Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 8
Erlent Erlent Erlent DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. Erlent J] Tuttugu ára gömul kemur lafði Diana Spencer til með að verða sú sem augu 800 milljón sjónvarps- áhorfenda beinast að þegar hún giftist Karli prins, erfingja brezku krúnunnar, 29. júll naestkomandi. Framkoma hennar undanfarnar vikur og mánuði, er hún hefur verið undir stöðugri smásjá almennings og fréttamanna i Bretlandi, þykir lofa góðu um að hún muni standa sig þegar á hólminn kemur. „Lady Di” eins og hún er kölluð i daglegu tali í Bretlandi hefur hinn ákjósanlegasta bakgrunn sem hugsazt getur til undirbúnings fyrir hið konunglega líf með öllu sínu til- standi. Hún ólst upp á hinni konunglegu jarðeign Sandringham og hefur vanizt því frá unga aldri að kalla Elisabetu drottningu „Lillibet frænku”. Hún er, eins og Karl prins, beinn afkomandi Jakobs konungs fyrsta í sextánda lið. Lafði Dlana hefur unnið hug og hjarta brezku þjóðarinnar sem telur hana bæði faliega og óspillta. Hún hefur þótt smekklega kiædd við þau fjölmörgu opinberu tækifæri þegar augu brezku þjóðarinnar hafa stað- næmzt við hana. Brúðkaupskjóll hennar, sem hannaður er af David og Elísabet Emanuel, ungum fatahönn- uðum í London, er enn sem komið er eins konar ríkisleyndarmál sem ekki verður opinberað fyrr en á brúð- kaupsdaginn. Eina opinbera yfirlýsing hennar fram til þessa var gefin þegar trú- lofun hennar og Karls var gerð opin- ber 24. febrúar síðastliðinn: „Með Karl við hlið mér getur ekkert farið úrskeiðis hjá mér,” sagði hún að- spurð um hvernig hún teldi að sér myndi farnast í hjónabandinu. ,,Ég hef aldrei efazt um það.” Diana Frances Spencer fæddist 1. júli 1961, þriðja dóttir Althorp greifa, erfingja Spencer jarls hins sjöunda. Sem barn þekkti hún Karl prins en leikfélagar hennar voru yngri bræður hans, Andrew og Edward. í skóla skrifaðist hún á við Andrew. Hún virðist þannig sem sniðin inn i hlutverk eiginkonu þess manns sem verður konungur þegar móðir hans deyr eða leggur niður völd. Bretar spyrja sig nú hvers vegna þeim hafi aldrei dottið lafði Diana í hug i ára- langri leit þeirra að maka fyrir Karl prins. , ,Var hún of nærri til að eftir henni væri tekið eða gat verið að hann hefði viljað bíða þess að hún yxi úr grasi?” spurði dagbiaðið Daily Express. Diana talar frönsku, þykir gaman að synda og fara á skiði og um Karl segir hún: „Bæði höfum við gaman af tónlist og að dansa og við höfum svipaðakímnigáfu.” Spencer lávarður segir um dóttur sína: ,,Það að komast i hina konung- legu hirð mun ekki koma í veg fyrir kimni hennar eða fliss.” Hún hefur hins vegar ekki sama áhuga á hestum og drottningarfjöl- skyldan: ,,Ég datt af baki einu sinni og missti þá móðinn.” Diana var enginn námshestur í skóla þó að hún hafi fengið verðlaun fyrir góða ástundum. Sextán ára gömul var hún send á skóla í Sviss fyrir stúlkur af finum ættum. Karl átti fyrst stefnumót við Söru, eldri systur hennar, og var sagður hafa orðið sár þegar dagblaðið The Sun spurði Söru hvort hjónaband hennar og Karls væri hugsanlegt og hún svaraði: „Ef hann bæði mín þá myndi ég hafna honum.” Diana snei ddi hjá diskótekum og Brezka þjóðin spyr nú sjálfa sig hvers vegna henni hefur aldrei dottíð lafði Diana i hug i áraiöngum vangaveltum um hver yrði eiginkona Karls prins. Á myndunum hér að ofan sést Kari með tveimur af þeim stúMum sem hann var orðaður við, ritaranum Jane Ward og iafði Camillu Fane. Karl og Diana opinbera trúlofun slna. ærslafengnum samkvæmum sem henni var oft boðið í af ríkismanns- unglingum. Henni þykir afskaplega vænt um börn og hún starfaði sem fóstra á barnaheintili I London. Hún stóð sig vel frammi fyrir Diana er sögð mjög barngóð og hún vann sem fóstra á barnaheimili i London þar til hún og Karl opinberuðu trúlofun sína. Spencer lávarður, faðir Diönu. stöðugum ágangi blaðamanna við íbúð sem hún bjó í ásamt þremur öðrum stúlkum í London þegar orðrómur komstá kreik um samband hennar og Karls prins. Aðeins einu sinni brast hún í grát þegar blaða- menn eltu bifreið hennar. Þeir sendu henni þá bréf þar sem þeir báðust af- sökunar. Frændi hennar, Fermoy lávarður, sagði við blaðamenn: „Ég get full- vissað ykkur um að lafði Diana hefur ekki átt neinn elskhuga. ” Vafalaust kemur lif hennar ekki til með að verða stöðugur dans á rósum og hún verður ætíð að hafa í huga að þær þúsundir manna, sem sjá hana eða hitta, munu ætíð geyma það augnablik með sjálfum sér. „Hún hefur, í stuttu máli sagt, fallizt á að verða hluti af almenningseign,” skrifaði blaðamaðurinn Anthony Holden, ævisöguritari Karls prins. Mynd Snowdons lávarðar af lafði Diönu. Lafði Díana hefur unnið hug oghjörtu brezku þjóðarinnar: „Hún verður hluti af almenningseign” — Búizt við að 800 milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgist með brúðkaupi Karls prins og lafði Dionu Spencer

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.