Dagblaðið - 27.07.1981, Page 16

Dagblaðið - 27.07.1981, Page 16
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. Veðrið Gert er ráfl fyrir haogri breytiiegri átt og suflveatanátt vfflast hvar á landinu (dag. Búast má vlfl skúrum á vestanverflu Veshirlandl en léttir til austan til þegar Kflur á daglnn. Klukkan 6 var suflsuflvestan 2, úr- kuma Ofl B.tifll Roykjuvík, sufivestan 3, alskýjafl og 9 stig á Gufuskálum, breytileg átt 1, súld og 9 stig á Galtar- vla, norflnorflvestan 3, ahkýjafl og 7 stig á Akureyri, norflvestan 4, skýjafl og ð stig 6 Raufarhöfn, norflvestan 1, alskýjafl og 10 stig á Dalatanga, breytileg átt 1, þokumóða og 10 stig á Hflfn og vestsuflvestan 3, úrkoma og 8 stig á Stórhöffla. ( Þórshflfn var skýjafl og 10 stig, skýjafl og 14 stig ( Kaupmannahflfn, skýjafl og 16 stig ( Osló, þokumófla og 16 stig (8tokkhólml, skýjafl og 16 stig ( London, abkýjafl og 14 stig ( Hamborg, skýjafl og 16 stig ( Parls, helflrflct og 18 stig (Madrld, helflskírt og 21 stig (Ussabon og þrumur og 24 stig (New York. Andlát Hulda Þórhallsdóttir, sem lézt 17. júlí, fæddist 29. júní 1912 á Höfn í Horna- firði. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Friðgeirsdóttir og Þórhallur Daníels- son. Árið 1932 giftist Hulda Knúti Kristinssyni, bjuggu þau i Garði í Hornafirði og var Huida símstöðvar- stjóri þar um árabil. Frá Hornafirði fluttust þau að Reykhólum á Barða- strönd og þaðan að Laugarási í Bisk- upstungum. Síðan bjuggu þau í tvö ár i Flatey á Breiðafirði. Loks settust þau að í Reykjavik þar sem þau bjuggu síðan. Þau Hulda og Knútur ólu upp eina kjördóttur. Bergþór Þorsteinsson frá Þuríðar- stöðum, sem lézt 5. júli, fæddist 9. febrúar 1900 á Víðivöllum í Fljótsdal. Foreldrar hans voru Maria Einarsdóttir og Þorsteinn Jónsson. Árið 1938 réðst Bergþór sem vinnumaður til kaup- félagsstjórans á Reyðarfirði. Bjó Berg- þór þar til ársins 1962 en þá fluttist hann til Akureyrar. Á Reyðarfirði vann hann hjá KHB við skipaaf- greiðslu og á Akureyri vann hann hjá KEA, fyrst í sútunarverksmiðju en síðan lengi i kjötiðnaðarstöð KEA. Árið 1942 kvæntist Bergþór Ágústu D. Ásmundsdóttur. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp bróðurdóttur Berg- þórs. Bergþór var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 10. júlí. Sveinn Kr. Jónsson, fyrrverandi verk- stjóri frá Flateyri, Stórholti 29 Reykja- vík, sem lézt 21. júlí í Landspítalanum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 28. júli kl. 13.30. Erikka Guðmundsdóttir, Hjallabraut 23-Hafnarfirði, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði þriðju- daginn 28. júli kl. 15.30. Rannveig Karlsdóttlr, Engjaseli 13, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Aflalbjörg Stefánsdóttlr, sem lézt 18. júll, fæddist 11. september 1886 á Hjaitastað i Hjaltastaðaþinghá. For- eldrar hennar voru séra Stefán Péturs- son og Ragnhildur Björg Metúsalems- dóttir. Aðalbjörg fluttist ung með móður sinni til Reykjavikur og svo þaðan til Seyðisfjarðar. 12 ára að aldri fluttist hún með móður sinni að Valla- nesi. Aðalbjörg stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavik og lauk baðan námi. Svo fór hún á namskeið i mjólkuriðnaði á Hvanneyri og réðst síðan sem rjómabússtýra að Rauðalæk i Holtum eitt sumar. Árið 1911 giftist Aðalbjörg Guðmundi Þorbjörnssyni, bjuggu þau fyrst að Vallanesi en fluttust síðan til Seyðisfjarðar. Árið 1947 fluttust þau til Reyðarfjarðar en árið 1955 til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Aðalbjörg bjó lengst af hjá dóttur sinni en siðustu mánuðina dvaldist hún á sjúkrahúsi. Þau Aðal- björg og Guðmundur áttu 6 börn. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 27. júlí, kl. 15. Sigriflur Ólafsdóttir verður jarðsungin frá Breiðuvíkurkirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 14. Helgi Salómonsson frá Ólafsvík, Álfta- mýri 2, lézt á Landspítalanum 22. júlí. Sölvi Blöndal lézt i Uppsölum 11. júlí. Jarðarförin hefur farið fram. Marta Finnbogadóttir. Nökkvavogi 18, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. V. Gunnar (Kristófersson) Eyjólfsson lézt af slysförum í Fort Lauderdale, Florida, 16. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Sólvallagötu 51, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 10.30. t 'í>róttir ^ (slandsmótið f knattspyrnu Mánudagur 27. júli Laugardalsvöllur Valur-FH 1. dcild kl. 20. Keflavikurvöllur ÍBK-Haukar 2. deild kl. 20. AkraneavöUur ÍA-KR 5. fl. A kl. 20. Vallargerfllsvöllur UBK-Leiknir 5. fl. A kl. 20 Valsvöllur Valur-Fylkir 5. n. A kl. 19 Heiflarvöllur ÍK-Ármann 5. fl. B kl. 20. Varm&rvöllur Afturelding-Selfoss 5. fl. B kl. 20 ÞróttarvöUur Þróttur-Haukar 5. fl. B kl. 20. Grindavikurvöllur GrindavUc-Reynir S. 5. fl. C kl. 20. Fundir AA-samtökin í dag mánudag veröa fundir á vegum AA-samtak-, anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) grasna húsiö kl. 14, 21 og kvennadeild uppi kl. 21. Tjarnargata 3 (s. 91-16373) rauöa húsiö kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinn) kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39.........21.00 Dalvík, Hafnarbraut4...................... 21.00 Hafnarfjörður, Austurgata 10.............. 21.00 Hvammstangi, Bamaskóli.................... 21.00 Mosfellssveit, Ðrúarland.................. 21.00 Raufarhöfn, Hótel Norðurljós.............. 21.00 Selfoss, (99-1787) Selfossvegi 9.......... 21.00 Suöureyri Súgandaflröi, Aöalgata.......... 21.00 Vestm.eyjar, (98-1140) Heimagata 24 ....... 20.30 f hádeginu á morgun, þriöjudag, veröa fundir sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsiö kl. 14, Tjamargata 3, rauöa húsiö, samlokudeild kl. 12, Keflavikurflugvöllur kl. 11.30. Ferdalog Ferðafólag íslands Ferðir um verzlunarmannahelgina 31. júlí-3. ágúst. 1. 31. júlí: kl. 18. Strandir-Ingólfsfjörður-Ófeigs- flöröur. 2.31. júlikl. 18. Lakagigir. 3. 31. júli kl. 20. Þórsmörk-Fimmvörðuháls-Skógar 31. júlikl. 20. Þórsmörk-Fimmvörðuháls-Skógar. 4. 31. júli kl. 20. Landmannalaugar-Eldgjá. 5. 31. júlí kl. 20. Skaftafell. 6. 31. júli kl. 20. Öræfajökull (jöklabúnaöur). 7. 31. júlí kl. 20. Álftavatn-Hvanngil-Emstrur. 8. 31. júli kl. 20. Veiðivötn-Jökulheimar. UM HELGINA AF 0BÓK0NSERTUM Það skiptir alveg í tvö hom með helgardagana tvo, laugardag og sunnudag, hjá blessuðu útvarpinu. Laugardagurinn er tiltölulega léttur og áheyrilegur en sunnudagurinn þungmeltur. Þessi skipting er skiljan- leg en með öllu óþörf, a.m.k. yfir sumarmánuðina. Fólk er, heima I rólegheitum eða á ferð i bílum sínum og vill án efa létta dagskrá. Þessu nær laugardagurinn, að undanskildum síðdegistónleikum og söngvum í léttum dúr svokölluðum. Þessi herlegheit standa hátt á annan tima eða frá kl. 17—18.45. Með fullri virðingu fyrir óbókonsertum, horn- konsertum og öðru álíka uppbyggi- legu, þá ætti að kippa þessu út af dagskránni. Konserta þessa er hægt að flytja siðar og þá á öðrum tíma sólarhringsins. Verst er þó að sá grunur læðist að manni að þeir sem unun hafa af þessari tónlist eigi sér góð hljómfiutningstæki og hlusti fremur á óbóin og hornin af plötum en úr útvarpi. En yfirhöfuð er laugar- dagurinn góðyr. En sértu á ferð í bíl á sunnudegi þá er ekkert grín að opna útvarpið og vei þeim sem ekki eiga þokkaleg biltæki sem gleypa í sig snældur eða kass- ettur eins og þær heita vist. Sem dæmi úr dagskrá gærdagsins má nefna morguntónleika i klukku- tima þar sem framin voru tónaljóð. Ekki tók betra við er ferðalangurinn hafði rifið í sig hádegishamborgar- ann á áningarstaðnum við þjóðveg- inn. Hádegistónleikarnir stóðu í nær- fellt tvær stundir og ættu menn að átta sig á innihaldinu þegar flytj- endur eru nefndir, t.d. Ríkishljóm- sveitin í Dresden, Útvarpshljómsveit- in 1 Berlin svo ekki sé minnzt á Fílhar- móníuhljómsveit sömu borgar. Endurtekinn bítlaþáttur bjargaði meltingu hádegishamborgarans, en öreigapassían á sjötta tímanum setti innyflastarfsemina aftur úr skorðum. Ef við reiknum með því að vísitölu- ferðamaðurinn nái heim úr helgar- ferðinni um kvöldmatarleytið er hann hólpinn. Þá getur hann kveikt á vídeóinu. Hafi hann hins vegar tafizt, t.d. skoðað apann í Hveragerði lengur en ætlað var, þá er ekki ólik- legt að sónata Schuberts i a-moll hafi hljómað er hann ók heim tröðina. Við blðum og sjáum hvað gerist um verzlunarmannahelgina. - JH P.s. Ég gleymdi að geta þess að sónata Schuberts var þessi númer 143. - Sami. 9. 31. júlí kl. 20. Hveravellir-Þjófadalir-Kerlinga- fjöll-Hvítárnes. 10. 31. júli kl. 20. Hrútfell-Fjallkirkjan (gönguferð m/útbúnað). 11.1. ágúst kl. 08. Snæfellsnes-Breiðafjarðareyjar. 12. 1. ágúst kl. 13. Þórsmörk (3 dagar) Allar upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Útivistarferðir Verzlunarmannahelgin 1. Þórsmörk, tvær ferðir, gist í húsi. 2. Hornstrandir, 3. Snæfellsnes, 4. Dalir — Akureyjar, 5. Gæsavötn — Trölladyngja — Vatnajökull. Ágústferflir Hálendishringur 6. ágúst 11 dagar. Grænland 6. ágúst vika í eystri byggð. Sviss 15. ágúst vika í Bemer Oberland Borgarfjöröur (eystri) 14. ágúst 11. dagar. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjar- götu 16 a. sími 14606. Aukin tæknivæðing í innréttingaf ramleiðslu hjá Axeli Eyjólfssyni hf. Fyrir skömmu tók húsgagnaverzlun Axels Eyjólfs- sonar h/f í notkun ný tæki við lökkun innréttinga- framleiöslu sinnar og hafa erlendir sérfræðingar að undanförnu unnið viö uppsetningu og ráðgjöf um notkun þeirra. Um leið hefur í fyrsta sinn verið stigið hérlendis nýtt skref í átt til aukinnar tæknivæðingar sem hefur á undanförnum árum rutt sér mjög til rúms viöa erlendis og þykir líkleg til þess aö verða nánast allsráðandi í framtíðinni. Hér er um að ræða svokallaöa UV-lökkun sem pressast í sérstökum tækjabúnaði óvenju vel inn i viðinn og þurrkast siðan á nokkrum sekúndum í út- fjólubláum geislum. Eru þeir ófáir sem líkja þessari tæknibreytingu við stökkið stóra þegar hætt var að pensillakka allar innréttingar fyrir nokkrum árum. Hagkvæmni UV-lökkunar er umtalsverð. Meðal hagræðingaratriða má nefna minni lakknotkun, meiri framleiðsluhraða og margfalt styttri þurrkunar' tíma, auk þess sem unnt er að minnka þurrkgeymslupláss verulega. Nýja lakkvélin er frá v-þýzka fyrirtækinu Hymmen. UV-lakkið er flutt inn til landsins af Efnissölunni h/f en framleiðandi er sænska fyrirtækið Beckers. Samhliða lökkunartækjunum hefur nú veriö tekin í notkun ný spónapressa frá Sennerskov og er það fyrsta alsjálfvirka pressan sem kemur hingað til lands. Á þessum sömu tímamótum hefur verið tekið í notkun stórt viðbótarhúsnæði og hefur framleiðslusvæði verksmiðjunnar þá| tvöfaldast. Með nýjum tækjum og nýju húsnæöi hefur framleiðslugeta Axels Eyjólfssonar h/f aukizt um 100%. Er vonast til þess að fyrir vikið verði unnt að auka alla hagræðingu verulega, jafnt fyrir verk- smiðjuna og viðskiptavini hennar. Netagerðin Ingóifur í Vestmannaeyjum kominínýtt húsnæði Nú er eitt ár liðið síðan Netagerðin Ingólfur í Vest- mannaeyjum flutti í nýtt hús sem er reyndar viðbygging við það gamla. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 og byrjaði þá í 200 fermetra húsi, en nú er vinnurýmið 980 fermetrar. Nýja viðbyggingin er 4300 rúmmetrar, þar af er nótageymsla sem er 25001 rúmmetrar alls. Er hægt að geyma þar 40 loðnu- og síldarnætur í eldheldum geymslum. Á myndinni má sjá Ingólf.Theódórsson netagerðarmann og eiganda Netagerðarinnar Ingólfs í hinu nýja húsi. DB-mynd RS.1 Norrænir fjölmiðla- fræðingar koma saman í Reykjavík Norrænir fjölmiðlafræðingar halda fimmtu ráð- stefnu sína dagana 16.—19. ágúst nk. Þessar ráðstefnur eru haldnar reglulega annað hvert ár og skiptast aðildarlöndin á um að bjóða til þeirra. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram í Reykjavík í boði félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Undir- búningur hefur verið í höndum 10 manna nefndar og; eru Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður og Þorbjörn Broddason dósent íslenzkir fulltrkúar í henni. Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar í Reykjavik er spurningin: ,,Geta boðskiptarannsóknir breytt fjöl- miðlunum?” Fengnir hafa verið fjórir fyrirlesarar og fjórir andmælendur til að reifa þessa spurningu og munu þessar umræður dreifast á alla ráðstefnudagana. Auk þessa hafa væntanlegir ráðstefnuþátttakendur skipt sér niður í 9 vinnuhópa er hafa flestir starfað bréflega nú um'nokkurra mánaöa skeið. í þessum hópum verður lagður fram mikill fjöldi greina um ýmis efni. Að ráðstefnunni lokinni er áformað að gefa út í sérstöku riti hinar fjórar aðalræður unnar og úrval þeirra greina sem lagðar verða fram. Auk þess verður þátttakendatal og annar fróðleikur í þessu riti. Ráðstefnuna munu sækja nálægt 140 manns frá öllum Norðurlöndum. íslenzkir þáttakendur verða eitthvað á annan tug. Meðal viðburða á ráðstefnunni verður kynning á islenzkum fjöl- miðlum og munu frummælendur þar verða ritstjór- arnir Björn Vignir Sigurpálsson og Einar Karl Haraldsson. Þeim sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna eða einhvem hluta hennar er bent á að snúa sér til Þorbjarnar Broddasonar eða Sigurveigar Jónsdóttur. Gjafir berast til styrktar rannsóknum í dulsálarfræði við HÍ Eftirfarandi gjaflr hafa borizt, sjóði til rannsókna i dulsálarfræði: I. Þ. kr. 2.250, K. J. 400, J. J. 1.000, K.V. 250, S. R. F. I. 3.000. Stjórn sjóðsins þakkar þessar rausnarlegu gjafir. Gjöfum til sjóðsins, sem eru frádráttarhæfar við skattaframtal, er varið til styrktar rannsóknum í dul- sálarfræði við Háskóla íslands. Póstgíróreikningur sjóðsinser 60600-6. EIDFAXIC6/7 Hestafróttablaðið Eiðfaxi er komið út Fyrir nokkru kom 6 tbl. Eiðfaxa út, útgefandi er^ Eiðfaxi hf., Reykjavík. Ýmislegt efni er í blaðinu m.a. ritar Sigurður O. Ragnarsson, hugleiðingu um gerð keppnisvalla fyrir íslenzk hross, spjallað er við Einar Höskuldsson um viljaprófun. Guðmundur Óli ólafsson skrifar um Ættbók og sögu, Gunnars Bjarnasonar. 1 blaðinu eru einnig birt úrslit frá| ýmsum hestamannamótum sem haldin hafa veríð i sumar. Hjóli stolið í Hafnarfirði Þann 21. júlí sl. var hjóli stolið frá Engidalsbama- skólanum i Norðurbæ Hafnarfjarðar. Eigandi hjólsins sem er lítil stúlka var þar að leik og skildié* hjólið við sig í svo sem 20 mín. og var því stolið á meðan. Hjólið er af Inter-sport gerð og er appelsínugult að lit. Búið er að leita í nágrenninu og lögreglan veit af þvi að þess er saknað en ef einhver skyldi vita eitthvað um það er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 52945 sem fyrst. Lánskjaravísitala fyrir ágústmánuð Meö tilvísun til 39. gr. laga nr. 13/1979 hefur Seölabankinn reiknað út lánskjaravísitölu fyrir ágúst- mánuð 1981. Lánskjaravísitala 259 gildir fyrir ágústmánuð 1981. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Arnarfell .....29/7 Arnarfell ......12/8 Arnarfell ......26/8 ANTWERPEN: Arnarfell ......30/7 Arnarfell ......13/8 Arnarfell ......27/8 GOOLE: Arnarfell ......27/7 Arnarfell ......10/8 Arnarfell ......24/8 LARVÍK: Helgafell ......30/7 Helgafell ... 10/8 Helgafell ......24/8 GAUTABORG: Helgafell ......29/7 Helgafell .... 11/8 Helgafell ......25/8 Lok humarvertíðar Þann 20. júlí sl. var humarafli á yfirstandandi vertíö orðinn tæpar 2200 lestir, en heildarkvótinn var ákveðinn 2700 lestir í upphafi þessarar vertíðar. Miðað við veiði aö undanförnu má ætla, að heildaraflinn náist í fyrri hluta ágústmánaðar og hefur ráöuneytið því ákveðið, að síðasti veiðidagur þessarar vertiðar verði miðvikudagurinn 12. ágúst nk. Minningarspjöld A Minningarspjöld Blindrafélagsins fást á skrifstofu Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, sími 38180 og hægt er að fá þau afgreidd með símtali. Ennfremur eru þau afgreidd i Ingólfsapóteki, Iðunnar apóteki, Háaleitisapóteki, Vesturbæjarapóteki, Garðs apóteki, Kópavogsapóteki, Apóteki Hafnarfjarðar, Apóteki Keflavíkur, Apóteki Akureyrar og hjá Ástu Jónsdótturá Húsavík. KAUPMANNAHÖFN: Helgafell . .......28/7 Helgafell .........12/8 Helgafell .........26/8 SVENDBORG: Helgafell .........27/7 Dísarfell..........29/7 Helgafell .........13/8 Helgafell .........27/8 HELSINKI: Dísarfell..........24/7 Dísarfell..........19/8 GLOUCESTER, MASS: Jökulfell..........31/7 HALIFAX, KANADA: Jökulfell .........3/8 GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- Nr. 138 — 24. júlf 1981 , gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,466 7,486 8,234 1 Steriingspund 13,629 13,866 15,253 1 Kanadadollar 6,130 6,147 6,762 1 Dönskkróna 0,9744 0,9770 1,0747 1 Norskkróna 1,2196 1,2230 1,3463 1 Sœnsk króna 1,4367 1.4396 1,5838 1 Finnskt mark 1,6396 1,6440 1,8084 1 Franskur franki 1,2844 U879 1,4167 1 Belg. franki 0,1866 0,1870 0,2067 1 Svissn. franki 3JÍ376 3,5471 3,9018 1 Hollenzk florina 2,7470 2,7644 3,0298 1 V.-þýzkt mark 3,0674 3,0666 3,3722 1 ftöisk l(ra 0,00614 0,00616 0,00678 1 Austurr. Sch. 0,4349 0,4361 0,4787 1 Portug. Escudo 0,1147 0,1160 0,1266 1 Spánskur peseti 0,0760 0,0762 0,0838 1 Japanskt yen 0,03179 0,03187 0,03606 1 Irskt Dund 11,138 11,166 12,283 SDR (sórstök dráttarréttindi) 8/1 8,4472 8,4699 • - - Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.