Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. 11 Samband kvikmyndaf ramleiðenda í Bandarík junum hef ur þungar áhyggjur af myndsegulböndum: Fangelsisdómar fyrír að dreifa spólum með efni sem ekki hefur veríð greitt fyrir — utan Bandarík janna er um 80-85% af öllu ef ni á myndsegulbandsspólum meira og minna stolið... engu máli þótt upptökurnar séu gerðar að fengnu leyfí. En skólar mega sýna myndsegulbönd til kennslu án viðurlaga. Kvikmyndafélögin hafa gefið út handbók um hvað það er sem má og hvað það er sem ekki má á sviði myndsegulbanda. Þeir senda hana til allra þeirra sem verzla með myndseg- ulbandstæki og spólur fyrir þau. Þar er brýnt fyrir heildsölum sem smá- sölum að tilkynna tafarlaust alla „kvikmynda-þjófnaði” sem þeir verða varir við. Og þess eru þó nokkur dæmi að verzlanir eða ein- staklingar hafi komið upp um eigin viðskiptavini. asiai Myndsegulbönd ti) heimabrúks verða æ vinsælli enda er ekki dónalegt að geta sjálfur tekið mynd af barnaafmælunum og öðrum merkisviðburðum í Ufi fjölskyld- unnar. Sala tækjanna blómstrar ... Salan á myndsegulbandstækjum eykst hröðum skrefum, hefur næst- um tvöfaldazt á einu ári. Fyrirtækið RCA, sem er stærsti framleiðandinn hefur tilkynnt að það muni auglýsa 61% meira á seinni hluta ársins 1981 en í fyrra. Sem kunnugt er þykir aug- lýsingamagn bandarískra fyrirtækja nokkuð áreiðanlegur mælikvarði á það hvernig þeim vegnar. „Auglýsingar okkar,” sagði tals- maður fyrirtækisins nýlega, „miðast við þá staðreynd að þeim kaupendum hefur stórlega fjölgað sem ekki vilja kaupa bara eitthvað heldur hafa ákveðnar hugmyndir um verð og gæði.” RCA sendir nú frá sér nýja og glæsilega gerð af myndsegulbands- tæki (VCR) til að hafa á borði. Áætl- að verð er 1500 dollarar en sum myndsegulbandstækin frá RCA fást á minna en þúsund dollara. ... og spólur með efni frá Broadway eru komnar á markað Sala á löglegu efni til að sýna í þessum tækjum blómstrar ekki síður íbúi f fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu stillir (með hjálp gamals sjónvarpstækis) myndina úr myndseguibandstækinu áður en hún er send út f kerfi fjölbýiishússins. DB-mynd: R.Th. en sala á tækjunum sjálfum. Fyrir þremur mánuðum var stofnað lands- samband dreifingaraðila sem verzla með myndsegulbönd. Það heitir FHE, Family Home Entertainment (Fjölskyldu- og heimilisskemmtun) og hefur aðalbækistöðvar í San Fern- ando-dalnum í Kaliforníu. Þetta fyrir tæki hefur látið fram- leiða upptöku af sýningu á vinsælum söngleik, „Pippin”, sem fluttur hefur verið á Broadway í New York. Þessi upptaka er að öllu leyti lögleg og er búizt við að af henni seljist 20 þúsund spólur á Bandaríkjamark- aðnum fyrsta mánuðinn. Þá er miðað við að spólan kosti í smásölu um 70 dollara stykkið. Má búast við að í framtíðinni verði geysimikið framleitt af slíku efni sem eingöngu er ætlað til sýninga i mynd- segulbandstækjum. þeirri baráttu, sem þeir margir hverjir hafa haldið uppi gegn fyrirætlunum Póst- og símamálastofnunarinnar um að færa sína gjalda-innheimtu í rétt- lætisáttina, með því að mæla nokkuð af þeirri notkun, sem sumum hefur til þessa hlotnast ómælt á kostnað annarra, — og taka þess i stað upp baráttu fyrir meira réttlæti í þessum efnum. Baráttu fyrir lengingu skrefa á langlinusamtölum. Baráttu fyrir sömu skrefalengd um allt land yftr nóttina, utan bæja sem innan. Og baráttu fyrir að símareikningar verði innheimtir mánaðarlega, en ekki safnað í þrjá mánuði, svo notendur geti betur fylgst með notkun sinni og * l)B-mvnd. geti frekar forðast vandræði vegna ofnotkunar. Baldur Böövarsson. P.S. Vegna þess að menn hafa verið að fárast yfir þeim gífurlega kostnaði, sem þurft hafi að verja til.þess að koma á mælingu á innanbæjar síma- notkun, sakar máske ekki að geta þess, að þeir fjármunir sem Vest- mannaeyingar greiða á einu ári í símanotkun umfram það sem jafn- margir simnotendur greiða í Reykja- vik nemur hærri upphæð en sem svarar öllum kostnaði við breytingu þessa á öllum stöðvum landsins að Reykjavík meðtalinni. Bb. yfir á þann tíma sólarhringsins sem símakerfið annars stendur autt og ónotað. Það er sem sé staðreynd, að jæir sem nota síma milli staða og lands- hluta greiða í dag langt umfram það sem langlínukostnaður réttlætir og eðlilegt getur talist. Þeir greiða kannski tuttugu sinnum og upp i mörg hundruð sinnum meira fyrir samtal en notandi sem fær samtal innanbæjar, enda þótt búnaður sá sem til langlínuafgreiðslunnar þarf, umfram þann búnaðseminnanbæjar- notandinn notar, sé varla tvöfaldur að kostnaðarverði. I þessu felst mikið óréttlæti og ég get ekki séð að þetta ranglæti verði leiðrétt nema að upp verði tekin mæling á innanbæjar- notkun. Símastofnunin getur að vísu aflað þeirra tekna sem til rekstursins þarf með ýmsum hætti, en um rétt- læti í skiptingu kostnaðarins á gjald- endurna verður ekki að ræða, meðan sum notkun er mæld í örfárra sek- úndna skrefum, en önnur notkun ómæld með öllu. Nema þessir ágætu andmælingar skrefagjalds vilji með öllu leggja niður skrefamælingu utan bæja sem innan á okkar landi. Eða hvaða rök liggja til þess að menn greiði fyrir skref á nokkurra sek- úndna fresti, ef menn tala frá Reykjavík til Akraness, en geti talað ómælt svo lengi sem mönnum sýnist frá Reykjavík til Varmár, enda þótt Gamla fyrírkomulagið á Simstöðinni. raunverulegur símakostnaður sé i báðum tilfellum nálega sá sami? Millivegurinn er heppilegastur Til þessa hefur það hins vegar verið talið heppilegast, og verður vonandi enn um sinn, að fara hér nokkurn milliveg og hafa fast gjald fyrir lág- marksnotkun, en síðan greiði síma- notendur umframgjald fyrir þá notkun sem menn nýta umfram lág- mark. En nýtingin þarf að vera rétt- látlega mæld, en ekki mæla sumt og sleppa öðru. Ég vil að lokum beina þeim tilmæl- um til þeirra ágætu manna, sem látið hafa frá sér heyra í þessu skrefa- gjaldsmáli, að þeir láti nú með öllu af „Hvaða rök liggja til þess að menn greiði fyrir skref á nokkurra sekúndna fresti ef menn tala frá Reykjavík til Akraness, en geti talað ómælt svo lengi sem mönnum sýnist frá Reykjavík til Varmár, enda þótt símakostn- aður sé í báðum tilfellum nálega sá sami?” sami?” N y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.