Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1981. „Erum samkomugjamarí en helv.... Dalvíkingamir” Þarfanautið Jörundur í Hrísey er dautt. Það var drepið í fyrra og étið á árshátíð kaupfélagsstarfsmanna í eynni. Að vísu ekki allt kjötið, enda tuddinn 620 kíló á dánar- dægrinu. Það sem Hríseyingar gátu ekki torgað af Jörundi fór suður á Hótel Sögu og lenti á diskum hótelgesta. Jörundur hlaut í lifanda lífi vafasama frægð í fjölmiðlum landsins. Hann var sagður náttúrulaus af því að hann neitaði að láta totta úr sér sæði með vélum. Vildi láta dropann frá sér á náttúrlegan hátt eins og skiljan- legt er. Hríseyingar lögðu að vonum við hlustir á dögunum þegar sú fregn flaug um eyjuna að Jörundur væri kominn. Á dauða sínum áttu þeir von en ekki því að náttúrulaus naut- kálfur, margétinn í tveimur landshlutum, væri aftur- genginn. Enda kom á daginn að mættur var Jörundur grínari Guðmundsson en ekki Jörundur þarfanaut. Og ekki nóg með það: með í för voru Halli & Laddi, dans- meyjar þrjár og hljómsveitin Galdrakarlar. Ætlunin var að herja á Hríseyinga með Þórs- kabarett og dansiball á eftír í félagsheimilinu. Hríseyingar kunnu sýnilega mæta vel að meta heimsókn- ina. Sumpart vegna fiskleysis, sumpart til að liðka fyrir skemmtan eyjarskeggja, var gefið frí í frystihúsinu til há- degis daginn eftir. 15 mínútum áður en húsið var opnað var komið slangur af fólki í biðröð fyrir utan. Salurinn fylltíst á augabragði og gestir sátu hvar sem því var við komið. Strákur með baðblautt hár og hring í eyra mættí með útlendan bjór í flösku og þóttist góður. Bokka með svartadauða gekk milli manna á öðrum stað í salnum. í sjónvarpsleysinu þótti vU) hnfl að flytja afam þátt af garðlnni Nýjasta taskni og vísindi. Hór er stjómandinn, ömólfur Thorlacáus, vU) rannsóknir ó Htfsay- ingum i salnum. Saxi læknir aðstoðar. Fómarlambið heitir Ingvar Gunnars- son. Halli gerðist dyravörður i fyrsta skipti ó wvinni og lét f&a Hríseyinga standa uppi i hðrinu ð sðr. Birgir Skjóldal jxirfti að knðkrjúpa og grátbUija hann um að fð inngöngu. Svipur dyravarðarins lofar ekki góðu. Sýningarbransinn krefst þess að menn sðu í flóðu formi, helzt vöðvabúnt Laddi kom lóðunum i mittishæð af eigin rammleik. Með hjðlp Gittu (til hægri) og Ingibjargar eða Guðrúnar, nema hvort tveggja só (til vinstri), tókst að hífa þau enn hærra til lofts. Mðsi trommari er kðtínan uppmðluð eins og andlitsbjórinn bendir eindregU) tíl. Menn hituðu sig upp baki brotnu fyrir kvöldið. Fréttasmali DB háfði orð á því við Hríseyinga að undur væru og stórmerki hve næturskrallið væri vel sótt, og það á fimmtudagskvöldi. ,,Við erum samkomugjarn- ir, Hríseyingar. Munur en hel- vítis Dalvíkingarnir.” Það er nú það. Þórskabarettínn gekk vel í liðið. Hláturinn lengir lífið að sögn. Margir Hríseyingar lengdu líf sitt umtalsvert þetta kvöld. Galdrakarlarnir sáu um dansmúsík fram á rauða nótt. Ekki þótti skemma fyrir að Halli og Laddi skyldu syngja dálítið á miðju balli. DEIO söng Laddi, DEEEIIIIO öskruðu Hríseyingar. Meira þurfti ekki til að gera tjáskiptin fullkomin. Óhætt er að segja að vel hafí verið tekið á móti Þórs- kabarettinum í Hrísey. Meira að segja komu óvæntir - gestir í félagsheimilið um kvöldið, dúkuðu borð á augabragði og töfruðu fram smurt brauð, kleinur og sætabrauðr kaffi og mjólk. Slíkri trakteringu sögðust sunnanmenn ekki hafa kynnzt fyrr á ferðum sínum. Flakki aðstandenda Þórs- kabaretts um landið lýkur um aðra helgi. Neskaupstaður er á- fangastaðurinn á morgun, föstudagskvöld. Síðan er ætlunin að fara tíl Egilsstaða á laugardagskvöld og Fáskrúðs- fjarðar á mánudagskvöld. „Rispunni” lýkur á Siglufirði föstudaginn 31. júlí. Halli fnr nudd milli atriða i kabarettínum. Guðrún og Ingtijörg Pólsdntur nudda og klæða sig í skó. Komi það einhverjum ð óvart skal upplýst að þnr eru skyldar. Harkaliðið mntt i salinn. Geir Hall lengst til hngri (Jörundur), Eggert Haukdal ð Bergþórshvoli tíl vinstri (HallO og Pálmi rððherra fré Akri (LaddO. Sð siðastnefndi hafði með sðr vnnt stykki af Sólblóma ef ske kynni að hann fengi sðr harðfiskfBs!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.