Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 2
1 ________________________________DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. HVORT ER SKYNSAMLEGRA AÐ EYÐA SNJÓ OG HÁIKU MED BAKRENNSUS- VATNIEDA NOTA DÝRARIAÐFERDIR? V. —athugasemd vegna upphitunar á bflastæði Sigurður Grétar Guðmundsson skrif- ar: í Dagblaðinu sl. fimmtudag sá ég aö „starfsmaður í Skeifunni” hafði hringt og kvartað undan því að hita- veitan er að láta ganga frá upphitun á bilastæði sínu. Aðrir munu svara fyrir fjárfest- ingar Hitaveitu Reykjavíkur, en ég er verktaki að umræddu verki, ásamt Loftorku hf., og vil benda á að þetta er athafnasvæði fyrir vinnuvélar hita- veitunnar. í framhaldi af því spyr ég: Hvort er skynsamlegra að fjarlægja snjó og eyða hálku með bakrennslis- vatni, sem er fyrir hendi í dælustöð- inni og kostar þvi ekkert, eða nota til þess mannafla og vinnuvélar sem brenna innfluttu, dýru eldsneyti? Eftir næsta vetur vona ég aö „starfsmanni i Skeifunni” verði ljós hagkvæmni þessarar framkvæmdar. Þessi staðreynd hefur rúnnið upp fyrir æ fleiri einstaklingum og fyrir- tækjum og veit ég ekki um neinn sem hefur séð eftir útlögðum stofn- kostnaði í þessum tilgangi. Hins vegar veit ég um marga er sjá eftir að hafa ekki látið hita bílastæöi sin. Viðvíkjandi „ofsjónum yfir þvf sem forseti íslands gerir á góðri stund” Þórarinn Samúelsson, 9419-2773, skrifar: í grein í Dagblaðinu 18. júlí 1981 var óskað svara við þremur fyrir- spurnum. sem varða forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Sá er spyr kýs að leyna nafni og nafnnúmeri en lætur lögfræðingstitil duga, enda kannski viðeigandi þegar andi þessara skrifa er gaumgæfður. Mikið á lögfræðingastéttin gott að eiga svona vel hugsandi einstaklinga i röðum sínum, einkum þegar þessi einstaki „velvilji” beinist að einum ástsælasta þjóðhöfðingja sem íslendingar hafa eignazt síðan þeir sem þjóð hlutú sjálfstæði. Sé þessi felusveinn ungur hefur hann kannske ekki séð myndir, sem margir hengdu upp og víða voru til, af dönsku konungshjónunum og þótti ekki skömm að. Sé hann á miðjum aldri, eða eldri, veröur'þessi „velvilji” torskildari. Þá hlýtur hann að hafa séð þessar dönsku myndir og látið sér vel líka. Hvers vegna er verið að hnýta í menn fyrir að vilja Fyrirspum til skrif stofu forseta íslands eða dómsmálaráðuneytisins —lögfræðingur óskar svara l.ugfræðingur skrifar: Vinsamlcgasi komið cflirfaiandi spurnmgum á I ramfæri: I. Hvcr gaf fyrirmæli um að nop skyldu hengdar myndir ai fo:>cia íslands, Vigdisi Finnbogadótlur, i ýmsum opinbcrum stofnunum nú upp á siðkastið. meftal annars i stofn- unum dómskcrfisins? 2. Hvcr kostar þcssar myndir? 3. Hvafta gildi hefur sá gjörningur forscta aft sæma ungan drcng, norftur á Ströndum. jarlstign? Sbr. | 78. grein stjórnarskrár iýftvddisins. þar scm lagt cr blátt baiin við slikum I gjörningi. Svar óskast frá skrifstofu forseta | Islands efta dómsmálaráðuneytin Umrætt lesandabréf, sem birtist i DB 18. sjá á vegg mynd þeirrar konu og þjóðhöfðingja sem á stuttum tlma hefur verið landi og þjóð til mikils sóma, borið hróður íslands og mun, með guðs hjálp, gera það áfram? Hvað viövíkur ofsjónum yfir þvf sem forseti íslands gerir á góðri stund, til gamans fyrir gesti sina eða gestgjafa og til ljúfrar minni.igar fyrir ungandreng, finnst mér afstaða felufræðingsins, vægast sagt, vera fyrir neðan allar hellur (og honum sæmandi). Vona ég innilega að einhver góðviljaður komi aumingja manninum til hjálpar ef hægt yrði að lækna þetta andlega harðlífi hans með vinsemd. Upphituð aðkeyrsla sjúkrablla við Landspitalann er auð þótt umhvcrfið sé þakið snjó. Hvítum samfestingi stolið af snúru í Hafnarfirði — einhver virðist stunda stuld á samfestingum Kolbrún Jónsdóttir, Heiðvangi 60 Hafnarfirði, hringdi: Ég las í Dagblaðinu um daginn að hvitum samfesdngum hefði verið stolið af snúrum i Kópavogi. Ég bý í Hafnarfirði og svo vill tíl, að hvítum samfestingi var stolið af snúru hjá mér laugardaginn 11. júlí. Ég hengdi þvott út það kvöld og kl. 9 á sunnu- dagsmorguninn var samfestingurinn horfinn, en ekkert annað hafði verið tekið. Það er eins og einhver stundi þennan þjófnað. Umræddur samfestingur er hvítur, úr bómull, nr. 36 og alveg nýr. Hann er hnepptur aö framan, með teygju í bakið og kvartermum. Það er brotið upp á þær og litlir spælar við upp- brotin og einnig á öxlum. Skálmarnar eru siðar og þröngar og stórir faldir vasar á mjöðmunum, annars engir. Ef einhver skyldi geta gefið upplýs- ingar um þetta þá læt ég síma- númerin fljóta með: 52688 og vinnus. 54016 þriðjud. og föstud. kl. 9—16. r Nú, í byrjun áratug- arins, er sívaxandi eftírspurn eftir bílum með lífgandi og þó einfaldan svip, sem eyða litlu án þess fórnað sé öryggi eða aksturs- hæfni. Nýju ISUZU Gemini bílarnir fullnægja þessum kröfum að öllu leyti. Þeir eru stílhreinir og nýtískulegir í útliti, loftmótstaða er lítil, og hægt er eða 1817 cnf’ vél með ofanáliggjandi knastás. Og þetta er ekki það eina. Nýju Geminibílarnir eru búnir ýmsum nýjungum, sem auðvelda aksturinn og gera hann skemmtilegri. Að ekki sé minnst á fallega IffÉl AI%EII 1% CAMDAIinCIIIC innréttingu og frábært útsýni. ytUllltlLD jAIVIdANDIINj Komið og reynsluakið Gemini! A rmúla 3 Reykjavík Sími38 900

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.