Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST1981.
23
Hestar og menn:
„ÞAÐ ER ÓDÝR-
ARA AÐ FÓDRA
HESTEN
AÐ REYKJA”
HesUmennirnir hjáipast allir að. Múrararair sji iim steypuvinnuna, trésmiðir koma
húsunum upp og þeir sem eru handlagnir i að jiraa, verða vinsælir vinir. Kjartan
Sigurðsson sér um að járaa Lísu fyrir kunningjafólk sitt, áður en hann heldur heim i
hesti sinum.
Hvaða tilfinning er betri en að hafa
hann milli fóta sér og finna fjörtök
stinn? Hlýr andvarí streymir milli
okkar og traustið er gagnkvæmt. Við
tölum ekki sama mál, en samt skiljum
við hvort annað. Við þurfum ekki að
setja tilfinningar i orð. í þögninni
lesum við hugsanir hvor annars. Ég
elska þig, berti vinur minn, hugsuninni
skýtur fram. Hann finnur það og
strýkur fallega höfðinu sinu við mig,
hnusar og nartar ofurvarlega í fótleggi
mína. Svo leggjum við af stað og hann
er tilbúinn að bera mig yfir fjöll og
firnindi. Með gleði.
Auðvitað er það hann Faxi sem ég er
að tala um. Allir sannir hestamenn
þekkja þessar tilfinningar, sem þurfa
Giaður ég á Grána sat,
guði sé lof á hæðum.
Ég er alltaf akkúrat
eftir kríngumstæðum.
Hann vildi meina það, Skagfirðingurinn,
Guðmundur Erlendsson. Hér er Grettir
Kjartansson, 8 ára, i hesti sinum.
út úr þvi að vera augafufir i hestfaaki? Nei, aidor þyidr gott að Infr Ham pcia með i
bngri filr, þtgar manni verðnr kalL Þi tekir maður bn smisnpa tð að yfja sér og oft
getur hann veríð nauðsyniegur. Einu sinni hittum við mann sem hafði dottiö illilega af
baki og brodð sig. Til þess að lina þjíningar haits sðfnuðum við ptlnauni saman og
gifnm bonum af þeim þar til hann var hættur að fiaaa fyrir nokkra. Þi w sopinn
læknáslyf og nauðsyn.
Þau voru að koma úr þríggja daga ferð. „Við ríðum i gegnum Heiðmörk framhjá Gjárétt sem er sérstakiega fallegur staður
með skemmtilegnm hellum og grónum hestagötum. Þi fórum við niður f Kaldársel, yfir Breiðdal og inn I Dauðadali. Siðan
upp i Krísuvfk. Þetta er ákaflega falleg leið og gaman að fara hana.” Arnhildur Jónsdóttir og Sigurður Kjartansson leggja
aftur f hann eftir kaffiveizln i Fákshúsunum. Þau sögðust ekki finna fyrír truflun frá byggðinni og að bilstjórar væru almennt
tillitssamir við hesta og menn
engin orð. Hestar og menn hafa f
gegnum tiðina verið sem tvær sam-
rýndar verur. Og hestar hafa oftsinnis
bjargað mörgum mannslífum, jafnvel
fórnað sér til þess. Hver gæti verið
betri vinur eiganda slns?
Við Bjarnleifur ljósmyndari lögðum
leið okkar upp I Víðidal f leit að hesta-
mönnum, til að ræða tilveru hests og
manns. Allir virtust vera farnir I út-
reiðartúr. Þegar við ætluðum að fara
að snúa við sáum við þó glitta f fólk og
hestahóp i Faxabóli. Reiðfólkið var að
koma úr þriggja daga ferð um Reykja-
nesið, en bauð okkur án hiks i kaffi-
veizlu uppi á lofti í hesthúsinu. Þarna
var hin ákjósaniegasta aðstaða, lítið
eldhús með stórum borðkrók og divan.
Eflaust er það þessi snerting við nátt-
úruna, sem borgarmoldvörpur fá
minna af, en gerir hestamenn einstak-
iega vinalega. Allir voru sáttir við til-
veruna, hlógu og sldptust á orðum.
Okkur Bjamleifi, alveg bláókunnum
manneskjunum, var boðið strax upp á
kaffi, sérrí og hvers kyns góðgæti.
Borðið hlaðið kökum og brauði. Þetta
var likt og að koma á sveitabæ inni I af-
dal þar sem menn kannast ennþávið
islenzka gestrisni.
Hjónin Guðmundur Erlendsson og
Guðrún Sigurgeirsdóttir voru eigendur
að hesthúsinu og stóðu fyrir veizlunni.
Þetta var sjálfseignarhús, sem hesta-
mennirnir hafa að mestu leyti byggt
sjálfir. Þeir taka sig saman, rafvirkjar,
múrarar, trésmiðir og hjálpa hver
öðmm og sjálf sjá þau að öllu leyti um
hirðingu hestanna.
,,Við eram búin að vera hérna í um
20 ár,” sagði Guðrún. ,,Það er nauð-
synlegt að geta komizt út úr öllu stress-
inu og njóta sfn í útreiðartúrum eða f
húsunum með hestunum. Maður
eignast góða vini hérna því allir verða
að hjálpast að og einhver sérstök sam-
eining skapast. Líkt og fólk hafði það í
gamla daga. Þegar við förum einn stór
hópur I útreiðartúr hugum við öll að
sama áhugamálinu og stöndum öll
saman. Vináttan verður því innilegri en
tiðkast annars staðar.
„En er þetta ekki dýr afslöppun?”
„Það er sko miklu billegra að reka
einn hest en að reykja,” svaraði Guð-
mundur galvaskur. ,,Ef maður miðar
við hjón sem bæði reykja er óhætt að
segja að maður getur fóðrað þrjá hesta
fyrir þá upphæð. Þ.e.a.s. ef maður
fóðrar hestana sjálfur, þvi launaðir
hirðar eru dýrir. í vetur var verðið á
heyi um 70 aurar til 1 króna kílóið og
einn hestur þarf rúmlega eitt tonn yfir
veturinn. En það má reikna með þvi að
verðið þrefaldist í vetur.
En ég skal leyfa þér að heyra eina
visu,” sagði Guðmundur hlæjandi. Og
sem Skagfirðingur kunni hann þær
margar:
öreigarnir eiga bezt,
engu þurfa að kviða.
Oft þeir komast yfir hest,
sem allir vilja ríöa.
-LKM