Dagblaðið - 29.07.1981, Page 6

Dagblaðið - 29.07.1981, Page 6
\/ I DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent I Heldur drottningin völdum til dauðadags? Erlöngbið undan hjá f — Forgangsverkefni að eignast böm Karl prins og lafði Diana Spencer þurfa ef til vill að bíða í mörg ár eftir að taka við brezku krúnunni. Hinn konunglegi erfingi, sem nú er 32 ára gamall, hefur sagt vinum sinum að móðir hans, Elisabet drottning, muni ekki afsala sér völdum. Drottningin lítur á það sem skyldu sína að sitja á valdastóli allt til dauðadags, að því er áreiðanlegar heimildir segja. Það kann að vera langt i þann dag. Drottningin er nú 55 ára gömul og hefur aldrei þurft að leggjast á sjúkrahús vegna veikinda. Hin konunglega fjölskylda hefur þó fyrir sér dæmi, afa Elísabetar drottningar, um hversu illa getur tekizt til þegar erfingi krúnunnar þarf að bíða lengi eftir því að taka við völdum. „Bertie”, eins og fjölskylda hans kallaði hann, varð mikill glaumgosi, gerði söngkonuna Lily Langtry að hjákonu sinni og var viðriðinn hneykslismál áður en hann tók við embætti 60 ára gamall sem Játvarður sjöundi. Karl og Diana. Langt Itann að vera þar til þau taka við brezku krúnunni af Elfsabetu drottningu. En Karl þykir ekki hafa skapgerð glaumgosans og ólíkt þvi sem átti sér stað með „Bertie” hefur Elísabet drottning séð til þess að Karl hafi nægum störfum að gegna. Karl prins og lafði Diana munu búa sér heimili í 19. aldar herragarði með 150 hektara landi um 110 kíló- metra frá London. Fyrir þá eign greiddi prinsinn eina milljón sterl- ingspunda. Nágrannar herragarðsins High- grove, þ.e. Ibúar Tetbury, hafa séð lafði Diönu verzla I aðalgötu bæjar- ins en reyna að koma fram við hana og Karl prins eins og sérhvert annað ungt par. „Við viljum að þau hafi einkalíf sitt í friði,” sagði einn íbúanna. Karl og Diana munu koma aftur úr brúðkaupsferð sinni um Miðjarðar- Ihaf eftir um þrjár vikur. Þá munu þau dvelja i Kensington-höll um hríð en þau fá eina álmu hallarinnar sem aðsetur sitt 1 London. f Kensington- höll hefur Margrét prinsessa einnig nokkur herbergi og prinsinn og prins- essan af Kent hafa einnig ibúð þar. Llklegt er að Karl og Diana muni vilja eignast börn sem fyrst. Sjálf lítur lafði Diana á það sem forgangs- verkefni. Það kom meðal annars fram í sjónvarpsviðtali við hana í gærkvöldi. Henni þykir afskaplega vænt um börn enda vann hún á barnaheimili í London áður en hún og Karl opinberuðu trúlofun sína. —y Óeirðir fToxteth-hverfinu í Liverpool þriðja kvöldið i röð: UVERPOOL-BUAR VORU í LITLU HÁTÍÐARSKAPI —um 200 unglingar köstuðu bensínsprengjum að lögreglu Ungmenni í Toxteth-hverfinu í Liverpool voru 1 litlu hátíðarskapi 1 gærkvöldi þrátt fyrir brúðkaup þeirra Karls og Díönu. Um 200 ungmenni fóru ránshendi um hverfið þriðja kvöldið 1 röð og vörpuðu bensínsprengjum að lög- reglu. Fyrr í mánuðinum kom til mjög alvarlegra óeirða í Toxthe-hverfinu þrjú kvöld 1 röð. Óeirðirnar þá voru hinar alvarlegustu í þeirri óeirðaöldu sem gengið hefur yfir Bretland, að undanförnu. 250 lögregluþjónar særðust þá, eldur var borinn að húsum og verzlanir rændar. Óeirðaseggirnir 1 gærkvöldi settu upp vegatálma og þegar nokkur hundruð lögregluþjónar réðust til atlögu gegn unglingunum var þeim svarað með grjótkasti og síðan bensínsprengjum. Margir lögregluþjónar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Talsmaður lögreglunnar sagði að óeirðirnar i gær hefðu orðið vegna sögusagna um að maður hefði látizt eftir að lögreglubfll hefði keyrt hann niður. Talsmaðurinn sagði það rangt að maðurinn væri látinn. Hann hefði verið fluttur á sjúkrahús, alvarlega slasaðurá fótum. Hann sagði að slysið væri i rannsókn sem umferðarslys af hálfu lögreglunnar. Sautján manns voru handteknir fyrir að taka þátt í óeirðunum f gær- kvöldi. Lögregluþjónar á Bretlandi hafa haft I nógu að snúast að undanförnu. Hér leiða þeir einn óeirðasegginn á brott. REUTER Víðtœk mótmœli íPóllandi Búizt er við nýjum mótmælum í Pól- landi í dag vegna skortsins á matvælum þar í landi, þriðja daginn í röð. Þúsundir manna fóru f mótmæla- göngur í borginni Lodz í gær og bfl- stjórar þeyttu flautur bifreiða sinna er þeir óku niður aðalgötu borgarinnar. Á morgun ráðgera konur í Lodz kröfugöngu og er reiknað með að hún verði sú stærsta sfðan mótmælin hófust gegn biðröðum, vöruskorti, fyrirhug- uðum verðhækkunym og minni kjöt- skammti. óOOeftir- prentunum Picassos stolið Tveir vopnaðir menn rændu bifreið sem var með 600 eftirprentanir af mál- verkum Picassos. Bifreiðinni var rænt þegar hún stöðvaðist á rauðu ljósi í miðborgNew York. Eftirprentanirnar eru metnar á 500 þúsund dollara og voru nýkomnar frá París þar sem dóttir Picassos hafði áritað þær. Listaverkasalinn, Herman Finesod, sem átti að fá myndirnar í umboðssölu, sagði að mjög erfitt yrði fyrir þjófana að koma þeim f verð. Erfið prófraun hjáReagan Reagan Bandarfkjaforseti gengst undir prófraun sína í þinginu í dag þegar fulltrúadeildin greiðir atkvæði um skattalækkunartillögur hans. Úrslitin eru mjög tvfsýn og eru tals- menn beggja fylkinga sammála um að ekki muni skilja nema 6—8 atkvæði á annan hvorn veginn. Reagan vill lækka skatta um 25 pró- sent á næstu þremur árum en demó- kratar vilja ekki ganga lengra f skatta- lækkunum en f 15 prósent. Reagan hefur lagt sig mjög fram um að ná f stuðning hikandi demókrata, einkum úr suðurríkjunum. hefur hann verið óspar á persónuleg símtöl og heimboð f Hvíta húsið i þessu skyni. Iran: Meira en fjörutíu manns fór- ustíjarð- skjálfta Mjög öflugur jarðskjálfti varð í Kerman héraði f suðurhluta Irans f gærkvöldi. Að minnsta kosti fjörutfu manns létu lffið og 450 særðust að þvf er íranska útvarpið skýrði frá i gær. Jarðskjálftinn olli mestu tjóni í Kermanborg og þeir er létu lífið höfðu grafizt undir húsarústum þar. íbúar Kermanborgar, sem eru 650 þúsund talsins, þustu út á götur þegar jarð- skjálftans varð vart. Hann mældist milli 6,5 og 7 stig á Richterskvarða og upptök hans voru um 65 kilómetra fyrir austan Kermanborg. I sfðastliðnum mánuði létu meira en þúsund manns lífið í jarðskjálfta f þessu sama héraði.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.