Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1981. samlega bent á 1 leiðara Dagblaðsins 17. júli sl. Ætti iðnaðarráðuneytið að styrkja ungan háskólamann til náms i þessum fræðum i þvi skyni að hafa þessa þekkingu innan stokks f ráðu- neytinu. Tímamót til góðs Þegar allt kemur til alls, getur súr- álsmálið orðið islenzkum hagsmun- um til góðs. Þótt erlendu áhættufjár- magni sé hleypt inn i landið, á aldrei að gera það, nema tryggt sé jafn- framt, að fyrirtækin færist i áföngum yfir á íslenzkar hendur i öllum greinum. Semja mætti t.d. um að 2% færðust sem eignaraðild árlega yfír á íslenzka ríkið, og kæmi sú yfiifærsla sem endurgjald fyrir aðstöðu. Þá tæki það íslendinga 26 ár að eignast meirihlutaeignaraðild að fyrirtæki, sem upphaflega væri al- gjörlega fjármagnaðaf útlendingum. Súrálsmálið gefur islenzkum stjórnvöldum tækifæri til að fá leið- réttingu þeirra ákvæða álsamnings- ins, sem nú eru orðin okkur óhag- stæð, svo sem raforkuverð og ýmis- legt fleira, sem á daginn hefur komið og reynslan eða breyttar forsendur leitt í ljós. Fyrir nokkrum mánuðum orðaði einn ráðherra þá hugsun, að leggja ætti álverið niður í Straumsvík til að afla okkur rafmagns. Slíkt hefði ekki getað gerzt án samningsrofa. Súráls- málið gefur okkur hins vegar tæki- færi til að gerast eignaraðilar að þessu risavaxna fyrirtæki, stofnsetja sjálfir rafskautaverksmiðju o.s.frv. Veðsetjum ekki landið milli fjalls og fjöru f þeirri orðadeiglu, sem nú brwðir röksemdir um virkjun fallvatna, stór- iðju og samvinnu við útlendinga um tækniþróun, er gjarnan skírskotað til þjóðarhagsmuna. Ýmist sjá menn okkur háska búinn af því, að út- lendinear nái töglum og högldum 1 íslenzku efnahagslifí, eða að við förum okkur að voða i lántökum erlendis. Hvorugur sá kostur er góður. Óttinn í sjálfu sér er hins vegar- léiegur ráðgjafi um framtíðar- ákvarðanir. f framfara- og atvinnu- málum verður ávallt að taka einhverja áhættu. Annars vinnst ekki neitt. Þekkingin ein þrengir hins vegar svið áhættunnar og gerir likindi auðreiknaðri. Við þurfum að læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði, eins og t.d. frænda okkar, Norðmanna, sem þegar eru orðnir vel sjóaðir. Markmiðið er full yfirráð fslendinga yfir atvinnulífi sínu, þar á meðal stóriðjufyrirtækjum. Hvort stefnt er að því markmiði með þvi að leyfa útlendingum að fjárfesta hér á landi eða beinlínis að laða slikar fjár- festingar til landsins, er spurning um, hversu hratt eða hægt við viljum fara i sakirnar. Hvort við viljum strax í upphafi öðlast aðgang að erlendri tækniþekkingu eða fremur feta sjálfir torfærur dýrkeyptrar reynslu og öðlast þekkinguna þannig. f sjálfu sér er ekkert athugavert við að leyfa útlendingum að fjármagna slík fyrirtæki og reisa algjörlega upp á eigin spýtur i upphafi, ef svo er um hnúta búið, að árlega færist siðan ákveðinn hundraðshluti eignar- aðildar yfir á íslenzkar hendur. Sú stefna er ólíkt þjóðhollari en að vera eins og grár köttur á alþjóðlegum lánamarkaði, leggjandi hvert erlenda lánið eftir annað á þjóðarherðar — lán, sem ef til vill ekki skal greiða fyrr en eftir áratugi. Ábyrgð okkar gagn- vart komandi kynslóðum er mikii. Varast hljótumviðþví að skila fóstur- jörðinni til sona og dætra, til sonar- sona og dótturdætra, veðsettri með skuldum við útlendinga, láni á lán ofan, frá fjöru og upp til hæstu fjallatinda. Sigurður Gizurarson sýslumaður. Ragnar Halldórsson forstjórí ræðir við starfsfólk álversins. og Alusuisse notað tækifærið til að fleyta rjómann ofan af. Hrópað seint og um sfðir Svo gripið sé til grófrar samlíkingar verður kona vist seint látin sæta refsingu fyrir að sýna sig líklega og hrópa síðan seint og um sfðir „nauðgun”. Íslenzkum stjórnvöld- um má þó vissulega telja til áfellis, að þau horfðu i aðra átt og hrópuðu seint og um siðir „þjófnaður”. 1 stjórn islenzka álfélagsins hf. eiga fslendingar sæti. Mál þetta vekur spurningar um hlutverk þeirra og starf, þ.á m. hvort þeir sitji þar til að gæta islenzkra eða svissneskra hags- muna. Stöðugt eftirlit er nauðsyn með viðskiptum þessara fyrirtækja, eins og Haukur Helgason hefur svo skyn- ájk „Þótt erlendu áhættufjármagni sé hleypt inn í landið, á aldrei aö gera það, nema tryggt sé jafnframt, að fyrirtækin færist í áföngum yfír á íslenzkar hendur í öllum greinum.” komið í hug undir þeim lestri hin fleyga setning fjölhyggjuhugsuðarins Wittgenstein „Það sem maður getur ekki útskýrt — um það ætti maður að vera þögull” (Wherof one cannot speak, therof one must be silent). Guðdómurinn verður nefnilega ekki útskýrður, heldur skynjaður og það er einmitt þar sem þeir Bach og Hándel koma til sögunnar. Prestar íslensku þjóðkirkjunnar eru tiltölulega fámennir og hafa raunverulega margvíslegum störfum að gegna. Eitt aðalstarf þeirra og það sem e.t.v. tekur mestan þeirra tíma er i bókstaflegum skilningi að koma þjóðinni ofan í gröfina og það held ég að megi segja að þeir framkvæmi af nærgætni og skilningi. Sennilega komast prestarnir í nánust tengsl við tilfinningar fólks í sambandi við útfarir og þar flytja þeir kannske sínar bestu ræður. Það gera þeir án þess að stíga upp í predikunarstólinn — þeir predika ekki en taka þátt i hluttekningu viðstaddra og söknuði þeirra sem sjá á bak ástvinum sínum. Flestir prestar landsins eru í þessu starfsins vegna en ekki af neinum trúarlegum innblæstri og eins og góðum embættismönnum sæmir vilja þeir taka þetta allt rólega og eru manna óliklegastirtil að fara að stofna til neinna trúarátaka. En svo eru nokkrir innan presta- stéttarinnar sem lýsa á með jressum frægu orðum úr dæmisögunni: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn.” Þessi hópur bregst oft einkennilega við þegar farið er að ræða mál kirkjunnar að fornu og nýju. Mætti helst álíta að þeir teldu þá kirkju, sem þeir eru fulltrúar fyrir, hafna yfir alla gagnrýni — hún eigi að vera heilög og ósnertanleg. Sérstaklega virðast þeir viðkvæmir fyrir ýmsum atriðum sem varða kirkjusöguna og upphaf svokallaðrar siðbótar, sem nefnd hefir verið hinn lúterski siður. Siðbótin — Lúter og Hitler Tveir eru þeir menn sem orðið hafa miklir örlagavaldar í sögu þýsku þjóðarinnar og valdið henni mestum hörmungum og reyndar Evrópu og nær heiminum öllum. Það eru þeir Marteinn Lúter og Adolf Hitler. Við ræðum hér aðeins um hinn fyrr- nefnda. Það tók Þýzkaland tvær aldir að ná sér eftir þann hildarleik — þrjátíu ára stríðið — sem siðbót Lúters leiddi af sér. Karl keisari V hafði í lengstu lög af sanngirni og hófsemd reynt að stilla til friðar og sætta hina andstæðu hópa. Það sýnir frjálslyndi hans að um tíma hafði hann sem pólitískan ráðgjafa sinn Erasmus frá Rotterdam, siðbótarmann og húmanista, en nafni þess manns mætti kirkjan gjarnan halda á lofti. En Lúter var ósveigjanlegur eins og Hitler í Múnchen 1938. Bakkaður upp af þýsku kjörfurstunum, sem sáu feitan gölt í eignum kaþólsku kirkjunnar, neitaði Lúter að ganga til neinna samninga. Á hinni hlið náðu harðlínumenn yfirhendinni í Páfa- garði. Frakkar léku tveim skjöldum — Þrjátíu ára stríðið hófst og hin kristna kirkja klofnaði í annað sinn. Þýskir bændur og sveitaalþýða ætluðu að hlýða kalli siðbótarinnar og varpa af sér oki aðals og kirkju — risu upp gegn kúgurum sínum. En það var aldrei meining Lúters að þetta yrði neitt frelsisstríð. „Drepið þá niður eins og óða hunda” var hinn „kristni” boðskapur siðbótar- mannsins Lúters til þýsku kjörfurstanna. Talið er að um eitt hundrað og þrjátíu þúsund manns, bændur og búalið, konur og börn, hafi verið brytjuð niður á hinn hryllilegasta hátt í Suður- og Suðvestur-Þýskalandi i þessari siðbót. Eftir þessi fjöldamorð var Lúter ekkert annað en leppur í höndum þýsku kjörfurstanna.,’í þeim löndum, þar sem hinn lúterski siður náði yfirhöndinni, eins og i Skandinavíu, varð hin efnahagslega breyting sú að eignir kirkju og klaustra gengu til krúnunnar — það urðu aðeins innlend eigendaskipti. Svokölluð siðaskipti hér á íslandi, ' 'A ' 1 ....... eignaupptaka konungs og stuldur á efnislegum verðmætum þjóðarinnar úr landi, urðu þess hins vegar vald- andi að þessi þjóð varð hin aumasta og fátækasta um næstu aldir. Ég er því þess vegna andvígur að svo viðkvæmur sögustaður sem Skálholt skyldi afhentur þeirri kirkjudeild sem var umboðsaðili þess _ valds sem leiddi land og lýð út í þessa eymd og sem leiddi Jón Arason og syni hans á höggstokkinn í Skálholti. Sérstaklega vegna þess að innan arftaka þessara umboðsaðila virðast enn vera menn með það hugarfar „Að öxin og jörðin geymi þá best”, menn sem ekki virðast vilja sögulegar sættir. Ég er á móti því að lúterska þjóðkirkjan ráði ein Skálholti á sama hátt og ég er á móti því að ísraelsmenn ráði einir Jerúsalem, sem er helgistaður fieiri en þeirra einna, þ.á m. annar eða þriðji mesti helgistaður múhameðstrúarmanna. Einn er sá þjóðhöfðingi sem mér hefir ávallt fundist skera sig úr í þeim hrikalegu átökum sem gengu yfir Evrópu í trúarbragðastríðunum. Það er Hinrik fjórði Frakkakonungur sem Fransmenn enn í dag kalla „hinn góða konung Hinrik IV (Le bon roi Henri IV). Til að forðast frekari bræðravígi vigðist hann til kaþólsks siðar en tryggði jafnframt mótmælendum í Frakklandi hugenottum full trúarréttindi. Þessi samningur var seinna svikinn af Richelieu kardinála. Þegar Henrik kom út úr Notre Dame kirkjunni eftir að hafa gengist undir kaþólskan sið mælti hann þessi frægu orð „París er þó einnar messu virði.” Konungur sté síðan á bak hesti sínum og reið ásamt fylgdarliði upp á Montmartre hæðina — sneri hestinum við og horfði yfir París — þar sem nú ríkti friður og mælti: „Þeir sem af einlægni fylgja samvisku sinni eru mínir trúbræður — Hvað mig snertir tilheyri ég þeirri trú sem virðir drenglyndi og bróður- kærleik.” Einn stjórnmálaleiðtogi í nútímanum, Anwar Sadat, virðist vinna í þessum anda. Kirkja á krossgötum Kirkjan er i eðli sínu íhaldssöm stofnun og virðist hafa litinn sveigjanleik til að túleinka sér ný viðhorf. Hvað íslensku þjóð- kirkjunni viðkemur er hún á vissan hátt utan við sjálft kerfið, þ.e.a.s. ríkisapparatið, en samt virðist hún ekki kæra sig um eða ekki nenna að nota sér þá sérstöðu að vera utan þess. Vegna þessa verður hún að mestu utanveltu við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Stundum virðist kirkjan minna á nautshöfuðið á þeirri frægu mynd Picassos, Guernica, þar sem það starir sljótt og afskiptalaust á atburðarásina^ í kringum sig. Fróðlegt var að fylgjast með hinu svokallaða Gervasonimáli síðasta vetur. Þar virtust það vera hinir trúlausu sem komu fram í hlut- verki „miskunnsama Samverjans” gagnvart þessum franska umkomu- leysingja en prestar og biskupar gengu fram hjá eins og fariseinn og levítinn forðum. Kirkjumálaráðherr- ann sem gengur þó í sömu buxna- skálmum og dómsmálaráðherrann lét ekki í sér heyra. „Það sem þér gerið minum minnsta bróður — það gerið þér mér,” sagði einhver einhvern timann. Gagnvart konunni hefur kirkjan ávallt verið ósveigjanlegri en gagnvart karlmönnum enda kirkjan ávallt verið mesta karlaveldi samtímans. „Synd” konunnar hefir ávallt verið talin meiri og alvarlegri en synd karlmannsins. Þó að flestar alþjóðaráðstefnur kvenna hafi venjulega lent i upplausn þá held ég að þær ættu að halda eina í viðbót undir heitinu „Konan og trúar- brögðin” vegna þess að trúarbrögðin halda fleiri konum sem sam- viskuföngum heldur en Amnesty International gæti komið tölu á. Annars má heldur ekki gleyma því að margar konur vilja láta kúga sig — finnst það tilheyra — og með því séu þær að framkvæma Guðs vilja. í viðtölum við presta nú undan- farið telja þeir að áhugi fólks á safnaðarstarfi fari vaxandi. Ég held að þessi hreyfing sé ekki beint trúar- legs eðlis heldur tilkomin af félags- legri þörf til að komast út fyrir hina oft svo þröngu og einangrandi veggi kjarnafjölskyldunnar. Einn þátt í kirkjulegu starfi og trúarlegri miðlun er vert að minnast á, sérstaklega vegna þess að það er það jákvæðasta sem hefir verið að gerast innan kirkjunnar, en það er á sviði tónlistar og söngs. Sá miðill nálgast sennilega mest guðdóminn allra miðla sem völ er á. Það mun hafa verið tónskáldið Cherubini hinn ítalski, einn af stór- meisturum tónfræðinnar, sem sagði að mannsröddin væri fullkomnasta hljóðfærið. Margir ágætir menn hafa komið hér við sögu á undanförnum árum við uppbyggingu kirkjutónlist- ar og tónlistar yfirleitt. Þó held ég að í dag hafi einn maður á þessu sviði nokkra sérstöðu. Það er Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri og forstjóri í Útsýn. Með uppbyggingu og starf- semi Pólyfónkórsins um áraraðir hefir hann unnið stórvirki í flutningi á fremstu kórverkum meistaranna, beint upp úr dýpstu uppsprettum tónbókmenntanna. Eins og ítalskur fursti á endurreisnartímanum eða einn af Esterhasyunum hefir hann lagt fram stórfé úr eigin vasa til að byggja hér upp háan standard í flutningi kirkjulegra kórverka. Ég sá fyrir nokkru í frétt að Ingólfur hefði boðið fram fyrirtæki sitt, Útsýn, sem sjálfseignastofnun sem ætlað væri að stuðla að á- framhaldandi uppbyggingu á tónlist- arstarfsemi og annarri menningar- starfsemi í landinu. Eftir því sem ég sá í frétt hafði þessu stórmannlega tilboði ekki verið ansað. Kannski að hinn nýi biskup láti málið til sín taka. Kannske myndast þíða innan íslensku þjóðkirkjunnar eins og í þeirri kaþólsku þegar Jóhannes XXIII tókvið af Píusi páfaXII. Fyrir nokkru las ég persónulegt viðtal við stjórnmálaleiðtoga þar sem hann kvað það hugsjón sína að sjá fólkið frjálst efnalega og andlega. Ég met mikils menn sem hafa hugsjónir aðrar en að eta og sofa og nenna að berjast fyrir þeim. Vonandi fer kirkjan undir leiðsögn hins nýja biskups að taka meiri og jákvæðari þátt i þeirri frelsisbaráttu. Þá er Iíklega hægt að taka í sameiningu undir með þeim Páli postula um trúna og Þorvaldi í Síld og fiski um skattskrána „Að sannleikurinn mun gera yður frjálsa”. Björn Jakobsson, framkvæmdastjóri. £ „Ég er á móti því aö lúterska kirkjan ráði ein Skálholti á sama hátt og ég er á móti því að ísraelsmenn ráöi einir Jerúsalem....”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.