Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. 3 Hugulsemi: Óþekkt kona fær þakklæti fyrir Coke — betra seint en aldrei Bryndis og Hákon hringdu: Fimmtudagskvöldið 17. þ.m. lent- um við j bílslysi við Eddufell í Breið- holti. Hér var um árekstur tveggja bíla að rasða, Willys-jeppa og Lödu. Bílarnir skemmdust báðir mikið en sem betur fer slapp fólkið að mestu óskaddað. Eins og gefur að skilja varð okkur öllum mikið um og vorum því vönkuð en okkur þótti vænt um elskuleg viðbrögð nær- staddra, þótt við hefðum litla rænu á að sýna þakklæti. Kerfið: FÁRSJÚKT FÓLKLÁTIÐ RÁFA UM GÖTURNAR Þegar verið var að taka af okkur skýrslurnar kom t.d. kona sem færði okkur stóra Coke og hvarf síðan á burt. Okkur gafst ekki tæki- færi til þess að þakka fyrir þessa hressingu, sem kom sér mjög vel. Við vonum því að umrædd kona sjái þessari línur, því við þökkum henni hér með kærlega fyrir. Óþekkta konan sem færði vönkuðu fólki Coke eftir bilslys við Eddufell í Breiðholti 17. þ.m. fær þakkir fyrir hugulsemina. DB-mynd: Ari. Guðbjörg Björnsdóttir hringdi: Ég vil taka undir orð Skattgreið- anda sem gagnrýnir þá afstöðu að fársjúkt fólk skuli vera látið ráfa um göturnar, étandi sorp og rænandi á veitingastöðum, til þess að halda i sér lifinu. Þessa vesalings fólk virðist telja hegðun sina eðlilega en dvelur annað slagið á sjúkrahúsi sökum næringar- skorts. Hvað kemur í veg fyrir að þessu fólki sé hjálpað, hvort sem það vill eða ekki? Eða viljum við, sem heil- brigð teljumst að svona verði farið með okkur og okkar ef við veikjumst á þennan hátt? Starfsfólk sjúkrahúsanna álitur þetta fólk svo hættulegt að það lætur hafa yfir þvi lögregluvörð — en þegar út fyrir veggi sjúkrahússins er komið er eftirlitinu lokið. Hver er réttur hins almenna borg- ara? Er ,,dr. Hansi” meira virði en börnin okkar, úti að leika sér, eins og Skattgreiðandi spyr? Hver er ábyrgur ef eitthvað kemur fyrir? Er kannski veriö að bíða eftir því að þetta fólk brjóti nóg af sér til þess aðhafnaífangelsi? Kristján Grlmsson, llnumaður: Nei, því miður tel ég að svo sé ekki og ætti að verða breyting á. Steinunn Hallgrlmsdóttlr, afgrelðslu- stúlka: Nei, alveg örugglega ekki. Alfreð Kristjánsson, hafnsögumaður: Égtel það verajafnt. Magnús Hjaltested, bóndi: Nei, har er ekki alveg jafn. Þaö fer þó eft aðstæðum. Markús Hjaltested, flugafgreiðslumað- ur: Nei, hann er ekki jafn en ætti að vera það. Við teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 244 GLÁRG. '81 BEINSK., EKINN 14.000 KM KR. 140.000 VOLVO 245 GL ÁRG. '79 BEINSK., EKINN 54.000 KM KR. 130.000 VOLVO 244 GL ÁRG. '79 BEINSK., EKINN 48.000 KM KR. 120.000 VOLVO 264GLÁRG. '78 SJÁLFSK, EKINN 34.000 KM KR. 130.000 VOLVO 244 DL ÁRG. '78 BEINSK., EKINN 56.000 KM KR. 100.000 VOLVO 244 DL ÁRG. '77 SJÁLFSK., EKINN 50.000 KM KR. 90.000 VOLVO 244 DLÁRG.76 SJÁLFSK, EKINN 77.000 KM KR. 78.000 VOLVO 144DLÁRG. '74 BEINSK., EKINN 111.000 KM KR. 55.000 VOLVO M VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Um Nýtt land: Betur má ef duga skal Páll Ásgeirsson, Stöðvarfirði, skrif- ar: Það er ekki oft sem fátækur og lítt menntaður almenningur sér ástæðu til’ þess að setjast við ritvélina. En eins og kellingin sagði þá étur maður ekki skit án þess að gnista tönnum. Tilefni þessara skrifa er það að mér barst í hendur eintak af blaði sem kallar sig Nýtt land. Svo blöskraði mér allur frágangur blaðsins, málvill- ur, ambögur og prentvillur, að mér finnst full ástæða til að tjá mig um málið á opinberum vettvangi. Svo ekki sé minnzt á pólitískan málflutn- ing sem er reyndar ástæðulaust að fara aðeyðapúðri á. Ólukkan hefur greinilega viljað haga því þannig að ekki hefur ráðizt til blaðsins neinn sem kann móður- mál sitt til einhverrar hlítar. Allur málflutningur blaðsins einkennist af hroka og yfirlæti og einhverri þörf til að ráðskast með skoðanir fólks. Setningunum „Nýju landi finnst” hitt eða þetta og „Við á Nýju landi viljum” eitthvað er óspart flaggað og gæti maður freistazt til að halda að bak við blaðið stæði fjölmennur hópur fólks, ef ekki væri vitað betur. Allar þýddar greinar í blaðinu bera það með sér á málfari og setninga- skipan úr hvaða máli þær eru þýddar og ber það þýðendum ekki sérlega gott vitni. Efnisöflun öll virðist hafa farið fram á einhverju hundavaði og minnir fátt á þá rannsóknarblaða- mennsku sem hundraðshöfðingi flokksbrotsins var eitt sinn kenndur við. Alls kyns sjálfshrós veður uppi á öllum síðum en þó tekur steininn úr þegar farið er að stunda einhvers konar pólitiska listgagnrýni sem virðist vera fólgin í því að taka upp hanzkann fyrir einhver sálmaskáld úti í bæ sem fela sig á bak við sín eigin málgögn eða bursta rykið af margra ára gömlum hljómplötum sem hafa notið lítillar hylli af sömu ástæðum og sálmaskáldið. Nýtt land telur lesendum trú um að það liggi mikill menningararfur óbættur hjá garði. Að lokum fer vel á því að vitna I söluslagorð þeirra Nýíendinga sem segir „Vilt þú betra blað”. Víst vilja islenzkir blaðalesendur betri blöð og eigi þetta slagorð ekki að vera öfug- mæli mega Nýlendingar bæta blaðið sitt verulega. Páli Ásgeirssyni finnst ritstjórn Nýs lands hampa sjálfri sér of mikið. DB-mynd: Einar Ólason. Spurning dagsins Telur þú að foreldra- róttur föður só jafn ó við rótt móður? Lovisa Bjargmundsdóttir, húsmófllr: Manni finnst að svo ætti að vera. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.