Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981.
G
D
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Bandaríska sjónvarpsstödin NBC f ullyrðir:
Varsjárbandalagsher-
/inir i viðbragsstöðu
—á landamærum Póllands vegna aukinnar spennu þar í landi á undanförnum
dögum ogvikum
í fréttum NB-sjónvarpstöðv-
arinnar í gærkvöldi var það haft eft-
ir opinberum heimildum í Austur-
Evrópu að hereveitir frá Sovétríkjun-
um, Tékkóslóvakíu og Austur-
Þýzkalandi hefðu verið settar í við-
bragösstöðu á landamærum Póllands
vegna spennunnar þar i landi.
NBC sagði að heimildir Banda-
ríkjastjórnar hefðu ekki staðfest
þetta en kannazt við að greina hefði
mátt aukin umsvif á svæðinu á
síöustu dögum.
Hvorki vamarmála- eða utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa
látið nokkuð frá sér fara vegna
fréttarNBC.
Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar
hafa æfingar sovézka flotans á
Eystrasalti að undanförnu verið
hluti af viðbragðsstöðu herja Var-
sjárbandalagsins.
Heimildir Bandaríkjastjórnar hafa
hins vegar álitið að hinar umfangs-
miklu æfingar sovézka flotans á
Eystrasalti væru fremur ætlar til að
aðvara Pólverja en þær væru undir-
búningur hugsanlegrar innrásar í
Pólland.
Tveir menn létu lífið f átökum sem urðu á Norður-írlandi f gær f kjölfar frétta um að
enn einn fangi f Maze-fangelsinu hefði látið Ufið af völdum mótmælasveltis.hinn
nfundi f röðinni.
Á laugardag lézt 23 ára félagi úr Írska lýðveldishernum, Thomas Mcllwee, I Maze-
fangelsinu eftir að hafa svelt sig I 62 daga. Nær stöðugar óeirðir voru á Norður-
írlandi aðfaranótt sunnudagsins og héldu sfðan áfram f gær með þeim afleiðingum að
tveir menn létu Iffið. IRA-menn I Maze-fangelsinu kröfðust upphaflega sérstakra rétt-
inda sem pólitfskir fangar en hafa að undanförnu lýst þvf yfir að þeir muni sætta sig
við aukin réttindi til handa öllum föngum f fangelsinu.
Sex IRA-menn eru nú f mótmælasvelti f Maze og einn þeirra, James Devine, 27 ára
gamall.er nú að missa sjónina eftir 48 daga mótmælasvelti.
Kanada-
menn styðja
félagasína
íBanda-
ríkjunum
Kanadískir flugumferðar-
stjórar hafa boðað afgreiðslu-
bann á flug til og frá Banda-
ríkjunum. Þeir telja að öruggi
í flugi innan Bandaríkjanna sé
nú mjög ábótavant og full-
yrða að níu mjög alvarleg til-
felli hafi átt sér stað síðan
verkfall flugumferðarstjóra í
Bandaríkjunum hófst 3. ágúst
síðastliðinn.
Flugumferðarstjórar í
fjölmörgum öðrum löndum
hafa gripið til svipaðra að-
gerðar, þar á meðal í Finn-
landi og Nýja-Sjálandi.
Bandarískir stjórnaremb-
ættismenn hafa neitað frétt-
um um að öryggi í flugi innan
Bandaríkjanna sé nú áfátt.
Flugumferðarstjórar úr hern-
um hafa tekið við störfum
verkfallsmanna sem þegar
hafa fengið uppsagnarbréf frá
ríkisstjórn Bandaríkjanna
vegna hins ólöglega verkfalls.
„ÓMANNÚÐ-
LEGASTA
MORÐTOUД
— segja Sovétmem um
nifteindasprengjira
Sovétmenn hafa ráðizt harkalega á
Reagan Bandaríkjaforseta vegna
þeirrar ákvörðunar hans að láta hefja
framleiðslu nifteindaspengju. Sovét-
menn lýstu nifteindasprengjunni sem
hinu ómannúðlegasta allra morðtóla og
sögðu að Bandaríkjamenn hefðu nú
sniðgengið tillögu Sovétmanna um
gagnkvæmt bann við smíði slíkra
vopna.
Sovétmenn sögðu að með þessari
ákvörðun sinni hefði Reagan-stjórnin
fært heiminn nær kjarnorkustyrjöld
og ljóst væri að Sovétmenn gætu ekki
setið hjá aðgerðalausir. Þeir hlytu að
bregðast við þessari ögrun og tryggja
öryggi sovézku þjóðarinnar og banda-
manna hennar.
Heimildir innan höfuðstöðva
Atlantshafsbandalagsins í Brussel
greindu að þar hefði ákvörðun Banda-
ríkjanna enn ekki komið til alvarlegra
umræðna. Svo lengi sem sprengjurnar
væru geymdar í Bandaríkjunum væri
þetta mál Bandaríkjanna sjálfra og
þeim bæri ekki að ráðgast við banda-
menn sina um það, sögðu menn þar.
Stjórnarkreppa framundan í Portúgal?
Forsætisráöherra Portúgals
sagði af sér embætti ígær
f ékk ekki nægan stuðning f lokksbræðra sinna í
atkvæðagreiðslu í gær
Francisco Pinto Balsemao, for-
sætisráðherra Portúgals, sagði af sér
embætti í gærkvöldi vegna innan-
flokksátaka. Afsögn hans á sér stað
aðeins sjö mánuðum eftir að hann
tók við völdum og hét fjögurra ára
tímabili pólitísks stöðugleika.
Akvörðunina tók Balsemao í lok
tveggja daga fundar Sósíaldemó-
krataflokksins. Balsemao hafði farið
fram á traustsyfirlýsingu flokksins og
greiddu 37 flokksmenn honum at-
kvæði en 15 voru á móti. Það þótti
Balsemao engan veginn nægilegt og
ákvað að segja af sér.
Sósialdemókratar, kristilegir
demókratar og lltill flokkur konungs-
sinna hafa farið með stjóm landsins
að undanförnu. Þessir þrír flokkar
hlutu rúman þingmeirihluta i októ-
bermánuði síðastliðnum og þar með
fjögurra ára umboð til að stjórna
Portúgal.
Samstarfsflokkar sóialdemókrata
(PSD) óttast nú að ef ekki tekst að
jafna ágreininginn innan flokksins
muni þaö leiða til þess aö bandalag
flokkanna þriggja leysist upp.
Andstæðingar Balsemaos innan
PSD virðast hafa það eitt sameigin-
legt að vera á móti honum. Þó að þeir
hafi krafizt afsagnar hans sem for-
sætisráðherra þá hafa þeir ekki get-
að korriið sér saman um hver skuli
leysa hann af hólmi. Andstæðingar
Balsemaos eru ekki sizt óánægðir
með að forsætisráðherrann hefur að
þeirra mati ekki verið nægilega
fjandsamlegur forseta landsins,
Antonio Ramalho Eanes. Á síðasta
ári vann Eanes öruggan sigur á fram-
bjóðanda PSD í forsetakosningun-
um. Eanes hefur ítrekað lýst stuðn-
ingi sínum við Balsemao að undan-
förnu en nú kemur í hlut forsetans að
finna nýjan forsætisráðherra eða að
leysa upp þing landsins.
Balsemao, forsætisráðherra.
Antonio Eanes, forseti.