Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981.
miABlB
frfálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf. \
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsaon. Ritstjóri: Jónaa Kristjánsson.
Aöstoóarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannos Reykdal.
Sþróttir: Hailur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjórí: Jónas Haraidsson.
Handrit: Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karísson. f
Blaflamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig
urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HuH Hókonardóttir,
Kríslján Már Unnarason, Sigurflur Sverrísson.
Ljósmyndir: BjamleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Si' .urður Porrí Sigurðsson
og Sveinn Þormóflsson.
SkrHstofustjórí: Ólafur EyjóHsson, Gjaldkerí: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall-
dórason. DroHingaratjórí: Valgorflur H. Svoinsdóttir.
Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur).
Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12.
Mynda- og piötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10.
Áskrlftarvarfl á mánufll kr. 80,00. Varfl f lausasölu lcr. 6,00. ,
Ljóturkikur
Alþýðublaðsdeilan hefur breytt um
eðli. Hún var í fyrstu deila um rit-
skoðun, en er nú orðin að deilu um
stefnu Alþýðuflokksins og stöðu
einstakra ráðamanna hans. Vilmundur
Gylfason og Jón Hannibalsson hafa
boðið hinum byrginn. _
Fyrsta þætti deilunnar lauk, þegar Vilmundur og
blaðstjórn Alþýðublaðsins sömdu um, að hið stöðvaða
blað skyldi koma út í óbreyttu formi. Með því
viðurkenndi blaðstjórnin, að rangt hafði verið að
stöðva útkomu tölublaðsins.
í þessu samkomulagi var ekki nefnt, að blaðstjórnin
skyldi biðjast afsökunar á frumhlaupinu og lýsatrausti
á ritstjórn blaðsins. Var samkomulagið þó eðlilegur
vettvangur slikrar yfirlýsingar, ef hún var nauðsynleg.
Hins vegar var óeðlilegt hjá Vilmundi að gera bak-
kröfu um slíka yfirlýsingu. Menn verða að geta gengið
frá því sem vísu, að samkomulag sé samkomulag. Um
slíkt gilda ákveðnar leikreglur, sem ekki á að brjóta
með bakkröfum.
En milli samkomulags og bakkröfu höfðu blað-
stjórn og ráðamenn flokksins gert þau mistök að fegra
málstað sinn og gera lítið úr samkomulaginu sem út af
fyrir sig óþörfu, en eins konar persónulega greiðasemi
við Vilmund.
Jafnframt rægðu þeir Vilmund óspart og á þann
hátt, sem hér á landi er oft gert í skúmaskotum en
nánast aldrei á prenti. Þeir hvísluðu um drykkjuskap
og geðveiki, en slíkan róg hafa einmitt ýmsir gaman af
að hlusta á.
Vinsældir aðferðarinnar má sjá af því, að nýlega
freistaðist stjórnarformaður og yfirritstjóri Vísis,
Svarthöfði G. Þorsteinsson, til að bera drykkjuskap á
einn af átta núlifandi, fyrrverandi ritstjórumblaðsins.
En hugarfarið á þeim bæ er líka alveg sér á parti.
Formaður Alþýðuflokksins gekk ekki svona langt á
opinberum vettvangi, heldur talaði við fréttamenn um
„mannlegan harmleik”. En ekki þarf mikið
ímyndunarafl til að sjá, hvaða dylgjum formaðurinn er
að reyna að koma á framfæri.
Um leið kom í ljós, að sumir af verkalýðsrekendum
Alþýðuflokksins höfðu lengi talið, að stöðva þyrfti
skrif Vilmundar og Jóns Hannibalssonar, ábyrgðar-
manns blaðsins, um verkalýðsmál og frammistöðu
verkalýðsrekenda.
Þetta upphlaup leiddi til, að Vilmundur, sem
starfandi ritstjóri, blaðamennirnir og Jón Hannibals-
son ábyrgðarmaður töldu rétt að standa fast á
kröfunni um traustyfirlýsingu, þrátt fyrir áður gert
samkomulag.
Um leið er Vilmundur með aðstoð Jóns að minna á
stöðu sína meðal kjósenda flokksins. Hann er að vísu
einangraður í flokksforustunni, en dró þó á sínum tíma
þessa forustumenn inn á þing á sínum vinsældum en
ekki þeirra.
Líta má á Vilmund, Jón Hannibalsson og nokkra
fleiri sem eins konar hagfræðiarm Alþýðuflokksins.
Þeir hafa reynt að sveigja flokkinn til nýtízkulegri og
djarfari sjónarmiða í efnahagsmálum, til dæmis í
verkalýðsmálum.
Vilmundur og Jón eru því ekki bara að svara
ómerkilegum vinnubrögðum flokksforustunnar. Þeir
hafa stigið skrefinu lengra og beinlínis boðið henni
byrginn, vakið athygli á sjónarmiðum hag-
fræðiarmsins.
Ekki er ljóst, hvaða rás deilan og eftirleikir hennar
taka á næstudögum.En þá kröfu verður þó að gera til
málsaðila, að þeir koðni ekki niður í rógi og skítkasti.
r
KRATAR 0G
KJARN0RKAN
Seint ætla menn að gera sér greii*
fyrir þvi um hvað hreyfingin gegn
kjarnorku í V-Evrópu snýst. Kjarn-
orkuandstæðingar eru ekki að bíða
eftir þvi að Árni Gunnarsson eða
aðrir íhaldskratar véfti -fieim leyfi til
þess að vera andvígir einhverri tima-
og rúmlausri kjarnorku i Evrópu.
Hér er á ferðinni sterk fjöldahreyfmg
sem berst gegn þvi að 572 banda-
rískum kjarnorkueldflaugum verði
komið fyrir i nokkrum löndum V-
Evrópu (sem eru aðilar að Nató) og
eldflaugunum verði beint að Sovét-
rikjunum.
Aðdragandi málsins er sá að í des-
ember 1979 samþykkti Nató að stað-
setja kjarnorkueldflaugar í V-Þýska-
landi, Bretlandi, Belgiu, Hollandi og
á Ítalíu. Eins og allar raunverulegar
ákvarðanatektir í þingræðislöndun-
um fór þessi fram á bak við tjöldin og
almenningur ekkert að því spurður
hvort honum hugnaðist þessi fyrir-
ætlun Nató.
Hollenska rikisstjórnin var ekki
alls kostar hrifin af málinu, en dratt-
aðist samt með. En það var látið bfða
betri tíma að ákveða hvort eldflaug-
unum yrði komið fyrir i Hollandi —
endanleg ákvörðun skyldi tekin í des-
ember 1981. En á þessum tíma hefur
hreyfingin gegn kjarnorkueldflaug-
unum vaxið upp og orðið svo sterk að
nú er talið næsta ósennilegt að tillaga
um staðsetningu þessara eldflauga i
Hollandi komist gegnum hollenska
þingið. Einn vottur þessa eru þing-
kosningarnar þar í landi 26. maí sl.
þegar rikisstjórn kristilegra demó-
krata og frjálslyndra missti meiri-
hiuta sinn á þingi.
Ólafur Ragnar Grímsson á plús
skilinn fyrir það að vekja athygli
fólks hér heima á þessari þróun mála
í V-Evrópu — en mfnus fyrir það
hvernig hann greinir frá henni. í hans
augum er það mikilvægast að ein-
hverjir kratabroddar og kirkjunnar
menn hafa opnað augu sin fyrir
klækindabrögðum bandarískra mis-
yndismanna og stilla sér upp í for-
grunni baráttunnar gegn staðsetningu
kjarnorkueldflauga í V-Evrópu. Við
skulum gera okkur það alveg ljóst að
í byrjun var t.d. Helmut Schmidt
ákafur fylgismaður þessarar tillögu
og beitti hollenska ráðamenn miklum
þrýstingi til þess að þeir gleyptu við
henni. Sósialdemókratar eru engir
friðarpostular ef það hentar þeim
illa. Þarf ekki annað en benda á
afstöðu þeirra til heimsstyrjaldanna á
þessari öld. Þá fannst þeim allt í lagi
að verkamenn heimsins væru sendir
út á vigvellina til þess að vera fall-
byssufóður í ránsstríðum auðstétt-
anna. Kratar eru þannig reiðubúnir
til þess, ef þeir mögulega geta, að
fórna hagsmunum verkamanna og
svíkja málstað þeirra ef hann ógnar
valda- og forréttindaaðstöðu verka-
lýðs- og flokksskriffinnanna.
Ástæðan til þess að kratabrodd-
arnir gera sig eins og gvuð i framan
núna er það róttækniástand er víða
ríkir i Evrópu. Afturkippur er í auð-
valdsbúskapnum viðast hvar og ólga
innan verkalýðsstéttarinnar. Bestu
dæmin eru Bretland og Frakkland. í
Bretlandi heldur atvinnuleysið áfram
að aukast og hið eina sem verkamenn
þar fá frá Thatcher-norninni er botn-
laus valdahroki sem er til þess eins
fallinn að skerpa stéttaandstæðurnar
(ekkert sem ég harma, að vísu). Auk
þess sem breska valdastéttin hefur líf
írsku hungurverkfallsmannanna á
samvisku sinni.
f Frakklandi hratt hins vegar rót-
tækniþróun meðal verkamanna
borgaralegri stjórn úr sessi og kom
sósialistum til valda. Sigur sósialista
þar hafði gífurleg áhrif á sjálfstraust
verkalýðsstéttarinnar og baráttuvilja.
Slíkt smitar síðan út frá sér til hinna
Evrópu-landanna. Sigurinn bendir
verkamönnum þar á að það er til leið
út úr því eymdarástandi sem stjórn-
leysi efnahagsskipulagsins hefur leitt
til, og að möguleikar riki nú á að feta
þá leið.
Sósíaldemókratar óttast þessa
verkalýðsróttækni, sem kemur á
sama tíma og andspyrnuhreyfíngin
gegn kjarnorkunni. Ef kjarnorku-
andstæðingar væru einangraðir og
þarna væru eintómir hippar þá stæði
krötunum á sama. En svo er ekki. Nú
eru til staðar möguleikar á að veita
^ „Ólafur Ragnar Grímsson á plús skilinn
fyrir þaö aö vekja athygli fólks hér heima
á þróun mála í Vestur-Evrópu — en mínus
fyrir það hvernig hann greinir frá henni.”
macbt
Ih den
V
Þjóðvcrjar mótmæla kjarnorku.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981.
’
Kjallarinn
\i
ÓlafurGrétar
Kristjánsson
hreyfingunni gegn kjarnorku mun
róttækari baráttuviðmið — og þegar
hreyfingin fer, að því er virðist sjálf-
krafa, að eflast í róttækni, verður
forræði sósialdemókrata hafnað.
Einkum á þetta við um hina uppvax-
andi kynslóð verkafólks sem þekkir
enga „sósíaldemókratíska hefð” og
veit ekki að „labour is for labour”.
Schmidt hefur orðið varkárari í
framgöngu sinni fyrir bandaríska
heimsvaldastefnu vegna andstöðu
gegn áformum Pentagon-manna er
vaxið hefur upp innan flokks hans í
V-Þýskalandi. Hann hefur neyðst
til að taka hana með í reikninginn.
Markmið hreyfingarinnar i V-Evrópu
er að stöðva Bandaríkjamenn algjör-
lega í fyrirætlunum sínum. Naió
hefur hins vegar lært af niðurlaginu í
Hollandi og hyggst í framtíðinni fara
mun hljóðlegar í að vfgbúast gegn
verkalýðsríkjunum í austri. Pöpull-
inn á sko ekki að fá að fetta fingur út
í hluti sem honum koma ekki við —
fyrr en þarf að fórna honum á altari
gróðahagsmuna auðvaldsins. Þess
vegna er mikilvægt að fylgjast mjög
náið með framvindu mála þessara í
V-Evrópu á næstu misserum og veita
hreyfingunni allan þann stuðning
sem okkur er mögulegt. Hræddur er
ég um að Nató bíði ekki að heldur
eftir grænu ljósi frá Árna Gunnars-
syni.
Ólafur Grétar Kristjánsson.
Vill Dagblaðid kjam-
orkuvopn til íslands?
Skelfing vefst kjarnorkuvopna-
leysið fyrir leiðarahöfundum
Morgunblaðsins og Dagblaðsins.
Röksemdafærslan þar leiðir hugann
að sálfræðilegum rannsóknum á vits-
munaþroska barna. í þeim rannsókn-
um hefur komið í ljós að börn hafa
aðra rökvitund en flestir fullorðnir.
Hver sem er getur framkvæmt
þessa tilraun: Taktu tvö glös sem eru
ólikilaginu þannig, að annað er hátt
og mjótt en hitt lágt og vítt. Biddu
síðan barn á forskólaaldri að fylgjast
með þegar þú fyllir lága glasið af
vatni og hellir því síðan yfír í háa
glasið.
Barnið mun, þegar það er spurt,
segja að það sé meira í háa glasinu.
Hægt er að fá einstaka fullvaxta per-
sónur til að samsinna þessu áliti, að
lfkindum eru þar á meðal leiðara-
höfundar Morgunblaðsins og Dag-
blaðsins.
Börnum er fram að vissum aldri
ókleift að draga almennar ályktanir
af einstökum atburðum. í áður-
nefndu dæmi gerir barnið sér ekki
grein fyrir því að vatnið er hið sama
þótt í ólíkum ílátum sé. Þetta er
viðurkennd staðreynd um börn á for-
skólaaldri og alls enginn vitsmuna-
galli.
Svona röksemdafærsla verður hins
vegar að kallast annað en rökfesta
hjá fullvaxta fólki sem skrifar leiðara
í biöð. Reyndar talar þetta fólk ekki
um vatn heldur vetnissprengiur og
önnur tortímingartól af þvi tagi.
í Dagblaðsleiðara sem Morgun-
blaðið endurprentaði 31. júlí segir
um Jens Evensen, fyrrum hafréttar-
ráðherra Noregs, að hann hafi flutt
norskum jafnaðarmönnum „þá lög-
skýringu að Norðurlönd væru ekki
kjarnorkuvopnalaust svæði, þótt þau
væru kjarnorkuvopnalaus”.
Auðvitað er það helber þvættingur
að Evensen haldi þessu fram, en af
'hvaða ástæðum ber Dagblaðið slíkt
kjaftæði á borð fyrir lesendur sína?
Þeir vilja hafa hór
kjarnorkuvopn
Ástæðan er einfaldlega sú, að þótt
íhaldsmenn haldi því fram að hér-
lendis séu engin kjarnorkuvopn
geymd, vilja þeir alls ekki útiloka að
svo sé eða verði. Morgunblaðið og
Dagblaðið vilja nefnilega að ísland sé
kjarnorkuvopnasvæði! Önnur rök-
rétt skýring fyrirfinnst ekki á tvísögn
nefndra leiðarahöfunda.
Morgunblaðið fullyrðir að
Norðurlönd séu kjamorkuvopna-
laust svæði sem standi andspænis
víghreiðrinu á Kolaskaga í Sovétríkj-
unum. Morgunblaðið segir að ekki
séu til neinir samningar um þetta ein-
hliða vopnleysi Norðurlanda gagn-
vart Kolaskaganum, gráum fyrir
kjarnorkubombum. Samt eru
Norðurlönd kjarnorkuvopnalaust
Kjallarinn
Jón Ásgeir
Sigurösson
svæði, segir Morgunblaðið.
En: Þótt Norðurlönd séu kjarn-
orkuvopnalaust svæði, þá er það ein-
hiiða eftirgjöf að segja að svo sé,
kyrja Dagblaðið og Morgunblaðið í
kór. Ef maður heldur svo áfram með
þessa röksemdafærslu í anda
Morgunblaðsins, þá er auðvitað
niðurstaðan sú að þessar fullyrðingar
íhaldsins séu „þjóðhættuleg iðja”.
Málið er þannig vaxið að þótt við
íslendingar megum vita að hér séu
engin kjarnorkuvopn geymd, þá
mega Sovétmenn alls ekki fregna af
því. Það væri nefnilega einhliða eftir-
gjöf. Morgunblaðið hefur samt
kjaftað frá. Það er, ef maður notar
forkostulegan málflutning íhalds-
blaðanna, er þegar búið að gefa eftir
við höfuðandstæðinginn.
Skýringin fundin
Kjarni málsins er sá að ef hér eru
engin kjarnorkuvopn og eiga ekki að
vera, þá höfum við ekkert til að
semja um. Hvað eigum við að bjóða
Sovétríkjunum fyrir að draga úr víg-
búnaði á Kolaskaga — að við
drögum líka úr vígbúnaði? Hvaða
vígbúnaði? Kjarnorkuvopnum á ís-
landi?
Um leið og maður gefur sér að hér
séu kjarnorkuvopn eða að Morgun-
blaðið og Dagblaðið vilji að svo sé,
þá skýrist afkáralegur málflutningur
þessara íhaldsblaða. Þá höfum við
eitthvað til að semja um, þá er hægt
að tala um „einliða eftirgjöf” i því
tilviki að lýst sé yfir kjarnorkuvopna-
lausu svæði á íslandi og öðrum
Norðurlöndum.
Þá skýrist þessi útúrsnúningur
Dagblaðsins á orðum Jens Evensen:
„Auövitaö er það helber þvættingur að
Evensen haldi þessu fram, en af hvaða
ástæðum ber Dagblaðið slíkt kjaftæði á borð
fyrir lesendur sína?”
leiðarahöfundurinn veit að til að
tryggja til frambúðar að Norðurlönd
séu kjarnorkuvopnalaus, þarf að lög-
tryggja að svo sé og verði. En sami
leiðarahöfundur vill bara alls ekki að
Norðurlönd séu kjarnorkuvopna-
laus. Þessvegna þykist hann ekki
skilja Evensen.
Vekjum traust
Auðvitað gera Sovétmenn sér grein
fyrir þessari afstöðu íhaldsmanna á
íslandi, og kannske vita þeir meira en
við Iandsmenn um gildi staðhæfinga
um kjarnorkuvopn hér. Með bind-
andi alþjóðlegum yfirlýsingum um
kjarnorkuvopnaleysi myndum við
gefa Sovétmönnum til kynna að
héðan verði aldrei neinar árásir
gerðar. Það er traustvekjandi yflrlýs-
ing.
Þótt Morgunblaðið látist ekki vita
það, þá felst í skilgreiningu Jens
Evensen á kjarnorkuvopnalausu
svæði sá skilmáli að Sovétríkin gefi
bindandi alþjóðlega yfirlýsingu um
að þau muni virða slíkt kjarnorku-
vopnalaust svæði og ekki ráðast gegn
Norðurlöndum.
Að sjálfsögðu væri alveg frábært
að geta fengið Sovétmenn til að út-
rýma öllum sínum vigbúnaði á Kola-
skaga og annars staðar í heiminum.
Sama gildir um vígbúnað Bandaríkj-
anna alls staðar i heiminum. Eigum
við virkilega að trúa því að alg^ör
friðlýsing Norðurlanda fyrir kjarn-
orkuvopnum geti engu áorkað? Trúir
því nokkur maður að rétta leiðin sé
að fylla alla firði af kjarnorku-
bombum — „til að geta samið um af-
vopnun”?
Þeir sem trúa því að hægt sé að
áorka einhverju í friðarátt á annan
hátt en þann að hlaða upp sífellt
meiri og hættulegri vopnabirgðum,
þeir eru herstöðvaandstæðingar. Þeir
gengu frá Stokksnesi til Hafnar í
Hornafirði I gær til að krefjast þess
að Island rjúfi öll tengsl við kjarn-
orkuvopnakerfið.
Jón Ásgeir Sigurösson
blaðamaður.