Dagblaðið - 20.07.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981.
3
Hvergi dýrara að gista
ogborðaen á íslandi
VíOförull skrifar:
í Dagblaðinu hinn 4. og 5. júní sl.
mátti lesa upplýsingar sem hafðar
voru eftir víðlesnu ferðatimariti fyrir
kaupsýslumenn undir fyrirsögninni
„Hvergi ódýrara að gista og boröa en
áfslandi”.
Sennilega hefur heimildablaðið
verið brezkt þar sem verð var fyrst
gefið upp í sterlingspundum — og
svo í myntum viökomandi landa.
Ekkert er við grein þessa að athuga
í sjálfu sér og eru upphæðir að því er
virðist sjálfum sér samkvæmar,
a.m.k. er það svo um fsiand sem
kemur út á gkr. 46.200 fyrir gistingu
ogmatádag.
Sennilega eru þessar tölur teknar
saman að vetri til, og þá sl. vetur,
sem einnig getur staðizt, þvi í dag
kostar gisting í eins manns herbergi
hér í Reykjavík kr. 430 (gkr. 43.000)
t.d. á Hótel Loftleiðum, án nokkurra
máltíða, og getur þá hver maður
gizkað á hvað gisting og matur kostar
samanlagt. — Ætli sú upphæð yrði
mikið undir 320 kr. (gkr. 32.000)?
Þetta verða þá um 75.000 gkr. — sem
er auðvitað stórfé — og miklum mun
hærra verð en víðast hvar í Banda-
ríkjunum.
í Bandarikjunum er sennilega lang-
ódýrast að halda sér uppi hvað
varðar verð á hótelum en síður hvað
varðar verð á máltíðum.
Auðvitað er ekki sama hvort gist er
á dýrustu hótelum eða þeim sem
flokkast undir miðlungshótel.
En þá er þess að gæta að miðlungs-
hótel vestra, svo og öll mótel og hót-
elhringir (t.d. Holiday Inn, Best
Western, Marriott o.fl.) eru margfalt
betur búin að öllu leyti en hótel í
Evrópu. T.d. eru flest þessi hótel með
sundlaug, sjónvarpi og úrvali af mis-
munandi veitingasölum pg öðrum
þægindum, þegar komið er út fyrir
New York, að ekki sé nú talað um
suðurríkin eða Flórída, eða annars
staðar.
Ég hef fyrir framan mig hótelbók
frá Bandaríkjunum og er verð á gist-
Endar ná tæp-
lega saman
er bezt lætur
—hvað þá að viðbættri kaupskerðingu
ingu á flestum „resort hótelum”
þetta $26—40 fyrir tveggja manna
herbergi og allt niður i $16—25 fyrir
eins manns herbergi — á góðum
hótelum.
Ef fólk fer til Bandarikjanna á
eigin vegum og gengur inn á hótel í
Flórída (Miami eöa annars staðar)
eru þessar verðupphæðir í gildi. AIls
staðar er hægt að fá inni, hvort sem
er um sumar eða vetur, því þetta er
„iðnaður” í Bandarikjunum og
hótelin skipta þúsundum og aftur
þúsundum og hvergi neitt vandamál
að fá inni, eins og í Evrópu.
Máltíðir eru hvergi betri og hvergi
ódýrari en í Bandaríkjunum og það
vita allir sem þangað hafa ferðazt.
Stórar safarikar steikur eru þar á
boðstólum á almennum veitingahús-
um fyrir 6—8$ og kjúklingar (sem
hér eru verðlagðir eins og nauta-
steikur) kosta vestra þetta 4—5$ á
veitingahúsum, ennþá minna á
kaffiteríum. Ekki eru síðri kaup í
áfengum drykkjum og bjór þar vestra
($1,50—2,00 drykkurinn) og fleira í
þessum dúr.
Hins vegar hafa íslenzkir ferða-
menn farið flatt á því að kaupa
„pakka” með allri þjónustu innifal-
inni hér heima áður en fariö er til út-
landa, jafnvel til Bandaríkjanna, og
auðvitað gera hótel þar enga athuga-
semd við þau viðskipti úr því ferða-
langar vilja frekar hafa þann hátt á.
En því er ekki að neita að fari
menn í ferðalag til Bandaríkjanna
komast þeir mun betur af þegar þeir
kaupa farið eingöngu en sleppa
öðrum „fjárfestingum”, t.d.
hótelum og mat, og sjá um slíkt
sjálfir. En varla verður þvi í móti
mælt að ísland er með dýrari feröa-
mannalöndum á jörðinni.
Guðni Björnsson verkamaður, ^
Hafnarflrði, skrifar:
Ég vil taka undir orð Hrafnkels
Jónssonar á Eskifirði og þakka
honum fyrir þá gagnrýni sem hann
hefur sent frá sér á forustu verkalýðs-
flokksins, þ.e.a.s. Alþýðubandalags-
ins. Sú gagnrýni á rétt á sér.
Ég undrast hins vegar viðbrögð
þeirra sem flokknum stýra og virðast
ekki geta tekið réttmætum ábending-
um heldur snúa út úr og telja menn
ruglaða. Ég vil benda Svavari Gests-
syni ráðherra á það að þá erum við
orðnir anzi margir sem höfum rugl-
azt, að hans áliti, og tökum undir orð
Hrafnkels.
Tel ég að Alþýðubandalagiö ætti
að leggja meiri rækt við verkalýðinn,
kjör hans og gerða samninga og
bregðast ekki ókvæða við sanngjörn-
um ábendingum. Við finnum fljótt
hvort kaupið rýrnar þegar endar ná
tæplega saman er bezt lætur, hvað þá
þegar um viðbótarkaupskerðingu er
að ræða.
RAUN ER
Alltaf^P
eitthvað
nýtt og
spennandi
T0R0NT0
S. ágúst (vikuferðj, laus sæti.
Verðfrékr. 2290,00
12. ágúst biðlisti.
WINNIPEG
28. júií, 3ja vikna ferð, örfá sætí
laus.
P0RT0R0Z
22. júií, örfá sætí laus, i 11 eða 22
daga.
2., 12. og 23. ágúst, biðiistí.
2. sept, biðiistí.
RIMINI
22. júií, örfá sœtí laus, í 11 eða 22
2., 12. og 23. ágúst biðlistí.
2. sept, 4 sœtí laus.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
«1 f
«§* ■
■
S íí
ii’
Guðnl Björnsson verkamaður vill
benda Svavari Gestssynl ráðherra á
sltt af hverju.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
dagsins
^------------------------------’i
Hver er
uppáhalds-
hljómsveitin?
(Spurt á Kópaskeri).
Slgrún Kristjánsdóttir: Start,
hljómsveitin sem Pétur Kristjánsson er
L
Hiédis Gunnarsdóttir: Engin sérstök!
Indriði Þröstur Gunnarsson: Clash.
Einar Atli Helgason: Abba (aö sögn
barnfóstrunnar).
Hjólum
ávallt hægra
megin
— sem næst
vegarbrún hvort heldur/
við erum í þéttbýli
eða á þjóðvegum^
||UMFERÐAR