Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. 8 r v Vélrítun — snnskrrft Óskum að ráða starfskraft við setningartölvu í prentiðnaði. Hálfs- eða heilsdagsvinna. Góð laun fyrir góðan starfs- kraft. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Uppl. í síma 33840. 77/ leigu sumarbústaður á fallegasta stað í Kópavogi, ca 35. ferm. Þarfnast standsetningar og klæðningar að utan sem dregst frá húsaleigu. Heils árs bústaður og stór garður. Hentugur fyrir einstakling eða barnlaus hjón. Aðeins leigður reglu- sömum og skilvísum aðila. Tilboð sendist DB. merkt „Sumarbústaður 434”. Stórar flöskur 360 g Nýtt, gæða- sjampó meö gódri lykt — fyriralla fjölskylduna. Gott verð. Æfingar hjá júdódeild GERPLU verða í vetur á mánu- dögum — miðvikudögum og föstudögum fyrir yngrí og eldri nemendur. Kennari Guömundur Rögnvaidsson. Nánari upplýsingar í síma 74925 og42015. __ Tómstundavörur SSSS T/iir heimHi og skola NÁMSKEIÐ Innritun er hafin í eftirtalin námskeið. • JÓLAFÖNDUR • HNÝTINGAR • TÁGAVINNA • MYNDVEFNAÐUR (ofið á vefgrindur) • GLERSKREYTING HANDÍD Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 29595 Skiptar skoðanir um skólamál í Kópavogi Tillaga sem gert er ráð fyrir að Boöað hefur verið til almenns skólaeruþrírelztuárgangargrunn- lögð veröi fram í bæjarstjórn Kópa- borgarafundar um málið i Þing- skólans en í Kársnesskóla.yngri ár- vogs nk. föstudag, þess efnis að hólsskóla annað kvöld. í gærkvöldi gangarnir. Gert er ráð fyrir að nem- menntamálaráðuneytinu verði hélt foreldrafélag Menntaskólans i endur Þinghólsskóla færu í Kárs- boöið að kaupa eöa fá til afnota Kópavogi fund í Kópavogskirkju nesskóla fengi MK fyrrnefnda skól- Þinghólsskóla undir Menntaskól- um húsnæðismál Menntaskólans en ann til afnota. ann í Kópavogi þannig að hann geti þau tengjast þessu máli. Dagblaðið leitaði til þriggja flutt starfsemi sína þangað haustið Þinghólsskóli er annar tveggja manna sem tengjast þessu máli og 1982, hefur valdið úlfaþyt í Kópa- grunnskóla í vesturbæ Kópavogs. ferálitþeirrahéráeftir. vogi. HinnerKársnesskólinn. j Þinghóls- . -KMU. Ingólfur Þorkelsson, skólameistari Menntaskólans I Kópavogi, útskrifar stúdenta I Kópavogskirkju. Hákon Sigurgrímsson, skólanefndarmaður í Kópavogi: „Væri fróðlegt að leggja dæmið fyrir skattgreiðendur" „Hugmynd þessa má rekja aftur til ársins 1978. Þá óskaði skólanefnd, sem ég var þá formaður fyrir, eftir því við bæjarstjórn að kannað yrði hvort nýta mætti hluta af húsnæði grunnskólanna í bænum undir fram- haldsskóla. I framhaldi af þessu skip- aði bæjarsstjórn nefnd sem í áttu sæti, auk mín, þeir Andri ísaksson, Páll Theódórsson, Steinar Steinsson og Stefnir Helgason. Síðar bættist Ásgeir Jóhannesson við,” sagði Hákon Sigurgrímsson, skólanefndar- maðuríKópavogi. „Nefndin komst að samhljóða niðurstöðu og sendi frá sér álit í desember 1979. Nefndin lagði til að framhaldsskólinn fengi á næstu árum bæði Þinghólsskóla og Víghólaskóla i stað þess að byggt yrði sérstakt hús undir framhaldsskóla. Það fjármagn sem ætlað væri í byggingu nýs fram- haldsskólahúss lagði nefndin til að færi í uppbyggingu grunnskólanna. Snælandsskóli er ekki hálfbyggður og enn er eftir að byggja lokaáfanga Digranesskóla. Ekki er hægt að neita því að um tíma mun myndast toppur í Kársnes- skóla. Spá gerir ráð fyrir að jafnvægi verði komið á 1986. Við lögðum til að þessum toppi yrði mætt með lausum kennslustofum en einnig að salur yrði byggður við Kársnesskóla og núverandi sal breytt í kennslu- rými. Þetta er réttlætanlegt vegna þess að þarna er verið að spara allnokkurt fé. Gert var ráð fyrir árið 1979 að bygg- ing húsnæðis fyrir framhaldsskóla kostaði 1,5 milljarða gamalla króna. Þó hann yrði byggður yrði ekki hjá því komizt að ljúka Snælandsskóla og Digranesskóla. Það væri fróðlegt að leggja þetta dæmi fyrir skattgreiðendur, hvort þeir teldu fjármunum sínum betur varið ef ráðizt yrði í byggingu nýs framhaldsskóla,” sagði Hákon Sigurgrímsson. -KMU. Þórir Hallgrimsson, skólastjóri Kársnesskóla: „Verði Þinghólsskóli lagður niður og nemendur hans sendir í Kársnes- skóla leiðir það til þess að þrísetja þurfi Kársnesskóla. Hann er ekki hannaður fyrir þann fjölda, sem í honum yrði, bættust nemendur Þing- hólsskóla við,” sagði Þórir Hallgrímsson, skólastjóri Kársnes- skóla. „Þarna er verið að leysa vandamál „Aðstaða til náms skerðist verulega” Menntaskólans í Kópavogi á kostnað þéttingar byggðar í eldri hverfum. grunnskólanna. Kársnesskólinn mun Mér finnst það mjög hæpin ráð- yfirfyllast og aðstaða nemenda til stöfun að leggja stóran hluta skóla- náms og félagsstarfa skerðast veru- lóðarinnar undir sex til átta lausar lega. kennslustofur. Slíkt mundi skerða Ég tel að áætlun sú sem gerð var á verulega leiksvæði nemenda og alla sínum tíma um nemendafjölda sé aðstöðu þeirra til útileikja. Óþægind- byggð á hæpnum forsendum. Ekki um sem margsetning skólans þýddi var gert ráð fyrir fólksfjölgun í vest- fyrir nemendur hefur enginn gaumur urbæ vegna nýrra íbúðahverfa og verið gefinn.” -KMU. Ingólfur A. Þorkelsson,skólameistari MK: „Blandamérekki ídeilurnar” — „en það verður að leysa húsnæðismál Menntaskólans og það áður en langt um líður” „Ég blanda mér ekki í þær deilur sem nú eru í Kópavogi. En ég segi að það verður að leysa húsnæðismál Menntaskólans i Kópavogi og það áður en langt um líður. Skólinn er nú í mikilli spennitreyju í húsnæðis- málum,” sagði Ingólfur A. Þorkels- son skólameistari MK. „Við börðumst fyrir því að byggt yrði yfir skólann. Búið var að teikna bygginguna, útvega lóð og veita fé til hennar. Vegna deilna um miðbæjar- skipuleg og aðallega vegna nýrrar nemendaspár, sem sérfræðingar frá Þjóðhagsstofnun gerðu, voru þessi byggingaráform lögð á hilluna. Menn töldu að vegna fækkunar nemenda gæti svo farið að menn stæðu uppi' með tóma skóla. Svo komu tillögur frá framhalds- skólanefnd sem aðallega voru grund- vallaðar á spá Þjóðhagsstofnunar og gera ráð fyrir að Þinghólsskóli verði gerður að framhaldsskóla. Mig minnir að ég hafi séð þessa tillögu fyrst í blaði alþýðuflokksmanna í Kópavogi, frá Guðmundi Oddssyni bæjarfulltrúa.” -KMU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.