Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Mesta manntal sögunnar í undirbúningi í Kína:
Margvíslegir erfiðleikar á
vegi manntel jara f Kína
— Sameinuðu þjóðirnar leggja til fjármagn og Bandaríkjamenn til tölvur svo unnt reynist að
afhjúpa leyndarmálið um fjölda Kínverja
Undirbúningur undir mesta mann-
tal sögunnar er nú hafinn í Kína. Á
miðnætti 30. júní á næsta ári mun
fjölmennasta þjóð veraldar hefjast
handa um að afhjúpa eitt mesta
leyndarmál sitt, þ.e. hversu margir
íbúarhennareru.
Manntalið verður gert með aðstoð
fimmtán milljón dollara fjárframlags
frá Sameinuðu þjóðunum. Banda-
riskar tölvur verða í hverju héraði
landsins og margar milljónir teljara
munu vinna við manntalið.
En enginn heldur i sér andanum
meðan beðið er eftir úrslitunum.
Endaniegar niðurstöður manntalsins
munu nefnilega ekki liggja fyrir fyrr
en um einu og hálfu ári siðar, við árs-
lok 1983.
Engar áreiðanlegar tölur liggja
fyrir um mannfjölda i Kina enda var
síðasta heildarmanntal þar i landi
framkvæmt árið 1953. Þá fór því
viðs fjarri að tölvur eða önnur ný-
tizku tæki væru til staðar til aö greiða
fyrir talningunni. Aðalhjálpargagniö
vartalnagrind.
Niðurstaða manntalsins 1953 sýndi
að íbúar Kina væru næstum 600
milijónir og áætlað er að þeir séu
núna um einn milljarður, meira en
fimmti hluti mannkyns.
í aprílmánuði síöastliönum sagði i
yfirlýsingu frá talnastofnun kín-
verska ríkisins að fbúafjöldi Kina
hefði við árslok 1980 verið 982,550
milljónir og færi fjölgandi með þeim
hraða að fjöldinn ætti að vera
kominn i einn milljarð einhvern tíma
ánæstaári.
En tölurnar 1980 voru byggðar,
eins og fyrri yfirlitstölur, á ófull-
nægjandi upplýsingum og geta ekki
verið álitnar algjörlega áreiðanlegar.
Margir Kinverjar eru i eðli sinu ekkert fyrir það gefnir að veita upplýsingar um lif
sitt og starf.
Álitið er að fjöldi Kinverja sé nálægt einum milljarði en mikil óvissa er þó um þá tölu.
DB-mynd Magnús Karel.
I
Jafnvel í manntalinu á næsta ári,
sem nýtur góös af tækni nútímans,
gifurlegri undirbúningsvinnu og
miklum auglýsingum, koma til með
að verða vandamál sem leitt gætu til
rangra niðurstaðna.
Sem dæmi um slik vandamál má
nefna að fjölskykla semá fjögur börn
kýnni aö reynast ákaflega treg til að
viðurkenna það á sama tima og
stjórnvöld leggja hart að hjónum að
eignast aðeins eitt barn.
Fólk kann einnig að verða tregt til
að greina frá nýlegu dauðsfalli f fjöl-
skyldunni vegna þess að það gæti leitt
til þess að fjölskyldan fengi færri
skömmtunarseðla.
í auglýsingaherferð þeirri sem nú
er hafin til undirbúnings manntalinu
er því lögð á það þung áherzla að
upplýsingar þær sem fólk veitir
verði aðeins notaðar við manntalið
og ekki á neinn hátt annan.
En trúlega verða alltaf einhverjir
sem óttast að upplýsingarnar verði
einhvern tima notaðar gegn því og
það mun því veita svör sem brengla
endanlegar niöurstöður manntalsins.
Margir Kinverjar eru í eðli sínu
ekkert gefnir fyrir það að veita upp-
lýsingar um lif sitt og starf. Kínverji
sem spurður væri hvert starf hans
væri kynni allt eins að svara því einu
að hann væri „ábyrgur starfsmaður á
viðkomandi vinnustað. ”
Slik svör nægja að sjálfsögðu
Litil vatnsaflstöó I Yunnan héraði í
Klna. Kinverjar taka rafmagns- og
orkuskort sem sjálfsagðan hlut.
Fjölskylda sem á fleiri en eitt bam kynni að reynast treg til að greina frá þvi vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að hjón skuli
bara eignast eitt barn.
engan veginn mannteljurunum enda
eru eyðublöð þau sem þeir eiga að
fylla út margra blaðsiðna löng og þeir
munu spyrja um margvísleg atriði
eins og til dæmis vinnu.
Annað atriði sem orðið hefur að
taka tillit til er að Kínverjar lita áraf-
magnstruflanir sem óhjákvæmilegar
og því lék vafi á að tryggt gæti talizt
að rafmagn væri alltaf til staðar fyrir
tölvurnar sem notaðar verða við taln-
inguna. Þess vegna hefur orðið að sjá
fyrir varakerfi til þess að koma í veg
fyrir truflanir af þessum sökum.
Bandarfkjamenn vildu ekki láta
tölvurnar af hendi fyrr en þeir hefðu
fullvissað sig um að Kínverjar notuðu
þær ekki í einhverjum öðrum og ann-
arlegri tilgangi en við manntalið.
En i júnfmánuði staðfesti Alex-
ander Haig, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, sem þá var í heim-
sókn í Kfna, að nauðsynlegt leyfi
hefði fengizt og afhending tölvanna
gæti því hafizt.
Ekki éru þó eintómir erfiðleikar á
vegi mannteljara i Kina. Það er þeim
til dæmis hagstætt að mikil skrásetn-
ing hefur þegar átt sér stað varðandi
kínversku þjóðina og miklar grund-
vallarupplýsingar eru fyrir hendi hjá
opinberum stofnunum.
En hlutirnir 1 Kína eru þó ekki eins
vel skipulagðir og stundum er haldið
fram og það gæti til dæmis vel verið
að einhver sem skráður er sem íbúi 1
Shanghai búi annars staðar og því
kunni hann að verða skráður tvi-
vegis.
Þrátt fyrir alla erfiðleikana eru
Kinverjar bjartsýnir varðandi mann-
talið, sérstaklega í ljósi þeirrar
reynslu sem fékkst af tilraunataln-
ingu í borginni Wuxi á sfðasta ári.
Þar þótti talningin hafa gengið ágæt-
legafyrir sig.
Vestrænir stjórnarerindrekar hafa
dáðst að þeirri vinnu sem Kínverjar
inna af hendi við undirbúning taln-
ingarinnar. „Þeir eru greinilega alveg
staðráðnir í að fá rétta talningu nú,”
sagði einn þeirra sem fylgzt hafði
með talningunni.
Jafnvel þó niðurstöðurnar muni
ekki liggja fyrir fyrr en i árslok 1983
verða þær gríðarlega þýðingarmiklar
fyrir þá sem skipuleggja vilja framtíð
Kína ánæstu árum.