Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. 9 i Erlent Erlent Erient Erlent I Rick Wakeman eyddi jafiivirði 14 milljóna króna á þremur mánuðum: Keypti sér 22 bíla og leigði þotu til hljóm- leikahalds í USA Á um þremur mánuðum tókst Rick Wakeman, orgelleikaranum fyrrver- andi hjá Yes, að eyða einni milljón sterlingspunda, jafnvirði 14 milijóna króna. Rick, sem þá var 23 ára, keypti allt sem hugurinn girntist, verðið skipti engu máli. ,,Ég keypti 22 bíla, þar af 11 Rolls Royce og tvo Jagúrara. Ég lét meira að segja flytja inn Kadillac og Ford T frá Bandaríkjunum.” í eitt skipti leigði Rick þotu til að fljúga með sig og hljómsveit sína og heila sinfóníuhljóm- sveit til tónleikahalds í Bandaríkjun- um. Það kostaði 250 þúsund sterlings- pund, jafnvirði 3,5 milljóna króna. Áður en milljónaævintýrið byrjaði bjó Rick ásamt konu sinni Ros í tveggja herbergja íbúð í West Harrow, útborg London. Hana hafði Rick keypt á 4.250 pund. „Gallinn var sá að ég hafði aldrei kunnað að fara með penina, ef ég átti tíu pund var ég vís til aðeyðaellefu. „Þegar bókhaldari minn sagði við mig, farðu og kauptu þér hús fyrir 30.000 pund, þá var ég nærri því dott- inn niður úr gólfinu af undrun. Við hjónin fórum í gamla Zephyr-bíl okkar og ókum af stað' í leit að húsi. Það fundum við í Suður-Bickinghamskíri, fimm svefnherbegja hús sem kallað var Southgate. Á þeim tíma leit ég ekki beint glæsilega út. Ljóst hár mitt náði niður fyrir axlir, ég var klæddur grænum plastbuxum og í bol með dónalegri áletrun. Sölumaðurinn starði lengi áður en hann tilkynnti að húsið kostaði 26.000 pund. Gott, þáá ég eftir nokkur þúsund til að eyða í húsgögn, sagðiég. Peningarnir streymdu viðstöðulaust til mín fyrir sölu á Yes-plötunum og ég hafði aldrei kynnzt öðru eins. Ég hélt uppi stórum kunningjahópi, blóð- sugum kalla ég þá núna. Dag einn vaknaði ég og ákvað að kaupa mér Rolls-Royce. Það var byrjunin á bíla- safni mínu.” Síðan ákvað Rick að stofna eigin hljómsveit og keypti öll hljóðfærin á 100.000 pund, jafnvirði 1,4 milljónir króna. Aðrar hljómsveitir leigðu sér tíma í stúdíóum, ekki mín. Ég keypti bara stúdíóin. Eitt sinn keypti ég 3.000 fermetra verksmiðjuhús fyrir æfingapláss.” Nágrannar Ricks voru orðnir þreyttir á hinum eilifu partíium og látum við hús hans og Rick var sömuleiðis orðinn þreyttur á nágrönnunum. „Svo ég fór og keypti mér nýtt hús sem var rúmlega helmingi dýrara en hið gamla.” En hið óheilsusamlega líferni revndi mjög á Rick og þar kom að hann fékk hjartaáfall. Þá var Rick 25 ára gamall, drakk tvær fiöskur af viskii á dag og reykti fjóra pakka af sígarettum. Er hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu fór hann sér hægar. Þó lét hann ekki algjörlega af sinu fyrra líferni. „í einu hljómleikaferðalaginu var stúlka í kórnum sem var með stærstu brjóst sem ég hef séð á ævinni. Brjóst Dolly Parton voru eins og perlur í smanburði við þau. Stúlkan sú fékkst einu sinni til þess að leyfa einum rótar- anum að lyfta öðru brjóstinu undan blússunni og láta það hvíla á hljóð- nemastatífinu. Þá klöppuðu allir við- staddir.i Þegar við vorum í Ástralíu plötuðum við framkvæmdastjóra sinfóníuhljóm- sveitar, Bob Angles, til að koma fram á sviðinu í pilsi úr grasi og í engum nær- buxum undir. Áhorfendur sáu alla dýrðina jafnvel og Bob hefði verið nakinn. Til að kóróna allt saman var búið að stela fötum Bobs þegar hann kom aftur niður í búningsklefann og hann varð að gera svo vel að ganga í pilsinu niður á hótel.” Nú hefur Rick Wakeman róast mikið. Fyrri kona hans skildi við hann, en hann giftist aftur. Sú heitir Danielle og er frönsk-svissnesk. Þau eiga einn son, Ben. Nýjasta plata Rick, 1984, hefur fengið mjög góðar viðtökur og sjálfur segir Rick að nú fyrst sé hann farinn að njóta lífsins. „Þegar við verðum búin að eignast allt sem okkur langar í kaupi ég mér kannski einhvern fallegan hlut, eins og t.d. Rolls Royce Corniche. En ég kaupi mér ekki heilan bilaflota aftur, ég hef lært mína lexíu. ŒJ37 Rick Wakeman við nokkra bíla úr fíota sinum. Vel heppn- uðu flugi fagnað Paul MacCready, til hægri, óskar flugmanninum Steven Ptacek til hamingju eftir að sá síðarnefndi hafði flogið vél Pauls, Solar Challenger, yfir Ermarsundið. Paul hannaði flugvélina, en hún er nýstárleg fyrir þá sök að hún fær orku sína úr sólarljósinu. Aragrúi fótosella á vængjum hennar sér um að breyta sólarorku í raf- magn og rafmagnið knýr síðan hreyfll vélarinnar. Flugvélin var flmm klukkustundir og 22 mínútur að fljúga hina 290 kíló- metra leið frá Cormeilles-en Vexin, norðvestur af París til Englands. Bob Dylan er orðinn mjög hræddur um lífsitt eftir morðið á John Lennon og heldur sig lengstum á hóteiherfyjrgi sínuþegar hann fer i hljómleikaferðalög. Lífhrœddur Dylan dvaldi ífelum Eftir morðið á John Lennon í desember sl. hefur mikil hræðsla við hryðjuverkamenn og morðingja gripið um sig meðal annarra kunnra tónlistar- manna. Bob Dylan er þó þeirra allra lífhræddastur og hljómleikaferðalag hans um Evrópu nýverið þótti sýna svart á hvítu þá auknu öryggisvörzlu. Einkanlega voru frændur vorir í Noregi og Svíþjóð hissa á öllu tilstand- inu í kringum Dylan. Meðan hann dvaldi í Osló eyddi hann mestum tíma sínum uppi á hótelherbergi sínu og rétt skauzt út fyrir dyr til að halda tónleika í Drammenshallen. Tilkynnt hafði verið að Dylan myndi fljúga frá Stokk- hólmi til Osló en síðan laumaðist hann yfir landamærin með næturlestinni. í Stokkhólmi átti hann pöntuð her- bergi á fjórum mismunandi hótelum og endaði á lúxushótelinu Sheraton. Áður hafði verið upplýst að reyna ætti að halda kostnaði við hljómleikaferða- lagið eins langt niðri og frekast væri kostur. Dylan átti að fljúga á venju- legu farrými frá London til Arlanda- flugvallar og taka þaðan rútuna til Stokkhólms þar sem hann átti að dvelja á ódýru hóteli. Síðasta plata Dylans, Saved, hefur selzt illa og fyrrverandi kona hans Sara er frek til fjárins og af þeim sökum neyddist Dylan til að draga úr eyðslu sinni. Me;ira að segja blaðamennirnir voru hunzaðir. Þegar vélin var lent á Arlanda renndi ómerktur bíll sér upp að vélinni. Dylan og öryggisverðir skutluðu sér inn og síðan var brennt í burtu. Fyrir utan Sheraton hótelilð biðu sænskir sjónvarpsmenn en er Ðylan kom auga á þá hætti hann við að fara aðaldyramegin inn í húsið, og fór inn á hótelið í gegnum bilageymsluna. Síðan sá enginn Dylan fyrr en hann stóð á sviðinu daginn eftir. 1 Osló hafði Dylan bókað herbergi á Ambassadeur hótelið en sá sig um hönd og gisti á Grand hótelinu. Undirleikarar Dylans sjá hann heldur ekki nema rétt í svip, áður en hann er rokinn eitthvað. Ekki einu sinni útgáfufyrirtæki Dylans, CBS, hefur hugmynd um hvar Dylan heldur sig hverju sinni. Upp úr sauð hjá CBS og Dylan í Frakklandi og eftir þær sennur var tilkynnt að næsta plata Dylans, Shot of Love, yrði sú síðasta sem hann gerði fyrir CBS. Dylan hafði lofað að koma fram í útvarpi og sjón- varpi, bæði í París og London, en efndi þó ekki þau orð sín. Hann lét þó undan og átti stutt samtal við útvarpsmenn frá Bretlandi, en það er sennilega vegna þess að Saved hefur selzt mjög illa í Englandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.