Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 10
10 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. \ Handtökumálið í Skúlagarði: „EINS OG ÆÐIRYNNIA YFIRLÖGREGLUÞJÓNINN” - segir forstöðumaður Skúlagarðs sem f luttur var í járnum í fangageymslu á Raufarhöfn—segir lögregluþjóna vera hina verstu fjárplógsmenn „Ég hélt að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir þegar lögreglu- mennirnir ruddust inn á einkaskrif- stofu mina. Yfirlögregluþjónninn var eitthvað svo undarlegur til augnanna og engu líkara en að æði hefði runnið á hann,” sagði Þórarinn Björnsson, forstöðumaður félagsheimilisins að Skúlagarði í Kelduhverfi, í samtali við DB, en eins og skýrt hefur verið frá var Þórarinn fluttur í járnum til Raufarhafnar sl. sunnudag fyrir að neita að greiða lögreglumanni kaup fyrir gæzlu á dansleik sem haldinn var í Skúlagarði. „Yfirlögregluþjónninn heimtaði að ég greiddi þennan reikning, en ég neitaði eins og ég hafði gert áður um kvöldið á þeim forsendum að ein- ungis tveir lögreglumenn hefðu átt að vera við gæzlu, en ekki þrír. Ég sat þarna inni á einkaskrifstofu minni ásamt gjaldkera hljómsveitarinnar sem spilað hafði í húsinu um kvöldið og var að gera upp reikningana. Ég bað því lögregluna að yfirgefa skrif- stofuna og benti þeim á að með því að ryðjast svona inn væru þeir að fremja húsbrot. Skipti þá engum togum með það að yfirlögreglu- þjónninn sagði: — Við verðum að járna hann, hann er með mótþróa.” Þórarinn segist þá hafa rétt hendurnar fram og sagt að þeir gætu sett á hann handjárn ef þeir vildu, en’ þeir skyldu samt hugsa þetta mál til enda áður og gera sér grein fyrir því að þeir yrðu að taka afleiðingunum. Við svo búið var Þórarinn járnaður. Á dansleiknum í Skúlagarði voru rúmlega eitt hundrað manns og var það mat lögreglustjóraembættisins á Húsavík að tveir lögreglumenn skyldu vera við gæzlu. Er venjan sú að ríkissjóður hefur greitt laun tveggja lögreglumanna við þessi gæzlustörf, en samkomuhaldarinn hefur þurft að greiða umfram- kostnað ef fleiri lögregluþjónar hafa verið fengnir til gæzlu. Að sögn Þórarins mættu þrír lög- regluþjónar á dansleikinn og vakti það nokkra athygli manna að einn lögregluþjónanna var frá Þórshöfn, en þangað er um eitt hundrað kíló- metra leið frá Skúlagarði. Dans- leikurinn sjálfur fór svo mjög frið- samlega fram, en auk lögregluþjón- anna voru þrír dyraverðir, við gæzlu, „allt ágætismenn og góðir við gæzlu, þó ekki hafi þeir handjárn,” sagði Þórarinn. „Að dansleiknum loknum komu lögregluþjónarnir að máli við mig og hljómsveitarmeðlimi og fóru fram á að við greiddum þriðja lögreglu- manninum kaup fyrir gæzlu og sýndu okkur reikning upp á rúmar 600 krónur því til staðfestingar. Ég neitaði að sjálfsögðu að greiða reikn- inginn,” segir Þórarinn, ,,en benti lögreglumönnunum á að ef við „Maðurinn var undir áhrifum áfengis og var að trufla okkur við störf og því ekki um annað að ræða en handtaka hann,” sagði Jóhann Þórarinsson, yfirlögregluþjónn á Raufarhöfn, er hann var inntur eftir þvi hvers vegna Þórarinn Björnsson, forstöðumaður Skúlagarðs, var handtekinn. „Málið snýst um það,” sagði Jóhann, „að ég var að innheimta gæzlukostnað af hljómsveitarmönn- um er húsvörðurinn blandaði sér í málið. Hann lét öllum illum látum og þar sem hann var greinilega undir áhrifum áfengis og hélt uppteknum hætti, þrátt fyrir aðvaranir okkar, þá var ekki um annað að ræða en að handtaka hann.” hefðum rangt fyrir okkur þá væri bezt að láta lögreglustjórann á Húsa- vík fá reikninginn til innheimtu. Ég hefði ekki í hyggju að hlaupast af landi brott og þvi væri hægt að ná í mig ef ég ætti að borga þennan reikn- ing.” Þórarinn segist því næst hafa farið inn á einkaskrifstofu sína ásamt gjaldkera hljómsveitarinnar, en skömmu siðar hafi lögreglan ruðzt inn, sem fyrr segir. Eftir að Þórarinn hafði verið handjárnaður með hend- urnar framréttar, bað hann um að fá að tala við yfirdyravörðinn en lög- reglan hafði meinað honum að fylgj- ast með inn á skrifstofuna. „Því var neitað,” sagði Þórarinn, „og skömmu síðar var ég handjárnaður með hendurnar fyrir aftan bak og settur út í lögreglubílinn. Þaðan var — Nú segir Þórarinn að sam- kvæmt samkomuleyfinu hafi aðeins tveir lögregluþjónar átt að vera við gæzlu og þvi hafi hann neitað að greiða þriðja manninum. Hvað áttu margir lögregluþjónar að vera við gæzlu? „Þetta er ekki rétt hjá Þórarni og Daníel Guðjónsson, lögreglumaður á Húsavik, sem gaf út leyfið er mér sammála hvað það atriði varðar. Samkoman var á okkar svæði og það var mitt að taka ákvörðun um það hvað ég hefði marga menn með mér. Ég vil og taka það fram að Þórarinn var aldrei rukkaður um gæzlu- kostnað heldur snerum við okkur til hljómsveitarinnar i þvi efni.” ég svo fiuttur i fangageymslurnar á Raufarhöfn, þar sem ég varð að dúsa fram yfir hádegi á sunnudag. Ég var búinn að biðja um að fá að ræða við mína nánustu I sima og að hafa sam- band við oddvitann I sveitinni, en þvf var öllu neitað. Þá var mér heldur ekki sagt hvað mér var gefið að sök og ekki fékk ég heldur að hafa sam- band við lögfræðing,” segir Þórar- inn, sem jafnframt neitaði að undir- rita skýrsluna sem tekin var af honum á Raufarhöfn. Þórarinn sagðist nú vera búinn að kæra þetta mál til sýslumannsins á Húsavík og þvi væri ekki lokið af hans hálfu. „Það er mín skoðun að þessir lögregluþjónar séu verstu fjár- plógsmenn,” sagði Þórarinn og bætti því við að ýmislegt myndi vafalaust — En var ekki eðlilegra að lög- reglumenn frá Húsavík væru þarna á vakt? „Það máe.t.v. segja það, en þetta er nú einu sinni bara gömul hefð og lögreglan á Húsavík sér bara um suðursýsluna. Ég vil líka taka það fram að það eru mörg fordæmi fyrir því að lögreglumenn frá Raufarhöfn hafi verið fengnir til gæzlustarfa í Skúlagarði og reyndar allt til Ár- skógsstrandar ef svo hefur borið undir.” — Nú býr lögreglumaðurinn í Kelduhverfi í sama húsi og Skúla- garður. Var ekki eðlilegra að fá hann til gæzlustarfa í stað þess að fá mann alla leið frá Þórshöfn? „Héraðslögreglumaðurinn sem býr koma í ljós þegar þessi mál yrðu skoðuð ofan í kjölinn. Það væri í sjálfu sér nægilegt rannsóknarefni, af hverju lögreglumaður hefði verið kallaður rúmlega tvö hundruð kíló- metra leið, fram og til baka, frá Þórs- höfn á stað sem hann hefði ekkert haft að gera á. Sérstaklega ef tillit væri tekið til þess að lögreglumaður- inn í Kelduhverfi byggi í Skúlagarði. Ekki hefði verið talin ástæða til að kalla á hann, þó hann hefði hafzt við hinum megin við þilið allt kvöldið, sagði Þórarinn Björnsson. Þórarinn sagðist að lokum vilja taka það fram að hann hefði ekki verið ölvaður eins og lögreglan hefði gefið i skyn um nóttina. Fjöldi vitna væru því til staðfestingar. -ESE í Kelduhverfi baðst undan þvi að vinna þetta kvöld og því hafði ég samband við héraðslögreglumanninn á Þórshöfn.” — Þórarinn segir einnig að hann hafi ekki fengið að hafa samband við sína nánustu, oddvitann í sveitinni eða lögfræðing. Er það rétt? „Já. Þeir sem hafa verið hand- teknir hafa undir þessum kringum- stæðum yfírleitt ekki fengið að hafa samband við aðra. Ég hringdi þó i konuna hans og lét hana vita hvað átt hafði sér stað,” sagði Jóhann Þórar- insson yfirlögregluþjónn sem bætti því við að skýrsla vegna þessa máls væri nú á leiðinni til sýslumannsemb- ættisinsá Húsavík. - ESE „Maðurinn var undir áhrífum og við urðum að handtaka hann” —segir Jóhann Þórarinsson yfirlögregluþjónná Raufarhöfn „Hann titraði og skaH af bræði” — segir Aðalheiður Borgþórsdóttir úr hljómsveitinni Lóla um framkomu yfirlögregluþjónsins „Yfirlögregluþjónninn var svo æstur að hann bæði titraði og skalf og ég hef aldrei séð annað eins, þó að við séum ýmsu vön hérna á Seyðis- firði,” sagði Aðalheiður Borgþórs- dóttir, úr hljómsveitinni Lóla á Seyðisfirði, en hún varð ásamt einum öðrum liðsmanni hljómsveitarinnar vitni að þvl er forstöðumaður Skúla- garðs var handtekinn sl. sunnudag. Aðalheiður sagði að yfirlögreglu- þjónninn hefði komið ásamt hinum lögregluþjórunum þangað sem hljómsveitinvar og farið fram á að fá greiddan reikning fyrir gæzlu. „Við þverneituðum þessu, þar sem við höfðum í höndum kvittun fyrir því að Þórarinn hafði greitt leyfisgjald fyrir samkomunni og löggæzlugjald, eða samtals 53 krónur,” sagði Aðal- heiður. Að sögn Aðalheiðar greip for- stöðumaðurinn fram i fyrir lög- reglumönnunum og benti þeim á þetta atriði og varð það til þess að yfirlögregluþjónninn varð hálfu verri viðureignar en fyrr og sagði Aðal- heiður það greinilegt að athugasemd forstöðumannsins hefði farið mjög í skapið á yfirlögregluþjóninum. „Við vorum svo stödd inni hjá for- stöðumanninum síðar um nóttina að loknum dansleiknum er lögreglu- mennirnir komu aftur og heimtuðu að við greiddum reikninginn. Er for- stöðumaðurinn neitaöi, varð yfirlög- regluþjónninn titrandi af bræði og fyrirskipaði að forstöðumaðurinn skyldi handtekinn. Hinir lögreglu- mennirnir fóru svo með hann út en yfirlögregluþjónninn varð eftir og reyndi að þvinga okkur til þess að greiða reikninginn. Við harðneituðum og sögðumst ekki greiða neitt nema skipun kæmi þar að lútandi frá sýslu- manni. Fór yfirlögregluþjónninn við svo búið.” Aðalheiður sagði að allir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu verið sem steini lostnir yfir þessari framkomu lögreglumannanna og ekki sagðist Aðalheiður hafa merkt að forstöðu- maðurinn hefði verið drukkinn. -ESE „Lögreglumenn verða að halda sig innan ramma laganna” — segir Sigurður Gizurarson, sýslumaður og lögreglustjóri á Húsavík „Það er rétt að mér hefur borizt kæra frá Þórarni Björnssyni vegna þessa máls og ég býst við því að ég hafi samband við dómsmálaráðu- neytið í dag vegna þess arna,” sagði Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Húsavík, er DB hafði samband við hann vegna „handtökumálsins”. Sigurður sagðist enn ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna lögreglumennirnir mættu þrír á dans- leikinn, en lögreglustjóraembættið með Sigurð sem lögreglustjóra hafði lagt til að tveir lögreglumenn yrðu við gæzlu. Um það hvort eðlilegt gæti talizt að lögreglmaður kæmi alla leið frá Þóshöfn til gæzlu á dansleik í Skúlagarði, sagði Sigurður að það væri frekar óeðlilegt, a.m.k. tryði hann því ekki að lögreglumaðurinn hefði komið þaðan einn í lögreglubil, hann hlyti að hafa fengið að sitja I með lögreglumönnunum frá Raufar- höfn. „Lögreglan verður að sjálfsögðu að halda sig innan ramma laganna eins og allir aðrir og taka afleiðingun- um af sínum verkum,” sagði Sigurður er hann var spurður um hver yrði framvinda þessa máls. Sagði Sigurður að það væri ráðuneyt- isins að ákveða framhaldið, en vísaði að öðru leyti til fulltrúa síns sem sá um skýrslutöku í þessu máli. „Við erum enn ekki búnir að fá skýrslu frá lögreglumönnunum á Raufarhöfn,” sagði Adólf Adólfs- son, fulltrúi sýslumanns í samtali við DB. Adólf sagði að líklega yrði skipaður setudómari í þessu máli, en treysti sér ekki að öðru leyti að segja til um hvenær málið yrði tekið fyrir. -ESE Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.