Dagblaðið - 27.07.1981, Blaðsíða 18
26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLl 1981.
Tr- JÓN L. ÁRNAS0N 2 ipiajl
SKRIFAR UM SKÁK iS- . . '*r' ifj m m
Sviptingar á Norðurlandamótinu:
STÓRMEISTARINN FÉLL
Á TÍMA í 16. LBK!
—fann enga
leiðtil þess
aðbjarga
drottningunni
Á laugardag hófst keppni 1 Öörum
flokkum en úrvalsflokki á Norður-
landamótinu í skák og var því að
vonum llf og fjör í MH. Hins vegar
var eins og þessi óvasnta fjölgun
hefði sett keppendur I úrvalsflokki úr
jafnvægi, því taflmennska þeirra var
með daufara móti. Einungis Margeiri
tókst að knésetja Færeyinginn, en
fjórum skákum lauk með jafntefli.
Sú fimmta fór í bið og er mjög jafn-
teflisleg . Áhorfendur fylgdust jafn-
vel meira með keppninni í hinum
flokkunum, enda tefla menn þar fyrir.
ánægjuna og æfinguna. Fórna
mönnum á báðar hendur án þess að
depla auga og skammast sln ekkert
þótt allt fari í vaskinn. Lítum á um-
ferðir helgarinnar:
2. umferð: Fjörugar skákir.
Úrvalsflokkur átti athygli áhorf-
enda óskipta á föstudag, en þó var
tefld önnur umferð. Barátta var
mikil í skákunum og sumar hverjar
voru býsn fjörugar. Einungis tvö til-
þrifalitil jafntefli sáu dagsins ljós,
sem verður að teljast gott. Sverre
Helm (Noregi) og Jens Krlstiansen
(Danmörku) sömdu eftir 17 leiki og
þeir Helgi og Guðmundur eftir 19
leiki. íslendingarnir fengu upp sömu
stöðu og Fischer og Filip á milli-
svæöamótinu á Mallorka 1970, en
með breyttri leikjaröð. Guömundur
varaðist hættuna i tíma og féll ekki í
sömu gryfjuna og Filip. Eftir stór-
felld uppskipti blasti jafnteflið við.
Skák umferðarinnar var vafalítið
viðureign Helmers og Rantanen:
Hvitt: Helmers
Svart: Rantanen
Kóngslndversk vörn.
1. Rf3 g6 2. d4 Rf6 3. c4 Bg7 4. g3
0-0 S. Bg2 g6 6. 0-0 Rbd7 7. Rc3 eS 8.
e4 c6 9. b3 He8 10. h3 exd4 11. Rxd4
RcS 12. Hel I)b6 13. Be3 aS 14. Hbl
Helmers sagðist hafa fengiö þessa
stöðu áður, á „helgarmóti” I Noregi.
Næsti leikur Finnska stórmeistarans
er nýr af nálinni.
14. — Db477 15. RdbS! cxbS 16.
RxbS
Eins og sjá má sleppur svarta
drottningin ekki úr prísundinni og
gegn hótuninni 17. a3 er ekkert við-
unandi svar. Rantanen féll i þunga
þanka og leitaði með logandi ljósi að
björgunarleið. Að lokum féll hann á
tima! Sannarlega auðveldur sigur
fyrir Helmers, sem þurfti ekki að
leika nema tvo leiki frá eigin brjósti.
Margeir tapaði sinni annarri skák,
nú fyrir Ornstein. Eins og I 1. umferð
gegn Helga, var Margeir algjörlega
heiilum horfinn og tefldi byrjunina
afar ónákvæmt. Til þess að vinna
sigur þurfti Ornstein þó að sýna
nokkur tilþrif svo áhorfendur fengu
eitthvað fyrir sinn snúð.
Hvitt: Ornstein
Svart: Margeir Pétursson
Tarrasch-vörn.
1. d4 dS 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. cxdS
exdS 5. e3 Rf6 6. Be2 Rc6 7. 0-0 Be7
8. dxcS BxcS 9. a3 a67!
Eðlilegra er 9. — 0-0.
10. b4 Ba7 11. bS!, axbS 12. Rc3 0-0
13. RxbS Bb8 14. Bb2 Re4 15. Db3
RaS? 16. Da2 Be6 17. Hfdl Rc6 18.
Hacl He8 19. Dal!
Svartur hefur kastaö nokkrum
tempóum á glæ í byrjuninni og á
þegar við erfiðleika að etja. Texta-
leikurinn þvingar fram —f6, sem
hindrar að svarta drottningin komist
í sóknarstöðu á kóngsvæng.
19. — f6 20. Rfd4 Rxd4 21. Bxd4
Rd6 22. Db2 Rc4 23. Db4 Da5 24.
Bc3 Dxb4 25. Bxb4 BeS 26. e4 Rb2
abcdefgh_
27. exd5! Rxdl 28. dxe6 Rb2 29. e7
Þessi skiptamunsfórn gerir að-
stöðu svarts hartnær vonlausa.
Riddari svarts á b2 er illa staðsettur
og frelsinginn hvíti hlýtur að kosta
svartan lið.
29. — Hac8
Tapar strax, en hæpið er að aðrir
leikir hefðu breytt úrslitunum. Ef t.d.
29. — Kf7, gæti komið 30. Hb'. með
hótuninni 31. f4 er vinnur mann.Ef
riddarinn víkur sér undan til a4 kæmi
31. Bc4 + og 30. — g5 er svarað með
31. Bh5+ ogvinnur.
30. Hxc8 Hxc8 31. f4! Bxf4 32. Bg4
Ekki 32. Bc3? Kf7 33. Bxb2 Hc2.
32. — Ha8 33. Be6 + Kh8 34. Rd6 og
svartur gafst upp.
Skákir Hansen við Schtlssler og
Höi við Raaste fóru í bið og hófust
afturkl. lOimorgun.
3. umferð: Hermikrákuskák og yfir-
lið.
Eins og áður sagöi stai keppnin I
öðrum flokkum senunni af úrvals-
flokksmönnum, sem höfðu litla til-
burði í frammi. Fyrirfram var búist
við snörpum átökum I skák Guð-
mundar við efsta mann, Ornstein, en
lognmollan réð ríkjum. Staðan varð
lokuð og lítt spennandi, en e.t.v. var
Ornstein of fljótur á sér að þiggja
jafnteflið. í lokastöðunni virtust
möguleikar hans heldur skárri.
Rantanen virtist fá betra tafi gegn
Höi, en allt kom fyrir ekki. Skákin
fór I bið og sýnist vera jafnteflisleg.
Eina sigurskák umferðarinnar var
milli Margeirs og Hansen frá
Færeyjum. Þar fékk Margeir loks
uppreisn æru eftir óheillabyrjun á
mótinu. Skákin var kannski ekki
mikið augnayndi. Hansen datt í vel
þekkta gildru I byrjuninni og átti
samkvæmt bókunum að fá tapaða
stöðu. Áfram barðist hann þó af
hörku, en eftir langt og mikið
riddaraendatafl mátti hann gefast
upp. Hansen er greinilega lakari
skákmaður heldur en aðrir þátttak-
endur í úrvalsflokki og virðist fyrst
og fremst skorta reynslu. Hins vegar
er aldrei að vita hvað hann gerir í
seinni hluta mótsins, þegar hann
verður kominn í æfíngu.
Schussler virtist ætia aö vinna sína
fyrstu skák á mótinu, en hann átti í
höggi við Heim. Sviinn vann peð, en
komst ekki I gegnum virki Heim og
bauð því I staðinn upp á þráleik.
Svipaða sögu er að segja af
Kristiansen — Helmers. Þeir tefldu
Sikileyjarvörn og eftir óljósar vend-
ingar var eins og Helmers væri að ná
yfirhöndinni. í eftirfarandi stöðu
þvingaði Kristiansen fram jafntefli á
skemmtilegan hátt:
1. Rxg6! hxg6
Ef 1. — Hxe7, þá 2. Rex7 + Kg7 3.
Rxc8 Rxc8 og hvitur hefur tvo hróka
og sóknarfæri fyrir drottninguna.
2. Df6 Dxf6
Eða 2. — Dxc3 3. Dxd6.
3. Hxf6 Hxc3 4. Hxd6 Hxc2
og jafntefli samið, því eftir 4.
Hxa6 Hee 2 6. Hgl Ha2 fellur hvíta
a-peðið.
Raaste og Helgi þóttu tefla óskap-
lega vandað og vel, þaö fannst a.m.k.
tveimur áhugasömum skákmönnum
sem tefídu I meistaraflokki, þeim
Róberti Harðarsyni og Jóhannesi
Gísla Jónssyni. Borö þeirra var í
beinni sjónlínu við sýningarborðin
sem kom sér ákaflega vel fyrir þá,
því þeir tefldu sömu byrjun og
„meistararnir”. Hvorugur vildi vera
á undan hinum að breyta út af og svo
fór að þeir hermdu eftir skák Raaste
og Helga fram I 28. leik! Þá var
Róbert búinn að fá sig fullsaddan af
hlátri og flissi áhorfanda og breytti út
af. — einmitt þegar Raaste tryggði
sér jafntefíið á móti Helga.
Eftir 16. ieik Helga (Jóhannesar)
— Rh5 — f4 var þessi staða á
borðinu:
17. Bxe7 Hxe7
Súetin stakk upp á 17. — Dxe7
18. Dxe7 Hxe7 19. Rxe5 Rxe5 20.
Hxf4 Hd8 21. Hdl Hed7, en eftir 22.
■Hdfl! kemst svartur ekkert áleiðis.
18. Rxe5 Rxd3 19. Rxd3 Hxe4! 20.
Dxd8+ He8 +1
Skemmtilegt þema. Svartur trygg-
ir sér örlitið hagstæöara endatafl.
21. Kgl Had8 22. Hael f6 23.
Hxe8+ Hxe8 24. Hel! Hxel 25.
Rxel ReS 26.h3 Kf7 27. Kf2 gS 28.
Rd3!
Róbert lék 28. b3 og hefur
Jóhannes eitthvað betri möguleika i
biðstöðunni.
28. — Rd7 29. a4 bxa4 30. Rxa4 Be4
31. RacS RxcS 32. Rxc5 Bxc2 33.
Rxa6 Í5 og keppendur sömdu um
jafntefli.
Nokkuð loftlaust var í Hamra-
hlíðarskólanum á meðan á tafli stóö
enda keppendur á annað hundrað
og áhorfendur fjölmargir. í meistara-
flokki féll danskur andstæðingur
Gunnars Gunnarssonar i yfírlið og
varð að stööva skákina um tima.
Daninn jafnaöi sig þó von bráðar og
mætti aftur til leiks. Illu heilli fyrir
Gunnar, sem hafði tapaða stöðu!
Kvennaflokkur
Samkvæmt töfluröð eru
keppendur í kvennaflokki þessir:
1. Ólöf Þráinsdóttir
2. Sigurlaug Friðþjófsdóttir
3. Ebba Valvesdóttir
4. Liselotte Grahm(S)
5. Áslaug Kristinsdóttir
6 Pamela Stewart (D)
7. Florence Assmundsson (S)
Áslaug og Sigurlaug unnu sínar
skákir af miklu öryggi I 1. umferð en
Ebba hefur lakari biðstöðu. Ólöf sat
yfir.
Hvitt: Sigurlaug R. Rriðþjófsdóttir.
Svart: Florence Assmundsson
Kóngsindversk vörn.
1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 d6 4. e4
Bg7 5. Rf3 Bg4 6. Be2 0—0 7. Be3 c6
8. 0—0 Bxf3 9. Bxf3 e5 10. dxe5 dxe5
11. Db3 De7 12. Hfdl Ra6 13. a3 b6
14. Ra4c5 15. Rc3 Rc7 16. Rd5 rfxd5
17. cxd5 Dd6 18. Be2 f5 19. f3 f4 20.
Bf2 g5 21. Hacl Hf6 22. Dc3 Hf7 23.
b4 cxb4 24. axb4 Bf8 25. Bel Kg7 26.
Db2 He8 27. Hc6 Dd8 28. d6 Ra8 29.
Bc3 Dd7 30. Bxe5+ Kg6 31. Hdcl
Bg7 32. Bxg7 Hxg7 33. Bc4 Kh6 34.
Bd5 g4 35. Df6+ Hg6 36. Dxf4 +
jíg7 37. Hc7 gefið.
8
7
6
5
4
3
2
1
Sigurlaug Friðþjófsdóttir vann Florence Assmundsson frá Sviþjóðl
DB-myndir Sigurður Þorri.