Dagblaðið - 27.07.1981, Page 11

Dagblaðið - 27.07.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent I Sara dóttir Peter Sellers: Selur fot af Britt Ektand í verzluninni Being There í verzluninni Being there í London er hægt að kaupa notuð föt. Og fötin eru af engri annarri en Britt Ekland. Það er dóttir Peter Sellers, Sara, sem rekur verzlunina, en Peter og Britt voru gift eina tíð. Sara er hins vegar dóttir Peters af fyrsta hjónabandi, en sú kona hans hét Anne Hayes. Nafnið á verzluninni er fengið frá síðustu kvikmyndinni sem Peter Sellers lékífyrir dauða sinn. Sú hét einmitt Being there og fékk góðar viðtökur, bæði gagnrýnenda og áhorf- enda. Britt Ekland og Söru hefur ætíð sem selur föt af Britt Ekland. komið vel saman og þær hafa alltaf haldið sambandi hvor við aðra. Að sögn Söru á Britt heilmikið af gömlum fötum sem hanga í klæðaskápum hennar, engum til gagns eða ánægju. Því þótti Söru alveg tilvalið að selja þau í verzlun sinni og þar kennir margra grasa. Þar ægir saman alls kyns stíl og tízku og hægt er að gera ágætis kaup í verzluninni, að sögn Söru. Þá selur Sara einnig hatta sem Britt átti. „Eg held að pabbi hefði verið ánægður með að ég stofnaði verzlun af þessu tagi,” segir Sara. Móðir pabba, Peg, rak einnig svona verzlun, svo það má segja að ég sé að halda áfram fjöl- skylduhefðinni. En hvað fannst Söru um föður sinn, kvikmyndaleikarann Peter Sellers? Ég var ánægð með að pabbi skyldi hafa sig út í að leika í Being there. Innst inni óttaðist hann oft að standa sig ekki nógu vel. Being there sannaði fyrir honum og öllum öðrum hversu góður leikari hann var. En ég held að honum hafi þótt leiðinlegt að hljóta aldrei óskarsverðlaunin. Honum fannst hann eiga þau skilið. Joan ikJókHmn þunna. Joan Kennedy hélt píanótónleika í Tórínó: Mætti til leiks í nœfur- þunnum kjól Eftir að Joan Kennedy skildi við mann sinn Ted hefur hún þurft að standa á eigin fótum. Hún útskrifaðist í vor frá tónmenntaháskóla í Bandaríkj- unum og í sumar hefur hún haldið píanótónleika víðs vegar í Evrópu. Joan er sjálfstæð kona sem gerir það sem henni sýnist. Það sýndi hún og sannaði síðast á tónleikum er hún hélt í Teatro Regio i Tórínó á Ítalíu. Joan var klædd hlíralausum kjól úr næfur- þunnu chiffon. ítalir voru hæst- ánægðir bæði með klæðnað Joan og þá ekki síður leik hennar, því hún var þrívegis klöppuð upp. Söngvarinn Harry Chapin lézt í bílslysi: Safhaði ötul- lega fé handa hungruðum heimi Söngvarinn Harry Chapin lézt nýlega í bílslysi i Bandaríkjunum. Chapin var 38 ára og var kunnur tónlistarmaður, hann gaf alls út 11 breiðskífur. Hin síðari ár var Chapin einkum þekktur fyrir baráttu sína gegn hungri í heiminum. Slysið varð á hraðbraut í Long Island. Chapin var einn í bíl sínum er hann lenti í árekstri við flutningabíl. Eldur kom upp í bíl Chapins en flutningabílstjóranum tókst að draga Chapin út úr flakinu. Hann lézt skömmu siðar á sjúkrahúsi. Harry Chapin var sonur kunns jazz- trommuleikara, en hann lærði á trompet á unga aldri. Síðar lærði Chapin á gitar en hann sló fyrst í gegn árið 1972 með laginu Taxi. Það fjallar um elskendur sem hittast í leigubíl eftir margra ára viðskilnað, hann er bílstjór- inn og hún farþeginn. Árið 1974 gaf hann út plötuna Cat’s in the Cradle sem varð gullplata fyrir mikla sölu. Auk þess að gera fjölda breiðskífna samdi Chapin tvær ljóðabækur, stjórn- aði og samdi handritið að frétta- myndinni Legendary Champions og samdi söngleik fyrir Broadway, The Night That Made America Famous. Sigldi á brim- bretti í 50 tíma samfleytt Frakkinn Stephane Peyron setti nýlega heimsmet í að vera sem lengst á seglbrimbretti. í meira en 50 klukkustundir samfleytt þeysti Frakkinn um öldur hafsins í La Baule flóa við Atlantshafsströnd Frakklands. Alls sigldi hann 292 mílur, eða um 467 kílómetra. Stephane bætti met Yann Roussel frá Martinique um rúmlega 14 klukkustundir. Harry Ctíapln var kunnur söngvari og gftarieikari en hann var 38 ára er hann lézt. Chapin hélt í seinni tíð fjölmarga tónleika til styrktar hungruðu fólki um allan heim og safnaði á þann hátt um fimm milljónum dala, jafnvirði 37,5 milljóna króna. Lafði Díana er skyld Djengis Khan Brezku dagblöðin hafa unnið kapp- samlega að því undanfarnar vikur og daga að fræða lesendur sína sem bezt þau geta um ættir, hætti og siði brúð- hjónanna. Margt skrítið hefur komið í Ijós í því grúski og eitt blaðanna upp- lýsti um daginn að lafði Diana Spencer væri skyld Djengis Khan, Mongólahöfðingjanum ógurlega sem skelfdi hina kristnu Evrópu í upphafi 13. aldar. Juan Balonso nefnist spánskur sagn- fræðingur sem er sérfræðingur í kóngaættum Evrópu og það var hann sem uppgötvaði skyldleikann. Balonso segir að Karl prins sé einnig skyldur Djengis Khan en hljótt hefur verið um þennan skyldleika hingað til. Þá á lafði Díana einnig að vera skyld El Cid, þeim mexikanska bandítt. Brimbrettísro/ð Frakkans Stephane Peyrone stóð yfír í rúmer SO klukku- stundir, heldur lengur en re/ð landa hans um Fossvoginn i hittifyrra.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.