Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1981. DB á ne ytendamarkaði Fyrirþátímalausu: Orbylgjuof nar spara 3/4 rafmagns og ómældan tíma í þjóðfélagi þar sem menn hafa slfellt minni tíma til að sinna frum- þörfum sínum eru örbylgjuofnar líklega það sem koma skal. Fyrir þá sem vart hafa tíma til að borða nema á hlaupum, hvað þá til mikiliar elda- mennsku eru þeir það sem koma hlýtur. Eða er það ekki alveg tilvalið að stinga kjöti eða físki í ofninn í nokkrar minútur og siðan beint á borðið, þurfa síöan ekki að þvo haug af pottum á eftir. Svar margra úti í heimi við þessari spurningu hefur verið jú og hér á landi eru vinsældir þessara hluta að aukast hægt og sígandi. En það verður aö segjast eins og er að flestir, sem kaupa sér ör- bylgjuofna hér, kaupa i rauninni köttinn í sekknum. Afgreiðslufólk hefur litt eða ekki verið frætt um þessa merkishluti, sem það er að selja, og getur þar af leiðandi lítið sagt viðskipávininum. Oft fylgir bók með ofninum með uppskriftum i en hún er alltaf á erlendu máli, oftast ensku. Eina búðin sem við vitum af að getur veitt fólki einhverjar upplýsingar um þessi nýstárlegu tæki á fslenzku er Einar Farestveit & Co. hf. á Bergstaðastígnum. Þar fylgir með ofnunum leiðbeiningarit á íslenzku og Dröfn Farestveit hús- mæðrakennari hefur af og til kynnt hvernig nota má ofnana. í haust heldur hún námskeið fyrir viðskipta- vini búðarinnar og maka þeirra um notkun ofnanna. Fleiri verzlunareig- endur mættu taka sér þetta til fyrir- myndar. Dröfn fór á námskeið í Englandi og lærði þar notkun örbylgjuofna. Hún var beðin að fræða lesendur Dagblaðsins örlitið um þessa nýjung. Kjúklingar á korteri, lœri á hálftíma „Það er hægt að matreiða hvað sem er i örbygljuofnum. Hægt er að elda fisk og kjöt, baka, þíða mat og hita hann upp. Með réttri notkun ofnanna er hægt að spara um 75% þeirrar raforku sem fer í matseld,” sagði Dröfn. Hægt er að elda matinn í hvaða íláti sem er svo framarlega sem það er ekki úr málmi. Gylling til dæmis eyðileggst I ofnunum. Það sem gerist er að örbylgjur koma frumeindunum I vatninu, sem maturinn inniheldur, á hreyfingu. Þær nuddast hver við aöra og myndast viö það hiti, líkt og þegar við nuddum saman lSfunum. Ástæðan til þess að fatið undir matnum hitnar ekki er sú að það inniheldur ekki vatn. Með þvi að hafa matinn lengi í ofninum hitnar það þó aðeins af honum. Margir hafa ugglaust talið örbylgjuofna hættulega og talið að þarna væri um geisla að ræða sem hituðu matinn, þessir geislar gætu svo valdið krabba- meini. Þetta er hins vegar vitleysa að sögn Drafnar. Sem dæmi um hið gagnstæða nefndi hún að örbylgjur væru einmitt notaðar til að lækna krabbamein úti í hinum stóra heimi. Ofnarnir frá Heimilistækjum. Þeir eru frá Philips. Bömin í sumarbúðum: Matarreikn- ingurinn lágur A. G. skrifar: Ég ætla aö byrja á því að þakka fyrir gott efni og óska þér alls hins bezta i framtíðinni, kæra neyt- endasíða. Ég he f haldið heimilis- bókhald frá upphafi, að undanskild- um sumarleyfismánuðum. í byrjun var það bara trassaskapur að senda ek ki inn seðil en nú ræð ég bót á því. Það sem rak mig til að láta verða af þvi að skrifa ykkur er seðillinn fyrir júní. Ég má til með að skýra frá því hvers vegna liðurinn matur og hrein- lætisvörur er svona lágur (592 krónur á mann). Börnin voru í sumarbúðum í hálfan mánuð þannig að þessi mán- uður er mun lægri en venjulega. Ef ég flytti helminginn af kostnaðinum af dvöl þeirra yfir á matarreikninginn yrði þetta svipað og venjulega. Ég bið ykkur að fyrirgefa hvað seðillinn kemur seint því ég var í frii. Ég vona að það komi ekki að sök, í bókhaldinu yfir meðaltal mánaðarins. Mér list mjög vel á þessa nýju heimilisbók frá ykkur. Ég trúi að þetta gefi betri raun. Svar: Við þökkum kærlega góðar óskir í okkar garð. -DS. BTT'l ■1 FILMUR QG VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. 3/2 SVÍNAskrokkar í frystinn interRent car rental Hádaglavarb, aöalrétt. forrétt.aftirratt nMtursnarl, maðlatl sam vlrkar ! Verð kr. 45,00 pr. kg. KJOTMIÐSTÖÐIN Uugalæk 2.s.86ÍII VERZLID VID FAGMENN Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Fiskflak í bitum er um það bil 4 mínútur að soðna i örbylgjuofni. Meðal kjúklingur er svona 15—17 minútur, lambalæri 25—30 mínútur og roast beef um 7 mínútur. Allt fer þetta eftir stærð og magni þess sem eldað er. Til dæmis tekur lengri tíma að baka 3 kartöflur en eina vegna þess að ef ein er bökuð beinast allar bylgjurnar að henni, en ef þær eru þrjár verða bylgjurnar að fara í fleiri áttir. Þetta læra menn smám saman. Ef allt sem fara á í matinn þarf ekki sama tima í ofninum er hægt að smeygja inn í hann eftir því sem á líður. Maturinn kólnar mun seinna út úr örbylgjuofni en eldaður á annan hátt vegna þess að hann heldur á- fram að soðna í nokkrar minútur eftir að hann kemur út. Steikingarhúðin hverfur Það sem menn hafa helzt fundið að örbylgjuofnum er það aö út úr þeim kemur maturinn ekki með failega gulbrúna steikingarhúð. Maturinn soðnar miklu fremur en steikist. Við þessu sáu menn úti í og nú er þar hægt að fá það sem kallað er „microwave browning sauce” til að bera á kjötið. Eru til þrjár gerðir, fyrir kjúklinga, svínakjöt og nautakjöt. Síðasttðldu sósuna má einnig nota á lambakjöt. Þessi dýrindis sósa verður flutt hingað til landsins í september í haust. Það er fyrirtækið XCO sem hefur pantað hana og verður hún að sögn sölumanns til sölu í búðum eins og SS Glæsibæ og Austurveri, Fjarðarkaupi, Hagkaupi og jafnvel fleiri búðum. Fáist góð reynsla af sósunni verður hún sett í fleiri búðir. XCO flytur einnig inn sérstök form sem setja má mat i i frysti og síðan Eini ofninn sem til var i Vörumarkaðnum. Hann er frá Gaggenau. beint í örbylgjuofn. í stað steikingarhúðarinnar kemur að engin fjörefni tapast úr matnum. Það myndast ekkert soð, því maturinn heldur öllu sínu. Er þetta ekki lítill kostur á þessum tímum bætiefnaskorts. Hægt er að baka vel flestar kökur í örbylgjuofnum. Þá þarf að bæta við það vökvamagn sem í þær er sett (um u.þ.b. 20%) og vitaskuld að stytta bökunartimann. Þannig tekur aðeins 7 mínútur að baka þykkan kökubotn. örbylgjuofnar hita einnig upp mat. Þá má stinga inn í þá köldu læri með sósu, kartöflum og grænmeti. Sósan hleypur ekki í kekki eins og stundum gerist við upphitun og maturinn er eins og nýr. Hið sama má segja um frosin mat- væli. Þau eru skotfljót að þiðna í ofninum og eru eins og ný. Ef til vill finnst einhverjum að þetta sé orðið helzt til lofræðulegt hjá mér. En satt bezt að segja sé ég ekki annað i fljótu bragði en að þessir ofnar séu verulega sniðugir fyrir þá sem þurfa að elda sér staðgóðan mat á stuttum tíma. Fyrir fólk sem hefur nægan tíma og vill fá lærið sitt eða hrygginn með góðri skorpu og kjöt- bollur steiktar í feiti eru þessir ofnar hins vegar lítið sniðugir. Eins og kemur fram hér á síðunni eru þeir hreint ekki gefnir þannig að fólk ætti að meta það áður en það kaupir hvort það telur sig munu nota ofninn mikið eða hvort hann verður aðeins til skrauts. .ns. Þrjár af Qónim gerðum örbylgjuofna hjá Einari Farestveit & Co hf. Þeir eru frá Toshiba. DB-mynd Bj. Bj. Verft á örbylgjuof num milli þrjú ogsex þúsund kr. Við litum inn í fimm verzlanir sem bjóða upp á örbylgjuofna. í tveim þeirra voru ofnarnir reyndar ekki til í augnablikinu en væntanlegir. Hvert verðið yrði vissu þeir ekki hjá Bræðrunum Ormsson hf., og Gunnari Ásgeirssyni hf. En í þeim þrem búðum þar sem við sáum ofna voru þeir á nokkuð svipuðu verði; frá 3 og upp í 6 þúsund. Er það svipað verð og á eldavél með ofni. Hjá Einari Farestveit & Co hf. voru til fjórar gerðir. Þær voru á verðbilinu 3151 til 5550. Tóku þær frá 15.5 lítrum og upp f 42 lítra. Afgreiðslumaður kvaðst telja vísi- tölufjölskylduna þurfa svona 27 lítra ofan og kostaði hann 3740. Reyndar var dýrasti ofninn lítið stærri en hann var með meiri stillingarmöguleika en hinir ofnarnir. Nýtist ofninn með því betur að sögn afgreiðslumannsins. Hann bætti því við að salan í þessum ofnum væri orðin alveg gifurleg. Hjá Heimilistækjum voru til tvær gerðir ofan á 3742,15 og 4001,60 Afgreiðslumaðurinn gat ekki bent á neinn annan mun á þeim en útlitið. Ekki virtist muna neinu á stærðinni. f Vörumárkaðnum var aðeins til ein gerð en önnur væntanleg. Er það ofn sem felidur er inn í eldhúsinnrétt- ingu fyrir ofan venjulegan ofn. Að sögn afgreiðslumanns er mikið spurt eftir þeim ofnum því þeir sem boðið er upp á núna taka óneitanlega dálítið pláss á borði. Sá ofn sem til var í Vörumarkaðnum kostar 6330 krónur. Þegar hinir koma verða þeir eitthvað ódýrari því allur um- búnaðurinn er talsvert dýr. .jyg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.