Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 18
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981. „Imba- forlagið” í nýjasta Helgarpóstinum er skýrt frá því að nú í mánuðinum komi út Ijóðabók á ensku, eftir Thor Vil- hjálmsson, f Bandaríkjunum. Nafn forlagsins vestra vekur sérstaka athygli. Það heitir Loon Books sem á. fslenzku myndi útleggjast „Imba-for- lagið”. • • Oll sala bönnuð Og loks segir sagan frá ibúðareig- anda einum í fjölbýlishúsi, f Reykja- vfk vel að merkja, sem sett hafði fasteign sína á söluskrá. Dag einn hringir hann til fasteignasalans og segir að því miður geti ekki orðið af sölunni unz annað verði ákveðið því að búið sé að hengja upp skilti f and- dyri blokkarinnar sem segi að öll sala í húsinu sébönnuð! Asgeir Óskarsson slagverksleikari. Ljósm.: Ragnar Th. Hlöðver fær núning Þórflur Árnason gftarlelkari. H/jómsveftin 1. kor. 13. Hana sklpa Hjattí Ounnlaugsson, Halldór Lárus- son, Ámý B. Jóhannsdóttír, Halga BoUadóttir, Birglr J. Birgisson, öm Sigurðsson og Páll £ Pálsson. Lögln & plötunni eru bæöi eftir Hjatta. l.kor. 13ernafnáhljómsveit, sem er búin aö starfa saman f nfu til tfu mánuöi. Þrátt fyrir það hefur ekki borið mikið á henni til þessa að minnsta kosti. Þó hefur hljómsveitin nú sent frá sér sína fyrstu tveggja laga hljómplötu og hyggur ótrauð á gerð einnar stórrar sem fyrst. Eins og nafn hljómsveitarinnar gefur til kynna er hér um hóp að ræða sem eitthvað hefur með kristin- dóm að gera. (1. kor. 13 útleggst Fyrsta korintubréf þrettánda vers.) Nöfnin á lögunum tveimur á plöt- unni eru lfka I þeim anda. Aöallagið heitir Jesús lifir og hitt Heilagi faðir. Bæði eru lögin eftir Hjalta Gunn- laugsson svo og textarnir. ,,Við erum sjö talsins sem skipum 1. kor. 13,” sagði einn liðsmann- anna, Halldór Lárusson, f samtali við blaöamann DB. „Við erum ekki málsvarar neins sérstaks trúarsafn- aðar, aðeins kristinna manna al- mennt. Hins vegar höfum við starfað mikið með samtökunum Ungt fólk með hlutverk og verið þeim innan handar að mörgu leyti.” Halldór sagði að hijómsveitin hefði komið vfða fram. Þó aöallega meðal unglinga. „Einrúg komum við fram á tónleikum í Bústaðakirkju og sömu- leiðis á útihljómleikum á Lækjar- torgi fyrir nokkru,” sagði Haiidór. „Um hvað hugsar einmana snót?” sungu Hljómar um árið. Vandi er að spá í hvað Birgitte Heide hugsar um leið og hún nuddar bólgna vöðva Hlöðvers Smára Haraldssonar. Skemmtanabransinn tekur á taugarn- ar. Þá er gott að vita af nuddþekk-' ingu f seilingsfjarlægð. Slík meöhöndlun bætir hressir og kætir. Myndin er tekin á háalofti félags- heimilis Hrfseyinga, kvöldið sem hljómsveitin Galdrakarlar og sprell- fyrirbærið Þórskabarett heimsóttu eyjarskeggja. Gitta dansar f kabarett- inum, Hlöðver Smári hljómborðar með Galdrakörlum. -ARH/DB-mynd: Slg. Þorri. Þursaflokkurinn tekur upp þráöinn að nýju — leggur upp í landreisu um nœstu helgi Eglll Ólafsson söngvari og hljóm- borflslelkarl. Tómas Tómasson bassa- og hljóm- borðsleikari. Hélt einhver að Þursaflokkurinn væri hættur? Ef svo er þá tilkynnist hér með að svo er ekki. Á döfinni er hringferð um landið og með haustinu er plötuupptaka áformuð. , ,Við komum saman að nýju f byrj- un júli og ætluðum reyndar að fara fyrr í þessa landreisu okkar en raun- in varð á,” saRÖi Tómas Tómasson bassaleikari Þursanna. „Okkur hrjáir hins vegar sama æfmgahús- næðishallærið og aðrar hljómsveitir. — Til dæmis æfðum við á þremur stöðum eina vikuna. — Fyrir bragðið urðumviö fyrirnokkrumtöfum.” Hringferð Þursaflokksins er sú þriðja sem hann leggur upp f. Hún hefst um næstu helgi á Selfossi og lýkur á Akranesi föstudaginn 28. ágúst. Þursarnir koma vföa við á ferð sinni. Meðal annars leika þeir tvisvar á Akureyri. Á öðrum hljómleikunum FÓLK þar verður væntanlega mikið um dýrðir. Þá er áformað að hljómsveit- irnar Þeyr og Bara flokkurinn komi einnig fram. önnum kafnir í öðrum verkef num Þursaflokkurinn hefur ekkert haft sig i frammi síðan sýningum á söng- leiknum Gretti lauk í vor. Tómas hefur verið önnum kafínn við upp- tökustjórn á plötum Bubba Morthens og Bara flokksins. Ásgeir Óskarsson trommuleikari hefur haft nóg að gera við stúdfóspilamennsku og Egill Ólafsson og Þórður Árnason komu við sögu við kvikmyndum sögunnar um Jón Odd og Jón Bjarna. Nokkur kaflaskipti eru á ferli Þursaflokksins með hringferðinni. „Við erum hættir í bili að vinna út frá þjóðlögum og höfum snúið okkur meira að eigin tónlist,” sagði Tómas. „Þau lög sem við leikum í ferðinni um landið verða uppistaðan á næstu plötu okkar sem við stefnum að að taka upp með haustinu og koma á markaðinn fyrir jól. — Hvernig tónlist? Þetta er bara rokk- tónlist. Við höfum jú alltaf verið að fást við rokkmúsfk en þetta er annað form. Við skorum bara á fólk að koma og prófa. Þá heyrir það hvað við erum að gera núna. ” Frekari leikhúsvinna er ekki á döfinni Þursaflokkurinn hefur ekki komið fram á hljómleikum siðan á lokatón- leikunum frægu i Þjóðleikhúsinu. Síðan tók við vinna við söngleikinn Gretti. Tómas Tómasson var að lok- um spurður að þvi hvort einhver leik- húsvinna væri á döfinni hjá Þursa- flokknum. „Nei, ég reikna ekki með frekari leikhúsvinnu hjá okkur á næstunni,” svaraði hann. „Það er mjög gaman að hafa reynt slikt einu sinni en ég veit ekkert um hvort af slíku verður aftur. Það eina sem er fyrirliggjandi hjá okkur eins og sakir standa er ferðin f kringum landið, plötuupp- takan og spilamennska i Reykjavik og nágrenni. Við verðum á fullu i september og sennilega október lika. Hversu lengi, veltur dálitið á fram- haldsskólunum.” -ÁT- Hljómsveitin 1. kor. 13 sendir jrá sér sína jyrstu plötu: Trúarleg tónlist með diskótakti Tveggja laga platan sem er nýkom- in út, var hljóðrituð í stúdíó Stemmu i maf síðastliönum. Halldór sagði að hljómsveitin ætti til nóg af lögum til viðbótar og vonaðist til að geta hljóð- ritað þau á LP plötu fljótlega. Þá sagði hann að 1. kor. 13 myndi að sjálfsögðu starfa áfram af krafti og koma fram á sem flestum stöðum. í fréttatilkynningu sem hljómsveit- in dreifði segir meðal annars að það eigi eftir að koma mörgum á óvart að tónlist sem sú sem 1. kor. 13 flytur á plötu sinni sé til við þann boðskap sem textarnir innihalda. Þar mun vera átt við að lögin eru með sterkum takti, — diskótakti svokölluðum. -At- Eggert fyrr- verandi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins nálgast nú óðum svo framarlega sem honum verður ekki frestað aftur. Sumir áhugamenn um flokksstarfið telja að sverfa muni til stáls á fundin- um og óttast margir flokksmenn að hjaðningavigin geysi um fúndarsalinn. Fyrir bragðið er búizt við liðssöfnuði hjá fylkingum flokksins og að seta á landsfundi verði þvi ýmsum ann- mörkum háð. Margir eru kallaðir að vanda þótt aðeins um eitt þúsund séu útvaldir. Á meðal þeirra sem velta eigin landsfundarsetu fyrir sér er Eggert Haukdal alþingismaður á Bergþórs- hvoli, Eggert bauð sig fram utan flokka þegar yfirvald Sjálfstæðis- flokksins neitaði að viðurkenna lista hans, en sú saga er öllum kunn. Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins kveða á um að — Alþingismenn og frambjóðendur hans 1 aðalsætum á framboðslista flokksins við alþingis- kostningar hverju sinni — skuli hafa seturétt á landsfundi. Þótt Eggert hafi gengið i þingflokk Sjálfstæðismanna að afloknum síð- ustu kosningum þá fullnægir hann ekki þessum skilyrðum. Ekki eru þó öll sund lokuð fyrir Eggert, því ein- hvers staðar er sagt leynast ákvæði sem tryggir fyrrverandi þingmönnum flokksins setu á fundinum góða. Strangt tekið er Eggert i þeirra hópi, því að hann skipaði efsta sæti D list- ans í Suðurlandi við kosningarnar árið 1978. Þannig mun því Eggert Haukdal væntanlega ríða til landsfundar flokksins í hópi fyrrverandi þing- manna, þótt hann sé ötullega starf- andi þingmaður fyrir flokk sinn og hérað. Það er margt skrltiö í kýr- hausnum fyrir austan fjall.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.