Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. TIL SÖLU er lítið en snoturt verzlunarhúsnæði á góðum stað i Vest- mannaeyjum. Sanngjarnt verð og mjög góð greiðslukjör ef samið er strax. Uppl. gefur Ólafur í síma 99-2072 (Selfossi) á vinnutíma. FÉLAGSFUNDUR FÉLAG BÓKAGERÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 24. september 1981, kl. 17, að HótelBorg. Dagskrá: 1. Samningamál (tekin afstaða til kröfugerðar). 2. Önnurmál. Stjórn FBM. Fimleikadeild GERPLU Kvenna/eikfími, verðuri veturí nýjum salíþrótta- fóiagsins GERPLUað Skemmuvegi 6. — Bjóðum upp á sauna oghvíid. Kennarí Guðrún Gísiadóttir Innritun og uppi. ísíma 74925og42015. VERZLIÐ ÓDÝRT Reykt rúllupylsa................kr.verð 26,00 kr., Söltuð rúllupylsa..............kg.verð 23,00 kr. Hvalkjöt..................... kg.verð 26,00 kr. Hrefnukjöt.....................kg.verð 27,00 kr. Dilkalifur.....................kg.verð 40,30 kr. Dilka hjörtu...................kg.verð 26,70 kr. Dilka nýru .................. kg.veið 26,70 kr. Dilka mör......................kg.verð 6,40 kr. Slagvefja með beikoni................. 21,00 kr. Kjúklingar, 4 stk. i poka,....kg.verð 49,50 kr. Kjúklingar.....................kg.verð 54,00 kr. Skankasteik....................kg.verð 48,90 kr. Slög...........................kg.verð 10,50 kr. IMíðursagaðir lamba frampartar kg.verð 31,80 kr. Saltkjöt..................... kg.verð 38,95 kr. Hangikjöt allt á gamla verðinu. Lambakjöt allt á gamla verðinu 5 slátur í kassa úr Borgarnesi. Verð á kassa 235,00 í sumar verður lokað ó laugardögum. Á föstudögum er opið til kl. 22 í matvöru- markaði, rafdeild og fatadeild, — Allar aðrar deildir opnar til kl. 19. Aðra daga tHM.18. JKI JON LOFTSSON H, F HRINGBRAUT 1?1 SÍMI 10600 Erlent Erlent Mikil stjórnmálaspilling á Indlandi: Indira hreinsar til í flokknum Indira Gandhi, forsætisráðherra maður stjórnarandstöðunnar, Bhai — En ég efast ekki um að hún Indlands, er þekkt fyrir flest annað Mahawir, i viðtali við þýzka blaðið mun reyna að hreinsa til í flokki en viðkvæmni, en sagt er að hún hafi fengið tár í augun er tvær ungar sveitastúlkur náðu fundi hennar og sögðu henni hvernig þeim hefði verið nauðgað og misþyrmt sft háttsettum mönnum innan Kongressflokksins. Þetta varð til þess að Indira sldpaði frekari rannsókn á spillingu innan flokks sfns og ýmislegt ófagurt kom f Ijós. Og nú standa yfir umfangsmikil málaferli i sex fylkjum Indlands gegn stjórnarmeðlimum og embættis- mönnum þessa gamla og gróna flokks Mahatma Gandhis þar sem þeir eru m.a. sakaðir um nauðganir, fjárkúgun, morð og mannrán. — Drykkjuboltar, hórkarlar og önnur úrhrök hafi grafið um sig í flokki frú Gandhis, segir forystu- Konur f Delhi mótmæla nauðgunum. Francois Mitterrand. DÖKKTYFIR FRAKKLANDI Nýjasta metsölubókin í Frakklandi heitir Nostradamus, sagnfræðingur og spámaður, en þar eru 600 spádómar Michel de Notredame krufðir til mergj- ar. Michel þessi (1503—1566) var lif- læknir Karls konungs IX og skráði hann spádóma sína og vitranir í ljóða- formi. Ef marka má spádóma hans er útlitið svart fyrir hinn nýkjörna forseta, Francois Mitterrand. Spámaðurinn kallar árið 1981 nefnilega ár rósarinnar og þar sem rósin er einkennisblóm jafn- aðarmanna telja áhangendur spá- mannsins að hér sé átt við jafnaðar- mannastjórn Mitterrands. Segir spá- maðurinn að innan tveggja til þriggja ára frá ári rósarinnar muni hið fimmta lýðveldi Frakklands hrynja í rúst eftir blóðug átök. Abol Hassan Bani Sadr, hinn 47 ára gamli fyrrverandi forseti írans, býr nú i leiguvillu utan við Paris sem franska lögreglan og félagar úr skæruUðahreyfingunni Mujahedin gæta dag og nótt. Foringi Mujahedin, Massud Radsjavi, 33 ára, býr einnig i húsi þessu ásamt miklu föruneyti og er nú orðið svo þröngt á þingi að Bani Sadr hefur orðið að koma húsvögnum fyrir f garðinum sfnum. Og á meðan þeir félagar, Bani Sadr og Radsjavi, undirbúa aðgerðir gegn stjórn Khomeinis stytta þeir sér stundir við borðtennisleik og fylgir sögunni að þar sé Radsjavi forsetanum mun snjallari. GR0MYK0 0G HAIG EIGA VIDRÆÐUR Á morgun mætast Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til viðræðna og mátti ráða af ræðu sem Gromyko hélt á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að hann muni leggja aðaláherzluna á afvopnunarmál. í kvöld mun Gromyko hins vegar ræða málefni Mið-Austurlanda, að- gerðir Sovétmanna í Afganistan og sjálfstæði. Namibiu við Carrington lávarð. Fundur Gromykos og Haigs er fyrsti mikilvægi fundurinn milli stórveldanna tveggja eftir að stjórn Reagans tók við völdum í Bandaríkjunum. KINVERJAR ÍOLÍULEIT Kina býr sig nú undir að leita tilboða hjá erlendum olíufyrirtækjum til olíu- leitar í Kínahafi og Gulahafi. F.r áætlað að leit hefjist nú í árslok eða uyrjun næsta árs. Talsmenn vestrænna olíufyrirtækja segja að Kínverjar neyðist til að hefja viðræður um þessi mál vegna stöðnun- ar í olíuframleiðslu og fjárhagsvand- ræða heima fyrir. Sérfræðingar segja þó að það muni taka margra mánuði að athuga tilboðin og ennþá lengri tími muni liða þar til boranir geti hafizt. Stokkhólmur: Þann 1. október hækka matvörur í Svíþjóð vegna þeirra 300 milljóna skr., sem stjórnin hefur hugsað sér að spara á niðurgreiðslum. Þannig hækkar ostur um 50 aura kílóið, kjöt um 25 aura og flesk og kjúklingar um 90 aura. Mjólk, mjólkurduft, kinda- og lambakjöt hækka ekki í þetta sinn en búizt er við að minnkun niðurgreiðslna um 500 milljónir skr. 1. janúar valdi þá einnig hækkun á þessum vörum. Billie Jean og Marilyn: ástin endafli með fjárkúgun. Ástarsamband Billie Jean King, hin 38 ára gamla bandaríska tennisstjarna vinnur nú að bók sem á að skýra ástarsamband hennar við fyrrverandi einkaritara sinn, Marilyn Barnett, 33 ára. Á bókin að koma út hjá Víkingaforlaginu í New York. Fjallar bókin um 7 ára ástarsamband þeirra Marilyn sem endaði með því að ritarinn hótaði tennisstjörnunni opin- berri stefnu nema hún greiddi þessari fyrrverandi ástmey sinni ævilanga með- gjöf. Ennfremur hótaði hún að birta rúmlega 100 ástarbréf sem Biilie Jean hafðjskrifað henni. Og nú vill Billie útskýra málið frá eigin sjónarmiði og segir að það hafi orðið henni dýrkeypt. Er upp komst um þetta lesbíska ástarsamband hennar snarminnkuðu tekjur þær er hún annars hafði af auglýsingum. Svíþjóð: Á sunnudaginn leigði sænskur geð- sjúklingur sér litla einkaflugvél og flaug til Sovétríkjanna. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 36 ára gamall flugmaður, hafi verið í meðferð á göngudeild geðsjúkrahúss í Stokkhólmi. Tvær sænskar herflugvélar fylgdust með því er hann flaug inn í sovézka lofthelgi en þar tóku tvær sovézkar MIG herflugvélar á móti honum og fylgdu honum til lendingar. Sovézkir fiugumsjónarmenn stað- festu siðar að hann hefði lent vélinni heilu og höldnu en neituðu að gefa frekari upplýsingar um málið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.