Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. 5 Girðing umhverfis Litla- Hraun breytti tæptega miklu — segir Jón Bjarman fangaprestur „Mér finnst tæplega þess virði að eyða þessum 880 þúsundum í girðingu umhverfis fangelsið að Litla-Hrauni,” sagði Jón Bjarman fangaprestur í sam- tali við DB. „Miklu nær væri að nota peningana til byggingar fangelsisins uppi í Árbæ, sem framkvæmdir hófust við fyrir nokkrum árum. Það hús á að koma í stað fangageymslunnar við Síðumúla og Hegningarhússins við Skólavörðustig, en þau hús eru bæði óhæf sem fangageymslur. Það fyrr- nefnda var upphaflega bílageymsla og Hegningarhúsið er rúmlega aldar gam- alt. Núna er girðing umhverfis hluta fangelsisins að Litla-Hrauni, íþrótta- svæðið og lagerinn er þó utan girðing- arinnar. Ég held að girðing umhverfis allt svæðið myndi tæplega breyta miklu og svo ber einnig að hafa í huga að strok fanga af Litla-Hrauni eru frekar fátíð. Af viðtðlum við Eyrbekkinga í blöðum hefur mátt sjá að þeir hafa ekki miklar áhyggjur af girðingarleys- inu og þeir fangar sem strjúka fara ekki niður á Eyrarbakka, þeir fara lengra,” sagði Jón Bjarman fangaprestur. SA. Dagblaðsvinningur í viku hverri: Einhver DB- áskrifandi fær hljóm- flutningstæki —svari hann spumingunum rétt Vinningur vikunnar í áskrifendaleik Dagblaðsins er að þessu sinni Crown- hljómflutningstæki frá Radíóbúðinni. Hér er um samstæðu að ræða sem inni- felur plötuspilara, kassettutæki, útvarp og tvo hátalara, hvorki meira né minna. Heildarverðmæti þessa glæsi- lega vinnings er 6.200 krónur. Crown-settið er nitjándi vinningur- inn í þessum leik Dagblaðsins. Þegar hafa átján áskrifendum DB hlotnazt veglegir vinningar; reiðhjól, sólar- landaferðir, tölva, myndsegulband og hljómflutningstæki. Og enn er nóg eftir af óútgengnum vinningum. Leikurinn verður í gangi fram í miðjan nóvember og þar til á hver einasti áskrifandi Dagblaðsins möguleika. Og þeir sem lesa Dagblaðið en fá það ekki í áskrift ættu að drifa sig í að gerast áskrifendur. Ekki aðeins fá þeir Dagblaðið ódýrara heldur eiga þeir kost á glæsilegum vinningum. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að einhvem dag vikunnar birtast á baksíð- unni spurningar tengdar smáaugiýsing- unum. Næsta dag birtist síðan, innan um smáauglýsingarnar, nafn eins áskrifanda og gefst honum kostur á að svara spumingunum. Svari hann rétt er vinningurinn hans. -KMU. Nýtizku vélar hafa veríð teknar 1 notkun á Höfn við siidarsöltunina. Eins og sjá má er mesta rómantikin farín af söltuninni. DB-mynd: Ragnar Imsland. Fyrsta sfídin á Homafjörð Fyrsta síldin kom til Hafnar í laugardag. Síldin þótti ekkert til að Hornafirði um helgina. Notuðu hrópa húrra fyrir, fremur smá og menn á nokkrum reknetabátanna mögur. Menn gera sér vonir um að tækifærið að komast heim í helgarfrí heldur fari að rofa til og stærri og og lönduðu í leiðinni. Á föstudag feitari síld fari að veiðast. voru saltaðar 306 tunnur og 204 á -DS/Júlía, Höfn. DB-mynd: Sigurður Þorri. Plötuspilarí, útvarp, kassettutæki og tveir hátalarar eru vinningur vikunnar. Freestyle dansar (Disco, Disco Jazz, Funky Jazz, Hustle, Country og western dansar o.fl.) KONU-BEAT - Góð hreyfing fyrir dömur á öllum aldri. „Aerobic dancing", það allra nýjasta frá USA, kennt í Freestyle dönsunum og í konu- beattímum. Rock'n Roll • ~ * — Eitt það vinsælasta í dag. nsiuniossonRR INNRITUN DAGLEGA FRA 10-12 og 13-19 íSÍMUM 20345, 38126, 24956, 74444 Börn yngst 4 ára. Barnadansar, samkvæmisdansar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.