Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.07.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1981. Leiðtogar arabaríkja funda um refsiaðgerðir gegn ísrael: ErþoHnmæöi Banda- ríkjanna á þmtum? —^andarískir embættismenn láta í I jós óánægju vegna stöðugra loftárása Israelsmanna á Líbanon ísraelskar orrustuþotur héldu áfram loftárásum sínum j Suður- Líbanon í gær. Þær héldu uppi árásum á umferð á Miðjarðarhafs- ströndinni í Suður-Líbanon. Vitni að árásunum segja að um fjörutíu mannshafifallið. Bandaríkjamenn hafi látið í ljósi vaxandi áhyggjur vegna árásanna og ýmislegt bendir til að þolinmæöi þeirra sé. nú á þrotum. Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sakaði Menachem Begin, forsætisráðherra fsraels, um að sýna ekki nægilega stillingu og William Clark, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði aö Begin hefði í senn valdið Bandaríkjamönnum undrun og vonbrigðum. Rikisstjórn fsraels kemur saman til fundar í dag til að ræða bardagana við skæruliða Palestínumanna i Líbanon og versnandi sambúð ísraels og Bandaríkjanna. Embættismenn sögðu að Begin myndi greina stjórn- inni frá tilraunum Philips Habib, sáttasemjara Bandaríkjastjórnar, til að koma á vopnahléi. Utanríkis- og varnarmálaráðherra arabaríkjanna koma saman til fundar í Túnis [ dag til aö ákveða refsiaðgerðir gagnvart ísrael og Bandaríkjunum. Það var Yasser Arafat, leiötogi Frelsissamtaka Palestinumanna, PLO, sem óskaði eftir fundinum eftir loftárásir ísraels- manna á Beirút síðastliðinn föstudag. Gagnrýni Bandarikjastjórnar hefur ekki í langan tima verið jafn- hörð á ísraelsmenn og í gær. Þá höfðu loftárásir fsraelsmanna á Líbanon staðið samfleytt í þrettán daga. Weinberger varnarmálaráð- herra sagði að Philip Habib hefði verið að því kominn að koma á sam- komulagi i eldflaugnadeilu ísraels og Sýrlands áður en ísraelsmenn gerðu árásir á Ósírak-kjarnorkuverið í írak og loftárásir á Beirút í síðustu viku. Hann sagöi að þessir atburðir hefðu mjög spillt fyrir friðarumleit- unum Habibs og möguleikunum á vopnahléi. Clark aðstoðarutanrikis- ráðherra sagði að ísraelsmenn gerðu Bandaríkjamönnum erfitt um vik með að hjálpa þeim. Síðastliðinn mánudag frestaði Reagan forseti að afhenda ísraelsmönnum orrustu- þotur af gerðinni F-16 eftir að átökin á landamærum ísraels og Libanon höfðu harðnað. Philip Habib átti í gær viðræður við Elias Sarkis, forseta Líbanon, og Shafiq Al-Wazzan. Viðræðurnar stóðu í eina klukkustund. Að þeim loknum flaug Habib til Saudi- Arabiu. Begin sagði á þriðjudag að Habib skyldi aðeins hafa samband við stjórn Líbanons þar sem fsraels- menn gætu ekki fallizt á samninga- viðræður við Palestínumenn, hvorki beinar né óbeinar. Ýmsir fréttaskýr- endur segja að þessi afstaða Begins hafi fyrirfram gert út af við mögu- leika Habibs á að koma á friði þar sem yfirvöld í Líbanon hefðu ekkert vald yfir Palestínumönnum í landinu en þeir eru taldir vera um 600 þúsund. Mehmet AliAgca fékk œvilangt fangelsi Mehmet Ali Agca, tyrkneski hryðjuverkamaðurinn sem viðurkenndi að hafa skotið á Jóhannes Pál páfa II. á Péturstorginu í Róm 13. maí siðast- liðinn, var í gær dæmur í ævilangt fangelsi. Rétturinn hafnaði kröfu verj- andans um styttri fangelsisvist. Agca var ekki viðstaddur réttarhöldin tvo síðustu dagana og vildi með því mót- mæla að ítalskur dómstóll skyldi dæma í máli hans. Hann hafði krafizt þess að um mál hans yrði fjallað innan Vatíkansins. Minning- amar báru Biöncu ofurliði Bianca, fyrrum eiginkona söngvar- ans Mick Jagger, er stöðugt í frétta- speglinum. Fréttamenn eru stöðugt á hælum hennar og greina frá því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nýverið var hún sem oftar stödd i Xenon, diskóteki fína fólksins í New York. Þá bar svo til að Mick Jagger, fyrrum eiginmaður hennar, birtist óvænt á staðnum. Menn biðu í ofvæni eftir að sjá hver viðbrögð Biöncu yrðu og áttu ýmsir von á að til samdráttar hjónanna fyrrverandi kæmi á ný. Eins og til að ýta undir það setti plötusnúður diskóteksins lagið Miss you á fóninn sem Jagger samdi sérstak- lega handa Biöncu. Þá var sem minningarnar bæru Biöncu ofurliði og hún gekk hnarreist úr salnum, án þess að yrða á kóng eða prest, og keyrði burtí leigubíl. Hólmbert Slökkviliösmenn bera eitt fórnarlambanna út úr rústunum i danssal Hyatt Regency hótelsins i Kansas City um siðustu helgi. 110 manns fórust og 1150 slösuóust, margir þeirra mjög alvarlega. 110 fórust í hótelharmleiknum 110 manns létu lifiö í danssalnum í Hyatt Regency hótelinu i Kansas City um síðustu helgi. Óttazt er að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem fjölmargir þeirra 150 hótelgesta, sem fluttir voru í sjúkrahús, voru mjög alvarlega slasaðir. Eins og komið hefur fram í fréttum varð slysið þegar tvær brýr hrundu yfir dansgólf hótelsins þar sem um tvö þúsund manns voru saman komin. Um 150 manns féllu niður um leið og brýrnar og fjölmargir þeirra létu lífið. Enn er ekki fulljóst hvað olli því að brýrnar gáfu sig á þessu nýja og, að því er talið var, fullkomna hóteli. { hótelinu eru alls 750 herbergi og það var byggt fyrir aðeins einu ári. Richard Berkeley, borgarstjóri í Kansas, sagði með tárin í augunum: „Þetta er hræðilegur harmleikur.” Ekkert sparað í veizlu Andrews prins Andrew prins, yngri bróðir Karls, átti 21 árs afmæli ekki alls fyrir löngu. Prinsinn hélt mikla veizlu af þvl tilefni og voru gestir um 600. Hljómlistar- maðurinn heimsþekkti, Elton John, skemmti i veizlunni, auk þess sem hljómsveitin Chance kom þar fram. Bikarmeistamr Fram hafa nú leikið 11 leikií röð í bikar- keppninni án taps. Tekst Hóimbert að ha/da sigur- göngunni á- fram? BIKARKEPPNI KSÍ FRAM - ÍBK LAUGARDALSVÖLLUR í KVÖLD KL 20. KefMkingar! Sœtaferðir frá SBK, Keflavíkkl 18.30. Framarar! Fjölmennið og sjáið sókndjarfasta liðiðl Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.