Dagblaðið


Dagblaðið - 27.07.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 27.07.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. 23 ÓVENJULEG TÍK —eða skyldi tíkin verahundur? Kettlingurinn fær sér sopa hjá Tínku. DB-mynd Christa Andrésson. Byggingarnefnd BSRB: Gerð sumar- húsanna boðin út á næstunni —Hugmyndin var að reyna að notast við eitthvert af þeim húsum, sem okkur buðust, en þegar til kast- anna kom uppfyllti ekkert húsanna þær kröfur sem við gerðum, sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, i samtali við DB er hann var spurður hvað liði út- boði byggingarnefndar BSRB á sumarhúsum fyrir bandalagið. Haraldur sagði að arkitektar BSRB væru nú að teikna sumarhús sem siðan væri hugmyndin að bjóða út. Útboðsgögn yrðu væntanlega til einhvern timann á næstunni þannig að verkið yrði boðið út fyrir haustið. Ætlazt væri tíl að unnið yrði að gerð sumarhúsanna f vetur og þau tilbúin i vor. —Ég á von á þvi að sú áætlun sem við gerðum standist nokkurn veginn þrátt fyrir að við þurfum að bjóða verkið út að nýju, sagði Haraldur. Nú væri verið að skipuleggja sumar- húsasvæðin við Eiðar og Stóru- Skóga, þannig aö allt ættí að vera tíl- búið fyrir uppsetningu húsanna næstasumar. -ESE. Sigmarí Mörk umsig Sigmar Benjamínsson I Mörk á Kópaskeri slœr um sig I garðinum og ristir niöur grasið með orfi og Ijá. Hann sagðist vera að slá blettinn öðru sinni I sumar ogfóðraði grasið á áburði milli slátta. Enda vargarðurinn grösugur veL ■ARH/DB-myndSig. ÞorrL Tinka nefnisttik ein hér i borg. Á sú helma að Brekkustig ÍSB. Tíkin er um marga hluti sérstök. Litur hennar er óvenjulegur fyrlr hunda. þar eð hún er bröndótt. t vor var hún meö fjóra kettlinga á spena og ofan á allt saman lelkur vafi á um kynferðl hennar. Að ytra byrði virðist Tinka ósköp venjuleg tfk og þótt hún væri orðin eins og hálfs árs gömul og befði aldrel átt hvolpa fannst elgendum hennar, Unnari og Christu Andrés- son, ekkert einkennilegt við hana. En stór og mikill labrador-hundur, er kom i heimsókn, var fljótur að flnna ýmislegt að Tinku. Inni i legi hennar voru nefnilega fullsköpuð karlkyns kynfæri, agnariftill getnaðarllmur og pungur. Þar með var orsöldn fyrir getuleysi Tinku komin i Ijós. Hér k myndunum má sjá Tfnku ásamt Unnari og á hinni myndinnl er tikin með hinn siðasta af kettlingunum i spena. Vel fór á með þeim skepnum, eins og reyndar ætið hefur mátt segja um heimilisdýrin að Brekkustig 15B. SA/DB-myndir: Chrísta Andrésson og Bj. Bj. Unnar með tikina merkilegu. DB-mvnd Sieurður Þorri. I gamla daga var hægraö fábilaleigubíl í London ítvodaga fyrir aöeins £22 Þaö er hægt ennþá! Þú þarft ekki að gera langar áætlanir fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta gististaðinn, en móttökustjórinn þar sér um að bóka þig á það næsta - og síðan koll af kolli. Þú ákveðurvega- lengdina, sem þú ætlar að aka í einu, og átt vísan gististað þegar þú kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin vali. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en England heldur áfram að vera hrífandi. Þú kynnist því best á bíla- leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleið- um kostar aðeins kr. 2.465.- FLUGLEIÐIR Traust fólkhjá góóu félagi Margir halda að bílaleigubílar séu svo dýrir, að það sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þettaermikill misskilning- ur. Hér einu sinni var hægt að fá leigðan bíl í tvo daga t.d. laugardag og sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b. £25 sterlingspund. Þetta er hægt ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu. Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini Metro fyrir £11,00 ádag, og 100 mílur innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat Strada £12.00 ádag. Svo eru sumir sem segja að England I sé dýrt land.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.