Dagblaðið - 29.07.1981, Side 13

Dagblaðið - 29.07.1981, Side 13
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1981. .......... 1 1 ÞOGNIN ROFIN Loksins kom aö því, að rofin var þögnin um skaðsemi fúkalyfja í mjólk og mjólkurvörum. Á Dag- blaðið þakkir skildar fyrir að hafa eitt íslenskra blaöa þorað að ganga svo fast að heilbrigðisyfirvöldum hér, að þau létu uppi skoðun sína um fúkalyfm. Spurningunni um skaðsemi fúka- lyfja i mjólk var fyrst varpað fram í Morgunblaðinu í desember 1979 og heilbrigðisyfirvöld þá um leið krafin um svar, en án árangurs. Umræður urðu einnig um þetta mál á fundi mjólkurtæknifræðinga vorið 1980, að viðstöddum fulltrúum bænda, mjólkursamlaga og neytenda. Dauöaþögn rikti samt áfram um fúkalyfin, bæði I fjölmiðlum hjá heil- brigðisyfirvöldum og neytendum. Þá gerðist það upp úr Jónsmess- unni í vor, sem telja má að sé árviss atburður, að mjólkin hér í Reykjavik tók að spillast og varð af mikið fjaðrafok 1 fjölmiðlum. Var þá spurningunni frá 1979, um fúkalyfin í mjólkinni, aftur varpað fram á síðum Morgunblaðsins. Það var þá Dagblaðiö, sem tók upp þráðinn, og þann 22. júlí sl. birti það yfirlýsingu frá borgarlækninum 1 Reykjavlk um það, að fúkalyf I mjólk og mjóUcurvörum gætu haft mjög alvarlegar afleiðingar. Þá vissi maður það. Aldur mjólkurinnar og meðferð Kvartanir um súru mjólkina í Reykjavík gengu svo langt að Heil- brigðiseftirlit rikisins ákvað, að at- huguðum öllum málavöxtum, að kæra Mjólkursamsöluna í Reykjavík, ásamt einhverjum mjólkurbúum, til ríkissaksóknara fyrir meint brot á mjólkurlöggjöfinni. Er nú beðið eftir framvindu þessa máls. Viðbrögð formælenda mjólkur- framleiðenda eru ósköp vinsamleg. Menn eru hvattir til þess að leggjast allir á eitt, núna ennþá einu sinni, þetta hafi verið mannleg mistök. Svo fari tföin batnandi, sennilega átt við kólnandi, og þetta hljóti allt að lagast. Auk þess sé von á breskum sérfræðingi til þess að leita aö meintu gati á gerilsneyðingartæki i Mjólkurstöðinni, sem sé svo örlítið, aö fslendingar geti alls ekki fundið það, en coligerlarnir geti þó smogið þar 1 gegn. Einn coligerill er ca 1/500 mm á lengd og 1/2000 mm á breidd, svo að það getur orðið erfitt fyrir Bretann að finna gatið, og tekur vlst langan tíma. Þaö er líka farið að tala um, að mikið annriki sé i dóms- kerfinu hérna um þetta leyti. Kærur vegna vondu mjólkurinnar árið 1945 voru 4 ár á leiðinni gegnum kerfið. Allir voru orðnir þreyttir á þessu og auðvitað búnir að gleyma, hvernig mjólkin var, svo að hægt var að klóra yfir allt saman. Það er vonandi að ekkifari eins núna. Dagblaöið Timinn, sem annars hefur látið þennan síðasta mjólkur- slag afskiptalítinn, birti þann 24. júlf sl. grein um gæði mjólkurinnar, eftír Þorkel Björnsson, mjólkurfræðing á Húsavlk. Þessi grein er ágæt, svo langt sem hún nær, enda fræðileg og opinská. Vekur hún áhuga á þeim dönsku rannsóknum, sem þarna er sagt frá, og ætti höfundurinn fyrir alla muni að grennslast fyrir um framhald þeirra. Er þarna um að ræða rannsóknir á fjölgun gerla af mismunandi flokkum I mjólk við allt að 7 daga geymslu við 4—5°C. Vil ég gjarnan víkja að þeim seinna. Annars skrifar Þorkell þarna líka um þróun mjólkurmála á íslandi og m.a. þetta (leturbreyting mín); „Aukin hagræðing I mjólkurbúunum hefur leitt til þess, að oft er mjólkin orðin 6—7 sólarhringa gömul, áður en unnið er úr henni og meðalaldur 3—4 sólarhringar.” Þetta er alveg rétt, en ekki er alltaf heppilegt fyrir A „Kærur vegna vondu mjólkurinnar árið w 1945 voru fjögur ár á leiðinni gegnum kerfíð. Allir voru orðnir þreyttir á þessu og auðvitað búnir að gleyma, hvernig mjólkin var, svo að hægt var að klóra yfír allt saman.” 13 Kjallarinn mjólkina, eins og höfundur líka viðurkennir. Ég vil bæta þama við annarri máls- grein: „Aukin hagræðing í mjólkur- búunum hefur líka gert það mögulegt að sækja mjólkina til afskekktustu staða og líka til sóðanna, hvort sem þeir eru nær eða fjær.” Þennan mövuleika gætu pólitíkusarnir hafa freistasi til að nota sér til atkvæða- veiða, og þá mætti kenna þeim um súru mjólkina. 26. júlf 1981 Sigurður Pétursson Kjallarinn 0 „Ástæðan fyrir árangri Lúðvíks er sú að þrátt fyrir trú á sósíalismann reyndist hann „pragmatisti”, skynsemistrúarmaður. umhverfi og aðstæður og gerir sér ljóst hið mögulega en lokast ekki inni í óraunhæfum efnahagskenningum sem gerðar eru jafnréttháar guðs- orðinu. Það er hárrétt að það þarf að myndast þjóðarsamstaða um hags- muni og heiður íslands. En það er eins hárvíst að með þeim málatil- búnaði, bellibrögðum og framkomu sem viðhöfð hafa verið í súrálsmálinu nærðu ekki þessari þjóðarsamstöðu og trúnaði þeirra manna, íslenzkra og erlendra, sem er forsenda þess að þú náir árangri í raunverulegri íslenzkri hagsmuna- og heiðursgæzlu, að þú getir að þínu lifsverki loknu horft yfir farinn veg með sömu velþóknun og Lúðvík Jósefsson. Ennþá áttu öll tækifæri til þess. En eins og staðið hefur verið að málum skapast inn- lendir flokkadrættir, menn sjá ódrenglyndi og undirferli í fram- komu æðstu valdamanna þjóðarinn- ar, pólitíska blindu lokandi skyn- semi, reynslu og kunnáttu, inn- leiðingu sovézks fréttaflutnings í óprúttnum brellimáta. Hagsmuna- gæzlan, sem allir áttu að standa saman um, verður aukaatriði því að menn hætta að horfa á sextán milljónir dollara, sem gæfu tvær milljónir dollara í skattfrádrátt á skattreikningsinnistæðu, þegar i veði eru grundvallarprinsip vestræns lýð- ræðis. Þjóðarsamstaðan sem skapa átti verður í framkvæmd ný Sturl- ungaöld. Mun hér í næstu greinum rakið hvernig málið kemur fyrir sjónir manns sem fylgzt hefur með íslenzkum stjórnmálum í 40 ár og lesið alþjóölega hagfræði álíka lengi. Ég á enga ósk frómari en að iðnaðar- ráðherra takist að skapa þá þjóðar- samstöðu um hagsmuni íslands sem verður að koma til. En hann á því miður nokkra skuld á reikningi trúnaðartraustsins upp að vinna. Pétur Guðjónsson. Súrálið og íslenzk hagsmunagæzla Inngangur Súrálsmálið er stórmál. Ekki verður hægt að gera sér grein fyrir því án þess aö líta aftur til þeirra sögulegu þátta er skópu þann grunn- vef er Straumsvik var svo byggð á. Því verður ekki gerð tilraun til að af- greiða þetta mál í einum ■ kjallara heldur er kjallarinn i dag sá fyrsti af 4 eða 5 greinum er munu spanna yfir þetta yfirgripsmikla mál. Vænti ég þess að sem flestir eigi þess kost að fylgjast með frá byrjun til enda því að þættir málsins eru svo samtvinn- aðir að þeir verða ekki með góðu móti sundur slitnir í sjálfstæðar kjall- aragreinar. En þessir kjallarar munu gefa lesandanum. kost á aðgangi að upplýsingum og túlkunum sem ekki hefur verið haft fyrir að birta á prenti. Þetta ætti að gefa hinum íslenzka lesanda frekari möguleika á að geta litið á málið i heild, hlutlægt, en verða ekki fórnarlamb eyðilegg- ingar atómáróðursbomba þar sem íslenzkum þjóðarhagsmunum er skil- yrðislaust fórnað með óvönduðum vinnuaðferðum og framkomu til ávinnings í pólitísku valdastríði. Hjörleifur — Lúðvík Sá maður sem hefur verið aðalrétt- argæzlumaður íslands gagnvart Alu- suisse er iðnaðarráðherra okkar, Hjörleifur Guttormsson. Ég hefi ekki haft mikil ftersónuleg kynni af honum en hann kemur mér fyrir sjónir sem mjög geðfelldur persónu- leiki, góðum gáfum gæddur, gott útlit, tæknileg háskólamenntun, allt grundvallarþættir til árangurs í góðu starfi fyrir land og þjóð. Það er því hörmulegt að ekki skyldi betur til takast með málsmeðferð og vinnuað- ferðir en eins og út lítur í dag að verið hafi í súrálsmálinu. Nægir hér að minna á frásagnir Njálu, hvernig hin beztu mál glötuðust vegna rangs málatilbúnaðar. Hjörleifur tók sæti Lúðvíks Jósefs- sonar á Alþingi. Það er mikill vandi að fylla það sæti vegna þess frábæra glæsta árangurs er hann náði i upp- byggingu undirstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar fyrir þjóðarheildina, en ekki sfzt fyrir átthaga sina á Austur- landi. Ég var loftskeytamaður um nokkurt skeið á togaranum ísólfi með aflamanninum Gísla Auðuns- syni og kynntist þá nokkuð af eigin raun ákveðnu tímabili í atvinnusögu Austfjarða. Eftir að síldin endanlega hverfur 1966 hefst mikið erfiðleika- tímabil á Austurlandi því að stór hluti atvinnulífsins hafði byggzt á henni. Þetta átti ekki eingöngu við um Aust- firði heldur almennt um sjávarútveg- inn. Gera hefði mátt ráð fyrir að lausnin á vandanum hefði verið fundin af þeim aðilum sem lengst höfðu verið við togaraútgerð á landi hér. En sú varð ekki raunin; það eru ráðamennirnir á Norðfirði sem ríða á vaðið og fá fyrsta skuttogarann tíl landsins og fast þar á eftir Aðalsteinn á Eskifirði. Nokkur stórstökk, bylt- ingar, eiga sér stað í útgerðarsögu íslendinga, frá árabátum í þilskip (skúturnar), notkunartaka vélarafls- ins í opna báta og þilskip, innleiðing togaraaldar, vélknúin nótaskip og síðast tilkoma skuttogaraaldar, sem hefur gjörbylt atvinnusögu íslands, innleiðing tækis er gat fært fisk sem hráefni til vinnslustöðva í landi jafnt allt árið, breytir um allt árstíða- bundnu atvinnuleysi í heilsárs at- vinnuöryggi. Auknar atvinnutekjur sjómanna gera þeim mögulegt að dveljast hjá fjölskyldum sínum 3. og 4. hvern túr. Algjör bylting. Lúðvík Jósefsson hafði á unga aldri átt hug- sjónir byltingamannsins í sósíalískum skilningi. En hann fær sitt byltingar- tækifæri er hann verður sjávarút- vegsráðherra 1970, skilur sinn vitj- unartíma og stendur fyrir þeirri bylt- ingu i atvinnusögu Islendinga sem er meginundirstaða þess lífs er við lifum I dag með forustu um innleiðingu skuttogaraaldarinnar. Hin ótrúlega uppbygging efnahagslifs og þjóðlífs síðastliðinna 10 ára byggðist fyrst og fremst á hinni auknu verðmæta- sköpun skuttogaranna og sigri í land- helgismálinu. Þar átti Lúðvík einnig mjög stóran þátt með einbeitni sinni og ótrúlega yfirgripsmikilli þekkingu á sjávarútvegsmálum. Ég lét það einu sinni fjúka á fundi að hann einn réði yfir meiri þekkingu á sjávarútvegs- málum en hinir 59 á Alþingi. í stuttu máli skilur hann við þingsæti sitt eftir að hafa skapað ný atvinnutæki til sjós og lands og einkaafnot íslend- inga af fiskimiðum fyrir Aust- fjörðum, fyrst og fremst útgerðar- stöðum kjördæmisins tíl góða. „Gróandi þjóðlff” hvert sem iitið er. Ónotuð tœkifœri Ég ætla að vona að þegar þú, Hjörleifur, stendur upp úr þingsæti þínu fyrir Austfirðinga verði hægt um þig og þín störf að segja það sama og hægt er um Lúðvik Jósefsson í dag. Þú hefur sannarlega fengið þitt tækifæri með þvi að verða iðnaðar- PéturGuðjónsson ráðherra íslenzka lýðveldisins. Nú er einmitt þannig háttað atvinnusögu Austfirðinga að nýtinp fiskimiða fjórðungsins er að komasi eða er komin i hámark. Við blasir stóðnun, scm vi í eðli sínu hrörnun. Stórkostlegar ónýttar orkulindir í vatnsforðabúri Vatnajökuls og fallhæði.ini niður í Fljótsdal bíða nýs atvinnusögu-bylt- ingarmanns á borð við Lúðvík Jósefsson. Þú skipar í dag æðsta embætti þjóðarinnar til átaka i þessum efnum. Þú hefur fengið þitt tækifæri en skilurðu þinn vitjunar- tíma? Ástæðan fyrir árangri Lúðvíks er sú að þrátt fyrir trú á sósíalismann reynist hann „pragmatisti”, skyn- semistrúarmaður, sem metur upp

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.