Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981. BIAÐIÐ Irjálst, óháðdagblað Útgefandi: DagblaðM hf. ' * * y Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Monning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. ^ Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hu*d rlákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Dreifingarstjórí: Valgorður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askríftarverð á mánuði kr. 80,00. Verð í lausasölu kr. 6,00.-• „...en erþó bezti matur” Afstaða fiskveiðiþjóðarinnar á íslandi til sjávarrétta hefur löngum verið undarleg. Svo virðist sem fyrr á öldum hafi fólk fremur nagað skinn en að tína krækling í fjörunni. Og nú kaupir fólk kjötfars, ef ýsuflök eru ekki til. Sumpart hefur okkur farið aftur. Margt ungt fólk borðar ekki kinnar og gellur, forðast skötu og steinbít og kærir sig ekki um rauðmaga. Það kaupir ýsuflök einu sinni i viku, en hallar sér að öðru leyti að unnum kjötvörum. En sumpart hefur okkur líka farið fram. Sumt ungt fólk borðar sjávarrétti, sem aldraðir hafa aldrei lagt sér til munns. Þar á meðal er herramannsmatur á borð við skötusel, hörpudisk, krækling, leturhumar og kampa- lampa. í rauninni erum við komin upp úr mestu ýsuflaka- lægðinni. Hinir beztu fisksalar hafa alla daga á boð- stólum nokkrar tegundir af ferskum fiski, ófrystum, en auðvitað mismunandi tegundir eftir árstíðum og ver- tíðum. Nýlega mátti einn og sama daginn sjá í fiskbúð ósalt- aðar gellur, ýsu og þorsk, smálúðu og skarkola, skötu- sel og-steinbít, leturhumar og silung. Og fisksalinn gerði ráð fyrir, að viðskiptavinirnir mundu tæma bakkana. Nokkur veitingahús hafa árum saman reynt að kynna sjávarrétti, sem fólk kannaðist lítt eða ekki við. Þannig komust leturhumar og rækja gegnum nálar- augað, síðan kræklingur og hörpuskel og loks kampa- lampi og skötuselur. Framfarasinnaðir matreiðslumenn eru enn að ýta á eftir þessari þróun. Karfi er farinn að sjást á matseðl- um, öðuskel og smokkfiskur. Þeim fjölgar því hægt og sígandi, sem vita, að þetta er líka herramannsmatur. Og nú er Bæjarútgerð Reykjavíkur að minnast 195 ára afmælis borgarinnar á einstaklega skemmtilegan hátt. Hún hefur á Lækjartorgi komið upp fiskmark- aði, þar sem boðið er upp á nýjan karfa, ufsa og löngu við góðar undirtektir fólks. Heimsins mesti sérfræðingur í sjávarréttum Norður- Atlantshafsins er Alan Davidson, fyrrum sendiherra Breta í Laos. í nýlegum doðrant hans um fiskifræði þessa hafs og uppskriftir strandþjóðanna á ýmislegt erindi til okkar. * Hann mælir meðal annars með ferskri loðnu, djúp- steiktri eða gufusoðinni, ferskum kolmunna, pönnu- steiktum eða gufusoðnum, ferskum sandkola heil- steiktum og ferskum hákarli, grilluðum, bökuðum eða steiktum. Hann bendir á krabba, ýmsar tegundir skelja og kuðunga, sem hann segir herramannsmat. Ennfremur ígulker, fjörugras og söl. Og svo segir hann langa sögu af ágæti íslenzkra þorskhausa, að vísu þurrkaðra. Fiskveiðiþjóðin á íslandi þekkir ekki sem mat nema hluta af hinni gífurlegu fjölbreytni í bragðgóðu próteini hafsins, sem er langtum meiri en í kjötinu uppi á landi. Við kunnum að selja öðrum sumt, en notum það ekki sjálf. Við erum líka rétt að byrja að átta okkur á, að hin leiðigjarna soðning er orðin úrelt. í staðinn er komin gufusuða, grillun, bakstur, reyksuða og síðast en ekki sízt ofnsuða í álpappír, sem er matreiðslubylting. Og við höfum ekki enn þorað að taka mark á Fiska- bók Almenna bókafélagsins eftir Muus og Dahlström, sem kom út fyrir þrettán árum. Þar segir um marhnút- inn: ,,Hann er hvergi étinn utan í Grænlandi, en er þó bezti matur.” Samkeppnin frá videóinu veldur sænskum sjónvarpsmönnum áhyggjum: Svarið felst f bættri sænskri sjón- varpsdagskrá „Við mætum samkeppninni frá videóinu með auknu sænsku sjón- varpsefni,” segir sænski útvarps- stjórinn Örjan Wallqvist. Ráðamenn sænska sjónvarpsins hafa á undan- förnum mánuðum gert sér æ ljósara hversu alvarleg samkeppnin frá videó-tækjunum er. Þannig sé nú í raun um þrjár sjónvarpsrásir að ræða í Svíþjóð í stað tveggja áður þar sem videó-spólurnar leggi til þriðju rásina. örjan Wallqvist nefnir dæmi þess frá Bandaríkjunum að um leið og verið sé að sýna kvikmyndir í fyrstu skiptin opinberlega sé verið að sýna þær í heimahúsum af videó-spólum í öðrum borgarhlutum. Hliðstæð vandamál séu einnig fyrir hendi 1 Sví- þjóð. „Samkeppninni frá videóinu eigum við að mæta með aukinni sænskri dagskrá, meira af nýju sænsku efni og lýsingum á sænskum raunveruleika,” ítrekar Wallqvist. Hann segir að hlutfallslega hafi sænskt efni verið mest í sjónvarpinu á árunum 1971—72. Síðan minnkaði V HVAR ER LYÐRÆÐIÐ INNAN ASV? — Engir f undir haldnir í félögunum Þegar aðeins rofaði til í fréttaflutn- ingi útvarpsins á mánudaginn var, fyrir tíðindum af Alþýðublaðskó- medíunni, bárust þær fréttir vestan af Fjörðum, að Alþýðusamband Vestfjarða hygðist ekki verða með 1 „stóra samflotinu” þegar gengið yrði til næstu samningagerðar. Þeir ætluðu að semja heima i héraði. Þá liggur náttúrlega beinast við að álita, að ASV hafi tryggt sér viðsemj- endur í héraði, eða á hinn bóginn, að ASV ætli að semja sérstaklega við Vinnuveitendasambandið og Pétur Sigurðsson og Karvel Pálmason treysti sér frekar til þess að eiga i höggi við Þorstein Pálsson og ná fram kjarabótum heldur en leggja málin í hendur heildarsamtakanna með Ásmund Stefánsson í broddi fylkingar. Nú er það komið á daginn, að formaður atvinnurekenda á Vest- fjörðum, Jón Páll Halldórsson, hefur alfarið neitað, að við ASV verði samið í héraði, það verði heildarsamtökin, Vinnuveitenda- samband íslands, sem semji, enda er það af fróðum talið útilokað, að sami leikur gerist og 1977, þegar samið var i héraði, að Vinnuveitenda- sambandi íslands forspurðu, og kostaði gífurlega ýldu. Enda kom það fram í sjómannaverkfallinu í fyrra, að heimamenn af hendi at- vinnurekenda voru þar ekki til Finnbogi Hermannsson samningagerðar, þar var Kristjáni Ragnarssyni form. LÍÚ að mæta. Hvaða sólstöðusamn- inga? 1 tillögu þeirri að kröfugerð, sem samþykkt var á kjaramálaráðstefn- unni á Núpi 9. ágúst, var efst á blaði, að almenn kauphækkun á alla kaup- taxta yrði miðuð við að ná sama kaupmætti og í „Sólstöðusamningun- um” frá 1977.. Ekki er tilgreint við hvaða sólstöðusamninga er átt„hvort það eru „Sólstöðusamningar” Alþýðusambands íslands, eða „Sól- stöðusamningar” þeir, sem Karvel Pálmason lét Alþýðusamband Vest- fjarða skrifa undir. Eftir að Karvel hafði látið skrifa undir vann verka- fólk á Vestfjörðum fyrir þó nokkru lægra kaupi en verkafólk annars staðar á landinu. Það munaði þó nokkrum prósentum sem auðvitað skiptir máli og Karvel Pálmason færði atvinnurekendum á Vest- fjörðum þannig ótaldar milljónir, en samningar ASV voru við lýði fram á haustdaga 1977 þegar atvinnurek- endur gáfu eftir og greitt var sama kaup og annars staðar á landinu. Alþýðuflokksforystan i ASV reynir enn að breiða yFir þessa skömm með því að upphefja flumbruganginn og reynir enn að telja vestfirsku verka- fólki trú um, að það hafi gegnt ákveðnu fómarhlutverki 1 þessum samningum, Karvel hafi höggvið á hnútinn, enda hafi vestfirskt verka- fólk verið reiðubúið að vinna á lægra kaupi um óráðna framtíð bara ef hjól atvinnulífsins færu aftur að snúast á íslandi án tillits til þess hvað um yrði samið. Ef Karvel hefði ekki höggvið á, og hans fólk reiðubúið að fórna, væri ltklega allt í harða verkfalli enn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.