Dagblaðið - 27.07.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLf. 1981.
f( Erlent Erlent Erfent Erlent Bg)
- — - -- — — - - - -- *
William Casey, yf irmaður Cl A, á í vök að verjast:
CM ætiaöi að boh
Gaddafí frá völdum
—RáAamenn í Hvíta húsinu þegar farnir að ieita að eftirmanni Caseys,
segirNewsweek
Tímaritið Newsweek skýrði frá því
í gær að William Casey, yfirmaöur
bandarisku leyniþjónustunnar, CLA,
hefði fallizt á áætlun um að steypa
Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu-
manna, af stóli.
Casey á nú mjög 1 vök að verjast
heima fyrir vegna ásakana um aö
William J. Casey.
hann hafi stundað ósæmileg viðskipti
áður en hann gekk í leyniþjónustuna.
Barry Goldwater, formaður þing-
nefndar er fjallar um málefni leyni-
þjónustunnar, hefur krafizt þess að
Casey víkiúrstarfi.
Newsweek skýrði einnig frá þvi að
ráðamenn í Hvita húsinu væru þegar
farnir að svipast um eftir manni sem
leyst gæti Casey af hólmi. Blaðið
segir að Bobby Ray Inman væri ekki
meðal þeirra þriggja sem helzt þættu
koma til greina í starfið. Inman
hefur gengið næst Casey að völdum
innan CIA. Þeir sem helzt þykja
koma til greina i starfið eru Daniel
Graham, Samuel Wilson og Vernon
Walters. Þeir eru ailir fyrrverandi
hershöfðingjar og hafa ýmist veriö
yfirmenn varnarmálaieyniþjónustu
Pentagons, DIA, eða aðstoðarstjóm-
endur CIA.
Newsweek sagði að áætlun CIA
um að steypa Gaddafi af stóli hefði
gert ráð fyrir að grafið yrði undan
honum með ýmsum hætti, meðal
annars með þvi að koma á fót
stjórnarandstöðu og hernaði gegn
honum.
Muammar Gaddafi, leiðtogi Libýumanna.
1
REUTER
8
Francois
Mitter-
randnot-
fœrirsér
brúðkaupið
Francois Mitterrand, hintrnýi forseti
Frakklands, mun nota tækifærið sem
gefst i brúðkaupi Karls prins og lafði
Diönu Spencer á miðvikudag til að
ræða við ýmsa þjóðarleiðtoga, að því
er skýrt var frá á skrifstofu hans i gær.
Talsmaður Mitterrands sagði að for-
setinn myndi snæða með Anatonio
Ramalho Eanes, forseta Portúgals, og
hitta Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, um kvöldið. þá hefur
forsetinn einnig í hyggju að ræða við
Malcolm Fraser, forsætisráðherra
Ástraliu, og Lee Kuan Yew, forsætis-
ráðherra Singapore.
Shimon
Peres
gagnrýndi
árásina
áBeirút
LAFÐIDIANA SPENCER
GRÉT VEGNA ÁGANGS
FRÉTTA UÓSMYNDA RA
— Nancy Reagan hneigði sig ekki fyrir drottningunni
Karl prins, erfingi brezku krún-
unnar, átti sinn þátt í sigri Englendinga
yfir Spánverjum í póló-kappleik í gær,
aðeins þremur dögum fyrir brúðkaup
hans og lafði Diönu Spencer.
Juan Carlos Spánarkonungur hafði
átt að vera meðal áhorfenda að leikn-
um ásamt Sofiu drottningu og börnum
þeirra. Af því varð ekki þar sem Juan
Carlos afþakkaði i síðustu viku boð um
að vera viðstaddur brúökaupið. Þaö
gerði hann vegna frétta um að Karl og
Diana hygðust hefja brúðkaupsferð
sína í brezku nýlendunni Gíbraltar, sem
Spánverjar hafa um aldir gert tilkall til.
Spænski sendiherrann, Fernando
Arias-Salgado, var hins vegar meðal
gesta Elisabetar drottningar á leiknum.
Eftir leikinn ræddi Karl prins vingjarn-
lega viö leikmenn spænska liðsins.
Hinn 32 ára gamli prins skoraði eitt
mark í 10—5 sigri enska liðsins.
Leikurinn fór fram á póló-leikvellinum
við Windsorkastala fyrir vestan
London og var lafði Diana Spencer
meðal áhorfenda.
Lafðin kyssti Karl áður en hann hélt
út á völlinn og var viðstödd verðlauna-
afhendinguna i leikslok. í fyrradag
yfirgaf hún póló-leikvöllinn grátandi
eftir að hafa verið hundelt af ljósmynd-
urum þar sem hún fylgdist með
Forsetakosningarnar í íran:
Ali Rajai fékk um
90 prósent atkvæða
Mohammad Ali Rajai, forsætis-
ráðherra írans, fékk um 90 prósent
atkvæða í forsetakosningunum sem
fram fóru þar i landi síðastliðinn
föstudag.
Ríkisútvarpiö í íran sagði að hinn
48 ára gamli Rajai hefði fengið rétt
tæpar 12,6 milljónir atkvæða af um
14 milljón greiddum atkvæðum.
Formlegrar yfirlýsingar um kjör hans
er að vænta á næstu tveimur dögum.
Samkvæmt þessari frétt hefur
Rajai fengið um tveimur milljónum
atkvæða meira en Abolhussan Bani-
Sadr fékk i fyrstu forsetakosningun-
um þar í landi fyrir átján mánuðum.
Bani-Sadr, sem nú fer huldu höfði í
Iran, fékk 10,7 milljónir atkvæða.
Ayatollah Mohammad Mahdavi-
Kani, innanríkisráðherra írans, sagði
í viðtali við rikisútvarpið að viðbrögð
kjósenda hefðu verið „frábær”. Ali
Rajai var frambjóðandi Islamska
lýðveldisflokksins, og hlýtur stórsig-
ur hans að teljast mikill sigur fyrir
klerkaveldiö i landinu.
væntanlegum brúðguma sinum. Hún
var flutt út í bifreið þar sem Karl reyndi
að hughreysta hana áður en hún var
keyrð i burtu. „Þetta var einfaldlega
einum of mikið fyrir hana,” sagði
prinsinn við einn fréttamannanna.
Þetta mun vera i fyrsta sinn sem lafði
Diana Spencer er svo mjög brugðið yfir
þeirri stöðugu athygli og ágangi ljós-
myndara sem hún hefur búið við á
undanförnum mánuðum.
{ gær sat Diana Spencer ekki í
fremstu röð á póló-kappleiknum. Þar
sátu Elísabet drottning, Philip prins og
Nancy Reagan forsetafrú.
Nancy Reagan hefur vakið nokkra
athygli síðan hún kom til Englands
fyrir að hún hneigir sig ekki fyrir
drottningunni, svo sem venja er þar i
landi, heldur lætur nægja að heila með
handabandi og brosa.
Af þeirri ástæðu gaf Buckingham-
höll út yfirlýsingu þar sem sagði að
drottningin móðgaðist ekki þótt ein-
hverjir kysu að hneigja sig ekki fyrir
henni.
Karl og Diana.
Óeirðir brutust út
á ný í Liverpool
Hópur unglinga réðust að lög-
regluþjónum í Liverpool í nótt og er
það i fyrsta sinn sem kemur til
götuóeirða i Englandi eftir að hlé varð
á óeirðunum, sem stóðu samfellt í
ellefu kvöld, fyrr í mánuðinum.
Bensinsprengjum og grjóti var
kastað að lögreglunni í Toxteth-
hverfinu þar sem óeirðirnar urðu hvað
verstar fyrr í mánuöinum. Einn lög-
regluþjónn særðist alvarlega í nótt svo
og leigubílstjóri er missti stjórn á bif-
reið sinni sem varð fyrir grjótkasti
unglinga.
Shimon Peres, formaður Verka-
mannaflokksins í ísrael og leiðtogi
stjórnarandstöðunnar þar í landi sagði
f gær að stjórn Begins hefði orðið á
mörg mjög alvarleg mistök í Libanon-
deilunni og nefndi hann sérstaklega
loftárásirnar á Beirút í því sambandi.
Perers ræddi við fréttamenn þar
sem hann var á ferð um héruðin við
landamæri Líbanons. Hann sagðist
þeirrar skoðunar að fsraelsmenn hefðu
átt að fallast fyrr á vopnahlé en gert
hefði verið.
Síðan sagði hann: „Okkur hafa
orðið á mörg alvarleg mistök. Fyrstu
mistökin voru f Beirút. Ekki er ljóst
hvers vegna ráðizt var í þessar miklu
árásir. Ég er ekki bara að tala um hina
siðferðilegu hlið málsins þó hún sé líka
mikilvæg. En það er ekki ljóst hver
tilgangurinn var, hvað þeir ætluðu sér.
Viðbrögðin mátti líka sjá fyrir.”
Þetta var fyrsta gagnrýni Peresar á
stjórn Begins fyrir stjórn hans í
Libanon-deilunni. Áður hafði Peres
iýst því yfir að hann hygðist ekki
gagnrýna ríkisstjórnina á meðan
israelsk landsvæði yrðu fyrir árásum.
Lœknar
skipa
Walesa
að taka
sérhvíld
Læknar hafa fyrirskipað Lech
Walesa, leiðtoga óháðu verkalýðsfélag-
anna í Póllandi, að taka sér hvíld, að
því er skýrt var frá í höfuðstöðvum
Einingar (Solidarnosc) í Gdansk í gær.
Sagt var að hinn 37 ára gamli Walesa
þjáðist af þreytu eftir að hafa staðið í
eldlinunni í heilt ár.
Walesa varð leiðtogi fyrstu óháðu
verkalýðsfélaganna sem stofnuð hafa
verið innan Varsjárbandalagsins, í
kjölfar verkfallanna í skipasmiðastöðv-
unum i Gdansk í fyrra. Hann hefur
verið í forsvari verkalýðshreyfingarinn-
ar allar götur síðan, á þeim tima sem
hreyfingunni hefur tekizt að knýja
fram meiri umbætur en þekkjast innan
Varsjárbandalagsrikjanna.
1
REUTER
8