Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 27
pAGBLADID. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. f Útvarp 35 Útvarp §) KVÖLDTÓNLEIKAR - útvarp kl. 23: Fólkið þoldi ekki byltingu Wagners og eyðilagði frum- sýningar hans með látum Wilhelm Richard Wagner var gæddur afburða hæfileikum og er talinn hafa verið eitthvert stórbrotnasta tónskáldið sem uppi hefur verið. En hann var einnig mikill baráttumaður og þrekmikili maður sem barðist frækilega við fátæktina, fávizku fólksins og skilningsleysi því hann var herfilega misskilinn og jafnvel fyrirlitinn en lét aldrei kúgast. Wagner var byltingarmaður i listinni. Einn þátturinn var óperan, en þar hafði hann hausavíxl á hlutverkum söngvaranna og hljómsveitarinnar. Áður var hljómsveitin eins og einn stór gítar, sem „dúllaði” undir ástar- söngvana. En Wagner vildi láta hljómsveitina hafa hátt svo að skil- merkilega kæmi fram skáldleg hug- kvæmni tónskáldanna þar en þá urðu söngvararnir Iika að hafa „hetjuraddir”. En Wagner var gæddur mörgum hæfileikum. Hann var líka snjall rithöfundur og skáld, samdi sjálfur texta söngleikjanna sem hann síðan fléttaði hljómskrúð utan um. Eftir að Wagner hafði samið Tannháuser taldi hann það hlutverk sitt að vera framherji þjóðlegs þýzks skáldskapar um leið og hann var þýzkt tónskáld. Textarnir voru þá oftast sóttir i þjóðsagnir og fornaldarsögur og voru nokkuð frábrugðnir slíkum textum sem áður þekktust. Áður hafði lítil eða engin rækt verið lögð við þetta og óperutextarnir þess vegna oft endemis þvættingur. Söngleikir Wagners urðu þannig jafnframt efnisrfkir sjónleikir. En fólkið, „burgeisarnir” vildu ekki þola þessar byltingar Wagners. Það var fussað og sveiað, æpt og ærslazt, svo að hver frumsýningin á fætur annarri var eyðilögð fyrir Wagner og blöðin helltu sér yfir hann miskunnarlaust. Að hugsa sér að fara á tónleika til þess eins að rægja þá! En Wagner æðraðist hvergi og greip þess i stað til kaldhæðninnar. Þá átti hann það til að buna fram af vörum sér visukornum til þessara ósiðuðu hlust- enda. En Wagner lifði það lika að verða hylltur á stórfenglegri hátt en nokkru öðru tónskáldi hefur hlotnazt. Eins og oft gerist var fyrirlitningu fólksins snú- ið upp i áðdáun. Wagner var fæddur i Leipzig árið 1813 og missti kornungur föður sinn sem var embættismaður í lögreglunni. Hann fékk þó gott uppeldi því að móðir hans giftist aftur góðum manni. Ekkert bar á því á bernskuárum Wagners að hann væri neitt sérlega hneigður til tónlistar en hann var frá- bærlega góðum gáfum gæddur og var ákveðinn i því að verða menntamaður. 16 ára varð hann fyrst fyrir tónlistar- áhrifum sem ollu þvi að hann vildi verða tónskáld sjálfur og var það við að hlusta á „Egmont” Beethovens. Þá sótti hann námið og æfinguna geyst og var aðeins tvitugur þegar hann varð hljómsveitarstjóri við Magdeburg- arleikhúsið. f tugi ára þurfti hann þó að reyna að koma list sinni á framfæri þar eð enginn vildi líta við söngleikjum hans. Það var Liszt, sem kom því til vegar að Wagner gat sýnt söngleikinn Lohengrin í Weimar 1850 en þá var Wagner búinn að vera 12 ár í útlegð i Sviss. Árið 1873 fékk svo Wagner uppfyllta heitustu ósk sína því að samskotasöfnun, sem öll þýzka þjóðin hafði tekið þátt í hafði borið svo góðan árangur að hann gat þá, á sextugsafmæli sínu, lagt hornsteininn að hinu þjóðlega „hátíða-sönghúsi” í Bayruth sem eiginlega var byggt eingöngu yfir söngleiki hans og þar eru þeir sýndir enn þann dag í dag. Wagner lézt í Feneyjum 13. febrúar 1883. í kvöldtónleikum útvarpsins kl. 23 verða leikin mörg tónverk eftir Richard Wagner. -LKM. ^ Útvarp Mánudagur 27. júlí 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa. — Ólafur Þórðarson. 15.10 Miðdegissagan: „Praxls” eftir Fay Weldon. Dagný Kristjáns- dóttir les þýðingu sína. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Rena Kyri- akou leikur á píanó Habanera eftir Emmanuel Chabrier / Itzhak Perl- man og Fílharmóníusveit Lundúna leika Fiðlukonsert nr. 1 eftir Henryk Wieniawski; Seiji Ozawa stj. / Kammersveitin i Stuttgart leikur Serenöðu op. 6 eftir Josef Suk; Karl MUnchinger stj. 17.20 Sagan: „Lltlu fiskarnlr” eftir Erik Christian Haugaard. Hjalti Rögnvaldsson les þýðingu Sigríöar Thorlacíus (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Veðurfregntr. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sig- urður Steinþórsson jarðfræðingur talar. 20.00 Lög unga fólksins. Kristín B. Þorsteinsdóttir kynnir. 21.10 í kýrhausnum. Þáttur í umsjá Siguröar Einarssonar. 21.30 Útvarpssagan: „Maður og kona” eftlr Jón Thoroddsen. Brynjólfur Jóhannesson leikari les 1(10). (Áður útv. veturinn 1967— 68). 22.00 Jörg Cziffra leikur á píanó. lög eftir Rameau, Schubert, Mendelssohn og Chopin. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Miðnæturhraðlestin” eftir Billy Hayes og Wllliam Hoffer. Kristján Viggósson les þýðingu sina(16). 23.00 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Richard Wagner. Þriðjudagur 28. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð. Anna Sigurkarlsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dag- bl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Helga J. Halldórssonar frá kvöldinu áöur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Svala Valdimarsdóttir les þýðingu sína á „Malenu í sumarfrii” eftir Maritu Lindquist (3). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tón- 10.00 Fréttir. 10.10Veðurfregnir. 10.30 íslensk tónlist. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur „Sigurð Fáfnis- bana”, forleik eftir Sigurð Þórðar- son, og „Lýriska svítu” eftir Pál ísólfsson. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Róbert A. Ottósson. 11.00 „Áður fyrr á árunum”. Ágústa Björnsdóttir sér um þátt- inn. Meðal efnis er smásagan „Leikur við lax” eftir Olaf Jóhann Sigurðsson, Karl Guðmundsson les og Ijóðið „Einn lítill veiðisálmur” eftir Huldu Runólfsdóttur; höfundur flytur. 11.30 Morguntónleikar. Róbert Shaw-kórinn og RCA Victor hljómsveitin flytja atriði úr þekktum óperum; Robert Shaw stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa. — Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ast- valdsson. 15.10 Miðdegissagan: „Praxis” eftir Fay Weldon. Dagný Kristjáns- dóttir les þýðingu sina (17). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Gruiaux- trióið leikur Strengjatríó í b-dúr eftir Franz Schubert / Félagar í Vínaroktettinum leika Diver- timento nr. 17 i D-dúr eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. 17.20 Litli barnatíminn. Stjórnandi: Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir. M.a. les Vilborg Gunnarsdóttir Ævintýrið um hérann og brodd- göltinn úr Grimms-ævintýrum í þýðingu Theódórs Arnasonar. Wagner barðist af hörku við fátæktina, fávizku fólksins og skilningsleysi þeirra sem misskildu byltingu hans i tónlistinni. Seinna var hann hylltur af allri þýzku þjóðinni. VIDEOl Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skiptí Kvikmyndamarkaflurinn — bimi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR Smámyndasýning í Gallerí Djúpið Dagana 15. ágúst til 2. sept. 1981 býöur Gallerí Djúpiö myndlistamönnum aö taka þátt í fyrirhugaöri smámynda- sýningu. Þeir myndlistamenn sem vilja taka þátt í sýningunni eru beönir aö senda 1—4 verk fyrir þann 10. ágúst til Gallerí Djúpiö Hafnarstræti 15. Hámarksstærö verka meö ramma er ca. 30x25 cm. Gallerí Djúpið telur þaö sjálfsagt aö borga dagleigu fyrir verkin á meðan sýningu stendur. Nánari upplýsingar veitir Ríkharöur Valtingojer í síma 27683. Gallery Djúpið HAFNARSTRÆTI 15 — REYKJAVÍK ÞAÐ BESTA ER ALDREIOF GOTT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.