Dagblaðið - 21.08.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 21.08.1981, Qupperneq 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981. VISIR Tónleikar „StrengjasveKarinnar" í Bústaða- kirkju 15. ágúst. Stjórnandi: Josef Vlach. Verkefni: G.F. Handel: Concerto grosso op. 6 no. 8; Loifur Þórarinsson: Rent; W.A. Mozart: Divortimento KV 136; Benjamin Britten: Simple Sinfony; A. Dvorak, Soronada. Um síðustu jól kom fram fyrirbæri sem nefndi sig einungis Strengjasveit, ef mig minnir rétt. Strengjasveit þessi reyndist kærkomin nýjung og þarft framtak. Þótti mér þá sem þau hefðu varið þeim helgidögum.sem flestir aðrir notuðu til að kýla sínar vambir, til góðs með stöðugu æfingastriti sínu. Höfðu þau orð á að þau myndu reyna að koma saman í sumar og taka upp þráðinn að nýju. Það gerðu þau líka svo að um munaði, því að þau fengu kunnan fiðlara austan úr Tékkó til að þjálfa liðið og árangurinn gat að heyra á tvennum tónleikum, á föstudags- og laugar- dagskvöld. Ekki heyrði ég tónleikana á föstudag, en náði nógu snemma í bæinn til að hlýða á sveitina leika i Bústaðakirkju á laugardagskvöld. Sulta með steikinni Ekki var ég ýkja hrifinn af upp- hafsverkinu, Concerto grosso Hándels. Spilamennskan, sem í sjálfu- sér var ágæt, var einfaldlega ekki í samræmi við stil verksins. Þetta var hálfgerður rokokko-barokk og verk- aði í álíka góðu samræmi og sletta af sultutaui út á piparsteik. En svo kom Mozart og þá kvað heldur betur við annan tón. Þar komu blæbrigðin öll, svo geislandi fin og hámákvæm, að fullu til skila. Simple Sinfony Brittens léku þau frísklega og létt músíkalskt, en hefðu mátt láta bera svolítið meira á satir- unni í verkinu. Sumir hlutar þessarar sinfóníettu, sem er langt frá því að bera nafn með rentu, voru bráðvel leiknir, t.d. pizzicato kaflinn, þar sem sveitin sýndi góða samhæfingu. Rent, það ágæta stykki Leifs Þórar- inssonar, léku þau skýrt og settlega og án þess að gera minnstu tilraun til ýkts leiks, þar sem músík Leifs bein- línisbauð uppáslikt. Sungið á strengi Að lokum ómaði Serenaða Dvoraks. Serenöðuna „sungu” þau á strengi sína og þótt þreytu væri farið að gæta hjá liðinu hélst bragurinn til loka. Josef Vlach hefur unnið gott starf með sveitinni að undanfömu. Að vinna með svona manni hlýtur að verka eins og vænn skammtur af víta- míni. Þótt ég hafi ekki verið dús við túlkun hans á Hándel dáist ég að meðferð hans á verkum Mozarts og Dvoraks. Strengjasveitin hefur með tónleikum þessum fest sig í sessi. Hún er þegar orðin vísir of mikils til að fá að lognast út af. Fyrstu sporin hafa verið stigin og nú verður ekki aftur snúið. -EM Josef Vlach & æfingu með Strengjasveitinni. Heimdallur, Samtök ungra sjálfstæöismanna: Skipulagsmálum borgarinnar kollvarpað á undanförnum þremurárum „Undir forystu Alþýðubandalags- ins hefur skipulagsmálum borgarinn- ar verið kollvarpaö,” segir í fréttatii- kynningu frá Heimdalli, Samtökum ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilefni af 195 ára afmæli Reykja- víkurborgar, sem var 18. ágúst sl. og þriggja ára setu vinstri meirihlutans í borgarstjórn. „Loforð Alþýðubandalagsins um að spilling I stjórn borgarinnar skuli upprætt hefur reynzt ómögulegt að efna. 1500 einstaklingar eru núáskrá í Reykjavík yFir þá sem skortir leigu- húsnæði, vegna þriggja ára afskipta- leysis borgaryfirvalda gagnvart leigj- endum og skammtastefnu í lóðaút- hlutun. Þá hefur húsaleigulöggjöf stjóm- valda leitt til þess að húseigendur láta fremur íbúðir sínar standa auðar en aö taka á sig þær kvaðir sem á þá eru settar, gerist þeir legusalar.” Þá minnist Heimdallur á að fyrri samþykktir borgarbúa um nýja íbúðabyggð hafi verið hundsaðar, þar sem borgarmeirihlutinn stefnir skipulagi sínu til fjalla í stað þess að reisa byggð við ströndina. Segir Heimdallur Reykvíkingum hollt að minnast þessarar þriggja ára setu nú á afmæli borgarinnar, þar sem stjómartíminn hafi reynzt mistök á mistök ofan. - ELA Nú geta Homfirðingar baðað sig fiauginni á nýjan leik: Sundlaugin opnuð eftir gagnlegar endurbætur Sundlaugin á Höfn var opnuð aftur um síðustu helgi eftir að hafa verið lokuð í allt sumar vegna endur- bóta. Laugin, sem er steinsteypt úti- laug, var fóðruð með trefjaplasti að innan auk veggja hússins. Það var Skipasmlðastöð Guðmundar Lárus- sonar á Skagaströnd sem sá um verkið. Sundlaugin á Höfn mun vera fyrsta laugin sem fóðruð er að innan meö þessum hætti og þykir verkið hafa tekizt mjög vel. Einnig var tekin í notkun hitaveita og sett ný sandsía til að hreinsa vatnið. Sundnámskeið fyrir börn eru þegar hafin og standa þau yfir frá kl. 9—19 virka daga. 170 börn frá Mýrum, Nesjum og Höfn taka þátt I nám- skeiðinu. Tími fyrir almenning er frá kl. 7—9 á morgnana og frá 19.30— 21.30 á kvöldin. Eru menn hér að vonum mjög ánægðir með að geta tekið sér sundsprett á ný en mikil óánægja var I sumar vegna lokunar- innar. - ELA / Júlía, Höfn. Demantssíld veidd á færi og í net — en nýtingarmöguleikar engir Fyrir helgina varð vart mikillar síldargöngu allt upp í fjöru á ýmsum stöðum á Ströndum. Gripu menn á Gjögri til gamalla rekneta og fengu 3—4 tunnur í net. Fyrir helgina tóku menn upp þessi net, því ekki koma menn aflanum frá sér því hér er engin síldarverkun. Slldin sem dregin var á land var söltuð ýmist til skepnu- fóðurs eða manneldis. Megnið af sUdinni var demantsslld og ekki sást smásUd í aflanum. Mikið virðist af þessari sUd hér inn um alla firði. SæmUega hefur veiðzt á handfæri undanfamar þrjár vikur en „fiskurinn er mjög mishittinn”, þ.e. sumir fá góðan afla en aðrir engan. Setja menn þetta í samband við kynjagöngur síldarinnar. Afiinn er allur vænnþorskur. - A.St. / Regína, Ströndum. Búðardalur: Loftf imleikar á skurðbörmum —á meðan undirbúið er fyrir malbik íplássinu Mikið jarðrask hefur verið i Búðar- dal í sumar vegna fyrirhugaðra gatna- framkvæmda í plássinu. Götur hafa verið tættar upp til jarðvegsskipta og hafa af þessu orðið mikil óþægindi fyriríbúana. Alls konar drasl hefur verið að flækjast fyrir gröfunum, svo sem Áskriftarsími Eldhúsbókarinna er 2-46-66 vatnsleiðslur, rafmagnslínur, símalínur og skolplagnir. Af þessum sökum hafa heimamenn harla oft orðið rafmagns-, vatns- og símalausir — ásamt því að hafa fengiö góða þjálfun í skurða- stökki og moldarhólaklifri. Allt stendur þetta nú til bóta og lítur fólk tilhlökkunaraugum til þess dags er malbikið hylur göturnar í plássinu. - AF, Búðardal. Þótt eldri borgarar i Búðardal hafi oft bölvað skurðum og moldarhaugum i hljóði hafa hinir yngri notið lifsíns og ieikið sér innan um vinnuvélarnar. DB-mynd Anna Flosadóttir.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.