Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JULI 1981. greidda raforkan til að gera fiskiðjuna hérlendis að raunverulegri nútima stóriðju, í stað þess að fara til erlendra aðila, væri öðruvísi umhorfs í peningamálum lands og þjóðar. Hvað er hægt að biðja um meira en gnægð orku í orkuþverrandi heimi og dýrmæt fiskimið í heimi þar sem matar er vant — jú, tvennt, skynsemi f stjórnun þessara auðæfa oggott veður. Kjallarinn Burt með erlenda stóriðju Stóriðja er hagkvæmt rekstrar- form og nauðsynlegt. En erlend stór- iðja er fleinn inn ískrokkþjóðarinnar og úr sárinu blæðir. Þennan flein verður þjóðin að losa sig við. Hvað á að gera við álver sem notar niðurgreitt rafmagn og stelur í þokkabót undan skatti? Til hvers að fiytja inn hráefni til kísiljárn- framleiðslu og senda síðan vöruna úr landi aftur og gera ekkert annað en að skaffa ódýrt rafmagn og vinnuafl? Á meðan áratugaverkefni eru óunnin i uppbyggingu stóriðju á nútíma vísu í fiski, — veiðum, ræktun og vinnslu í bestu neytendapakkningar, er það hlálegt að mest kapp sé lagt á að reisa álver og málmbræðslur. Á meðan harðduglegir einstaklingar þurfa að paufa við að byggja upp stór- virka ilrækt er fé ausið i stórum stíl í nýjar og stærri virkjanir sem eiga að sjá erlendri stóriðju fyrir rafmagni. Með afhjúpun á svindli Alusuisse og vonandi efnismeiri umræðu um íslenska stóriðju úr íslenskum hrá- efnum er víst að kórinn sem kyrjar orðin burt með erlenda stóriðju stækkar. Albert Einarsson, kennari. STEINGRIMUR Kjallarinn OG KERFIÐ samkvæmt upplýsingum forsvars- manna flugmálastjórnar kr. 58.000. Framkvæmdafjárveiting var þvi 1.715 þús. sem varið skyldi til eftir- farandi framkvæmda: a) Girðing 50.000.- b) öryggissvæði 120.000,- c) Yfirlag fiugbrauta 225.000,- d) Vörubifreið 450.000,- c) Flugbrautarljós 300.000.- 0 Malbikun flugbrautar 570.000.- Samtals 1.715.000,- Kerfið segir til sín Allar þessar framkvæmdir og fjár- veitingar voru ákveðnar í fullu sam- ráði við forsvarsmenn fiugmála- stjórnar og af þeim talið að ættu að standast. Það er síðan snemma sumars, sem það fer að kvisast, að búið sé að fella niður malbikunarframkvæmdir á ísafjarðarflugvelli og þegar gengið er á samgönguráðherra, sem jafnframt er þingmaður kjördæmisins, upplýsir hann, að þeir hinir sömu embættis- menn fiugmálastjórnar, sem lögðu blessun sina yfir framkvæmdir og fjárveitingar í desember sl., hafi upp- Karvel Pálmason lýst, að engin fjárveiting sé fyrir hendi til malbikunar vallarins, þar sem skuld vegna framkvæmda frá fyrra ári hafi verið langtum meirien þeir hinir sömu gáfu fjárveitinga- nefnd upp við afgreiðslu fjárlaga. Á þetta virðist samgönguráðherra hafa fallist, og þannig lagst undir handar- jaðar embættismanna og kerfisins. Þannig gerðist það í þessu tilviki, að embættismenn í kerfinu tóku fjár- veitingavaldið úr höndum þing- manna og Alþingis í eigin hendur, og það látið gott heita af ráðherra samgöngumála, sem hefði þó átt að vera kunnugt um þá brýnu nauðsyn, sem á því er að koma malbiki á norðurenda ísafjarðarfiugvallar. Þessi lindkind samgönguráðherra er ekki sist ámælisverð, þegar haft er í huga, að sú aðstaða, sem nú er á ísafirði til malbikunarframkvæmda, verður varla fyrir hendi næstu árin, þar sem malbikunarvélar þær, sem þar eru nú, verða fluttar af svæðinu nú á þessu sumri. Það gerir lindkind ráðherra gagnvart kerfinu enn ámælisverðari. Ráðslagi sem þessu er vissulega full ástæða til að mótmæla harðlega, og hefur það verið gert í áheyrn ráð- herra. Fjárveitingavaldið var í þessu til- felli búið í fullu samráði og sam- kvæmt upplýsingum viðkomandi embættismanna, sem áttu að stand- ast, að ákveða bæði fjárveitingar og framkvæmdir, og við það ber að standa. Embættismenn i'kerfinu, sem og aðrir, verða að standa reiknings- skil gerða sinna. Það er krafa Vest- firðinga að staðið sé við þau gefnu fyrirheit og fjárveitingar, sem ákveðnar hafa verið, en embættis- menn ekki látnir ráðsmennskast með fjárveitingar eða ráða fram- kvæmdum. Karvel Pálmason alþingismaður. Steingrimur á valdi kerfiskaila, segir greinarhöfundur. - Lengi hefur sá orðrómur loðað við íslenska stjórnmálamenn, ekki síst þá sem á toppinn komast og þá til ráð- herradóms, að þeir ánetjuðust um of embættismannakerfinu og yrðu margir hverjir raunverulegir kerfis- kallar. Raunar hefur það verið ádeiluefni á stjórnmálamenn hér á landi um nokkuð langan tíma, að þeir hafi eftirlátið embættismönnum valds- svið, sem Alþingi einu ber að hafa. Þessi ádeila er í mörgum tilvikum rétt og á við rök að styðjast, og er það umhugsunarefni fyrir stjórnmála- menn, hvort ekki sé timi til kominn að endurheimta aftur það vald, sem Alþingi hefur á undangengnum árum afsalaðsér. Kerfishneigðin Eitt dæmið af mörgum um kerfis- hneigð sumra stjórnmálamanna er linkind núverandi samgönguráð- herra, Steingríms Hermannssonar, varðandi framkvæmdir á ísafjarðar- fiugvelli.Forsaga þess máls er sú, að við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1981 • var veitt til framkvæmda á ísa- fjarðarfiugvelli fjárhæð , sem nam kr. 1.773 þús. Frá þeirri upphæð dregin skuld frá fyrra ári, sem nam £ „Þessi ádeila er í mörgum tilvikum rétt og á viö rök að styðjast, og er þá umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn, hvort ekki sé tími til kominn að endurheimta aftur það vald, sem Alþingi hefur á undangengnum árum afsalað sér.” Kjallarinn Sveinn Sæmundsson 1980 um Gkr. 13 milljarðar. í þessu bréfi til Steingríms Hermannssonar samgönguráðherra var gerð grein fyrir rekstri Flugleiða 12 mánaða tímabilið 1. nóvember 1980 til 31. október 1981. Höfuðáhersla verði lögð á að komast út úr þeim taprekstri sem félagið hafi verið í undanfarin tvö ár. í greinargerðinni er ennfremur sagt að samkvæmt skýrslu endur- skoðenda sé eiginfjárstaða Flugleiða jákvæð en greiðslufjárstaða félagsins hins vegar mjög erfið. Þá var óskað eftir viðræðum við ríkisstjórn fslands um úrlausn þeirra mála, m.a. um aðstoð ríkisins að breyta skammtíma- skuldum í föst lán. Óþarft er að rifja upp hér það fjaðrafok sem varð í blöðum og fleiri fjölmiðlum um málefni Flugleiða sl. sumar og haust. Hins vegar er óhætt að fullyrða að mörg óvarleg ummæli sem féllu á Alþingi og víðar, og sem send voru út af fulltrúum erlendra fréttastofnana hér, ollu félaginu miklu tjóni. Það er fljótlegra að rífa niður en byggja upp. Því mun það taka tíma og mikla vinnu að leiðrétta margt af þeim hörmulegu fullyrðingum sem þarna komu fram. Sem að framan greinir náði skýrla sú sem send var samgönguráðherra hinn 8. september 1980 til 12 mánaða tímabils sem endar 31. október 1981. Hvort allar áætlanir standast er því of snemmt að segja um. Hins vegar eru hrakspár Geirs R. Andersen í greininni frá 13. júlí sem betur fer fjarri öllu sanni. Ef litið er á rekstrar- reikning félagsins fyrir 1980 sést að miðað við árið áður lækkaði rekstrartap félagsins um 65,6% milli áranna: Rekstrartekjur hækkuðu um 24,8% og var hér um verulegan bata að ræða. Flugleiöir, traust fólk hjá góðu fólagi Við starfsmenn Flugleiða treystun því að félagið sé á réttri leið. Sé á leið upp úr þeim öldudal, sem það ásamt og með mörgum fieiri flugfélögum lenti í á árunum 1978 og 1980. Staðreynd er að ekkert félag hagnaðist á N-Atlantshafsflugi á þessum árum. Mörg töpuðu og tapa enn stórfé. Um þessar mundir eru fiutningar góðir á N-Atlantshafsleið félagsins sem og öðrum áætlunar- leiðum. Fargjöld eru hins vegar of lág miðað við kostnað. Við skulum einnig minnast þess að á þrem sumarmánuðum ræðst raunverulega tekjumyndun og fjárhagsstaða flug- félaga í þessum heimshluta. Félögunum er því nauðsyn á góðum tekjum yfir háannatímann til þess að geta þraukað hina mörgu mánuði vetrarins. Við skulum einnig minnast þess að fiug á Islandi var byggt upp af einstaklingum án beinna fjár- framlaga úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna. Þær þrjár milljónir dollara sem félagið fékk frá hinu opinbera á yfirstandandi ári til jiess að standa undir tapi á Atlants- hafsleiðinni eru eins og fram hefur komið hjá samgönguráðherra, endurgreiðsla á þvi fé sem tapast hefði ef þessi flugleið hefði verið lögð niður. Rétt er einnig að muna að vegna hindrana hins opinbera á réttri verðlagningu innanlandsflugsins tapaði félagið á sl. ári ámóta upphæð og ríkissjóður greiddi fyrir hlutabréf í Flugleiðum sl. vor. Viðræður ráðherra sem fram fóru í Reykjavík nýlega um málefni Adantshafsflugsins voru jákvæðar. Við treystum því að íslenska rikis- stjórnin og ríkisstjórn Luxemborgar sjái sér fært að veita Flugleiðum sambærilega aðstoð fyrir tímabilið 1. nóvember 1981 til 1. nóvember 1982. Samkvæmt skýrslu þeirri sem ráðgjafarfyrirtækið Aviation Consulting gerði um Atlantshafsfiug félagsins eru niðurstöður þær að bata sé að vænta á þessari flugleið 1982 til 1983. Þrátt fyrir það munu Flugleiðir eiga í vök að verjast. Félagið er lítil eining og stendur þess vegna verr að vígi en ýmis stór og miðlungsstór félög sem keppt er við. Hrakspám og órökstuddum fullyrðingum í grein Geirs R. Ander- sen læt ég ósvarað. Slíkar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þau skrif eru aðeins vatn á myllu þeirra niðurrifsafla, sem reynt hafa að gera félagið, stjórn, starfsfólk þess og rekstur tortryggilegan á undan- förnum mánuðum. Breyttur rekstrargrundvöllur Með breyttri stefnu Bandaríkja- stjórnar í flugmálum skapaðist það öngþveiti í flugu yfir Atlantshaf, sem flugfélög á þeirri leið hafa siðan liðið fyrir. Um svipað leyti dró úr ferðalögum Bandaríkjamanna til út- landa, sumpart vegna veikrar stöðu dollarans gagnvart gjaldmiðlum Evrópulanda. Allt hafði þetta skaðleg áhrif á Atlantshafsflug Flugleiða og kom það harðar niður á Flugleiðum en ýmsum öðrum félögum vegna þess hve þessi þáttur fiugsins var stór í rekstri félagsins. Samdráttur í starfseminni var því óumflýjanlegur. Jafnframt minnkandi umsvifum á Norður- Atlantshafinu var annarra verkefna leitað og um þessar mundir annast Flugleiðir flutninga í fjarlægum heimshlutum, sem um leið tryggja sérhæfðu starfsliði félagsins vinnu. Timarnir eru breyttir: Eins og Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri komst að orði í ræðu fyrir rúmlega ári: „Ævintýrið er liðið, það kemur ekki aftur. Því verðum við að leita annarra leiða og þær munum við finna.” Sveinn Sæmundsson. Q „Tímarnir eru breyttir. Eins og Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri komst aö orði í ræðu fyrir rúmlega ári: „Ævintýriö er liðið, það kemur ekki aftur. Því verðum við að leita annarra leiða og þær munum við finna.”.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.