Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1981. 27 Útvarp D I Útvarp FARÐU EKKITILEL KUHWED - útvarpsleikritið kl. 20,05: Dularfullt ferðalag í arabalöndum Leikritiö i kvöld fjallar um kaup- manninn Mohallab, sem er á ferða- lagi ásamt þjóni sinum Welid. Þeir hitta gamlan mann sem ræður þeim frá því að leggja leið sina til E1 Kuhwed. Kaupmaður fer ekki að ráðum hans heldur ákveður að fara einmitt þangað. Hefst þá furðuleg at- burðarás. Höfundur leiksins, Gilnter Eich, var þýzkur, fæddur við ána Oder árið 1907. Hann las lögfræði og sögu Kinverja, en sneri sér síðan að ljóða- gerð og leikrita. Hét fyrsta leikrit hans Draumar og var flutt í Ham- borgarútvarpið árið 1951. Viðfangs- efni hans voru gjarnan af yfirnáttúr- legum toga spunnin, en í mörgum verka hans má finna djúpa samúð með baráttu mannsins, jafnt út á við sem inn á við. Hann var kvæntur austurrískri skáldkonu, Ilse Aichinger, en lézt árið 1972. Leikritið Farðu ekki til E! Kuhwed var áður á dagskrá ríkisútvarpsins árið 1960. Með helztu hlutverk fara Róbert Arnfinnsson, Helgi Skúlason, Jón Aðils, Indriði Waage og Helga Valtýsdóttir. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson, en þýðandi Áslaug Árnadóttir. Það tekur klukkutima og kortér í flutningi. -IHH I Róbert Arnfinnsson fer með eitt aðalhlutverkið f útvarpsleikriti kvöldsins, Farðu ekld til E1 Kuhwed. DB-mynd Gunnar Örn. ÚT í BLÁINN - útvarp í dag kl. 14,00: Kynna ferðir og útihá- tíðir um verzlunar- mannahelgina — Þátturinn verður með nokkru léttara sniði en venjulega að taka saman stutt yfirlit um aðrar ferðir sem eru á boðstólum og við höfum greint frá í undanförnum þáttum,” sagði örn. Út í bláinn hefur nú verið á dag- skránni um nokkurra vikna skeið. Það er Sigurður Sigurðarson ritstjóri og útgefandi ferðablaðsins Áfanga sem sér um þáttinn með Erni. Enda fjallar hann um ferðalög og útilíf inn- anlands auk þess sem þeir félagarnir skjóta léttri tónlist inn á milli atriða. „Þátturinn í dag verður með nokkuð léttara yfirbragði en að undanförnu,” sagði örn Petersen. „Við höfum verið með nokkur við- töl, tiu til tólf mínútur að lengd. Við hvilum viötölin aö þessu sinni en sjáum sjálfir um að miðla upplýsing- unum. Af þeim sjötíu mínútum sem við höfum til umráöa hefur talað orð yfirleitt fengið nokkru meira rúm en tónlistin. Við ætlum í dag að reyna að hafa jafnt af hvoru eða því sem næst. Það er eiginlega nauðsynlegt því að nú eru hvað flestir á vegum úti eða að huga að ferðalögum, svo að ekki veitir af að létta dagskrána.” örn bætti því við að sjáifur væri hann nýkominn úr ferðalagi af hring- veginum. Því kæmi vel til greina að miðla hlustendum af því sem hann hefur fræðzt um á ferð sinni, smálýs- ingar frá ýmsum stöðum og annað í þeim dúr. - ÁT „Við teljum það vera fullseint að segja frá því sem er um að vera um verzlunarmannahelgina daginn áður en hún hefst svo að við verðum timanlega með upplýsingar um hana,” sagði örn Petersen er hann var spurður um efni þáttarins Út í bláinnídag. „Við segjum frá helztu útihátiðum verzlunarmannahelgarinnar og greinum hlustendum jafnframt frá helgar- og sumarleyfisferðum Ferða- félags ísiands i Reykjavfk og á Akur- eyri og Útivistar. Einnig ætlum við Örn Petersen og Sigurður Sigurðarson umsjónarmenn þáttarins Út i bláinn. DB-mynd Einar Óiason. FILMU /fe Vi. Nautaskrokkar KVIKMYNDA VÉLA \leiga FILMAN i DAG VMYNDIRNARA MORGUN^ jminjjjuuiimiji UTBEINUM EINNIG ALLT NAUTAKJÖT EFTIR ÓSKUM ÞÍNUM KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 1. s.86511 Núna or rétti tíminn ab gera góft matarkaup SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI 20235. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaöurinn — bimi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR BMW520 Renault 20 TL Renau/t 14 TL Renau/t 12 station Renault 4 TL árg. 1980 árg. 1979 árg. 1979 árg. 1977 árg. 1980 Renault4 Van F6 RenaultS TS árg. 1978 árg. 1980 Vantar BMW bifreiðir á söluskrá. Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 GERÐU SJALFUR EIGK) GOS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.