Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. OAOOBTOO w Mmridö amm Rósa hannaðl fyrtr grmnlamku sjónvarpxxtöölna QAQORTOQ utvarpsog AD LAUGAHvATNI 27. .... og martdð ■ fyrir nonwana rtéatafnu útvarps- og sjónvarpsstarfsmanrm. Nóg að gera hjá Rósu Ingólfsdóttur teiknara: Hefur nýlokið við að hanna merki fyrir sjónvarpsstöð — Grœnlendingar fá nú að berja augum merki og stillimynd eftir íslenzkan höfund „Sigurjón Ásbjörnsson kom hingað til lands i vor ásamt grænlenskum sjónvarpsmönnum sem voru að taka mynd um íslenzku ullina. Sigurjón bað mig fyrir hönd þeirra að teikna merki sjónvarps- stöðvarinnar og gera stillimynd,” sagði Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga- teiknari f samtali við blaðamann DB. Rósa hefur nú lokið við teikningu merkisins og stillimyndarinnar og hafa verkin þegar birzt grænlenzkum sjónvarpsáhorfendum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur fær verkefni sem þetta. Rósa er sjálf mjög vön merkja- teikningu því undanfarin ár hefur hún unnið við þannig teikningu hjá sjónvarpinu hér, ásamt ýmsum öðrum verkefnum. „Það má kannski segja að ég hafi verið vel í stakk búin fyrir þetta verkefni þar sem vinna mín hjá sjónvarpinu hefur einkennzt af hraðri vinnu fyrir fréttastofu. Merkið fyrir grænlenzka sjónvarpið þurfti að vera tilbúið á örskömmum tíma og þó það sé kannski ekki sniðugt að segja frá því, þá vann ég það á einni nóttu. Ég get unnið á hvaða tíma sólar- hringsins, sem er, bara að nógu mikill hávaði sé í kringum mig. Til dæmis finnst mér bezt að vinna ef ég er með diskótónlist á fullu,” sagði Rósa. „Merkið sýnir snjóhús, auga Grænlendingsins, þar sem það þykir mjðg listrænt og yfir þetta steypist regnbogi. Það var mjög skemmtilegt nemandi i leiklist. Aftur hóf hún starf hjá sjónvarpinu 1978 og hefur starfað hjá fréttastofunni fram til þessa. Um næstu mánaðamót hefur hún nýtt starf hjá sjónvarpinu sem yfirteiknari þess. í sitt fyrra starf hefur hún þjálfað tvo teiknara . Nýjasta verkefnið hennar Rósu er gerð auglýsingarmyndar fyrir innheimtudeild Rikisútvarpsins en hún hefur ávallt teiknað þær auglýsingamyndir. „Það má segja að ég fari nú 'allt aðra leið fyrir innheimtudeildina því þessi auglýsing verður lifandi og svolítið í takt við Rósa Ingótfsdóttír: Mór fínnst bozt aö vinna þar sem nógu miklll h&vaói er og aldroi sezt óg við teikniborörO nema að hafa kaffíhjé mór og kraftmikla diskótónlist DB-mynd Einar Ólason. að fá tækifæri til að gera þetta,” segir Rósa. Hún hefur einnig nýlokið við að hanna merki fyrir norræna ráðstefnu útvarps- og sjónvarpsstarfsmanna sem haldin verður hér á landi í fyrsta skipti nú í ágúst. Rósa hóf starf hjá sjónvarpinu við stofnun þess sem teiknari. Hún starfaði þar til 1970 að hún gerðist nútímann. Lagið í auglýsingunni verður Stjörnuhrap með hljóm- sveitinni Mezzoforte en ég vil sem minnst segja um þetta verkefni í bili,” sagði Rósa Ingólfsdóttir. ELA. Ásrún Lóre Jóhannsdóttir, einn þriggja landvarða Nóttúnrvomdarráðs i Ásbyrgl og Jökulsárgljúfntm, ættuð fró Víklngavatnl I Kelduhvorfí og 'sinnlr landvörzlu í sianar, 3ja órið í röð. DB-myndir: Sig. Þorri. Landvörðurinn Ásrún Lára frá Víkingavatni tekin tali: Skógur snurfusaður og borin möl í göngustíg — í tilejni forsetakomunnar í Ásbyrgi „Umgengni ferðamanna er fremur góð, áberandi betri hjá er- lendum hópum. Islenzkar fjölskyldur mættu hins vegar bæta umgengnis- venjur sinar,” sagði Ásrún Lára Jóhannsdóttir, landvörður Náttúru- verndarráðs, við flökkusveina DB þegar þeir heimsóttu Ásbyrgi fyrr í júlímánuði. Ásrún Lára, Auður Guðný Ingvadóttir og Magnús Ásgeirsson sinna vörzlu í Jökulsárgljúfrum og Ásbyrgi f sumar. Tveir halda til í gljúfrunum en einn er í eina viku í senn í Ás- byrgi og býr i hjólhýsi. Ásrún Lára er landvörður þarna 3ja sumarið í röð og lætur vel af sér. Þó bjóst hún síður við að taka gæzluna að sér enn á ný að ári. Hún er nýútskrifuð úr Kennaraháskólanum og stefnir að Frakklandsför í haust. Markmiðið er að búa i Montpellier og glöggva sig í franskri tungu. Sumir segja svo að þannig læri menn til forseta. Landverðir koma til starfa um mánaðamótin maí/júní og eru að til haustsins. Ábyrgð starfsins hvílir á þeim nánast allan sólarhringinn, alla daga sumarsins. Fyrri hluta sumars í ár hefur ferðamannastraumur í Jökulsárgljúfri og Ásbyrgi verið með minna móti. Kuldatíðinni er um að kenna. Útlendir ferðamenn skila sér að venju, enda oftast í hópferðum sem skipulagðar eru langt fram í tímann. íslenzkir ferðamenn eru færri en áður. Ábyggilega hefur þeim samt fjölgað þegar hitabylgja lagðist yfir Norðurland síðustu daga júlímánaðar. Ásrún Lára gaf sér lítinn tíma til skrafs við komumenn. Vigdís forseti var væntanleg i Ásbyrgið daginn eftir. Þess vegna þurfti að snurfusa skóginn og bera möl í göngugötur. Landverðinum leizt ekki meira en svo á blikuna ef hann rigndi meira fyrir komu þjóðhöfðingjans. Moldarstigir virtust ekki geðslegir til göngu eftir votviðratíð. Gestunum tignu var ætlað að prila upp stíginn að útsýnis- staðnum yfir Byrgið. Öskemmtileg tilhugsun ef þeir misstu fótanna 1 svaðinu. Málið var snarlega leyst með malarflutningum í hjólbörum og skólpfötu úr plasti siðasta spölinn. Enda kom á daginn að gestir gengu til útsýnis án þess að spóla hið minnsta í slóðanum. Háir hælar sumra kvenna urðu meira að segja ekki sýnileg hindrun í uppgöngunni. -ARH. Malarflutningar tH undirbúnings forsetaheimsókn í ByrgiO. Hjólbörumar dugðu skammt því aöeins var fært með mölina í skólpfötu síðasta spöl- inn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.