Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981.
1
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Fagnaðarf undir í Suður-Georgíu:
CARTER OGSADAT
KLÖKKNUÐU BÁÐIR
— Sadat var óspar á að hrósa Jimmy Carter „vini smum”
er hann sótti hann heim í Georgíu í gær
Anwar Sadat, forseti Egyptalands, orðum um Carter og þann hlut er
endaði Bandarikjaheimsókn sína í forsetinn fyrrverandi átti í Camp
gær með því að skreppa til Georgiu- David samkomulaginu og friðar-
ríkis til að hitta Jimmy Carter, fyrr- samningi ísraels og Egyptalands.
um Bandarikjaforseta, aðmáli. Báðir klökknuðu þeir Carter og
Sadat fór ákaflega lofsamlegum Sadat er þeir hittust og Sadat faðm-
Það urðu miklir fagnaðarfundir er þeir Jimmy Carter og Anwar Sadat hittust f
Plains f Georgfu f gær.
aði Carter innilega að sér er hann
kom út úr þyrlunni sem flutti hann til
heimilis Carters í Plains í Georgíu.
„Ég skal segja ykkur að Jimmy
Carter hefur sett mark sitt á sögu
Miðausturlanda,” sagði Sadat er
hann ávarpaði mörg þúsund áheyr-
endur í skóla skammt frá. heimili
Carters.
,,Ef ég á að tala um vin minn
Jimmy Carter þá þarf ég margar
klukkustundir,” bætti hann við.
Viðræður Sadats við Regan, sem
sigraði Carter í forsetakosningunum
i nóvember síðastíiðnum, voru form-
legar og svo virtíst sem samband
Sadats við Reagan væri engan veginn
eins náið og við Carter.
Reagan-stjórnin hafnaði þeim tíl-
lögum Sadats að Bandaríkin hæfu
viðræður við Frelsissamtök Pales-
tínu-araba. Er Sadat var inntur álits á
Reagan í sjónvarpsviðtali sagði
hann: „Hann var mjög vingjarnlegur
og gerði sér grein fyrir vandamálun-
um og tengslunum á milli okkar
svæðis og annarra heimshluta.”
Áður en Sadat sneri aftur til
Washington þaðan sem hann átti að
halda með einkaflugvél til Kaíró
hrósaði hann Carter mjög og lýsti
honum sem „heiðarlegum, áreiðan-
legum, hæfileikamiklum talsmanni
mannréttinda. ”
Mótmælaganga gegn matvælaskortinum I Póllandi.—Leiðtogar Einingar, sambands
hinna óháðu verkalýðsfélaga I Póllandi, koma saman til fundar I Gdansk I dag þar
sem ræddar verða efnahagslegar- og félagslegar umbætur og leiðir til að bæta sam-
bandið við hin kommúnisku stjórnvöld landsins. Fundurinn á sér stað á sama tima og
Viktor Kulikov, yfirmaður Varsjárbandalagshcrjanna, er I heimsókn I PóIIandi í
fjórða sinn á þessu ári.
Erlendar
fréttir
Reagan tekur umdeilda ákvörðun:
FRAMLEIÐSLA NIFT-
EINDASPRENGJUNNAR
SKAL NÚ HEFJAST
Reagan Bandarikjaforseti hefur
gefið fyrirskipun um að hafin skuli
framleiðsla á hinni mjög svo umdeildu
nifteindasprengju og breytti þar með
þeirri ákvörðun sem ríkisstjóm Carters
tók í þessu máli fyrir þremur árum.
Nifteindasprengjan er,sem kunnugt
er, þannig úr garði gerð að hún eyðir
öllu lífi á ákveðnu svæði en veldur litlu
tjóni á byggingum.
Ráðamenn í Washington segja að
nifteindasprengjan muni auka á mögu-
leika Atlantshafsbandalagsins til að
stöðva skriðdrekaárás í Mið-Evrópu
þar sem sérfræðingar segja að Varsjár-
bandalagið hafi mikla yfirburði yfir
Atíantshafsbandaiaginu.
Larry Speakes, talsmaður Hvíta
hússins, sagði að nifteindasprengjun-
um yrði komið fyrir í Bandarikjunum
og eins og er væm ekki uppi nein áform
um að koma þeim fyrir í Evrópu. Áður
en til sliks gæti komið yrðu Banda-
ríkjamenn að ræða ítarlega um málið
við bandamenn sina í Atíantshafsbanda-
iaginu.
Margir leiðtogar ríkja \'estur-
Evrópu stóðu staðfastíega gegn þeim
áformum Carters á sinum tíma að
geyma nifteindasprengjur í Evrópu.
A tJantic- vatnabátar
SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ
Atlantic-vatnabátarnir eru framleiddir samkvœmt þýzkum öryggisstaðli,
„sicherheitsnorm DIN 7871". Bátarnir eru allir með 4 lofthólfum og
öryggisventlum. Snúra er þrædd umhverfis bátana.
Atlantic 30
Atlantic 40
Atlantic 50
Atiantic 60
240x140 cm,
280x150 cm,
310x165cm,
340x165cm.
Atlantic bátarnir eru tilí ýmsum stærðum
verö 880 Amasonas
verð 1293 Kajak 320 cm, verö 1345
verð 1550 Loftdæla verö 153
verð 1775 Árar
verö 215
Komið og
leitið nánari
upplýsinga
INGÓLFSSTRÆT112
SÍMAR 12800 - 14878