Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 28
•Hrauni:
Bankaði upp á hjá móður
mimi og bað um eldspýtur
—sagði béndinn á Stekkum. Lögreglan látin vita þar sem heldur þótti
gesturinn grunsamlegur
Fangi frá Litla-Hrauni slapp út á
föstudagskvöld og náðist ekki fyrr en
sólarhring síðar við bæinn Stekka í
Sandvíkurhreppi. „Maðurinn bank-
aði upp á hjá móður minni, sem býr
hérna líka,” sagði Guðmundur
Lárusson bóndi á Stekkum í gær.
„Hann bað um eldspýtur, en móöur
minni fannst hann eitthvað grunsam-
legur þannig að hún hringdi niður á
Litla-Hraun.
Þeir könnuðust við lýsinguna á
manninum þar og létu lögregiuna
vita. Maðurinn gekk sfna leið í átt til
Selfoss en lögreglan kom og gómaði
hann. Hann var hinn bliöasti og
sýndi engan mótþróa þegar lögreglan
náði honum.”
Bærinn Stekkar er við Eyrarbakka-
veg og fyrsti bær sem komið er að
eftir að farið er frá Litla-Hrauni.
„Þetta er ekki i fyrsta skipti sem
fangar frá Litla-Hrauni nást hér,”
sagði Guðmundur. Við fundum einn
fyrir þremur árum og auk þess hafa
a.m.k. tveir aðrir fundizt hér. Þessir
menn eru á leið i bæinn en okkur
stendur ekki á sama um þetta þvi að
degi til standa oft bflar i hlaðinu með
lyklum í. Það væri auövelt að taka
þá.
Ég talaði við fangavörð á Litla-
Hrauni og sagði hann að þeir væru
mannfáir og auk þess vantaði
girðingu sem næði hringinn i
kringum fangelsið. Fangarnir gætu
gengið beint úr vinnuskála og út i við-
áttuna. Fangaverðirnir sögðu að
meira fé þyrfti til gæzlunnar. ”
- JH
V
TAKMARKAÐ BANN VIÐ BUR-
HVALAVEIÐUM SAMÞYKKT
VÆNN
DRÁTTUR
Hann er vænn þessi og efllilegt að
veiðlmaðurinn sé hreykinn. Birgir
Karlsson flugþjónn setti i 27
punda lax i Viðidaisá. Birglr
veiddi laxinn á flugu og voru
átökin hressileg áður en laxinn
náflist á land.
DB-mynd Sigurflur Þorri.
Þing Alþjóða hvalveiðiráðsins ákvað
um helgina bann við veiðum á búr-
hvölum með 25 atkvæðum gegn 1.
Fjórar þjóðir sátu hjá við atkvæöa-
greiðsluna, þar á meðal ísland og
Sovétrikin.
Bannið við búrhvalaveiðum gildir
alls staðar nema i Viestur-Kyrrahafi,
þar sem veiddir voru 890 búrhvalir á
síðustu vertíð. Visindanefnd Alþjóða
hvalveiðiráðsins mun fjalla um þessar
veiðar fram að næsta þingi ráðsins og
þykir ekki óliklegt að algjört bann við
veiði á búrhvölum verði þá samþykkt.
Talið er að bannið sem nú var sam-
þykkt á þingi ráðsins muni bjarga um
430 búrhvölum á næstu vertið, en ekki
er þó vitað hvort allar hvalveiðiþjóð-
anna muni viröa bannið.
-ESE
„Á erfitt með að skilja
afstöðu Dana”
- segir Friðrik Ólafsson um þá
ákvöiðun fulltrúa Skáksam-
banda Danmerkur og Finnlands
„Ég skil að vissu leyti sjónarmið
Finna en ég á bágt með að átta mig á
hvað veldur þvi aö Danir taka þessa
afstöðu nú til máls Kortsnojs og fjöl-
skyldu hans,” sagði Friðrik Ólafs-
son, forseti FIDE, er DB hafði sam-
band við hann i Atlanta i Bandarikj-
unum. Við spurðum hann hvað
honum fyndist um að fulltrúar skák-
sambanda Finnlands og Danmerkur,
með nýkjörinn forseta Skáksam-
bands Norðurlanda i broddi fylking-
ar, skyldu skorast undan því að
undirrita stuðningsyfirlýsingu þá sem
fulltrúar Skáksambanda íslands,
Noregs, Sviþjóðar og Færeyja, sendu
Friðrik vegna framgöngu hans í máli
Kortsnojs.
„Það er búið að tala mikið um það
af þessum mönnum að FIDE þurfi að
taka af skarið 1 þessu máli en þegar til
kastanna kemur þá verða þeir fyrstir
til þess að hlaupa 1 burt. Ég verð að
segja að ég er undrandi á þessari
framkomu,” sagði Friðrik og var
greinilegt aö hann hafði orðið fyrir
vonbrigðum með að skáksambönd
Norðurlanda skyldu ekki standa
saman og styðja við bakið á honum i
því stóra deilumáli sem nú loksins sér
fyrir endann á og viröist ætla að leys-
ast farsællega fyrir tilstuðlan Frið-
riks.
Friðrik sagöist nú hafa i höndun-
um upplýsingar um að lausn fyndist
á þessu máli, þannig að fjölskylda
Kortsnojs ætti aö fá að yfirgefa
Sovétrikin fyrir einvígið þó að engin
dagsetning hefði verið nefnd í þessu
sambandi. „Mér þótti rétt í ljósi þess-
ara upplýsinga að verða við óskum
Sovétmanna um að flýta einviginu til
upphafslegs tíma,” sagði Friðrik, en
tók það jafnframt fram að þó að ein-
vígið hæflst þar með 19. september,
þá yrði fyrsta skákin ekki tefld fyrr
en 1. október. Þetta kæmi til vegna
þess að einvígishaldaramir í Merano
á Italiu treystu sér ekki til að hefja
einvigið fyrr og væri það skiljanlegt i
ljósi þess að allar þeirra timasetn-
ingar hefðu frá upphafi miðazt við
19. október.
Friðrik vildi ekki tjá sig um hvaða
heimild fulltrúar sovézka skák-
sambandsins hefðu haft frá
sovézkum yfirvöldum til að semja um
mál Kortsnojs, en sagðist vonast til
að þetta mál væri nú úrsögunni.
-ESE
fifálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981.
MissYounglnter-
national á Manila:
Svavanáði
sjötta sæti
Keppnin Miss Young International á
Manila fór fram i gærdag og hafnaði
Svava Johansen i sjötta sæti.Svava var
kjörin ungfrú hæfileiki i siðustu viku
og átti hún góða sigurmöguleika í
keppninni. Engar fréttir hafa borizt
hingað til lands um hver var sigurvegar-
inn, en DB heyrði i morgun að það
hefði verið ungfrú ítalia, sem þó var
ekki staðfest. -ELA
Keflavík:
Féll þrjá metra
niðurstigaíbíói
— handleggsbrotnaði
og missti framtennur
7 ára gamall drengur féll niður stiga i
Nýja bíói í Keflavik í gærdag og slas-
aðist illa. Drengurinn sem var á þrjú-
sýningu handleggsbrotnaði og missti
framtennur. Slysið átti sér stað i hléi en
ekki er vitað af hvaða orsökum. Fallið
mun vera um þrir metrar og þótti mesta
mildi að ekki hefði verr farið. Hann var
fluttur á Borgarspltalann I Reykjavík.
-ELA
Slasaðist í hjól-
reiðakeppni
Einn keppandi I hjólreiðakeppninni,
sem fram fór I gær á milli Reykjavíkur
og Keflavíkur, féll fram af hjóli sínu
við Hástapa og slasaðist nokkuð. Hann
var fluttur á sjúkrahús en fékk að fara
heim eftir aðgerð. - ELA
ZZ S" “Q'
í VIKU HVERRI
Vinningur
vikunnar:
Myndsegul-
band f rá
Radíóbúðinni
Vinningur I þessari viku er
myndseguiband frú Radióbúðinni.
Skipholti 19. Reykjavlk. 1 vikunni
verður birt, á þessum stað I blað-
inu, spuming tengd smáauglýsing-
um Dagblaðsins. Nafh heppins
áskrifanda verður síðan birt
daginn eftir i smáauglýsingum og
gefst honum tœkifœri á að svara
spumingunnL Fyigizt vel með,
áskrifendur. Fyrir næstu helgi
verður einn ykkar glœsiiegu mynd-
segulbandi, ríkari