Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. .................... "" ................................... ' ......................................... " Borð, stóla og bekk í garöinn — ef sólin vildi vera svo góð að skína á okkur í ágúst Er maður ekki undarlega bjart- sýnn? Þótt hann rigni og sumarið hafi víða um land verið mjög kalt, þá heldur maður áfram að vona að hlýir og sólríkir dagar séu á næsta leiti. Þá verður hægt að setjast í garðinn og drekka kaffið úti. Sumir láta sig hafa það að setjast flötum beinum í grasið, en óneitanlega er þægilegra að sitja á stól við borð. Neytendasíðan fór í þrjár verzlanir í Reykjavík að líta á húsgögn sem þola vind og veður. Okkur var sagt að salan væri góð og í tveimur þeirra var mikil ös þegar okkur bar að. Það er um ýmsar tegundir að velja. í einni verzluninni voru húsgögnin úr furu, í þeirri næstu úr áli og plasti, og í þeirri þriðju úr-pottjárni. Verðið var ekki síður fjölbréytt. Fyrir kr. 162 geturðu fengið lítinn garðstól en vilj- irðu eyða meiru þá geturðu fengið stóra sófarólu með vatnsheldu þaki fyrir kr. 3.600 eða, ef hugur þinn girnist, tvo stóla og borð úr pottjárni, eins og Elísabet drottning hefur í garðinum sínum við Buckingham- höll, fyrir kr. 5000. Svo er hægt að kaupa sólhlífar en ætli þær séu ekki fremur notaðar til að skýla fyrir roki en sól. „Það seljast svona tvær á ári,” var okkur sagt i einni búðinni. Við höfum ekki rekizt á neina inn- lenda framleiðslu á garðhúsgögnum. Ef einhver verzlun eða trésmiðja hefur slikt í boði ættu þeir aðilar að hafa samband við neytendasíðuna svo við getum kynnt vöru þeirra. -IHH. V Eins og hjá Elísabetu drottningu i garðinu við Buckingham-höll —borð ogstólarúrpottjárnimeögamaldagslaufamunstri „Okkur er sagt að svona garðhús- gögn séu hjá Elísabetu drottningu í garðinum við Buckingham-höilina,” sögðu búðarkonurnar f Bólstrun Ingólfs, Aðalstræti 7, við Hallæris- planið. Verzlunin er nýflutt á þennan stað, var áður í Austurstræti. „Það stelur þessu enginn,” bættu þær við og það var orð að sönnu. Stólarnir og borðin eru úr potti og níðþung. Vitaskuld eru þau fram- leidd í Englandi eftir gömlum hefðum, miklu flúri og laufaskurði. Borð af þessu tagi er kringlótt, fætur úr potti en platan úr olíusoðnu mahóní sem þolir bæði storma, regn og vínbletti. Það kostar kr. 1980. Stóll í stíl kostar kr. 1495. Pottjárnið er lakkað með svörtu lakki sem að sögn er níðsterkt. Verzlunin er einnig með útihús- gögn í svipuðum stíl en úr nútíma- Þarna er vinsælasta furusettið, finlegt og þægilegt að sitja i þvl. Borðið kostar kr. 545, hver stóll sömuleiðis kr. 545 og sófabekkurinn kr. 880, allt með sessum. Það er óhætt að berja I þetta borð og bekkirnir eru skrúfaðir fastir við það með stórum boltum. Borðið er vafalaust heppilegt fyrir barnafjölskyldur og verðið er gott, kr. 1361. Fyrir aftan er fjalltraustur rólusófi á kr. 3600. legra efni, álblöndu í staðinn fyrir pott. Bekkur með hliðum úr slíkri álblöndu en setu og baki úr vatns- vörðum viði kostar kr. 1990. Borð með fjórum stólum úr slíkri álblöndu kostar tæpar 4000 kr. Gerður Björk, tveggja ára, við hósgögn af þeirri gerð sem Englandsdrottning hefur I garði sínum. Stóllinn kostar kr. 1495 en borðið kr. 1980. Funiiúsgögnin fásthjá Seglagerðinni Ægi —og eru f ramleidd f Svíþjóð Útihúsgögn úr vatnsþolinni furu fást hjá Seglagerðinni Ægi sem er utarlega á Grandanum vestan við ís- björninn. Þar var gott úrval af stól- um og borðum í ýmsum stærðum. Vinsælast er sett með borði, stól- um og sófa, og getur maður keypt ‘"“•n hlut fyrir sig. Borðið er 70 cm x 120 cm að stærð og kostar kr. 545. Hver stóll kostar kr. 392 og flestir taka sessu fyrir sæti og bak, sem passar í, og kostar hún kr. 153. „Sóffinn” kostar kr. 574 og góðar sessur í hann kr. 306. Þetta eru þægileg húsgögn, en ekki mjög sterkleg. Persónulega mundi ég heldur fá mér mjög traustlegt borð, sem þarna fæst, af stærðinni 77 cm x 150 cm. Það er með áföstum bekkj- um báðum megin, og kostar öll dýrðin aðeins kr. 1361. En sumum finnst kannski erfitt að klöngrast í sæti yfir fastan bekkinn og hafa ekkert bak til að halla sér að. Þarna mátti lika fá furuborð og stóla af ýmsum öðrum stærðum og gerðum og er þetta sænsk framleiðsla. Geysimikill rólusófi var þarna í boði. Yfir honum var traustlegt þak sem áreiðanlega myndi þola góða regnskúr, enda kostaði hann kr. 3600. En einnig var hægt að fá nettan þriggja manna rólusófa úr stáli og var hann miklu ódýrari, kostaði ekki nema kr. 740 með sessum. Áklæði eru yfirleitt ljós og einlit á þessum sænsku vörum. Jh ðf

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.