Dagblaðið - 29.07.1981, Síða 9

Dagblaðið - 29.07.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1981. Hugðustfiremja morð til að sýna Jodie ást sína Jodie Foster er ekki alveg eins og allir hinir nemendur Yale-háskóla í New York fylki. Hún er með lífvörð. John Hinckley skrifaði henni ástríðu- þrungin bréf áður en hann reyndi að myrða Reagan en morðið hugðist Hinckley fremja til að sýna Jodie hve heitt hann elskaði hana. Annar náungi, Edward Richardson, ætlaði sér síðan að fullkomna verk Hinckleys, en tókst ekki. Tilræði Hinckleys hefur vakið mikinn ugg í brjóstum margra vegna þeirra áhrifa sem Jodie virðist geta haft á suma unga ntenn. Ekki vegna þess að Jodie sé sjálf svo „hvetjandi”. Öðru nær, heldur eru það hlutverkin sem Jodie Foster hefur leikið á hvita tjaldinu sem kemur ungmennum til að fremja slík voðaverk. Er hún var 12 ára lék hún vændiskonu sem var eiturlyfja- « . . . og að gera skóiaverkefni. Nýjasta bók Gore Vidal: Fjallar um lífsendi- herra fyrir 2500 árum Gore Vidal, hinn margslungni bandaríski rithöfundur, -sendi nýlega frá sér sína 15. skáldsögu, Creation. Sem fyrri bækur hans er þessi mikil að vöxtum og styðst að miklu leyti við sagnfræðileg sannindi. Sögusvið bókarinnar eru hinar Gore Vidal er einhver kunnasti skáld- sagnahöfundur Bandaríkjanna í dag en nýjasta bók hans heitir Creation. fornu menningarþjóðir fimm öldum fyrir Krists burð. Aðalpersónan er persneskur sendiherra, Cyrus Spitama að nafni, sem þjónar landi sínu í Aþenu, Kina og Indlandi. Lesandinn kynnist háttum og siðum hvers lands með augum hins erlenda sendiherra og hefur Vidal lagt sig mjög eftir því að kynna sér sögu fyrrnefndra landa svo hann fari ekki með fleipur í skáld- sögunni. Meðal merkra manna, sem fram koma í sögunni, eru Konfúsíus og Heródótos og eru kenningar þeirra skoðaðar í allt öðru ljósi en við 20. ald- ar fólk eigum að venjast. sjúklingur. Ári eldri var hún komin í hlutverk vitstola morðingja. Jodie sjálf er allt önnur persóna. í skóla stendur hún sig með mikilli prýði og er hún lauk samsvarandi prófi og okkar stúdentsprófi var hún með svo góðar einkunnir að hún gat valið úr beztu mögulegu háskólunum. Þannig buðu bæði Yale og Stanford henni skólavist. Jodie Foster reynir að vera eins lítið áberandi í skólanum og henni er frekast kostur. Þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að leika í skólaleikritinu í Yale sagði hún. ,,Ég vil ekki vera í aðalhlut- verkinu, hinar stúlkurnar eiga að leika jafnstór hlutverk og ég þvi ég vil ekki verða óvinsæl í skólanum.” Erlent Erlent Erlent Erlent Leikurinn fielst í að sprengja pabba Farðu nú út að leika við son þinn. Hversu oft hafa mæður ekki sagt þetta við eiginmenn sína þegar lætin í syninum ætla þær lifandi að drepa. En Shirley Watts frá Wheatley í Englandi veigrar sér ætíð við að segja þessi orð, því er feðgarnir leika sér saman leikur allt hverftð á reiðiskjálft. Sonurinn Davíð sprengir nefnilega föður sinn, Ken, í loft upp með hávaða miklum og hamagangi. Sá Ég ýti á hnappinn og kassinn springur. . . « gamli lætur þó ekki lifið i sprengingunni því hann er í skotheldum kassa. Sprengjuhleðslu er komið fyrir undir kassanum og síðan ýtir Davið á hnapp og pabbi springur. Atriði þetta leika þeir oft á markaðstorgum i smá- bæjum í Englandi og gerir það alltaf mikla Iukku. Og Davíð er náttúrlega yfir sig montinn af kraftaverka- manninum, föðursínum. . . . en pabbi stígurómeiddur út. Orðin þreytt á að líkjast Marilyn Monroe Aðeins eitt fer í taugamar á hinni 24 ára gömlu Lindu Kerridge frá Ástraliu. Hún er orðin þreytt á að vera líkt við Marilyn Monroe og neitar öllum fullyrðingum um að nafn hennar sé i raun Marilyn. En Linda hefur samt ekki ástæðu til að vera óánægð með útlit sitt. Það var akkúrat vegna þess hve lík hún er kyn- bombunni fyrrverandi að hún varð jafnvinsæl fyrirsæta og raun ber vitni. Hún flakkaði á milli Parisar, London og Los Angeles og litaði hár sitt Ijóst og málaði sig til að undirstrika hversu lík hún er Marilyn Monroe. En Linda hefur ekki hug á að leika draug Marilyn um ókomna framtíð. Hún hefur leikið i Emanuelle-myndum og kom þar fram fáklædd. Nú hefur Lidna ákveðið að taka að sér að leika Jean Harlow, sent Tnargir vilja kalla Marilyn fjórða áratugarins, í mynd sém á að fara að taka. « Vist er I.inda Kerridge lík Marilyn Monroe en nú á hún að leika Jean Harlow i mynd um þá kynbombu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.