Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ1981 —166. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Ætluðu að sökkva hvalbátum með „Molotov-kokkteilum" ii — Ætlunin var sú að kveikja í og eyðileggja hvalstöðina i Hvalfirði og sökkva hvalbátunum i Reykja- vikurhöfn. Ég hafði verið beðinn um að útvega fjögur gallon af bensini, sem samsvarar rúmum 40 litrum, en siðan átti að sökkva hvalbátunum með bensinsprengjum, öðru nafni „molóto v-kok k teilum ". Það er ungur Garðbæingur sem tekið hefur virkan þátt í starfi umhverfisverndarsinna á sviði hvalvemdar undanfarin ár sem þetta mælir, en i febrúarmánuði sl. hafði hann samband við lögregluna og greindi frá þessum áformum. Hann hafði þá um nokkurt skeið starfað i sambandi við tvo erlenda hvalfriðunarsinna, Breta og Frakka, en að undirlagi þeirra var þriðji maðurinn, brezkur kafari, sendur hingað til lands til að vinna verkið. — Ungur Garðbæingurkom lögreglunniá spormanna sem ætluðu hvalstööina Viðmælandi DB hafði þá i tæpt ár reynt að drepa þessu máli á dreif en i upphafi var ákveðið að hann skyldi vinna verkið. —Ég fann að þessi mál voru að vaxa mér yfir höfuð og sá mina sæng upp reidda i þessu máli, ef ég hefði ekki sambánd við lögregluna, segir viðmælandi DB. Lðgreglan tók þvi yfir þetta mál en eins og DB greindi frá i mai sl. koin Bretinn sem leigður hafði verið til þessa verks til Iandsins en ekkert varð þó úr framkvæmdum. Viðmælandi DB tekur það skýrt fram að þetta verði e.t.v. ekki siðasta tilraunin sem umhverfis- verndarsinnar erlendis gera til að stöðva hvalveiðar Islendinga. — Afstaða okkar Islendinga til hvalveiða se það illa rökstudd aðþað sé engan vegin réttlætanlegt að halda hvalveiðunum áfram. Við höfum skipað okkur á bekk með löndum eins og Japan, sem virða engar reglur, og gróðafíknin situr í fyrir- rúmi. Ef islenzku hvalbátunum yrði sökkt og hvalstöðin eyðilögð yrði þvi fagnað um gjörvallan heim þvi við eigum okkur formælendur fáa i þessu máli. Það yrði litið á þá sem hetjur sem tækju þátt i slikum verknaði. í Dagblaðinu á morgun birtist ítarlegt viðtal við viðmælanda okkar, þar sem hann kemur fram undir fullu nafni og segir söguna eins og hún gerðist, auk þess sem hann skýrir af- stöðu hvalfriðunarmanna til þessara mála. -ESE. Fjöldi skáta á landsmóti í SÓL 0G BLÍÐU f KJARNASKÓGI Landsmót skáta var sett i gær á Akureyri. Var þar hið bezta veður, sólskin og hiti. Stendur mótið alla vikuna og verður ýmislegt til gamans gert eins og venja er á slikum mótum. Fjöldi mánns var þar saman kominn i morgun, og allt hafði farið fram i mesta bróðerni. Um næstu helgi verður fólki heimilt að heimsækja skáta á mótið. Er þá búizt við mikilli umferð i kringum svæðið. DS/DB-myndir Guflmundur Svansson. Grundfirðingar fognuðu i gær nýjum og gUesilegum skuttogara, Sigorfara IISH105. Skipið er smíöaö fyrir Hjálmar Gnnnarsson útgerðarmann i Skipasmiöastöð Þor- geirs og Ellerts á Akranesi. DB-myndS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.