna og bæta aðbúnað þeirra á sviðum öryggismála og vinnu- verndar. » -_____________\^ ____________________■* KAUPMANNAHÖFN: Helgafell .........28/7 Helgafell .........12/8 HelgafeU ..........26/8 SVENDBORG: Helgafell .........27/7 Dísarfell..........29/7 Helgafell .........13/8 Helgafell .........27/8 HELSINKI: Dísarfell..........24/7 Dísarfell..........19/8 GLOUCESTER, MASS: Jökulfell..........31/7 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ........3/8 GENGIÐ GENGISSKRÁNING Forðamanna Nr. 133 — 17. Júlf 1981 -». ... gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 7,423 7,443 8,187 1 Steríingspund 13,928 13,963 16,359 1 Kanadadollar 6,158 8,174 6,791 1 Dönsk króna 0,9771 0,9798 1,0778 1 Norskkróna 1,2216 1,2248 1,3473 1 Sænsk króna 1,4349 1,4387 1,5826 1 Finnsktmark 1,8397 1,8441 1,8086 1 Franskur franki 1,2896 U931 1,4224 1 Belg. franki 0,1887 0,1872 0,2059 1 Svissn. frankl 3,5593 3,5689 3,9258 1 Hollenzk florina 2,7482 2,7668 3,0312 1 V.-þýzktmark 3,0803 3,0886 3,3764 1 itötsk líra 0,00814 0,00816 0,00678 1 Austurr. Sch. 0,4360 0,4382 0,4798 1 Portug. Escudo 0,1161 0,1164 0,1289 1 Spánskur pesetj 0,0766 0,0707 0,0844 1 Japansktyen 0,03203 0,03212 0,03633 1 Irsktound 11,148 11,178 12,294 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,4466 8,4883 . . . Simsvari vegna gengisskráningar 22190. |

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.