Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 14
jþróttir íþróttir íþróttir iþróttir iþróttir iþróttir iþróttir Sigurður Pétursson athugar hér púttlínuna á 6. flötinni. Allt kom fyrir ekki og óheppnin elti hann á röndum — fjórpúttaði. DB-mynd HK. „Létt par,” sagði Páll Ketilsson sannfærandi RÖD ÞJODANNA Eins og fram kemur að ofan er ísland i 3.—6. sæti eftir fyrri dags höggleikskeppninnar en Sviar og írar eru i nokkrum sérflokki. Staða allra þjóðanna fylgir hér að neðan. 1. Svfþjófl 375 högg 2. (rland 381 — 3.-«. (aland 392 — 3.-6. V-Þýzkaland 392 — 3.-6. Noragur 392 — 3.-6. (talia 392 — 7. Sviss 395 — 8. Danmörk 397 — 9. Frakkland 399 — 10. Spánn 403 — 11. Holland 411 — 12. Austurrld 418 — 13. Finnland 417 — 14. Belgla 426 — EFTIR FYRSTA DAGINN! Kári Þorieifsson, þrenna gegn Skagamönnum. NU LÁGU SKAGAMENN í ÞVÍ —Vestmannaeyingar sigruðu 5-0 á Akranesi í gærkvöld Frá Sigþóri Eirikssyni, Akranesi. Skagamenn voru sundurspilaðir, svo einfalt var það, þegar þeir léku við Vestmannaeyinga i bikarkeppni KSÍ á Akranesi i gærkvöld. Vestmannaeying- ar sigruðu með flmm mörkum gegn engu og bókstaflega tættu heimamenn í sig. Siguriás Þorleifsson átti stórleik. Langbezti maður á vellinum og réðu Skagamenn ekkert við hann. Sigurlás skoraði eitt mark sjálfur, lagði upp þrjú og Kári bróðir hans skoraði þrjú af mörkum Vestmannaeyinga. í heild var lið Eyjamanna geysilega gott i þessum leik, lék glæsilega knattspyrnu oft á tiðum sem Skagamenn áttu ekkert svar við. En þessi stórsigur var þó Skagamenn áttu kafla í báðum hálf-' leikjum án þess þó að ógna verulega en Vestmannaeyingar léku vel, ógnuðu og skoruðu. Á 14. mín. var fyrsta markiö skorað. Giæsimark. Kári gaf fyrir frá hægri inn í teiginn og Gústav Baldvinsson kom á fullri ferð. Skallaði knöttinn f bláhorn- ið uppi. Með glæsilegustu mörkum. Eftir markið reyndu Skagamenn að rétta sinn hlut og litlu munaði aö Guð- birni tækist að jafna. Sú varð ekki raunin en á 25. mín. fékk Sigurlás knöttinn. Lék á tvo Skagamenn og gaf siðan jarðarbolta á Kára, sem skoraöi með þrumuskoti. Á 28. mfn. áttu heimamenn að fá vítaspyrnu. Árni fór í hendi Þórðar Hallgrimssonar en góður dómari leiksins, Kjartan Ólafs- son, flautaði ekki. Þetta var þó aug- ljóst víti. Guðbjörn komst í gegn á 31. mín., Spyrnti framhjá marki ÍBV. Sigurlás lék upp hægra megin á 40.mín. Lék á Guðjón Þórðarson, Bjarni mark- vörður Sigurðsson hljóp gegn honum. Lási lyfti knettinum yfir hann en Björn H. Björnsson bjargaði á marklínu. Vestmannaeyingar gerðu út um ieikinn strax í byrjun s.h. Enn var Lási á ferðinni, gaf á Kára bróður sinn, sem skoraði. Nákvæmlega eins og annað markið. 0—3 og 47 mfn. af leik. Skaga- vörnin vfðs fjarri. Um tima var jafn- ræði með liðunum en þegar bræðurnir höndum í Skagavörninni. Á 78. mfn., skoraði Sigurlás fjórða markið. Lék upp hægri vænginn og síðan fyrir markið. Skoraði úr þvögu 0—4. Á 84 mín. stakk Kári sér laglega gegnum vörn'ÍA og skoraði sitt þriðja mark f leiknum, 0—5. Það var eftir góða send- ingu Valþórs Sigþórssonar. Hinum megin áttu Jón Áskelsson, Ástvaldur Jóhannesson og Árni ailir skot framhjá. Þetta var ekki dagur Skaga- manna. Sigurlás var maðurinn bakvið stórleik Vestmannaeyinga. Geysilega góður og eins og knötturinn væri bók- staflega límdur við hann á stundum. Skagamenn réðu ekkert við hann. Kári einnig mjög góður, svo og Valþór og Fylkir í fyrsta sinn í undanúrslit — Sigraði Þór 1-0 ígærkvöld „Þetta var sanngjarn sigur, hefði meira að segja átt að vera stærri. Nei, ég á ekkert óskalið f undanúrslitum,” sagði Lárus Loftsson, þjálfari Reykjavíkurmeistara Fylkis, eftir að Fylkir sigraði Þór, Akureyrí, 1—0 í bikarkeppni KSÍ ■ gærkvöld á Fögruvölium. Þar með er Fylkir kominn f undanúrslit bikarkeppninnar f fyrsta skipti i sögu hins unga félags. Hörður Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á lokamínútunni. Knettinum var spyrnt inn i vítateig Þórs næstum frá miðju. Hörður stökk upp og sneri baki í markið. Fékk knöttinn aftan á hnakkann og boltinn sveif í boga yfir markvörð Þórs. Heldur óvenjulegt mark. Árbæingar verðskulduðu vissulega sigur í þessum leik. Fengu miklu betri marktækifæri, voru ákveðnari í þessum heldur stórkarlalega leik. Sáralítið gerðist lengi vel en á 30. min. var Ómar Egilsson, hinn hávaxni miðherji Fylkis, í dauðafæri innan markteigs Þórs. „Mokaði” knettinum framhjá markinu. Rétt á eftir átti Grettir Gislason hörkuskot rétt yfir þverslá Þórsmarksins. Akureyringar fengu sitt bezta færi á lokamír.útu hálfieiksins. Nói Björns- son alveg frír inni á markteig. Spyrnti framhjá. í síðari hálfleiknum sótti Fylkir mun meira. Fékk allgóð færi. Ómar skallaði rétt framhjá og fleiri voru nálægt að koma knettinum í mark Þórs en það tókst ekki fyrr en á lokamínútunni. Þór fékk varla færi. Helzt þegar Guðmund- ur Skarphéðinsson komst í gegn en Ögmundur Kristinsson, hinn ágæti markvörður Fylkis, varði mjög vel. Þetta er orðið gott keppnistímabil hjá Fylki þrátt fyrir heldur slakt gengi í 2. deild. Liðið Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn og nú i undanúrslitum bikarsins. -hsím. ÍSLANDSMET Helga Halldórsdóttir, KR, setti nýtt tslandsmet i 200 m gríndahlaupi á innanfélagsmóti hjá KR f Laugardal f gær, hljóp á 28.1 sek. Eldra metið átti Ingunn Einarsdóttir, 30.7 sek. Sigurður T. Sigurðsson reyndi við nýtt íslandsmet í stangarstökki, 5.29 m, en felldi naumlega. Þá fór Kristján Gissurarson, KR, vel yfir 4.75 m, felldi á niðurleið. Stúdentaleikarnir Nadia Comaneci, Rúmenfu, hlaut tvivegis tiu i einkunn ú 11. stúdentaleikjunum i Rúmeniu i gær. Sigraði i fimleikakeppni kvenna á leikunum og rúmenska sveitin sigr- aði þá sovézku i sveitakeppninni. r frjálsiþróttakeppni leikanna urðu úrslit þessi i kúluvarpi. 1. Mike Carter, USA, 20.19 2. Detief Mortag, A-Þýzkal. 19.35 3. Dalibor Vasicek, Tékk. 19.20 4. Genn. Mikháilov, Sovét, 19.13 Þróttarar slógu FH út! — unnu 2-1 sigur íframlengingu Frá Eiriki S. Eirikssyni, Hafnarfirði, f gærkvöld: Mark Baldurs Hannessonar á 20. mfnútu framlengingar leiks FH og Þróttar i 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ dugði til að koma Sæviðarsundsliðinu f undanúrslit keppninnar. Þróttur sigraði 2—1 og var sá sigur i flestum tilvikum verð- skuldaður Þróttur fékk óskabyrjun í leiknum er Páll Ólafsson skoraði strax á 6. minútu eftir mistök í vörn FH. Þróttarar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og t.d. fengu Páll og Baldur upplögð færi en tókst ekki að bæta við mörkum. FH-ingar voru nærri því að skora eftir aukaspyrnu en eina uppskera fyrri hár.iiksins hjá þeim var gult spjald til handa Viðari Halldórssyni. FH hóf hins vegar síðari hálfleikinn af miklum krafti og á 55. min. jafnaði Ólafur Danivalsson metin eftir varnarmistök. FH var sterkari aðilinn það sem eftir lifði venjulegs leiktíma en tókst ekki að bæta við marki. Þróttur réð hins vegar lögum og lofum í framlengingunni og átti ein 4 færi áður en Baidur skoraði markið sem skipti sköpum. Baldur hafði áður í leiknum fengið gult spjald. Undir lokin gerðu FH-ingar haröa hríð að marki Þróttar og þá skoraði Óli Dan. mrrk sem dæmt var af vegna brots á mark- verði. - stórgóð f rammistaða íslenzka unglingalandsliðsins á EM-unglinga í Graf arholti f gærdag tslenzka unglingalandsliðið kom stórkostlega á óvart á fyrsta degi Evrópumeistaramóts unglinga í Grafarholti og er i 3.—6. sæti eftir fyrri dag höggleikskeppninnar. íslenzku strákarnir léku flestir eins og „herforingjar” þrátt fyrir að ýmislegt yrði til þess að hrella þá á leiðinni, rétt eins og svo marga aðra. Það varð fljótlega ljóst i gærdag hvert stefndi. Magnús Jónsson var fyrstur islenzku strákanna út og þrátt fyrir „sprengju” á 2. brautinni, sem er par 3, þar sem hann lék á 6 höggum— „double par” — !ét hann það ekki hafa áhrif á sig . .. !auk hringnum á 78 höggum. Gylfi Kristinsson fór næstur út og lék yfirvegað allan tímann. Undirrit- aður fylgdist með honum 18 holurnar og sérstaklega undir lok hringsins var Gylfi óheppinn að ná ekki a.m.k. tveimur „fuglum”. Kon inn á 77 högg- um einsog V-Þjóðverjir.n Jung sem lék með honum. Sigurður Pétursson, sem fyrirfram er talinn sterkastur unglinganna, byrjaði geysilega vel. Var tveimur höggum undir pari eftir 5 holur en þá fór allt úrskeiðis hjá honum. Hann fjórpúttaði á 6. braut, sem er par 3, og fór hana á 5 og síðan þrípúttaði hann á 7. braut, sem er par 4, og fór hana á 6 höggum. Eftir það lék allt í lyndi þar til á 16. braut. Þar lenti Sigurður utan vallar — tókst að hitta eitt ðrfárra trjáa i Grafar- holtinu og þar fram eftir götunum. Lék á 7 höggum — 3 yfir pari. Kom inn á 77 höggum. Gunnlaugur Jóhannsson var fjórði íslendingurinn út í eldlínuna og hann spilaði fyrri 9 holurnar eins og hann áv ozt að sér. Þær síðari urðu hins vegar erfiðari og hann kom inn á 80 höggum. Sveinn Sigurbergsson lenti fljótlega upp á kant við völlinn og eftir fyrri 9 holurnar hafði hann notað 42 högg. Tók sig saman í andlitinu á þeim síðari 9 og kom inn á 82 höggum. Getur þó betur. Sigurður Sigurðsson rak endahnút- inn á frammistöðu íslenzku strákanna í gær. Þetta er fyrsta stórmót Sigurðar og margir voru nokkuð uggandi um hvernig honum tækist upp í rokinu. Það var alveg óþarfi að hafa áhyggjur því Sigurður lék á 80 höggum. Lék fyrri 9 holurnar á 41 en þær siðari á 39 höggum. Árangur íslenzku kylfinganna var því mun betri i gær en við hafði verið búizt. Ljóst er þó að nokkrar þjóðir léku undir getu 1 gær, þ.á.m. Frakkar, Italir og Spánverjar og má búast við þeim sterkum í dag. í upphafi mótsins var stefnt á 9.—11. sætið en eftir glæsilegan fyrri dag höggleiksins bendir margt til þess að ísland gæti krækt í sæti í A-riðlinum. -SSv. — hið otrulega gerðist á 7. braut er Gylfi Kristinsson lék á pari eftir að hafa tekið víti DB slóst i för með unglingameistara tslands, Gylfa Krístinssyni, GS, og mótherja hans i höggleiknum i gær, Þjóðverjanum Jung, og fylgdist með viðureign þeirra allar 18 holurnar á enda. Fyrsta brautin var ákaflega hefðbundin hjá þeim báðum og báðir náðu parinu, 4, eftir tvípútt. Strax á 2. braut náði Gylfi hins vegar höggi .af Jung sem lenti í sandgryfju vinstra megin flatar, sló inn á og tvípúttaði. Gylfi var 22 fet frá holu í upphafs- högginu og tvípúttaði örugglega. Munurinn jafnaðist út á 3. brautinni þegar Gylfa mistókst annað höggið, var of stuttur og þurfti tvípútt efiir vel heppnað innáskot. Jung lék á parinu, 4, en Gylfi á 5. Báðir einn yfir. Jung var svo um 20 fet frá holu í öðru höggi á 4. braut sem er par 5. Gylfi var í flatarjaðrinum öðru högginu en þrípúttaði og fór á parinu. Jung náði hins vegar „lugli ”. Jung á pari, Gylfi einn yflr. Gylfi fór svo illa að ráði sínu á 5. braut. Þjóðverjinn var heppinn eftir að hafa lent utan brautar í teighögginú. Leitartíminn var alveg á þrotum er boltinn fannst en í látunum höfðu þrír aðrir óviökomandi boltar fundizt. Gylfi var um 25 fet frá holu, í flatar- jaðri, í ööru höggi, en þripúttaði. Báðir Iéku á 5 höggum Jung 1 yfir, Gylfi 2 jyfir. Munurinn jafnaði sig upp á 6. Ibraut, þar sem Gylfi náði auðveldu Ipari en Jung lék á einu yfir, 4 höggum. Gylfi 2 yfir, Jung 2 yfir. Á 7. braut lenti Gylfi í miklum vandræðum. Upphafshöggið hafnaði utan brautar, á ósláanlegum stað. Undirritaður bölvaði i hljóði en Páll Ketilsson, sem var kylfusveinn Gylfa, hafði ekki áhyggjur: „Létt par,” sagði hann. Gylfi tók víti og stillti upp, sló lag- lega inn á flöt—einum 2 metrum frá holu. Jung fór eðlilegar að hlutunum og beint inn á og rétt yfir í öðru höggi. Siðan kom meistaraatvik hringsins. Gylfi gerði sér litið fyrir og setti niður 12 metra pútt með a.m.k. 3 metra brake” á leiðinni. Snilldarpútt., Báðir léku 8. brautina eðlilega, en náðu hvorugur parinu. Báðir á5. Gylfi 3 yfir, Jung 3 yfir. Báðir léku 9. brautina á pari og voru því báðir á 38 höggum eftir fyrri hlutann. Á 10. braut náði hvorugur parinu, léku báðir á 5 og allt fór i taugarnar á Jung. Báðir 4 yfir. Á 11. holu átti Jung glæsilegt högg, beint inn á flötina, ca. 8 fet frá. Tvípúttaði og fór á pari. Gylfi tvípútt- aði einnig. Gylfi fór svo illa að ráði sínu á ný á 12. braut, þrípúttaði eftir að hafa verið í flatarjaðri í þriðja höggi. Jung náði hins vegar „fugli”. Jung 3 yfir, Gylfi 5 yfir. Báðir misstu högg á 13. braut — léku einu yfir pari. Tvípúttuðu báðir eftir misheppnað annað högg. Jung 4 yfir, Gylfi 6 yfir. Á 14. braut fór gæfan loks að brosa við Gylfa. Hann náði parinu, 4, auðveldlega en Jung lék á 5. Gylfi 4 yfir, Jung 5 yfir. Gylfi náði síðan öðru höggi af Jung á 15. braut en hefði átt að ná tveimur, lék á parinu, 5, en Jung sló út í skurð, tók viti og lék á 6. Báðir 5 yfir. Enn náði Gylfi höggi af Jung á 16. braut, er hann einpúttaði loks eftir brösótt gengi á brautinni og náði pari. Jung lék á 5 — einu yfir. Gylfi 6 yfir, Jung 7 yfir. Báðir náðu parinu, 3, auðveldlega á 17. brautinni en Jung skauzt upp að hlið Gylfa á 18. brautinni, er hann einpúttaði, og náði „fugli”, Gylfi lék á parinu 4. Báðir léku því 18 holurnar á 77 höggum.-SSv. Rak kylf u- svein sinn Einn Austurrikismannanna sýndi I gær þá fádæma óiþróttamannslegu framkomu að reka kylfusvein sinn upp I skála eftir aðeins 5 brautir. Gekk honum illa og hafði allt á hornum sér. Sauð upp úr hjá honum á 5. brautinni og þar fékk kylfusveinninn að fjúka. Málið var tekið fyrír á fundi I gær og var fallizt á afsökunarbeiðni frá fyrír- liða austurrisku sveitarínnar. Síðari 9 voru erfiðar Greinllegt var að síðari 9 holurnar I Grafarholtinu reyndust mörgum kylfinganna erfiðar I gær. Aðeins 16 þeirra 84 keppenda á mótinu tókst að leika þær undir 40 höggum og þar á meðal voru fjórir íslendingar. Gylfi Kristinsson lék þær á 39 höggum og slikt hið sama gerðu Magnús Jónsson, Sigurður Pétursson og nafni hans Sigurðsson. Walton notaði „Það erekkert að flötunum — þetta er bara ég sjálfur,” sagði sá íranna, sem beztur er skv. forgjöf, Walton að nafni, eftir að hann hafði komið inn á 76 höggum. Notaði kappinn eigi færri en 38 pútl á 18 holurnar og þripúttaði einum fimm sinnum. T. Antevik frá Sviþjóð lék á parí vallarins i gær og var langbeztur. DB-mynd HK. Svíarnir í sérf lokki Sænsku kylfingarnir báru af á fyrsta degi EM-unglinga i golfi i Grafarholti i gærdag. Þeir áttu þrjá efstu menn eftir daginn. Það var Antevik sem stal senunni er hann lék 18 holurnar á 71 höggl — parí vallarins. Knutsson og Sellberg frá Svíþjóð komu næstir með 74 og 75 högg og reyndar voru einir 5 aðrir með 75 högg. Þar á meðal var sá er sigraði í höggleikskeppninni i fyrra, J. Rasmussen frá Danmörku. Margir þekktir kylfmgar áttu undir högg aö sækja og sérstaklega voru Spánverjarnir slakir miöað við það sem búizt hafði verið við. Styttingin dugði ekki til Þrátt fyrir að 15. brautin værí stytt um 40 metra i gær kom það ekki i veg ifyrír erfiðleika hjá mörgum jkeppendanna. T.d. tókst Frakkanum Illouz ekki að Ijúka henni fyrr en hann jhafði notað 9 höggl „Ekki nógu vel upplagður” „Eg var ekki nógu vel fyrír kallaður andlega,” sagðl Sigurður Pétursson, greinilega eilitið vonsvikinn, er hann hafði loldð við 18. brautina i gær. „Óheppnin elti mig á röndum, t.d. á 6. og 7. braut — einkum á 6. flötinni þar sem ég varð að fjórpútta. DB á Evrópumeistaramóti unglinga í golf i á Graf arholtsvellinum í gærdag: ÍSLANDÍ3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.