Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDÁGUR 20. JÚLl 1981.
33
Nokkrar af kartöflunum sem Hafdis sendi okkur. Hún benti á að þetta værí sér-
stök steikarstærö en flestar kartöflurnar sem hún á til eru nokkuð minni. Þær
fara þó allar i fyrsta flokk. Annar flokkur er ekki seidur. DB-mynd Bj.Bj.
Góðar kartöf lur á Dalvík
Grænmetið vill
ekki selja þær
Hafdís Hafiiðadóttir, Stórhólsvegi 8
Dalvík, skrifar:
„Nóg til af vondum kartöflum”
las ég í pistli DS sl. laugardag.
Það eru líka til býsna góðar kart-
öflur ef vel er gáð, en vegna undar-
legra reglna um dreifingu á kartöfl-
um þurfið þið veslingarnir í Reykja-
vík og viðar að naerast á „annars
flokks kartöflum” eða „svinafóðri”.
Mér blöskrar alveg hvernig fólk lætur
fara með sig. Ég sendi þér fáeinar
kartöflur í poka sem sýnishorn af þvi
sem leynist í góðri og vel kældri
geymslu á Dalvík við Eyjafjörð.
Þessar kartöflur eru teknar upp með
höndunum eins og yfirmatsmaður
garðávaxta vill að sé gert.
Allar líkur benda til þess að
þessum kartöflum verði keyrt á haug-
ana, 50—60 tonnum.
Annars flokks kartöflur reynum
við ekki einu sinni að selja,” segir
Hafdís í bréfinu.
Hún bætti því við í símtali að hvað
eftir annað væri búið að tala við for-
ráðamenn Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins, um að selja þessar kart-
öflur. Það væri hins vegar ekki hægt
og því borið við að Hafdís og hennar
fólk væru ekki bændur. Rækta þau
þó kartöflur ofan í alla á Ólafsvík og
Dalvík svo eitthvað er sú skilgreining
skrýtin.
Kartöflurnar sem hún sendi mér
voru svo fallegar að þær hefðu getað
verið að koma beint upp úr garðin-
um. Ég borðaði þær með fiski í gær
og lét eftir mér að borða hýðið með,
nokkuð sem ég gat aldrei gert við
kartöflurnar frá „Grænmetinu” sl.
haust. Hýðið var strax þannig að
enginn heilvita maður lét það ofan í
sig. Kartöflurnar hennar Hafdísar
voru lika betri á bragðið svo að ég
hafði ekki bragöað betri í lengri tima.
Grœnmetisverzlunin
skemmir
En bæði henni og öðrum verður að
segja að eftir að þær kartöflur hefðu
farið í gegnum hendur Grænmetis-
verzlunarinnar hefðu þær ekki verið
svona. Ég man eftir því fyrir
nokkrum árum að óþverri var hér á
kartöflumarkaði. Þá heimsótti ég
bónda í Þykkvabæ sem mikið seldi af
kartöflum. í stað óþverrans sem ég sá
í búðum fékk ég að sjá kartöflur sem
voru eins og nýkomnar upp úr garði.
Hann sendi mig með kartöflur í
bæinn og átti ég þær lengi
óskemmdar, þrátt fyrir að ég geymdi
þær á sama hátt og aðrar kartöflur.
Forráðamenn Grænmetisverzl-
unarinnar vilja ekki viðurkenna að
vandinn liggi hjá þeim. En það þarf
ekki skarpari menn en mig til að sjá
að það hlýtur að vera. Þegar kart-
öflur fara óskemmdar frá bændum
en koma skemmdar í hendur neyt-
enda hlýtur milliliðurinn, sem í þessu
tilfelli er Grænmetisverzlunin, að
vera ábyrgur fyrir skemmdum. Satt að
segja undrar mig ekki að kartöflur
fari illa hjá Grænmetinu. Bílstjórana
hef ég séð henda pokunum af og á
bíla með miklum látum. Síðan hef
ég séð að kartöflupokum er raðað í
himinháa stafla í geymslum Græn-
metisins. Ekki fer það vel með þær
neðstu. Ég held að meinið sé ein-
okunin. Enginn keppir við Græn-
metisverzlunina og forráðamönnum
hennar má vera nákvæmlega sama
hvort einhver kaupir kartöflur eða
ekki. Fyrr en óþverrinn er búinn er
nefnilega ekki boðið upp á annað.
Þeir fáu sem rækta eigin kartöflur
eru litlir kallar sem ekki þarf að ótt-
ast og því hreiðrar Grænmetisverzl-
unin um sig í einokun sinni og býöur
okkur óþverra. Svei því. n„
Tvíburarnir þurfa
fokdýran
— þólitlirséu
E.B. skrifar:
Ég ætla að senda ykkur örfáar
línur með þessum seðli mínum. Ég
hef nokkrum sinnum byrjað að halda
bókhald en alltaf gefizt upp. Ég vona
að sú verði ekki raunin á núna. Það
veitir víst ekki af því frekar en áður
að reyna að halda í aurana sína.
Þessar tölur hjá mér eru óheyrilega
háar (649 krónur á mann i mat og
hreinlætisvörur). Ég fæ reyndar
aldrei neinn fínan mat frekar en
margir aðrir.
Ég veit ekki hvort þið teljið ung-
börn með sem heilan mann en þau
mat
eru reyndar ekki ódýr í fæði. Eg er
með 4 mánaða tvíbura og maturinn
þeirra er alveg fokdýr, ég tala nú ekki
um á meðan þeir fengu þurrmjólk og
dósin dugði í 2 daga.
í liðnum annað er m.a. rafmagn og
hiti, 420, bíllinn, 1396, afborganir af
lánum,966,70, og slíkt mætti lengi
telja!
Svar: Velkomin í hópinn. Auð-
vitað teljum við börnin með og það
sem heilan mann. Eins og þú bendir
réttilega á eru þau ekki ódýrari á
fóðrumenannaðheimilisfólk. -DS
■
rta
d'aOPl01 :fíís
liöftmi fi
.
SH11.S
B&O!
’f'Oó*
t>o
0
e,'SÍ>tl0"
to c
BB00oCO
aS
eB°*^.e r6S"
'rÖ te«®er capaci e .
0is^í>Ó°eS
itjeo ^eoGofö
?00 0
US
sVs
tefl'i
óoo'
,tTs
,.Petl „„,en hia. eafa Pnf! ‘i.arKa6 ,„aseguT rtnnurP1.® höfum
Cristia£öoiLrfseon-^ki ^
gÖJUStÍ^
tjlefni tn
Eins og þegar hefur komiö fram í
fjölmiðlum hafa fremstu verksmiöjur i
sjónvarps- og myndsegulbandafram-
leiöslu núþegárgertsamninga um V2000
kerfiö frá Philips, en alls hafa 23 fyrir-
tæki samiö um framleiðslurétt, - þeirra
á meöal eru Grundig, Siemens,
Bang & Olufsen, ITT, Pye, Siera og
Zanussi.* ... .
Philips V2000
'Vib biöjum Luxor vetvirdmgar á þvi ab vib notubum nafn þeirra i augtýsingu.
Luxor hefurekki tangib Iramleibsluleyh ennþé.
Þaö fer ekki á milli mála, aö Philips-
kerfiö fer nú sigurför um heiminn.
Nýjar verksmiöjur í Austurríki og Hollandi
koma til meö aö margfalda framleiöslu-
afköstin á næstu mánuöum, en langur
biölisti liggur fyrir hjá Philips meö
umsóknum um framleiösluleyfi.
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.