Dagblaðið - 27.07.1981, Síða 12
'2
frfálsi, óháð daghlað
Útgefandi: DagblaðM hif.~ ,
FramkvœmdastjóH: Sveinn R. EyjóHason. Ritstjón: Jónaa Kristjánsson.
AðstoóamtstjóH: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
SkrifstofustjóH ritstjómar Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aóstoóarfróttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. ^
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urflsson, Dóra ~Stefánsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir,
Kristján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamloifur Bjamleifsson, Eirtar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Porri Sigurösson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall-
dórsson. Drorfingarstjóri: Valgerður H. Svoinsdóttir.
Ritstjóm: Siflumúta 12. Afgreiflsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverhotti 11.
Aflalsimi btaðsins er 27022 (10 linur).
Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12.
Mynda- og ptötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10.
Áskriftarverfl á mánufll kr. 80,00. Verfl í lausasöki kr. B fiO.
Vinna taki við afþrasi
Nú er að verða nóg komið af pexi um
súrál, ísal og Alusuisse. Allir málsaðilar
eru búnir að segja mörgum sinnum það,
sem þeir vilja segja. Síðustu daga hefur
fátt nýtt komið fram. Umræðan er að
verða að þrástagi.
Framundan er vinna, fremur en umræða. Annars
vegar þarf hið fyrsta að hefja viðræður við Alusuisse
um niðurstöður skýrslu brezku endurskoðendanna.
Jafnframt þarf að hefja rannsókn á rafskautakaupum
og lánakjörum ísal.
Viðræðurnar við Alusuisse munu síðan leiða í ljós,
hvort ástæða er til málshöfðunar eða ekki. Til öryggis
er rétt að hefja strax undirbúning slíkrar málshöfð-
unar, bæði til að flýta fyrir og til að sýna festu.
Rétt er að leggja áherzlu á, að Morgunblaðið er á
villigötum í áherzlunni á heildarmynd viðskipta ísals
og Alusuisse. Hún kemur í ljós á sínum'tíína, en nú
strax er hægt að skoða samningsrof í súfálsviðskiptum.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur í
stórum dráttum slegið sér upp á máli þessu. Enda veitti
honum ekki af, eftir þann álitshnekki, sem hann beið í
vetur vegna seinagangs og tvístigs í virkjanamálum.
Þá fékk hann orð fyrir að vera lítill framkvæmda-
maður, en þeim mun meiri maður pappírsgagna. Síðari
hæfileikinn hefur nýtzt honum betur í súrálsmálinu,
enda segja menn nú, að hann hefði orðið ágætur
endurskoðandi!
Efnislega séð hefur Hjörleifur gengið nokkrum
sinnum of langt. Alusuisse var hvorki í vetur né nú
satt að sök. Sökin er aðeins líkleg, ekki 100%
örugg. Málið hefur ekki enn komið fyrir dóm, hvað
sem síðar verður.
Pólitískt hefur Hjörleifur hins vegar náð þeim
árangri að einangra þingflokk sjálfstæðismanna og
Morgunblaðið í einhverri mestu stjórnmálafýlu síðustu
ára. Þetta bragð hefur gert honum kleift að halda
þjarkinu áfram.
Morgunblaðið hefur að undanförnu verið nánast ein
samfelld varnarræða fyrir Alusuisse og árás á Hjörleif.
í öllu því flatarmáli fer mjög lítið fyrir stuðningi við,
að haldið verði á málinu af festu, þótt hann sjáist
endrum og einsJ
Hitt málgagn þingflokks sjálfstæðismanna hefur
hins vegar ekki fallið í þessa gryfju. Vísir hefur meira
að segja varað við henni. Og Alþýðuflokkurinn hefur
líka tekið tiltölulega skynsamlega á málinu og ekki
lagzt í sjálfvirka stjórnarandstöðu.
Morgunblaðið hefur átt einkar erfitt með að stöðva
sig á fluginu. Það flytur daglegar breiðsíður um mistök
Hjörleifs, mikilvægi ísals og göt á skýrslu hinna
brezku endurskoðenda, eins og það sé málgagn Alu-
suisse.
Þjóðviljinn hendir þetta allt á lofti og notar til að
halda þrasinu áfram. Hjörleifur hefur lýst sérstökum
fögnuði yfir mikilli útbreiðslu Morgunblaðsins. Og
jafnframt er teygður lopinn í ferðasögu Inga R. Helga-
sonar til Ástralíu.
Moldviðrið fer nú senn að lægja, enda tími til
kominn. Komið hefur í Ijós, að málsaðilar eru ekki
sammála um túlkun atriða. Niðurstaða fæst aldrei á
málfundi fjölmiðlanna, heldur verður samkomulag
eða dómstóll að skera úr.
Svo vel vill til, að samningur er um viðskiptin og um
meðferð deilumála sem þessa. Það hlýtur að vera hægt
að finna, hvort eitt eða fleiri ákvæði þessa samnings
hafa verið brotin. Það er sú vinna, sem nú skiptir máli.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981.
BURTMED
ERLENDA
ST0RIÐJU
Nú er það komið á daginn, sem
margan grunaði, að ekki er allt með
felldu í viðskiptum Alusuisse og hins
„íslenska” dótturfyrirtækis þess,
ÍSAL. Um árabil hefur Elías
Davíðsson kerfisfræðingur unnið að
rannsóknum á starfsemi auðhringa
og þá einkum þeirra er starfa hér-
lendis. Af greinaskrifum hans að
dæma, hefur honum þótt margt
grunsamlegt. Allar umleitanir hans
um aðrar upplýsingar en þær sem
liggja á lausu opinberlega hafa farið í
ruslakörfuna hjá hinum háu herrum
auðsins.
Tap hór en grófli þar
Á sínum tíma benti Elías á bað.
að á meðan forkólfar ÍSAL
auglýstu tap á fyrirtækinu gerðu for-
kólfarnir í Sviss grein fyrir því að
gróðinn af dótturfyrirtæki Alusuisse
á íslandi hafi verið notaður til að
dekka halla á rekstri fyrirtækja
annarstaðar í heiminum. Á þessi orð
Elíasar var ekki hlustað. Ragnar ál-
forstjóri gerði hins vegar Eliasi svo
hátt undir höfði að senda honum
margar háðsglósur í blaðagreinum,
en sá hlær best sem síðast hlær.
Fyrirtæki eins og Alusuisse er
alþjóðlegur auðhringur, sem starfar
með fjölda dótturfyrirtækja. Að
bókfæra tap og gróða er reiknings-
kúnst þeirra talnameistara sem
hringnum stýra og er þá seglum
hagað eftir vindi. Hvort tölur
, .hækki í hafi” eða „Iækki í lofti”
gildir einu bara að það þjóni hags-
munum auðhringsins^i taflinu um
völdin á markaðinum. Hvort gróðinn
komi fram hér eða þar gildir einu því
hann endar alltaf á sama stað — hjá
miðstöð hringsins.
Meirihluti —
minnihluti?
Um það hefur oft verið skrifað að
björninn sé unninn við að íslendingar
eignist meirihluta í fyrirtækjum eins
og ÍSAL. Víst er að fyrirtæki sem er
að meirihluta í eigu íslendinga, er
ekki dótturfyrirtæki erlendra
auðhringa. Stýring slikra fyrirtækja
verður að líkum með öðrum hætti og
koma má í veg fyrir millifærslur á
gróðaíbókhaldi.
Setjum svo að ÍSAL væri íslenskt
fyrirtæki. Þá væri það samt í fyrsta
lagi háð erlendum auðhringum um
hráefni, í öðru lagi um margvísleg
aðföng, svo sem rafskaut (á meðan
þau eru ekki framleidd hérlendis) og
þriðja lagi um markaði. Þetta síðasta
er öllu erfiðast vegna þess að
auðhringa háttur er sá að hirða
gróðann í síðasta lið, þ.e. við loka-
sölu fullunnins hráefnis.
Markaðurinn er lokaður, honum
hefur verið skipt upp á milli
auðhringa, sem ógjarnan vilja hleypa
öðrum að.
í báðum tilfellum — meirihluta-
eign og minnihlutaeign — er um að
ræða að gera verður samninga við
erlenda. Fyrir íslendinga hlýtur slík
samningsgerð að vera erfið vegnaþess
hve smá í sniðum fyirtækin hérlendis
eru og lítill hluti markaðarins. Eftir
stendur spurningin um það hvort það
sé yfirhöfuð rétt stefna að nýta
dýrmæta orku landsins til að vinna úr
hráefni sem flytja þarf til landsins ef
ekki er hægt að vinna úr fullunnu
hráefni í landinu.
Stóriflja hefur
verið fyrir hendi
Á sama tíma og hefðbundnar
íslenskar atvinnugreinar þurfa að
greiða miklu hærra raforkuverð en
t.d. ÍSAL og Járnblendið er há-
stemmd umræða um að auka enn
erlend ítök í stóriðju. Um langan
aldur hefur verið rekin hér á landi
stóriðja í fiski, reyndar ekki í einu
risastóru fiskiðjuveri, heldur dreifð
um land allt. Fiskstóriðjan hefur
verið einokuð af tveim hringum, SH
og SÍS, sem starfa samkvæmt lög-
málum auðhringa og hirða gróðann
af iðjunni í síðasta lið hennar,
sölunni erlendis. Sá gróði hefur ekki
komið rekstrinu hérlendis til góöa á
annan hátt en þann að búið er að
festa stærsta hluta fisksölunnar við á-
kveðinn markað, sem er í þokkabót
tiltölulega ótryggur. Þessi stjórn-
sýslan er hvorki sjómanna né fisk-
verkafólks, heldur stjórnast allt af
hagsmunum dótturfyrirtækja SH og
SÍS i Bandarikjunum. Fyrirtæki þessi
ráða það stórum hluta fisk-
markaðarins i Bandaríkjunum að
þau hafa verulega mikil áhrif á
markaðsverðið. Þetta á ekki síst við
nú á síðustu árum eftir að fyrirtækin
hafa byggt upp miklar birgða-
geymslur sem auðvelda þeim
stjórnun á markaðsverðinu. Þess
vegna geta þau með einföldum
tilfæringum hækkað fiskverðið ögn
til að liðka til fyrir samninga
sjómanna og ákvörðun fiskverðs til
sjómánna og útgerðar og svo lækkað
verðið á ný til að auka eigin gróða og
skapa erfiðleika við útgerð og í
fiskvinnslu hérlendis. Sá er háttur
auðhringa og hann er í mikilli and-
stöðu við hagsmuni vinnandi fólks og
raunar þjóðarbúsins alls. Færi niður-
Flugleiðir:
A 0RUGGRI
LEIÐ UPP ÚR
ÖLDUDALNUM
í kjallaragrein Geirs R. Andersen
sem birtist í Dagblaðinu 13. júlí sl.
eru málefni Flugleiða rædd, en mjög
hallað réttu máli í veigamiklum at-
riðum. Stjórnendur félagsins eru
sakaðir um vanhæfni og allt að því
misferli. Engin rök eru hins vegar
færð fyrir þessu og liggur næst að
ætla að þessi fyrrverandi starfsmaður
Flugleiða láti fremur stjórnast af
skapsmunum en rökhyggju.
Allt frá því að rógurinn um
Flugleiðir upphófst veturinn 1978,
þegar sýnt var að Norður-Atlants-
hafsflug félagsins yrði rekið með
stórfelldu tapi, hafa fjölmiðlasjúkir
einstaklingar reynt að gera sér mat úr
erfiðleikunum. Stjórnendur félagsins
brugðust hins vegar við með festu og
um þessar mundir er félagið á
greinilegri uppleið þó ennþá séu
ærnir erfiðleikar á veginum.
í skýrslu, sem stjórn Flugleiða lét
taka saman um fjárhagslega stöðu
félagsins og send var sam-
gönguráðherra 8. september 1980
segir að samkvæmt bréfi endur-
skoðenda félagsins og miðað við þær
forsendur sem þar eru raktar, sé
endurmetið eigið fé félagsins 30. júní